Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2005, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 12.10.2005, Blaðsíða 1
Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettö alltaf gott - alltaf ódýrt VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 40. tbi. 8. árg. 12. október 2005 - Kr. 300 í lausasölu Flestir andvígir sameiningu sveitarfélaga Niðurstaðan í sameiningarkosning- um um fækkun og stækkun sveitarfé- laga varð sú að íbúar höfnuðu tillög- unum í 15 tilfellum af 16 í kosningum sl. laugardag. Tillaga um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi var felld í öllum fimm sveitarfélögunum sem um ræðir. Hinsvegar var tillaga um sameiningu í Dölum og Reykhóla- sveit samþykkt í tveimur sveitarfélög- um af þremur og verður af þeim sök- um kosið aftur í Reykhólasveit innan sex vikna og líklega 5. nóvember. Tillaga um sameiningu Saurbæjar- hrepps, Reykhólahrepps og Dala- byggðar var samþykkt í Dalabyggð og Saurbæjarhreppi en felld í Reykhóla- hreppi. I Saurbæjarhreppi var 61 á kjörskrá. 42 kusu eða 68,85%. Já sögðu 21. Nei sögðu 17. Auðir og ó- gildir seðlar voru 4.1 Reykhólahreppi voru 195 á kjörskrá. 122 kusu eða 62,56%. Já sögðu 38. Nei sögðu 84. í Dalabyggð var 481 á kjörskrá. 267 kusu eða 55,5%. Já sögðu 163. Nei sögðu 97. Auðir og ógildir seðlar voru 7. Rétt upp úr miðnætti á laugardags- kvöld var ljóst að íbúar í öllum sveit- arfélögunum fimm á Snæfellsnesi höfðu hafnað sameiningu. Sveitarfé- lögin sem um er að ræða eru Helga- fellssveit, Eyja- og Miklaholtshrepp- ur, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðar- bær og Snæfellsbær. 43,3% íbúa í Eyja- og Miklaholtshreppi voru sam- þykkir sameiningu en 56,7% andvígir. I Snæfellsbæ voru 20,6% samþykkir en 79,4% andvígir. I Grundarfirði voru 14,5% samþykkir en 85,5% and- vígir. I Helgafellssveit voru 24,2% samþykkir en 75,8% andvígir og í Stykkishólmi voru 3 5 % samþykkir en 65% andvígir. Kjörsókn var á bilinu 55-85%, mest í Helgafellssveit. MM ATLANTSOLIA Disel ‘Faxabraut 9. Eins og alþjóð veitfór Sauðamessa fram í Borgamesi um liðna helgi. Gríðarlegt fjölmenni lagði afþeim sökum leið sína í Borgames. Ljósm. ÞÞ. Sjd hls. 12 og 13. Vaxtarsamningur við Vesturland í burðarliðnum Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra hefur ákveðið að gengið verði til samn- inga um gerð svokallaðs vaxtar- samnings fýrir Vesmrland. Samn- ingurinn er annarsvegar milli rík- isins og hinsvegar Samtaka sveit- arfélaga á Vesmrlandi og fyrir- tækja í landshlutanum. Vaxta- samningar (growth agreement) era nýlegt hugtak í umræðunni um byggðamál á Islandi. Hins vegar eru vaxtasamningar vel þekkt fyrirbæri í byggðastefnu ýmissa annarra þjóða. Kjaminn í vaxtasamningum er að þeir era samkomulag sveitarfélaga og ann- arra aðila á viðkomandi svæði um uppbyggingu þeirra atvinnugreina sem era öflugar eða eiga sér bjarta framtíð. Því tengist klasahugtakið með beinum hætti í vaxtarsamn- inga af því tagi sem hér um ræðir. Klasar era skilgreindir sem hópur fyrirtækja, þjónusmaðila, stofnana og tengdra aðila á sama landssvæði og á ákveðnu sviði sem keppa hver við annan, en hafa