Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2005, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 12.10.2005, Blaðsíða 23
^■kusunuu MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 23 T Skallagrímur lagði Snæfell Vesturlandsliðin Snæfell og Skalla- grímur mættust í Stykkishólmi í vik- unni í æfingaleik fyr- ir komandi keppnis- tímabil í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik. Leiknum lauk með öruggum sigri Skallagríms 91 - 78. Jovan Zdravevski var stigahæstur Skallagrímsmanna með 27 stig, Chris Manker skoraði 17, Áskell Jónsson 15, Dimitar 14, Axel Kárason 6 Pétur J°van Zdravevski var stigahæstur Skallagríms- Sigurðsson og Haf- manna med27stig. þór Ingi Gunnarsson 5 hvor. 11 stig. Slobodan með 10 stig Stigahæstir Snæfellinga voru og Helgi Guðmundsson með 10 Igor með 29 stig, Jón Ólafur með stÍQ- GE Samið við Mostra I síðustu viku var undirritaður samstarfssamningur milli Stykk- ishólmsbæjar og Golfklúbbsins Mostra um áframhaldandi upp- byggingu á Víkurvelli í Stykkis- hólmi. Það voru Erla Friðriks- dóttir, bæjarstjóri og Ríkharður Hrafnkelsson, formaður Mostra sem undirrituðu saminginn í golfskálanum að viðstöddum fé- lögum í Mostra og bæjarfulltrú- um. Samningurinn felur í sér að Víkurvöllur verður byggður upp í endanlega mynd, ásamt því að klárað verður æfingasvæði við golfskálann og byggð upp pútt- flöt á milli golfskála og tjald- stæðis sem bæði eldri borgarar, tjaldstæðisgestir og bæjarbúar almennt geta nýtt sér. Áætlað er að framkvæmdir hefjist á næstu vikum við þá grófvinnu sem þarf að fara fram áður en vetur skellur á. Vinnan mun svo halda áfram af fullum krafti í vetur og alveg fram á síð- sumar 2008 þegar áætlað er að opna Víkurvöll í endanlegri mynd. GE KB-banki endurnýj- ar samning við ÍA Urvalsdeildin hefst á morgun Keppni í úrvalsdeild karla í körfuknattleik hefst á morgun (fimmtudag), en sem kunnugt er leika tvö lið af Vesturlandi; Snæfell og Skallagrímur, í deildinni í vetur. Liðin stóðu sig bæði með prýði síð- asta vetur. Snæfell lék til úrslita ann- að árið í röð en Skallagrímur, sem þá kom upp úr 1. deild, féll út í átta liða úrslitum. Eins og kom fram í við- tölum við þjálfara liðanna í síðasta tölublaði Skessuhorns eru menn hinsvegar hóflega bjartsýnir að þessu sinni. Allt getur hinsvegar gerst og það er mikill metnaður hjá báðum liðum þótt leikmannahópur- inn mætti eflaust vera stærri og fimmtudag. Á sunnudag fá þeir síð- an íslandsmeistara Keflavíkur í heimsókn þannig að varla er hægt að byrja brattara. Á sunnudag eiga Snæfellingar hinsvegar útileik gegn ÍR. Það er síðan ekki fyrr en 1. des- ember sem Skallagrímur og Snæfell mætast í sannkölluðum Vestur- landsslag. Skessuhorn mun að vanda fylgj- ast grannt með úrvalsdeildinni og flytja lesendum úrslit og umfjöllun um leikina ásamt helstu tölfræði. GE t Sendum þeim stóra hópi sem sýndu hlýju og vinsemd við fráfall móður okkar og tengdamóður Rannveigar Böðvarsson bestu þakkir. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi. reynslumeiri. Snæfellingar hefja keppni á heimavelli en þeir fá Hamar/Selfoss í heimsókn og hefst leikurinn kl. 19:15 eins og flestallir leikir vetrar- ins. Skagamenn eiga hinsvegar að fara beint í gin Ijónsins því þeir eiga útileik gegn Njarðvíkingum á Guð blessi ykkur öll. Matthea Kristín Sturlaugsdóttir Haraldur Sturlaugsson Sveinn Sturlaugsson Rannveig Sturiaugsdóttir Sturlaugur Sturlaugsson Helga Ingunn Sturlaugsdóttir Ingunn Helga Sturlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Benedikt Jónmundsson Ingibjörg Páimadóttir Halldóra Friðriksdóttir Gunnar Ólafsson Jóhanna Hallsdóttir Haraldur Jónsson Haukur Þorgilsson Auglýsing um deiliskipulag: Nesvegur - sudur” í Grundarfirði. Með vísan í 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við ofangreinda deiliskipulagstillögu. Um er að ræða breytta tillögu sem auglýst var í mars sl. Deiliskipulagstillagan tekur til svæðis sem er á og við núverandi hafnarsvæði og afmarkast af eftirfarandi: - í norðri; af Stórubryggju og Nesvegi 4 - í vestri; afNesvegi 3, Borgarbraut 2 og svœðis austur af Grundargötu 8-28 - í suðri; aflitlu nesi sem kallast Snoppa - í austri liggur svœðið að sjó. Tillagan gerir ráð fyrir lengingu Nesvegar til suðurs og nýjum lóðum fyrir hafnsækna starfsemi við suðurhluta hans. Einnig er gert ráð fyrir að stækka athafnasvæði hafnarinnar til suðurs. Þá er gert ráð fyrir að Litlabryggja verði lögð af og ný bryggja verði byggð suður af henni. Skipulagssvæðið er 7,25 ha að stærð. Uppdráttur ásamt greinargerð með ffekari upplýsingum, liggur ffammi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá og með 19. október n.k. til 16. nóvember 2005. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, eigi síðar en 30. nóvember 2005. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna innan tilskilins frests, teljast vera samþykkir henni. Grundarfirði, október 2005 Jökull Helgason - Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar Á dögunum var endunýjaður samningur KB-banka við ung- lingaknattspyrnuna á Akranesi. Bankinn mun áfram auglýsa á öll- um keppnisbúningum félagsins og styrkja Skagamót Coke og KB-banka sem haldið er árlega. Auglýsing um breytingu d aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003 - 2015, vegna deiliskipulags "norðurgarðs" í Grundarfirði. Með vísan í 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003 - 2015. Breytingin felst í stækkun hafnarsvæðis. Um er að ræða rúmlega 2.000 m2 stækkun hafnarsvæðis til vesturs (Nesvegur 1) og um 10.000 m2 stækkun hafnarsvæðis með landfyllingu austan Nesvegar, sunnan Litlubryggju. Heildarstærð landfyllingar er um 22.000 m2 og áætlað efnismagn er 112.000 m3. Einnig er gert ráð fyrir nýrri Litlubryggju sunnan við þá gömlu sem verður fjarlægð. Bryggjan er allt að 85 m að lengd og 20 m að breidd en gert er ráð fyrir að 200 bt skip geti lagst að henni. Uppdráttur ásamt greinargerð með frekari upplýsingum, hggur frammi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá og með 19. október n.k. til 16. nóvember 2005. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, eigi síðar en 30. nóvember 2005. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna innan tilskilins frests, teljast vera samþykkir henni. Grundarfirði, október2005 Jökull Helgason - Skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfjarðar Einnig mun bankinn áfram veita þeim iðkendum sem eru í æsku- línunni afslátt á æfingagjöldum. Samningurinn sem sagður er mjög mikilvægur fyrir unglinga- starfið, mun gilda til loka árs 2007. MM

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.