Skessuhorn - 11.01.2006, Blaðsíða 14
14
MIÐ VIKUDAGUR 11. JANUAR 2006
§iagssiHiosaií3
Þrettándabrennum
frestað vegna veðurs
Það blés ekki sérlega byrlega á
þrettándanum hér á Vesturlandi.
Enn ein djúp lægð fór yfir landið og
því sáu brennustjórar sér þann leik
einan í stöðunni að fresta fyrirhug-
uðum brennum. Brennu íbúa Borg-
arbyggðar sem vera átti á Seleyri
var frestað sem og brennu Skaga-
manna á Jaðarsbökkum. Brennan á
Seleyri var haldin í gær, þriðjudag
eftir að blaðið fór í prentun, en
brennan á Akranesi fór fram sl.
laugardag og voru meðfylgjandi
myndir teknar þar. Alfar og tröll,
jólasveinar og foreldrar þeirra
komu við að venju.
MM/ Ljósm : MKG
Fösfudaginn
1 3. janúar
ki. 20:00
Lokasýning
Tónteikcir föstudagurinn 20, jan, ki. 20:30.
Fluft verður brof af javí besta.
Forsala hefst í Pennanum 12. jan.
MiSaverð í forsölu 2.000 kr.
Gefðu kallínvm miða á Bándadaginn.
Velheppnuð þrettándagleði
Hin árlega þrettándagleði
Orkunnar, yngri deildar Umf.
Dagrenningar í Lundarreykjadal
fór fram sl. laugardag. Eins og áður
var farið eftir brennu inn í félags-
heimilið Brautartungu þar sem
félagar Orkunnar settu upp
leikritið Svínahirðirinn auk þess að
vera með nokkra leikþætti og leiki.
Að dagskrá lokinni var boðið upp á
kökur og kaffi.
GBF
Fjölmenni á þrettánda-
gleði í Ólafevík
íbúar Ólafsvíkur létu veðrið ekki
hafa áhrif á þrettándagleði sína og
héldu hana á tilsettum tíma. Sunn-
an rok var og rigning en þrátt fyrir
það var haldið í skrúðgöngu eftir
Ólafsbrautinni með álfadrottningu
og álfakóng í broddi fylkingar.
Gangan endaði innan við Klif þar
sem þrettándabrennan var haldin.
Erfiðlega gekk að halda lífi í bál-
kestinum og glímdu slökkviliðs-
menn við það verkefni. Fórst þeim
það vel úr hendi þrátt fyrir að vera
vanari að slökkva elda en að halda í
þeim lífi. Að lokinni brennu hélt
Lionsklúbbur Ólafsvíkur flugelda-
sýningu.
Hjf
Gengið í hús á þrettándanum
Þær létu það ekki á sig fá að
ganga í hús og fá í gogginn þær
frænkur Mýra og Sæbjörg Jóhann-
esdætur á þrettándanum í Ólafsvík.
Þótt úti væri stóri sunnan og rign-
ing þá örkuðu þær á milli húsa og
bönkuðu og ekki var annað að sjá á
pokunum þeirra að þeim yrði vel
ágegnt. Þessi skemmtilegi siður féll
ekki niður þó veðrið væri ekki eins
og best væri á kosið og heldur ekki
brenna þeirra Lionsmanna. PSJ
Sólveig Rós
glímukona ársins
Pémr Eyþórsson úr KR og Sól-
veig Rós Jóhannsdóttir, Dalakona
úr Glímufélagi Dalamanna eru
glímufólk ársins 2005, en valið var
kunngjört á Grand Hótel við hátíð-
lega athöfh 4. janúar sl. Sólveig Rós
hefur ásamt systur sinni staðið
fremst kvenna í íþróttinni og hafa
þær systur skipst á að vinna til þess-
ara verðlauna undanfarin ár.