eimiig með sér náið samstarf. I hverjum klasa er starfandi ákveðinn fjöldi fyrirtækja og þeim tengjast menntastofnanir, rannsóknarstofnanir og fleiri hagsmunaaðilar. Saman mynda þessir aðilar þétt samstarfsnet og sameiginlegur ávinningur svæðis- ins er mikill. Nú þegar hafa sambærilegir vaxtarsamningar verið gerðir á öðram landssvæðum, m.a. í Eyja- firði, og á Vestfjörðum. Valgerður Sverrisdóttir, ráðherra sagði í sam- tali við Skessuhorn að stefnt sé að því að unnið verði hratt að hinum nýja vaxtarsamningi fyrir Vesmr- land þannig að vinnunni ljúki þeg- ar á þessu ári. „Innan tíðar mun verða skipuð verkefhisstjórn sem vinna mtm að undirbúningi verk- efnisins. Hana munu skipa fulltrú- ar sveitarfélaga á Vesturlandi auk starfsmanns frá ráðuneytinu. Verkefnisstjórnin skilar skýrslu þar sem mótuð verður stefna um efh- istök samningsins, áhersluatriði heimamanna og svo framvegis. Þegar skýrsla verkefnisstjórnar liggur fyrir verður skipuð stjórn þar sem sveitarfélög og vonandi fulltrúar atvinnulífsins munu eiga sæti,“ sagði Valgerður. Hún segir að ffamlag ríkisins til vaxtarsamn- inga af þessu tagi sé í hlutfalli við framlag heimamanna; sveitarfé- laga og fyrirtækja sem þátt vilja taka í verkefninu. „Við höfum góða reynslu af vaxtarsamningi sem þessum t.d. á Eyjafjarðasvæð- inu. Heimamenn þar tóku vel í verkefnið og lögðu vel í það sem þýðir m.a. að mótframlag ríkisins er milljónatugir á þeim áram sem samningurinn gildir, “ segir Val- gerður. Hún segir að undirbún- ingsvinna sem Samtök sveitarfé- laga á Vesmrlandi hafi þegar lagt í greiði fyrir vaxtarsamningsgerð- inni nú. „Heimamenn á Vesmr- landi hafa unnið góðan undirbún- ing og vafalítið mun sú vinna flýta fyrir afgreiðslu málsins," segir ráð- herra að lokum. Olafur Sveinsson, forstöðu- maður SSV þróunar og ráðgjafar fagnar því að nú hilli undir gerð vaxtarsamnings fyrir Vesmrland. „Arangur af þessari vinnu stendur og fellur með þátttöku og frarn- kvæði heimamanna; fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana. Þessir aðilar verða að vera virkir frá upp- hafi. Ef við fáum ekki framlag heimamanna til verkefnisins er málið dautt,“ segir Olafur. Hann tekur undir þau orð Valgerðar að greiningarvinna og undirbúning- ur sem ffarn hafi farið hjá atvinnu- ráðgjöfum SSV flýti fyrir verkefh- inu. Þar sé búið að vinna skýrslu um þau áhersluatriði sem heima- menn ætm að setja á oddinn. Um ffamhald málsins hér heima fyrir segir Olafur að líklega verði boð- að til kynningarfundar í nóvem- ber þar sem fyrirtækjum og stofn- unum verður kynnt út á hvað vaxtarsamningurinn gangi en í næsm viku verður málið kynnt sveitarstjórnum. „Þá er gert ráð fyrir að skrifað verði undir viljayf- irlýsingu við ráðuneytið á aðal- fundi SSV sem ffam fer 28. októ- ber nk,“ sagði Ólafur. MM Akureyri • Blönduós • Bolungarvík • Borgarnes • Dalvík • Egilsstaðir • Hafnarfjörður • Húsavík • ísafjörður • Neskaupsstaður • Njarðvík • Ólafsfjörður • Selfoss • Siglufjörður • Skagaströnd Verð birt með fyrirvara um prentvillur • Tilboðin gilda 13. -16. okt. eða á meðan birgðir endast.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.