Skessuhorn - 28.09.2005, Síða 19
^ikusunu..
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005
19
Sa
Að bæta sig
eða sitja eftir
Aldrei í sögu þjóðarinnar hefnr
samfélag okkar breyst jaín ört sem á
síðustu áratugum. Flest helstu gildi
hafa fengið breytta merkingu. At-
vinnuhættdr, samgöngur, menntun,
vísindi og almenn þjónusta hefur tek-
ið slíkum stakkaskiptum að undrun
sætir. Nægir að vitna til aðstæðna
þeirra er elsta kynslóð okkar kynntist
og bera hana saman við Island í dag.
Þar er himin og haf á milli.
Fólk gerir meiri kröfur
um þjónustu
Eitt einkenni breytinganna eru tví-
mælalaust mun harðari kröfur fólks-
ins í landinu til almennrar þjónustu á
flestum sviðum. Gildir það jafiit um
skilyrði til menntunar barnanna, fé-
lagslegrar þjónustu af öllum toga,
heilbrigðisþjónustu, verslunar, fjar-
skipta o.s.frv. Þetta er eðlileg þróun
enda má segja að samfélagið hafi
breyst frá því að vera tiltölulega ein-
angrað framleiðsluþjóðfélag til þess
að vera nútímalegt velferðarsamfé-
lag. Þessar róttæku breytingar hafa á
stundum verið sársaukafullar þar sem
hefðin og fortíðin toga í hin breyttu
gildi og nýjar aðstæður.
En segja má að stjórnsýslan hafi
ekki náð að fylgja þessum breyting-
um eftir. Birtist það gleggst í skipan
sveitarstjórna sem enn taka mið af
strjálbýlu og einangruðu samfélagi
á allt öðrum grunni en Island í upp-
hafi 21. aldar. Og ótrúlega gengur
seint að laga sveitarfélög að nýjum
aðstæðum. Fyrir vikið hefur ríkis-
valdið náð að tútna út og ríghalda í
um 70% af verkefnum hins opin-
bera á sama tíma og ríkið sinnir
einungis um 30% sambærilegra
verka í nágrannalöndum okkar.
Tilgangurinn að efla
heimabyggðir
Þann 8. október verður gengið tdl
kosninga í mörgum sveitarfélögum
þar sem leitast er við að stækka og
einfalda sveitarstjórnir á Islandi. Til-
gangur þess er tvíþættur: Annars veg-
ar að skapa svigrúm til að taka við
fleiri verkefinum (og peningum) frá
ríkinu og hins vegar að gera sveitar-
félögum fært að standa undir þeirri
þjónustu sem íbúar þess eiga skilið að
fá. Engum dylst að sveitarfélag sem
telur örfá hundruð íbúa á þess engan
kost að mæta kröfúm samtímans um
þjónustu. Og það sveitarfélag er á
engan hátt búið undir að taka við
verkefnum frá ríkisvaldinu og færa
þannig ákvarðanatökuna heim í hér-
að.
Kynna sér kosti
og taka afstöðu
Ég hvet alla íbúa umræddra sveit-
arfélaga til að kynna sér rækilega þær
upplýsingar sem hggja fýrir um kosti
í stöðunni. Ríkisvaldið hefur ákveðið
að leggja sérstaklega 2,4 milljarða
króna til að styðja við sameiningu
sveitarfélaga. Það eru háar upphæðir
í þágu þegnanna. Eg hvet einnig fólk
til að velta fýrir sér hvernig stærra
sveitarfélag hækkar þjónustustigið
við borgarana, er betur í stakk búið
til að sækja ffarn á öllum sviðum,
þ.m.t. að fá fleiri verkefhi og fé til
fólksins. Efidr miklu er að slægjast því
samkeppni um fólk milli héraða mun
fýrst og fremst ráðast af þeirri þjón-
ustu sem í boði er fýrir fólk á 21. öld-
inni. Þröngir sérhagsmunir hljóta að
víkja fýrir slíkum markmiðum. Aðal-
atriðið er að fólkið kynni sér upplýs-
ingarnar, noti kosningaréttinn og
taki afstöðu þann 8. október.
Hjdlmar Amastm,
fomi. verkefnisstjómar.
Framundan eru kosningar um
sameiningu 80 af 103 sveitarfélögum
landsins. Þar sem engin formleg um-
ræða hefur farið ffarn, hvorki í sveit-
arstjórn né meðal íbúa Dalabyggðar,
um væntanlega kosningu um sam-
einingu Dalabyggðar, Saurbæjar-
hrepps og Reykhóla, er rétt að tæpa
á málum.
