Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2006, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 22.02.2006, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR 2006 Afalmennu skammdegis- þunglyndi og lífsþreytu vonlausra Islendinga Ég hef lengi vel undrað mig á þessu séríslenska hugtaki „skamm- degisþunglyndi," og hveru djúpstæð áhrif það virðist hafa innan íslensks samfélags. Orðið eða hugtakið er ekki að finna í íslensku orðabókinni, en það er samansett úr tveimur merkilega ólíkum orðum. Skamm- degisþunglyndið kemur yfir fólk þegar daginn tekur að stytta (oftast með haustinu) og myrkrið lúrir yfir landanum meirihluta sólarhringsins. Sjúkdómseinkennin sem fórnar- lömb þessa vægðarlausa sjúkdóms fá, eru ekki af verri endanum; en fúl- lyndi, svartsýni og almennt vonleysi hafa löngum talist vera aðaleinkenni skammdegisþunglyndis. Að geta ekki hugsað sér að mæta í vinnuna, fara út í göngutúr eða bóna fimm milljón króna jeppann eru eðlileg viðbrögð sjúklingsins sem skiljan- lega hefur misst alla trú á lífinu, enda ekki furða, það er myrkur úti. Kvart og kvein yfir hinum og þessum hlut- um verða daglegt brauð sjúklingsins sem sér ekki fyrir endan á kvölum sínum, nema þá með rísandi sól á nýja árinu. Eða hvað? Eitthvað segir reynsla mín sem þegn þessa sofandi samfélags að þunglyndið haldi áfram með vorinu. Fólk notar skammdegið sem blóraböggul fyrir þunglyndi sínu, en heldur áffam að bölsóttast út í tilveruna eftir janúarútsöliu-nar. Hver vill búa á Islandi í mars þeg- ar slabbið eyðileggur Gucci skóna? Svo ekki sé talað um okkar ískalda sumar, ojbara, hvemig er líft á þess- ari viðbjóðslegu eyju? Staða íslensku greyjanna í al- heimssamfélaginu ætti því ekki að skipta neinu máli, því byrði skatt- greiðandans er of mikil. Fjarstýring- in fyrir nýja flatskjáinn virkar ekki og timbrið sem pantað var í sólpallinn hefur ekki skilað sér. En grátlegt, er hægt að hugsa sér verri tilveru? Mér þykir það alveg merkilegt að fólk geti fundið upp jafn hlægilega afsökun eins og skammdegisþung- lyndi fyrir að minnka sjálfa sig jafn mikið og raun ber vitni. Ætli fólk í Malí og Uganda hafi heyrt um þennan skelfilega vetrarfarald sem leggst eins og svart teppi yfir ís- lensku þjóðina þegar sumri hallar? Ætli í hungursneið sinni og stöðugri lífsbaráttu geri þau sér grein fyrir að hægt er að grenja og vorkenna sér undir öllum hugsanlegum kringum- stæðum? Fórnarlömb jarðskjálft- anna í Pakistan fá líka sinn skerf af ansi kröftugu skammdegi og vetrar- hörku, og ekki eru tjöldin þeirra með örbylgjuofni. Það eru engin lyf sem lækna þennan sjúkdóm, það eru engir læknar sem koma þér til heilbrigðis. Það er einungis einstaklingurinn sem getur tekið sér þá meðvituðu ákvörðun að þakka Guði fyrir þá blessun að vera Islendingur, og fagna því að þrátt fyrir allt, komi sólin upp á morgun. Guðmundur Bjöm Þorbjömsson. Höfundur er nemi í heimspeki við Háskóla Islands. Venmi vakandi op- virk! I lögum um málefiú fatlaðra frá ár- inu 1992 er kveðið á um að tryggja beri föduðum jafhrétti á við aðra þjóðfélagsþegna og sambærileg lífs- kjör. Jafhframt kemur ffarn í lögunum að sveitarstjórnum beri að sinna ferlimálum fadaðra með skipulögð- um hætti með gerð áædana um bætt aðgengi að almenningsbyggingum og þjónustustofhunum með tilliti til á- kvæða byggingarlaga og byggingar- reglugerðar. I Borgarbyggð hefur margt áunnist í þessum efhum en enn er nokkuð í land með gott aðgengi að og í sumum almenningsbyggingum í bæjarfélag- inu. Hver er forgangsröðunin? Mér er efst í huga aðgengi að og í