Skessuhorn - 11.01.2006, Side 16
IMýít og öflugt
tíl íbúöakaupa
íbúöalán.is
\y www.ibuda!an.is
I&SPM 1
Sími 430-7500 - www.spm.is f
Alagningarstoíhar lækkaðir enn frekar
vegna hækkunar fasteignamats
Meirihluti bæjarstjórnar Akra-
ness lagði á fundi bæjarstjórnar í
gær fram tillögu um að álagningar-
stofn fasteignagjalda lækki meira en
ákveðið var fyrir skömmu við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar ársins
2006.
Eins og fram kom í Skessuhorni í
síðustu viku hefur
fasteignamat á
Akranesi hækkað
um 93% ffá árinu
2002 og þar af30%
nú um áramótin.
Alagningarstofn
fasteignagjalda hef-
ur hins vegar verið
óbreyttur þar til við
afgreiðslu fjárhags-
áætlunar skömmu
fyrir jól. Þá var
samþykkt að fast-
eignaskattur lækk-
aði úr 0,431% í
0,394 en holræsagjald sem var 0,2%
yrði óbreytt. Minnihluti bæjar-
stjórnar vildi hins vegar lækka
álagningarstofninn frekar eða í
Krefjast úrbóta í ^arsldpta-
málum og samgöngum
Félag ungra framsóknarmanna í
Dala- og Strandasýslu hélt aðal-
fund sinn rétt fyrir áramót. Sam-
kvæmt tilkynningu frá stjórn þá
þótti fúndurinn málefnalegur og
greinilegt að fólk er að komast í
baráttuhug fyrir komandi sveitar-
stjórnarkosningar. A fundinum
voru samþykktar ályktanir um far-
síma- og netsamband og um sam-
göngumál.
„Félagið skoraði á ríkisstjórnina
að setja í forgang að tryggja GSM -
samband og háhraða internetsam-
band á öllu landinu. Farsímasam-
band er eitt mikilvægasta öryggis-
tækið á afskekktari stöðum m.a.
þegar að slys ber að höndum. Net-
samband er sá upplýsingamiðill
sem hvað mest er notaður í þekk-
ingarþjóðfélagi nútímans. Því
krefst FUF - DS þess að allir lands-
menn sitji við sama borð og njóti
jafhréttis í aðgengi að þessum upp-
lýsingamiðlum. Félagið skorar á
ríkisstjórnina að verja hluta af
ágóða sölu Símans til þess að
byggja upp nútíma fjarskipti í formi
GSM- og netsambands í allri Dala-
og Strandasýslu."
Um samgöngumál fagnaði fund-
urinn þeirri uppbyggingu sem er að
verða á veginum um Svínadal.
„Hins vegar harmar félagið það að
ekki hafi verið ráðist í gagngerar
endurbætur á veginum norður
Strandir og skorar á samgönguráð-
herra að hefja ffamkvæmdir hið
fyrsta. Einnig vonar FUF-DS að
farið verði í aðrar nauðsynlegar
vegaframkvæmdir á svæðinu," segir
m.a. í ályktun félagsins. Ný stjórn
var kjörin en aðalstjóm skipa: Inga
Guðrún Kristjánsdóttir formaður,
Svava Halldóra Friðgeirsdóttir
varaformaður, Guðmundur Freyr
Geirsson meðstjórnandi, Harpa
Hlín Haraldsdóttir meðstjórnandi
og Heiðar Þór Gunnarsson með-
stjórnandi. Varastjórn skipa Asgeir
Bjarnason, Guðmundur Þór Guð-
mundsson og Sigurður Kjartans-
son.
MM
0,36% en holræsagjald yrði óbreytt
0,2%.
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar-
innar bókaði meirihluti bæjar-
stjórnar að þegar niðurstaða yfir-
fasteignamatsnefndar lægi fyrir yrði
skoðað hvort gerðar yrðu frekari
breytingar á álagningarstofni. Sam-
kvæmt heimildum Skessuhoms var
málið rætt óformlega á fundi bæjar-
ráðs í síðustu viku og síðan hefur
málið verið skoðað frá öllum hlið-
um. Niðurstaðan varð því sú að á
bæjarstjórnarfundi sem fram fór í
gær var lögð frarn tillaga meirihlut-
ans um að fasteignaskattur lækki í
0,352% og holræsagjaldið í
0,175%. Til samans lækka þessi
gjöld því um 16,48% í stað þeirrar
5,86% lækkunnar sem áður hafði
verið ákveðin. Húseigandi sem átti
hús að fasteignamatd 15 milljónir
greiddi í fyrra samtals 94.650 krón-
ur í fasteignaskatt og holræsagjald. I
dag er þetta hús 19,5 milljónir
króna að fasteignamati og af því
þarf nú að greiða 102.765 krónur
eða 8,57% hærri upphæð en í fyrra.