Megintdlgangur með sameining-
um smærri sveitarfélaga er að efla
sveitarstjómarstigið og gera stærri
og öflugri sveitarfélögum kleift að
sinna lögbundnum verkefnum sín-
um, mynda heildstætt atvinnu- og
þjónustusvæði út frá sókn íbúanna til
atvinnu og þjónustu og gera þau
nógu burðug til að taka að sér fleiri
verkefni. Er þá helst talað um
heilsugæslu, málefhi fatlaðra, öldr-
unarþjónustu, félagsþjónustu, svæð-
isvinnumiðlum og ráðgjöf ásamt
reksmr minni sjúkrahúsa.
Samanlagður íbúafjöldi þessa
þriggja sveitarfélaga er 971 miðað
við 1. desember 2004 á um 3.100
ferkílómetra svæði. I Dalabyggð búa
631, þ.a. um 250 í Búðardal, í Saur-
bæjarhreppi 80 íbúar og í Reykhóla-
hreppi 257 íbúar. Oll sveitarfélögin
leitast við að sinna gmnnþjónusm
sveitarfélaga, ýmist sjálfstætt eða í
samvinnu hvort við annað, með mis-
munandi árangri. Þau eiga það öll
sameiginlegt að berjast í bökkum
fjárhagslega, mismunandi skuldsett,
þó af mismunandi ástæðum sem rak-
ið verður síðar. Það hlýmr þá að
vera raunhæfur kosmr fýrir þessi
þrjú fámennu sveitarfélög að sam-
einast, eða hvað?
Nei, ég tel það ekki raunhæfan
kost af mörgum ástæðum. Fyrst er
þar að nefna að sameinað sveitarfé-
lag með innan við 1000 íbúa er of lít-
il rekstrareining tdl að geta bætt á sig
fleiri verkefhum. Núverandi reksmr
Dalabyggðar reynist sveitarfélaginu
ofviða, ekki síst í ljósi mikilla ffam-
kvæmda og fýritækjareksturs sem
ekki er séð fýrir endann á. Skulda-
staða Saurbæjarhrepps er ógnvænleg
og á Reykhólum standa yfir kosmað-
arsamar ffamkvæmdir. I öðru lagi
hggja ekki fýrir neinar fastmótaðar
tillögur ffá félagsmálaráðuneyti og
Jöfhunarsjóði sveitarfélaganna um
fjárlög til að koma til móts við erfiða
skuldastöðu sameinaðs sveitarfélags
sem gerir því kleift að sinna sínum
lögbundnum verkefhum. Einungis
fýrirheit um styrki og fjármagn hggja
fýrir. Ekki er skynsamlegt að byggja
á svo veikum grunni og þarf að vinna
betur í þeim málum áður en gengið
er til atkvæðagreiðslu. I þriðja lagi er
ekki hægt að koma auga á nein sam-
legðaráhrif sveitarfélaganna með
sameiningunni sem hlýtur að vera
forsendaþessaðíbúarveljihana. At-
vinnulíf í öllum sveitarfélögunum er
einhæft og að mestu bundið við
landbúnað, afurðavinnslu, þjónustu
og þörungavinnslu. Ekki er að sjá að
atvinnutækifæri aukist með samein-
ingunni né að sveitarfélögin styrkist
með öðrum hættd.
Hvemig hti sameinað sveitarfélag
Dalabyggðar, Saurbæjarhrepps og
Reykhólahrepps út? Ef marka má
skýrslu um sameiningu þessara sveit-
arfélaga ffá árinu 2001 en engar aðr-
ar upplýsingar liggja nú fýrir íbúum,
er gert ráð fýrir 7 manna sveitar-
stjórn með aðsetur stjórnsýslurmar í
Búðardal. I skýrslunni er lagt tdl að
sveitarsjórn skipi 5 fastanefndir auk
lögbundinna nefnda og að allir
starfsmenn stjórnsýslunnar, 4,5
stöðugildi hafi aðsetur í Búðardal
fýrir utan einn sem hefur aðsetur á
Reykhólum. Ef litdð er á hlutfalls
íbúa má gera ráð fýrir að Dalabyggð
fái 4 menn í sveitarstjóm, Saurbær 1
og Reykhólamenn 2. Valdið sem
sagt í Dalabyggð!
Tihögur sameiningarnefhdar um
væntanlegar sameingu þessara
þriggja sveitarfélaga vom mér mikil
vonbrigði. Þær einfaldlega skila ekki
þeim árangri sem tdl er ætlast og em
á engan hátt tdl þess fallnar að styrkja
þessi sveitarfélög.
