Skessuhorn


Skessuhorn - 12.10.2005, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 12.10.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. OKTOBER 2005 jáCSSUIU/k. Gæludýrabíllinn er kominn af staö'* eö hágæöa hunda m Erum einnig með fóður fyrir önnur gæludýr: Fugla, fiska og nagdýr. IVfikið úrval af öðrum gæludýravörum. Nánari upplýsingar og sérpantanir í síma 848-4649 Getum einnig tekið að okkur verkefni í sambandi við gæludýr og landbúnað. Byggingaverkamenn Smidir * Oskum eftir að ráða öfluga starfsmenn í hópinn við framkvæmdir á Miðbæjarreit Akranesi. Upplýsingar gefur Lárus í síma 893 8360 Húsbygg ehf - www.husbyggehf.is. HOSBYGO Atvinna AT I Smiðir og byggingaverkamenn óskast til starfa nú þegar hjá Sólfelli ehf Borgamesi. Upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson á skrifstofu Sólfells eða í síma 861 3355. ehf ^ Brákarbraut 27 y f N Ferðaþjónusta á Vesturlandi all sanses - upplWðu altt Ef þú rekur ferðaþjónustu áVesturlandi og hefur áhuga á að bæta afkomu þína ættir þú að slást í okkar hóp. Við erum hress og bjartsýn og vinnum að því að styrkjaVesturland sem úrvals valkost fyrir innlenda og erlenda ferðmenn. Hafðu sainband við Þórdísi G. Arthursdóttir, verkefnisstjóra í síma 895 1783 eða á tga(« simnet.is fyrir 1. nóvember. Smurstöð við hlið efiialaugar? Sótt hefur verið um leyfi til að flytja rekstur smurstöðvarinnar í Borgarnesi frá Essóplaninu við Borgarbraut um set og í Borgar- braut 55 þar sem Fjölritunarþjón- ustan var síðast til húsa. Deildar meiningar eru um hvort leyfa skuli rekstur smurstöðvar á þessum stað en í sama húsi er fyrir efnalaug og hárgreiðslustofa. Að sögn Páls Brynjarssonar bæj- arstjóra er erfitt að sjá hvort það samrýmist skipulags- og bygging- arlögum að heimila þennan rekstur á þessum stað. Því ákvað bæjarráð að fara þá leið að vísa málinu til Skipulagsstofnunar með beiðni um flýtimeðferð og er umsagnar að vænta nú í vikunni. Eins og fram hefur komið í Skessuhomi ætlar Brúarland ehf. að byggja háhýsi á lóðinni þar sem smurstöðin er nú og er það ástæða íyrirhugaðra flutninga. GE Skólalóð lagfærð Þessa dagana er verii ai leggja lokahönd á endurbietur skólalóðar grunnskólans í Ólafsvík. Framkviemdir hófust á síöasta ári og þá var komiðfyrir nokkrum leiktakjum en nú er verið a$ bæta við og þegaryfir líkur á lóöin að vera til mikillar prýSi ogfyrirmyndar í alla staSi. GE Hætta Landmælingar samkeppnisrekstri? Landmælingar Islands munu ur Magnús Jóhannesson ráðuneyt- lands fyrir nær helmingi minni árs- hætta öllum samkeppnisrekstri ef isstjóri Umhverfisráðuneytisins greiðslur en Landmælingar hafa ffumvarp sem verður lagt fram á staðfest í samtölum við fjölmiðla fengið síðustu ár. Tilboði Alþingi verður að lögum. Sam- undanfarna daga. Fyrir nokkrum Loftmynda hefur ekki verið svarað kvæmt frumvarpinu yrði helsta dögum barst ráðuneytinu tilboð ffá og fyrirhugað ffumvarp er heldur hlutverk Landmælinga að halda Loftmyndum sem buðust til þess að ekki svar við tilboðinu. gagnafrumritun til haga. Þetta hef- taka við rekstri Landmælinga Is- HJ Sjö sækja um fjölbýlishúsalóð við Sólmundarhöíða Sjö umsóknir bárust um lóð und- ir fjölbýlishús á Sólmundarhöfða á Akranesi en frestur til að sækja um rann út 30. september sl. Sam- kvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir einni