Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2005, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 12.10.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTOBER 2005 ^uiisaunuk. Blindur hagleiksmaður Asa forstöSumaSur Safnahússins ásamt Sœvari ogjóhönnu starfsmönnum þar við tæki og tól Þórðar blinda. Ljósm: HSS í síðustu viku var opnuð merkileg sýning í Safhahúsi Borgarfjarðar. A sýningunni má sjá íjolmarga smíðis- gripi Þórðar blinda Jónssonar smiðs frá Mófellsstöðum í Skorradal (1874-1962). Þórður var blindur ffá fýrstu bemsku sinni en þrátt fyrir þá alvarlegu fötlun varð hann þekktur langt út fyrir heimahérað sitt fyrir handverk og einstakan hagleik. A sýningunni em ekki aðeins fjöl- margir smíðisgripir Þórðar heldur einnig urmull áhalda, sem hann smíðaði eða bjó í hendur sér, því bæði var á þeirri tíð knappt um á- höld og ekki öll hentug blindum manni þó til væm. Þórður við trésmíðavélina. Við opntm sýningarinnar sagði Bjami Vilmundarson á Mófellsstöð- um, bróðursonur Þórðar blinda, ffá ffænda sínum og skýrði m.a. frá ýmsum gripum, sem á sýningunni em, hvemig þeir hefðu orðið til og vinnubrögðum Þórðar við smíðina. Sérlega merkileg er fótstdgna og síð- ar handknúna bandsögin, en fyrir- mynd að henni sótti Þórður vortíma til Reykjavíkur, þar sem hann fékk að þreifa á slíkri vél. Er heim kom biðu ýmis vor- og sumarstörf svo það var ekki fyrr en um haustið að Þórður komst til þess að hefja smíð- ina. Þá smíðaði Þórður merkilegt hjálpartæki til þess að fella hæfileg snið á pílára í vagnhjól, sem bæði flýtti verkinu og jók nákvæmni við smíðina. Ahald þetta vakti mikla at- hygli þess þjóðffæga Kristins vagna- smiðs. Guðmundur Þorsteinsson í Efri- Ilrepp greindi ffá æskukynnum sín- um af Þórði blinda en í þá tíð var bamaskóli sveitarinnar á Mófells- stöðum. Bömin fengu að kynnast Þórði og að grípa í smíði með á- höldum hans, aðeins ef þau gættu þess að setja hvem hlut á sinn stað að notkun lokinni svo smiðurinn gæti gengið að þeim aftur. Þá lýsti Guðmundur því hvernig hinn blindi smiður sagaði viðinn fumlaust í bandsög sinni með fingurna oft þétt við sagarbandið - aldrei mun Þórður þó svo mikið sem hafa hraflað sig við verkið. Þórður blindi lifði á tímum hand- og hestaverkfæra. Mest smíðaði hann því af orfum, hrífum og klyf- bemm, að því er Bjarni bróðursonur hans greindi frá í ávarpi sínu. Fóm þeir gripir víða. Þórður smíðaði einnig húshluta svo sem glugga og hurðir og sparaði þá hvergi hagleik sinn heldur. A sýningunni má líka sjá húsgögn frá hendi Þórðar, meðal annars stóran stofiiskáp með snún- um hornsúlum. Þær tálgaði Þórður eftir að hafa búið til sérstök mót er léttu verkið. A súlunum er hvergi að greina missmíði og mætti hver sjá- andi með nútíma verkfæri vera sæmdur af þvílíku handverki. En sjón er sögu ríkari. Kíkið endi- lega við í Safnahúsinu og skoðið sýningunna á verkum Þórðar bHnda ffá Mófellsstöðum. Þar má sjá hvað mannlegir eiginleikar með ögun, þolinmæði og þrautseigju geta áork- að þótt skorti eitt mikilvægasta skilningarvit mannsins - hæfileikann til að sjá - með hinum hefðbundna hætti. Bjami Guðmundsson Mikil þátttaka á símenntunamám- skeiðum Lífleg skráning hefur verið á námskeið Símenntunarmiðstöðvar- innar nú í upphafi haustannar. Að sögn Ingu Sigurðardóttur, ffam- kvæmdastjóra Símenntunarmið- stöðvarinnar varð fullbókað á mörg námskeiðanna um leið og skráning hófst og því reynt að bæta við þau efrir fremsta