Ef Dalabyggð hyggst taka þátt í
eflingu sveitarstjórnarstdgsins þarf
sveitarfélagið að ganga mun lengra.
Sveitarfélagið sækir ekki styrk sinn í
veikari sveitarfélög, það er augljóst.
Með bættum samgöngum suður á
bóginn með tdlkomu Bröttubrekku,
hafa opnast fjölmörg tækifæri fýrir
Dalamenn, bæði hvað snertdr alla
þjónustu, atvinnutækifæri og há-
skólanám. Reykhólmenn hafa löng-
um sótt sinn styrk norður á bóginn
og telja sig tilheyra Vestjörðum.
Töluverður ávinningur yrði fýrir
sveitarfélagið að leita efidr samein-
ingu við Hólmavík með tilkomu
vegs um Arnkötludal sem gjörbreyt-
ir atvirmusvæði Reykhólamanna og
eflir þjónustuna við íbúana.
Kosið hefur verið tvisvar um þessa
tillögu sameiningar, í bæði skipti
hefur hún verið felld af íbúum Saur-
bæjarhrepps og Reykhólahrepps.
Með þriðju kosningunum um sömu
tihöguna er verið að sóa almannafé
og hálf þvinga heimamenn.
Illa hefur verið staðið að hlutlausri
kynningu sameiningartillögunnar af
hálfu sveitarstjórnanna og efdr því
sem ég kemst næst stendur ekki tdl að
kynna þær fýrr en nokkrum dögum
fýrir kosningar þannig að tryggt er
að íbúum gefist lítdll tdmi til að hug-
leiða kosti og galla fýrihugaðrar
sameiningar. Þeir nefhdarmenn sem
bera ábyrgð á kynningunni eru trú-
lega allir sammála mér aldrei shku
vant, við eigum að fella tdllögu um
sameiningu Dalabyggðar, Saurbæj-
arhrepps og Reykhólahrepps. Sam-
einingin mun ekki uppfýlla viðmið
um heildstætt atvinnu- og þjónustu-
svæði, samlegðaráhrifin eru engin.
Guðrún J. Gunnarsdóttir,
Kjörinn sveitarstjómamaður
í Dalabyggð
ÓSóÁasafn lAJfraness
Sögustundir
Fyrsta sögustund vetrarins
Fyrsta sögustund vetrarins verður
miðvikudaginn 5. október kl. 15:00 -15:45
Öll börn 3ja til 6 ára hjartanlega velkomin
Opið á laugardögum í vetur
Bókasafnið er opið:
mán -fim kl. 11-19 •föstudaga kl. 11-18
og alla laugard.frá 1. okt til 1. maíkl. 11-14
Heiðarbraut 40 • s. 433 1200
www.akranes.is/bokasafn
ío Verid velkomin!
Akraneskaupstaður
Stuðningsfulltrúi - Liðveisla
- Stuðningur á heimili
Stuðningsfulltrúi óskast í 30% starf inn á heimili á Akranesi.
Vinnutími er eftir kl. 17:00 virka daga. Óskað er eftir
starfsmanni, ekki yngri en 25 ára, með reynslu af vinnu
með fólki. Viðkomandi verðm að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknareyðublöð fást á bæjarskrifstofunum, Stillholti 16-
18,3. hæð og á heimasíðu Akraneskaupstaðar www.akranes.is
Einnig er óskað eftir fólki á skrá til að taka að sér stuðning
inni á heimili, tilsjónarstörf eða liðveislu og jafnframt óskað
eftir fjölskyldum á skrá sem geta tekið að sér börn í stuðning
yfir helgar.
Frekari upplýsingar veitir Sveinborg Kristjánsdóttir,
yfirfélagsráðgjafi, í síma 433-1000.
Fjölskyldusvið Akraneskaupstaðar
broste
Njótum
Lifum
Brosum
STILLHOLT116-18 • AKRANESI
SÍMI 431 3333 • model.ak@simnet.is
Hvanneyrarkirkja 100 ára
Hvanneyrarkirkja er 100 ára um þessar
mundir. Af því tilefni auglýsir sóknarnefnd
og sóknarprestur eftir gömlum myndum af
kirkjunni sem fólk kynni að eiga í fórum
sínum. Sömuleiðis eftir myndum af
athöfnum í kirkjunni.
Þeir sem gætu lagt þessu erindi lið eru
vinsamlegast beðnir um, að hafa samband
við sóknarprest í síma 846 2020 eða
Ingibjörgu Jónasdóttur í síma 437 0078.
Nautasteik
og lambasteik
Digranesgötu 6 - Borgarnesi - s. 436 1300