Bæjarstjómarfundurinn stóð
ennþá yfir þegar blaðið fór í prent-
un þannig að ekki er hægt að full-
yrða um afdrif tillögu meirihlutans
þó óneitanlega sé líklegt að hún
hafi verið samþykkt. HJ
VLFA óskar eftir
hækkun lægstu launa
bæjarstarfemanna
Verkalýðsfélag Akraness hefur
óskað eftir fundi með bæjarráði
Akraness þar sem rædd verði sú
staða sem upp er komin í kjölfar
samnings Reykjavíkurborgar við
stéttarfélagið Eflingu „sem færir
þeim hópum starfsmanna borgar-
innar sem hafa haft hvað lökust
kjör, verulegar launahækkanir,“
eins og segir í bréfi félagsins til
bæjarráðs.
Þá segir einnig meðal annars í
bréfinu: ,Jafhffamt því að með
þessum samningi em lagfærð laun
þeirra sem starfa við umönnun
barna og aldraðra. Oftast em það
konur sem þessum störfum sinna
og löngu orðið tímabært að meta
þeirra störf að verðleikum.“
í bréfi félagsins er gert ráð fyrir
„að það geti ekki verið vilji for-
svarsmanna Akraneskaupstaðar að
starfsmenn kaupstaðarins, hafi allt
önnur og lakari launakjör en
starfsmenn Reykjavíkurborgar
sem sinna sambærilegum störf-
um.
Á heimasíðu félagsins kemur
meðal annars ffam að almennur
verkamaður hjá Reykjavíkurborg
sé nú með í byrjunarlaun 123.097
kr. en sambærilegur starfsmaður
hjá Akraneskaupstað sé með
112.661 krónur og skólaliði hjá
Reykjavíkurborg sé með í byrjun-
arlaun 134.599 krónur en hjá
Akraneskaupstað séu byrjunar-
launin 119.575 krónur. HJ
1___________
Eina stundina leikum við glöð
- þá næstu hefur alvaran tekið völdin
þegar þú kaupir miða í Happdrætti SÍBS leggurðu grunn
að aðstoð við sjúka og slasaða um leið og þú tryggir
þér þátttöku í skemmtilegu happdrætti þar sem dregið
er um tugi milljóna í hverjum mánuði.
Tryggðu þér miða hjá þínum umboðsmanni á Vesturlandi eða í síma eða á WWW.SÍbS.ÍS
Rammar og Myndir, Skólabraut 27, sími 431-1313, 300 Akranes.
Ásthildur Thorsteinsson, Hurðarbaki, sími 435-1455, 320 Reykholt
Dalbrún ehf., Brákarbraut 3, sími 437-1421,310 Borgarnes.
Högni Gunnarsson, Hjarðarfelli, sími 435-6666, 311 Borgarnes.
Lovísa Olga Sævarsdóttir, Staðarbakka, Arnarstapa,
sími 435-6758, 356 Snæfellsbæ.
Jensína Guðmundsdóttir, Bárðarási 4, sími 436-6600, 360 Hellisandur.
Verslunin Hrund, Grundarbraut 6, sími 436-1165, 355 Ólafsvík.
Hrannarbúðin, Hrannarstig 5, sími 438-6725, 350 Grundarfjörður.
Verslunin Sjávarborg, Hafnargötu 4, sími 438-1121,340 Stykkishólmur.
Blómalindin-Boga Th., Vesturbraut 6, sími 434-1606, 370 Búðardalur.
Jóhann G. Pétursson, Stóru-Tungu, Fellsströnd, sími 434-1479, 371 Búðardalur.
Halldór D. Gunnarsson, Ljósheimum, sími 434-7770, 380 Króksfjarðarnes.
H APPDRÆTTI
V/5A
27.51 7 vinningar verða dregnir út á árinu. Miðaverð 900 kr.
...fyrir lífið sjálft