Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2005, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 12.10.2005, Blaðsíða 15
Sl£ÍSS|fii©l£KI 15 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 ' 2. Blái kraninn Nýr löndunarkrani hefur verið tekinn í notkun við Amarstapahöfh en forveri hans hefur látið af störf- um fyrir aldurs sakir. Kraninn er blár og segja gárungamir að það sé í stíl við allt annað í Snæfellsbæ enda hljóti íhaldsmeirihlutinn sem verið hefur við völd um alllangt skeið að hafa nokkur umhverfisáhrif. Hvort „bláa höndin“ stýrir Snæ- fellsbæ skal ósagt látið en það er allavega blár fingur sem hífir fiskinn upp á bryggju á Amarstapa. GE 7 (■ - i Sveinbjöm Eyjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar fœrir hér Aslaugu Ellu Gísladóttur, leikskólasljóra blóm í tilefii dagsins. Hulduheimar opnaðir á Hvanneyri Ný deild var síðastliðinn fimmtudag tekin formlega í notkun við leikskólann Andabæ á Hvann- eyri. Ibúð í nálægu húsi við leik- skólann hefur verið breytt og þar komið fyrir deild fyrir yngstu böm Andabæjar, þau sem em eins og tveggja ára gömul. Deildin hefur verið nefhd Hulduheimar og er þar pláss fyrir ellefu börn og er þegar búið að fylla í tíu þeirra. Alls em nú 40 börn í leikskólanum Andabæ. „Þetta er bráðabirgðahúsnæði sem við létum breyta í leikskóla- deild en nú er í undirbúningi að hanna og smíða nýja leikskóla- byggingu á Hvanneyri," sagði Linda B Pálsdóttir sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar. Hún segir Hvanneyrarstað mjög vaxandi þorp og að þar hafi að undanförnu sest að mikið af ungu fólki. „Við gerum ráð fyrir að barnafólki fjölgi enn ffekar á næstu mánuð- um og ámm enda er fjöldi hús- bygginga í gangi og í undirbúningi á staðnum,“ segir Linda. MM/ Ljóstn: Pétur Davíðsson. GDsiskvísur kynntu fórðun ogfatatísku 7. áratugarins á lokasýningu þemadaga í Grundaskóla. Hippaþema í Grundaskóla Síðastliðnar 3 vikur hefur 7.-10. bekkur Grundaskóla á Akranesi unnið að verkefhum tengdum 7. áratugnum sem lauk með glæsilegri sýningu föstudaginn síðasdiðinn á sal skólans. Þar vom til sýnis verk- efni nemendanna sem unnin vom í tengslum við tónlist og menningu, förðun og klæðaburð, lifnaðarhætti og margt annað sem einkenndi þetta tímabil. A sýningunni stigu hljómsveitir skólans á stokk og spil- uðu smelli þessa tíma. Lörðun og famaður var svo sýndur í glæsilegri tískusýningu. Einnig var flutt brot úr söngleiknum Hunangsflugur og villikettir sem frumsýndur verður 5. nóvember n.k. Að sögn Laufeyj- ar Karlsdóttur umsjónarkennara er markmið þemavikunnar að brjóta upp hefðbundið skólastarf. „Börnin vom sérstaklega glöð og ánægð meðan á vinnunni stóð enda skemmtileg tilbreyting og margt hægt að læra þó það sé ekki beint úr bókinni,“ segir Laufey í samtali við blaðamann Skessuhorns. Hún bæt- ir við að börnin gátu valið um verk- efni og fengu flest þeirra að taka þátt í því verkefhi sem þau völdu sér. Hluti verkefnanna var liður í uppsetningu skólans á söngleiknum sem áður var nefndur, en sögusvið hans gerist einmitt á Akranesi á 7.áratug síðustu aldar. Getum við Við höfum flutt aðstoðað starfsemina í Þig? eigið húsnæði á Kveldúlfsgötu 23 fl neðri hæð. Velkomin á nýjan stað! Fjölritunar- og Kveldúlfsgötu 23-310 Borgarnes útgáfuþjónustan Sími: 437 2360 Fax: 437 2361 EMAIL: olgeirhelgi@islandia.is LATTU OKKUR FÁÞAÐ ÓÞVEGIÐ Efnalaugin Múlakot ehf. Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 4371930 Nyjung i buskapar Límtré Vírnet framleiðir 3 tegundir af gjafagrindum sem hver um sig hentar fyrir ákveðnar aðstœður. Gjafagrind til notkunar úti eða á taði, fyrir allt að 30 kindur. • Létt og meðfœrileg • Sterk • Sauðfé brýtur ekki hornin á grindinni Rúiiugrind fyrir stórgripi. • Frábœr hönnun • Mjög einföld í notkun • Sterk og meðfœrileg Gjafagrind til notkunar innandyra, fyrir allt að 70 kindur. • Þrjár gerðir • Sterk • Auðveld í notkun • Sérstakar slœðigrindur • Sauðfé brýtur ekki hornin á grindinni Vpnet ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ÁRANGUR Borgarbraut 74 310 Borgarnes Sími 530 6000 Fax 530 6069 www.limtrevirnet.is BG

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.