lóð undir fjöl- býlishús á Sólmundarhöfða. Bæjar- ráð fór yfir umsóknirnar á fundi sínum sl. fimmtudag. Samþykkt var að fela sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að taka saman helstu upplýsingar úr þeim gögnum sem fýrir liggja, en í framhaldi þess mun bæjarráð kynna málið bæjar- fulltrúum og öðrum sem að því koma. Að því loknu verður ákvörð- tm tekin um endanlega afgreiðslu málsins. Umsóknir bárust ffá Garðbæ ehf. og Fasteignamiðlun Vesturlands, IAVj Laugamesi fasteignafélagi, Sig- urjóni Skúlasyni ehf., Stafna á milH ehf., Sveinbymi Sigurðssyni ehf. og Trésmiðjunni Akri ehf. MM Brottviloiing Guðrúnar Jónu úr sveit- arstjóm Dalabyggðar stóðst eldd lög Félagsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Dalabyggðar ffá því 19. apríl um brottvikningu Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur úr stjórninni. Guð- rún Jóna kærði samþykkt sem gerð var á sveitarstjórnarfundi í Dala- byggð og krafðist þess að hún yrði felld úr gildi. Það var Þorsteinn Jónsson, oddviti Dalabyggðar sem lagði á fundinum ffam svohljóðandi tillögu: „Með vísan til þess, að sveitar- stjórnarmaðurinn Guðrún Jóna Gunnarsdóttdr hefur flutt úr sveit- arfélaginu um stundarsakir til að stunda nám og störf í Reykjavík, er ákveðið með vísan til svéitarstjórn- arlaga, að hún skuli „víkja úr sveit- arstjórn, þar til hún tekur aftur bú- setu í sveitarfélaginu", sbr. 4. mgr. 24. gr. sveitarstjórnarlaga og skal varamaður hennar taka sæti í sveit- arstjórn í samræmi við niðurlag 24. gr. laganna.“ Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn tveimur. I kjölfarið óskaði Guðrún Jóna Gunnarsdóttir eftir að gera grein fyrir atkvæði sínu á þennan veg: „Með þessari at- kvæðagreiðslu er ljóst að sveitar- stjómarmenn em ekki starfi sínu vaxnir og ljóst að hér er viðhaft gróft einelti.“ Hún mótmælti þessari á- kvörðun og taldi hana ólöglega og lögleysu og taldi það vera verk sveit- arstjómarmanna að kynna sér málin áður en svo stór ákvörðun væri tek- in. Snæbjörg Bjartmarsdóttir óskaði eftir að eftirfarandi yrði fært til bók- ar: „Það sem ég vil kalla 5 manna meirihluta sveitarstjórnar Dala- byggðar, hefur ítrekað reynt að bola Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur burt, nánast ffá síðustu kosningum. Má því kallast fáránlegt af viðkom- andi að notfæra sér þá aðstöðu hennar að þurfa að vinna fyrir sér annars staðar, eins og raunar fjöl- margir Dalamenn gera, athuga- semdalaust til að koma henni burt úr sveitarstjóm þegar annað dugði ekki til. Lg mótmæli þessu harðlega og ég er sannfærð um að svona mál hefði ekki komið upp ef um mann af S-lista hefði verið að ræða. Þetta er í versta falli gróft einelti og í besta falli alvarlegt manngreinarálit.“ I niðurstöðu ráðuneytisins segir að Guðrún uppfylli kjörgengisskil- yrði þar sem hún sé íslenskur ríkis- borgari, eldri en 18 ára, eigi lög- heimili í sveitarfélaginu og hafi ekki verið svipt lögræði. Ekki sé hægt að víkja henni úr sveitarstjórn á þeim forsendum að hún hafi misst kjör- gengi. Þorsteinn Jónsson oddviti Dala- byggðar vildi ekki tjá sig um úr- skurðinn þegar Skessuhorn leitaði til hans að morgni þriðjudags þar sem hann hafði ekki lesið hann. Ekki náðist heldur í Guðrúnu Jónu Gunnarsdóttur við vinnslu fféttar- innar. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.