Skessuhorn - 28.09.2005, Side 22
22
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005
Gestirfylltu sal Snorrastofu á afmælishátíSinni.
Afinæli Snorrastofu
Það var þéttskipaður salur í
Snorrastofu í Reykholti sl. föstu-
dagskvöld þegar minnst var 10 ára
afmælis Snorrastofu. Dagurinn er
sterkt tengdur sögu stofhunarinnar
á tvennan hátt. Hann er í fyrsta lagi
sá sami og þegar Snorri Sturluson
var drepinn af fyandmönnuin sínum
í Reykholti árið 1241. I annan stað
má segja að fræðasetrið Snorrastofa
hafi orðið að veruleika þennan dag
árið 1995 þegar Guðlaugur Oskars-
son, formaður sóknarnefndar
Reykholtskirkju og Björn Bjarna-
son, þáverandi menntamálaráð-
herra, rimðu undir skipulagsskrá
Snorrastofu.
Meginefhi afmælisdagskrárinnar
var minningarfyrirlesmr Vésteins
Olafssonar sagnfræðings um
Snorra Smrluson en fyrirlesmrinn
nefhdi hann Illt og gott hjá ásum -
og Snorra. Jafnframt var saga
Snorrastofu í fortíð, nútíð og fram-
tíð rakin af Bergi Þorgeirssyni, for-
stöðumanni. Guðlaugur Oskars-
son, formaður sóknarnefhdar flutti
ávarp sem og Bjarni Guðmunds-
son, formaður stjórnar Snorrastofu.
Þá lék ungur og efhilegur fiðluleik-
ari, Eygló Dóra Davíðsdóttir ffá
Hvassafelli tvö verk á fiðlu. Svein-
björn Eyjólfsson, oddviti Borgar-
fjarðarsveitar færði, fyrir hönd
sveitarfélagsins og Borgarbyggðar,
peningagjöf til afmælisbarnsins í
tilefni dagsins. Gesmm var að lok-
um boðið til veislu að dagskrá af-
staðinni í safnaðarsal Reykholts-
kirkju.
MM
Þrengingar í Grundarfirði
Þrengingar standa núyfir á Grundargötu í Grundarfirái meö það í huga að dragi úr umferðarhraða um aðalgötu bæjarins. Það er
fyrirtœkið Dodds ehf. sem sér um framkvœmdimar sem nú eru vel á veg ktrnnar. Ljósm: SK
Stóði smaiað til
Laufskálaréttar
Vetrarlegt var um að litast í
Laufskálarétmm um liðna helgi en
þrátt fyrir það lét fólk ekki færð né
veður aftra því að mæta í þessar
fjölmennu réttir þar sem Skagfirð-
ingar rétta stóðhrossum sínum.
Gríðarlegur fjöldi fólks var í rétt-
unum og á meðfylgjandi myndum
sést bros á hverju andliti. Dansleik-
ir og önnur skemmtun sem síðan
haldin í tengslum við réttarhaldið
og var mikill viðbúnaður lögreglu
og gæsluaðila sökum fjölda gesta í
Skagafirðinum. Þar sem stóðréttir
heyra nú sögunni til á Vesturlandi
lámm við fljóta hér með nokkrar
myndir ffá vinum okkar í Skaga-
firði. MM/ Ijósm: MKG
Barist á móti vindinum
Það var ansi hvasst á Snæfellsnesi þurfti að taka á öllu sínu til að berj-
á mánudaginn var þannig að meira ast við vindinn.
að segja Bæjarfossinn í Ólafsvík
Framhaldsskóli -fyrir hvem?
Núna undanfarið hafa verið uppi
vangavelmr um stofnun fram-
haldsskóla í Borgarnesi og hefur
verið stofnaður starfshópur um
málið. Vangavelmrnar eru komnar
það langt að Sparisjóður Mýra-
sýslu er búinn að heita fjárffam-
lögum til stofnunar skólans.
Sem gamall Borgnesingur ætti
ég að fagna þeim vangavelmm þar
sem stofnun smærri framhalds-
skóla í byggðum landsins er talin
auka sókn fólks í nám. Vandamálið
er bara það að námsframboð í
þessum litlu skólum einskorðast
oft við hagkvæmnis sjónarmið. Það
er staðreynd að fólk leitar í það
nám sem býðst í heimabyggð. Ef
stofnaður verður enn einn bók-
námsskólinn á þessu svæði er víst
að aðsókn að iðnnámi mun
minnka. Dæmi um slíkt varð að
veruleika þegar Borgarholtskóli í
Grafarvogi var stofnaður og
málmiðnaðardeild Breiðholtsskóla
færð í hann, en við það hurfu nem-
endur úr Breiðholti úr málmiðn-
aði.