megni. Heilsutengd námskeið hafa átt sérstökum vin- sældum að fagna um allt Vestur- land. Þar má nefha sjálfs- og ung- barnanudd, Jóga, Pílates og slök- unarleikfimi. Námskeið í tréút- skurði og tálgun hefur verið mjög vinsælt og nýtt námskeið í skart- gripagerð úr silfri gerði stormandi lukku. Símennmnarmiðstöðin hef- ur haldið nokkur námskeið fyrir böm sem hafa verið vel sótt. Þar má nefna Spunanámskeið í Borgar- nesi og enskunámskeið í Olafsvík. Inga segir að samstarf Land- námsseturs, Snorrastofu og Sí- menntunarmiðstöðvarinnar verði haldið áffam með góðum árangri og námskeiðshaldi í Egilssögu, um landnámið, Snorra og Sturlungu verður starffækt í allan vetur. „22 hafa hafið nám við Endurhæfinga- smiðju Akraness. Markmið smiðj- unnar er að gefa einstaklingum sem búa við skerta vinnugetu tækifæri til að komast aftur út í atvinnulífið. Smiðjan fer vel af stað og verður spennandi að fylgjast með henni,“ segir Inga um samstarf Símenntun- Inga Sigurðardóttir. armiðstöðvarinnar og Endurhæf- ingarsmiðju Akraness. Um viku sí- menntunar sem var haldin 25. til 30. september um allt land segir Inga að allt hafi gengið eins og best var á kosið. „Starfsfólk Símenntun- armiðstöðvarinnar fór í heimsóknir í fjölmörg fyrirtæki á Vesturlandi og kynnti starfsemi sína, nýútkom- inn námsvísi og skiprist á skoðun- um varðandi námskeiðshald.“ Við fengum nýjar hugmyndir að nám- skeiðum og ræddum við starfsfólk um hugmyndir sínar að áffamhald- andi menntun. Mikill vilji virðist vera meðal stjórnenda fyrirtækja um að starfsfólk viðhaldi og auki við menntun sína en það er afar mikilvægt svo að starfsfólk nái að dafna í starfi sínu,“ segir Inga að lokum. BG l/éUtáht ’Hud Aftíu mönnum maður sér - mest í einufjóra Nú fer dag- urinn óðum að styttast og líður að því að almenn fóta- ferð verði fyr- ir fullbirtu. Einhverntím- an meðan dagurinn styttist hvað ákafast kvað Hjör- leifur Kristinsson á Gilsbakka: Deginum seinkar og myrkriö er meira en nœgt, því morgunstjörnurnar lítiili birtu skila. jesús minn góöur, hvaö jöröin snýst oröiö hœgt, - ég held alheimsmótorinn sé aö bila! Smndum hafa menn velt fyrir sér, bæði nú á síðustu tímum og áður, hvað hægt sé að gera við notaða ráðherra eða aðra stjórn- málamenn sem ekki er lengur þörf fyrir. En oftast finnst nú á endanum einhver lausn á málinu. Jóhann Fr. Guðmundsson orti fyrir margt löngu að afstöðnum stjórnarskiptum: Engu þarf um þaö aö spá, þetta er gömul saga. Ef ráöherrarnir fara frá fá þeir bein aö naga. Svo má velta því fyrir sér hvort það er tímanna tákn að blýantur komi nú í beins stað. Sá merki maður Gísli á Uppsölum sagði einhverntíman þegar rætt var um skyldulið erlends þjóðhöfðingja sem velt hafði verið úr sessi: „Það ætti þó allavega að geta unn- ið eitthvað á skrifstofu". Eg er nú ekki viss um að þessi setning veki mikla hriftiingu hjá öllum kontorismm landsins en Jóhann Fr. Guðmundsson lýsti erfiðum vinnudegi á skrifstofunni með þessum hættí: Viö eigum aö byrja nákvœmt 9, en nokkuö misjafnt þetta gefst. Oftast er klukkan oröin 10 áöur en mesta stritiö hefst. Aldrei er gefinn augnabliks frestur, engum má líöast nokkuö slór. Byrjunarstarfiö er blaöalestur, - og blööin eru svo mörg og stór. Starfi ofan á starf er hlaöiö, stundum berst nokkuö mikiö aö. Ööru hverju þó upp er staöiö - ef viö þurfum aö skipta um blaö. Afköstin geta allir sannaö, oft þarf aö mœla sömu gólf. Fráleitt mun þó aö fara f annaö fyrst aö