Iþrótta- miðstöðinni, félagsmiðstöðinni Oðali og Hyrnunni. íþróttamiðstöðina hafa heimsótt um 150.000 manns á ári og er anddyri byggingarinnar þannig að sjálfvirkur hurðaopnari er ekki til staðar við aðalinngang og útidyra- hurð er svo þung að erfitt reynist að opna hana. Við taka þröskuldar og mottur sem torvelda yfirferð hjóla- stóla. Endurbætur verða að eiga sér stað. Það sama má segja um Óðal, þar hefur verið gerður góður rampm inn að húsi bakdyramegin en útihurð er án sjálfvirks opnara og aðgengi inn- anhúss er þannig að engin salernisað- staða er æduð föduðum og ekki er þeim heldur gert kleift að komast um húsið því engin lyfta er niður á neðri hæð þess. Þessa byggingu sækja margir; ungir og aldnir. Sorglegt er til þess að vita að endurbætur virðast oft vera gerðar við bakdyr eldri húsa og komum við þá að jafnréttisákvæðinu því fatlaðir eiga að geta notað sama inngang og aðrir. Nú vildi ég gjarnan sjá stefhuna í þessum málum hér þannig að fyrirtæki í Borgarbyggð sýndu memað sinn í að yfirfara þessi aðgengismál hjá sér og láti lagfæra það sem þarf að laga til að auðvelda fólki í hjólastól og öldruðum að kom- ast leiðar sinnar. Þetta þarf að gera á réttan hátt. Best væri að setja sig í þessi spor og fara í hjólastól. Sjálf hef ég reynt að setja mig í þessi spor og sest í hjólastól og farið um bæinn. Það er nú svo ótrúlegt að það eru margs konar tilfinningar sem brjótast ffam þegar reynt er að komast af stað hjálparlaust. Má segja að það hafi ver- ið undrun í fyrstu, undrun yfir hversu erfiðar gangstéttir eru yfirferðar, við tók reiði, reiði yfir af hverju þetta þurfi að vera svona og svo loks þegar reynt var að fara inn í áðurnefhdar byggingar fylltist ég vonleysi og varð hugsað aftur og aftur til þeirra sem eru í þessari stöðu og þurfa að komast leiðar sinnar. Innan fárra ára vildi ég sjá bæjarfé- lög á Vesturlandi eftirsótt fyrir alla að heimsækja og sækja þjónustu án hind- rana og þjónustufyrirtæki vil ég gjarnan sjá vera búin að fá aðgengis- viðurkenningu Sjálfsbjargar, en til þess að það sé mögulegt verðum við öll að vera meðvituð um stöðu og umhverfi okkar, láta vita með endur- bætur til að samfélag okkar verði betra fyrir alla hvort sem um fadaða eða ófadaða sé að ræða. Með óskum um gott gengi og bjarta framtíð. Helga Björk Bjamadóttir, heimavinnandi húsmóðir, háskóla- nemi og áhugamanneskja um málejhi minnihlutahópa. P.S.' Var að lesa Skessuhom síðustu viku þar semjram kemur aí Borgarbyggð áætl- ar að leggja 820 milljónir í nýframkvcemd- ir við skóla og tþróttamannvirki 2007- 2009. Nú er spuming um hvort ekki væri ráð að taka einhver örfá prósent afþeirri upphæð i þennan málaflokk. Það er sjálfsagt ekki algengt að les- endur Skessuhomsins stingi niður penna og hæli blaðinu. Láta sér nægja að borga áskriftargjaldið. Ég vil hins vegar sem dyggur lesandi og utanhéraðsmaður úr Hafnarfirði, þakka fyrir mig. Mér finnst Skessu- hornið fyrirmyndarhéraðsfréttablað (þvílíkt orð) og ná vel yfir Vestur- landið. Viðtöl við fólk úr héraðinu em ekki aðeins ffóðlegt og skemmti- legt lesefni, heldur einnig skráning sögunnar. Þetta á reyndar við um flest efni sem birtist í blaðinu. Udit og uppseming efitis er grípandi og blaðið hefur komið sér upp sínum stíl. Það er vakað yfir því sem er að gerast og reynt að vanda til máls. Það ærir sjálfsagt óstöðugan, að eltast við brottflutta Vesdendinga og gera þá að áskrifendum, en vilji þeir halda tengslum við sínar gömlu slóðir, er Bréftil blaðsins Skessuhornið tilvalinn tengiliður. Eg vona að aðstandendur blaðsins verði