Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2005, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 12.10.2005, Blaðsíða 11
§SESS1ÍH©EK1 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 11 Hvalskurðarmönnum boðið í heimsókn Halldór Blöndal fyrrverandi for- seti Alþingis bauð fv. samstarfs- mönnum sínum við hvalskurð í Hvalfirði í heimsókn í Alþingis- húsið í síðustu viku. Sigurjón Guðmundsson bóndi á Bjarteyjar- sandi II var einn af þeim sem þekktust boð Halldórs. Hann sagði að um 60 manns hefðu hald- ið til Reykjavíkur frá Akranesi af þessu tilefni. Hann sagði Halldór hafa unnið við hvalskurð á námsár- um sínum í háskóla eins og títt var á þeim árum. Sjálfúr vann Sigurjón í hvalstöðinni á árunum 1963 tdl 1989 er hvalveiðar lögðust af. Hann sagði þetta hafa verið skemmtilega vinnu sem hefði ver- ið góð búbót á sínum tíma. Með starfsmönnum hefðu tekist góð kynni þó að ekki hafi þeir oft kom ið saman á seinni árum. Því hefði boð Halldórs verið kærkomið. Gestir skoðuðu þinghúsið og nutu veitinga. Sigurjón sagði ánægju- legt að sjá þær miklu endurbætur sem gerðar hafa verið að húsum þingsins á liðnum árum. Einnig hittu gestirnir nýskipaðan sjávar- útvegsráðherra, Einar K Guð- finnsson, sem löngum hefur verið mikill baráttumaður fyrir hval- veiðum. Aðspurður hvort hann telji líklegt að veiðar stórhvela hefjist að nýju segist Sigurjón vona að svo verði því nauðsynlegt sé að viðhalda jafhvægi í náttúrunni á þessu sviði sem öðrum. Hann seg- ist ekki efast um að verði sú á- kvörðun tekin muni Hvalstöðin í Hvalfirði geta sinnt síilu gamla hlutverki með sóma enda hafi við- haldi hennar verið sinnt allt til þessa dags. A meðfylgjandi mynd má sjá nokkra hvalskurðarmenn og konur í heimsókn sinni í Alþingi. HJ/Ljósm. Sig. Bjamason. Nöfn verslana I gegnum tíðina höjum við oft heyrtfólk hneykslast á erlendum nófnum á verslunum og veitingastöðum á Islandi. Fyrir skömmu var Ijósmyndari áferð í Drachten. Þar er mikil verzlunarborg í Fríslandi. Þar á aðal verslunargötunni sá hann þessa tízku- vóruverslun, þetta tíðkast greinilega víðar en hér. Ljósm: ÞG Starfsmaður í verslun okkar í Akranesi. Óskum eftir að ráða afgreiðslumann í verslun okkar á Akranesi. Ábyrgðarsvið: • Sala og þjónusta við viðskiptavini • Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur: • Þekking á byggingvörum og einhver tölvukunnátta æskileg • Búa yfir heiðarleika, samviskusemi og þjónustulund Þarf að geta hafið störf sem fyrst Umsóknir berist fyrir 19. okt. n.k. til Skúla Hreins Guðbjörnssonar rekstrarstjóra Húsasmiðjunnar Akranesi skulih@husa.is eða Guðrúnar Kristinsdóttur starfsmannastjóra Húsasmiðjunnar, gudrunk@husa.is. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Húsasmiðjunnar www.husa.is. Húsasmiðjan hf. er stærsti söluaðili byggingavara é íslandi og eitt af 25 stærstu fyrirtækjum landsins. Húsasmiðjuverslanirnar eru átján talsins um land allt. í verslunum okkar höfum við á boðstólum yfir 80 þúsund vörutegundir. Hjá Húsasmiðjunni hf. starfa að jafnaði um 700 manns. Við leggjum mikla áherslu á að starfsmenn eigi þess kost að eflast og þróast í starfi. íþví skyni rekum við Húsasmiðjuskólann þar sem starfsmenn geta valið úr yfir 100 námskeiðum á ári hverju. Einnig er starfandi hjá Húsasmiðjunni öflugt starfsmannafélag sem annastm.a. skemmtanahald, rekstur sumarhúsa og eflingu heilsuræktar starfsmanna. Velkomin í hópinn! HÚSASMIÐJAN ...ekkert mál www.skessuhorn.is Grípandi Segjum frá einstakri ræktun borgfirðingsins Jóns Guðmundssonar sem ræktar ávaxtatré, maís og tómata í garði sínum á Akranesi Tryggðu þér eintak á næsta blaðsölustað tímarit Áskriftarsími 586 8005 Sumarhúsið og garðurinn ehf. Síðumúla 15,108 Reykjavík Sími 586 8003 • www.rit.is Leiðbeiningar um lagningu góifefna, og val á iýsingu. Hönnun sumarhúsa og inniit í falleg sumarhús. Grænmeti, stafafura og lúpína.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.