klukkan er bráöum 12. Klukkan 1 skal áfram halda, öllu hinu besta tjalda, sýna dugnaö Silla og Valda, svona til aö byrja meö. Er þá fyrir öllu séö. Flestum þeim sem matast mikiö mun þó hollast fyrir vikiö aö fara ekki yfir strikiö, öölast heldur litla stund, miskunnsaman miödagsblund. Senn er klukkan 2 aö telja, talsvert miklu úr aö velja. Svefni af augum sviptir elja. saman röbbum ég og þú. Kaffi er drukkiö klukkan 3. Líöur hratt aö hœttutíma, heldur styttist dagsins glíma. Lengur þarf ei hér aö híma, haustiö komiö - nóttin dimm. Kokkteilpartý klukkan 5. Það er alltaf dálítið á gráu svæði hvaða lífsnauðsynlegu einkaerindi menn mega reka í vinnutíma. Einar Friðriksson frá Hafranesi lýsti svo ástandinu á tilteknum vinnustað: ýmsir vilja slóra. Af tíu mönnum maöur sér mest í einu - fjóra. Eftír Hjört Hjálmarsson er þessi alþekkta vísa um tvo smiði sem þótm heldur lausir við verk: Týndur fannst en fundinn hvarf. Aö fundnum týndur leita þarf. Svo týnist sá sem fundinn fer aö finna þann sem týndur er. Nú er mér ekki kunnugt um hver vom launakjör umræddra smiða en væntanlega hafa þeir þó ekki verið með öllu sveltir. Ká- inn lýsti einhverntíman lífinu svona en ekki er ég þó viss um að sú lýsing hafi alltaf átt við lífshlaup hans: Viö skulum syngja hce og hó, hoppa, dansa, keyra; allir hafa af öllu nóg - hvern andskotann vantar þá meira? I annað sinn gaf hann þessa lýsingu á bú- skapnum í Dakóta og mætti segja mér að hún hafi verið nær raunveruleikanum þó trú- lega hafi hann verið einhversstaðar þarna á milli: Ef aö horft er, allir sjá, - eins og í varga hreysi - þar er skortur öllu á ööru en bjargarleysi. Það er nú sáma hver lausafjárstaða manna er eða hvort menn em nokkrum sentimetr- um of stuttir miðað við þyngd, ástin ber yf- irleitt að dymm með einum eða öðmm hætti einhverntíman á lífsleiðinni. Ekki man ég betur en það hafi verið Káinn bless- aður sem lýsti svo einni heiðurskonu sem hann hafði átt nokkur samskipti við en reyndar er mér ekki fullljóst hvers eðlis þau samskipti vora: Hún var jú piparkerling. Hjá henni í leyni leiö ég mein, - léttist um þrjú pund - sterling. Það er sameiginlegt álit íslensku þjóðar- innar og þar með landbúnaðarráðherrans að pulsur séu herramannsmatur en ekki ætla ég að hætta mér út í það hér og nú að fara að gera greinarmun á framleiðendum. Sigfús Jónsson kvað fyrir margt löngu um leið og hann sporðrenndi einni: Cott er pulsu aö gera skit, glæöir ást aö vonum. Lögun hennar leiöir til löngunar hjá konum. Sigurður J. Gíslason frá Skarðsá orti eft- irfarandi fyrir munn stúlku sem blöskraði aðfaraleysi vonbiðils síns. Þessa vísu er ég hræddur um að ég hafi birt áður og eignað þá Rósberg Snædal en það er ekki rétt og verð ég að biðjast forláts á þeim afglöpum mínum: „Litlu stundum muna má," mælti sprundiö svikiö, „fegins stund er flogin hjá fyrir dundiö, hikiö." Það er nú svo að það er von að maður geri einhverntíman vitleysur þegar hæfi- leikarnir em naumt skammtaðir en þá er gott að hugga sig við þessa ágætu vísu séra Jóns Skagan og látum við hana verða loka- orðin að sinni: Ætíö þessa huggun haf viö hverja skyssu geröa. „Af þeim sem lífiö lítiö gaf mun lítils krafist veröa." Með þökkfyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartssm Refsstöðtim 320 Reykholt S 435 1367 og 849 2115 dd@hvippinn.is Ástandiö er afleitt hér, Björt mey og hrein var hún ei nein.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.