Heima hjá mömmu
Hvaða foreldri langar ekki til að
halda barninu sínu örlítið lengur
heima? Ef settur er upp skóli með
takmarkað námsframboð er til-
hneiging til að senda barnið í það
nám sem býðst á staðnum, þó ekki
væri nema vegna hagkvæmninnar.
Má í því sambandi áætla að hlutfall
Borgnesinga í iðnnámi fari lækk-
andi, sbr. reynslu af flumingi náms-
deilda í Reykjavík. Þannig að ef af
stofnun skólans verður í Borgarnesi
er verið að takmarka möguleika
Borgnesinga til vals á námsleiðum.
Efast ég um að hægt verði að halda
úti einkareknum ffamhaldsskóla og
halda fullu samstarfi við Fjölbraut á
Akranesi þannig að nemendur geti
raunverulega valið.
Nemendur
af Snæfellsnesi týndir!
Fram til þessa hefur iðnnám verið
sterkur hlekkur í Fjölbrautaskóla
Vesturlands, aðsókn að iðnnámi í
skólan hefur hinsvegar sjaldan verið
dræmari en nú, þrátt fyrir að skólinn
sé yfirfullur af bóknámsnemum.
Undanfarin ár hafa margir iðnnem-
ar komið af Snæfellsnesi en núna
sjást þeir ekki og hver ædi ástæðan
sé? Með stofinm framhaldsskólans í
Grundarfirði klufu Snæfellingar sig
út úr samstarfinu við FVA en inni-
falið í því samstarfi var m.a. aðgang-
ur að heimavist og forgangur að
plássi við skólann. Þar sem aðsókn
nemenda í framhaldsskólann í
Grundarfirði hefur verið góð má
æda að þeir sem stundi nám frá Snæ-
fellsnesi smndi það að mestu í
Grundarfirði við þær bóknámsleiðir
sem þar er boðið upp á. Má í því
sambandi benda á að enginn Snæ-
fellingur er skráður í iðnnám á Akra-
nesi. Eflaust eru ástæðurnar ýmsar
en þó má nefna að áhersla í atvinnu-
uppbyggingu ætti að hafa áhrif á-
samt framboði á námi.
Ef við skoðum málið nánar er vert
að spyrja hvar atvinnuuppbyggingin
hefur verið á Vesturlandi og innan
hvaða sviðs? Háskólar hafa verið
stofnaðir á Bifröst og að Hvanneyri
og hefur þar af leiðandi fjölgað stör-
fun þar sem langskólamenntunar er
krafist. Einnig var stofnaður fram-
haldsskóli í Grundafirði sem hefur
kallað efrir fólki með aukna mennt-
un. Þessi störf sem talað er um eru
góðra gjalda verð og hafa skilað
þeim stöðum miklu, þar sem þau
eru. Hinu er ekki að leyna að mest
fjölgun atvinnutækifæra er tengd
málmiðnaði og ber þar hæst Norð-
urál. Hvergi á landinu eru betri at-
vinnutækifæri fyrir málmiðnaðar-
menn en á sunnanverðu Vesturlandi.
En samt fækkar þeim sem sækja það
nám. Það er til lítils að lokka að stór-
iðnað ef ekki er hægt að útvega
menntað vinnuafl.
Dýrt nám fellt niður!
Stór framhaldsskóli getur boðið
fjölbreytt nám vegna þess að hag-
kvæmnin liggur í fjöldanum. Fari
nemendum hinsvegar fækkandi er
hætt við að skera þurfi niður í óhag-
kvæmu námi og á ég þar ekki við
þjóðhagslega óhagkvæmt heldur
rekstrarlega. Iðnnám er margfallt
dýrara en bóklegt og hggur því ljóst
fyrir hvaða nám er hagkvæmast að
skera niður. Ef skóli eins og Fjöl-
brautaskóli Vesmrlands á Akranesi
verður of h'till er hætt við því að
hann geti ekki notið hagkvæmninn-
ar sem felst í núverandi stærð. Þeir
sem hafa þurft á iðnaðarmanni að
halda upp á síðkastið vita hvað er þá
í vændum. Fækkandi iðnnemar er
ekld lausnin á þeim vanda.
Eg verð því að vona að þeir sem
láta sig dreyma um að byggja þenn-
an skóla í Borgamesi eða hvar sem
er á landinu hugsi sinn gang og
skoði mögulegar afleiðingar.
Þröstur Þór Olafsson,
Málmiðnaðarkennari.