áfram rétm megin við núllið, bæði í bókhaldinu og efhisvalinu og bíð spenntur eftir næsta blaði. Reynir Ingibjartsson (gengur undir nafninu „síðasti Kol- hreppingurinn “) NB: Svo á ég eftir að ganga á Skessuhomið. Sæll Reynir! Fyrir hönd starfsfólks Skessuhorns þakka ég hlý orð í okkar garð og blaðsins. Það er rétt að offar tökum við á móti ábendingum um hvað við mættum betur gera, en hóli af þessu tagi ffá lesendum. Allar málefhalegar ábendingar em vel þegnar og á þeim tökum við mark. Flestir þakka fýrir sig með því einfaldlega að kaupa blaðið og sýna þar með áhuga á því að fylgjast með því sem fram fer á Vesturlandi. Við höfum mælt vem- lega vaxandi áhuga á því sem við erum að gera sem sýnir sig best í því að áskrifendur Skessuhorns hafa aldrei verið fleiri ffá því útgáfan fór af stað fyrir réttum 8 ámm síðan. Bestu kveðjur til þín og annarra Vesdend- inga nær og fjær. -Ritstjóri 7^e/i/i//i/t~~~: Af meintum fullyrðingum og dylgjum í grein sinni í Skessuhomi þann 15. febrúar sl. er bæjarstjóra það einkar lagið að sneiða hjá aðalatrið- um mála og snúa staðreyndum á haus, leikur svo kúnst stjórnmálanna að viðurkenna aldrei mistök og reyn- ir að afvegaleiða umræðuna. Bæjar- stjóri sakar mig um að fara með „ýmsar fullyrðingar og dylgjur sem ekki eigi við rök að styðjast." Hvergi hrekur hann með réttu neitt af því sem ffam kom í grein minni; hvergi tekst honum að benda á meintar dylgjur, aðeins á einum stað á meintar rangfærslur. Þar bendi ég á fyrirædanir vun viðbyggingu og að ekki hafi verið ædan að gefa almenn- ingi kost á að gera athugasemdir. Stjómsýslu-raunir I júni 2004, þ.e. tveimur mánuðum áður en skipulagið var auglýst, kynnti hönnuður ítarlega hugmyndir sínar um viðbygginguna við opnun Pakk- hússins. Við sama tækifæri var hug- myndin kynnt fyrir forstöðumanni húsaffiðunamefhdar. Því er ljóst að máhð var orðið býsna þroskað tveim- tn mánuðum áður en skipulagið var auglýst. Fyrsti fundur byggingar- nefhdar viðbyggingarinnar var hald- inn viku áður en skipulagið var aug- lýst. Það er því algerlega rangt hjá bæjarstjóra að nefndin hafi verið stofhuð eftir að skipulagið fór í aug- lýsingu. Ábæjarstjómarfundi 12. jan- úar 2006 var síðan staðfest sú ákvörð- un að fara leið grenndarkynningar varðandi lóðirnar Brákarbraut 13 og 15, en á sama fundi samþykkti bæjar- stjóm að breyting verði gerð á sama deiliskipulagsreit varðandi gamla Mjólkursamlagið og fleiri þáttum skipulagsins. Bæjaryfirvöldum var og er því enn í lófa lagið að auglýsa breytinguna varðandi Brákarbraut 13-15 með þeirri tillögu. Það er því ljóst að feluleikurinn sem bæjarstjóri reyndi að bera af sér í grein sinni var staðreynd og heldur áfram að vera það. Þessi ffamgangsmáti í stjóm- sýsluffamkvæmd er algerlega ffáleit- ur og bæjarstjóm langt því ffá sæm- andi. Bót og betrun? I grein sinni skautar bæjarstjóri líka ffamhjá þeirri staðreynd að bæjaryfir- völd bratu lög og bmtu á réttindum íbúa Borgarbyggðar, sem hlýtur að vera grafalvarlegt mál. Þess í stað eyðir bæjarstjóri hinn hróðugasti miklu púðri í það að hafa sloppið fyr- ir hom í öðra óskyldu máh. Það lýsir því göfuglyndi bæjarstjóra að gleðjast yfir litlu, sérstaklega í ljósi þess að bæjarstjóm hefúr til þessa nánast tap- að öllum málum sem þolendur hafa skotið til úrskurðanefhda og dóm- stóla með tilheyrandi skaðabóta- greiðslum. Yfirlýsing bæjarstjóra um umbætur á stjórnsýslu sveitarfélagsins er því mikið fagnaðarefni. Einnig það að ábendingar séu vel þegnar, en það er mikil framför - því ffam að þessu hef- ur fátt annað dugað en ofamgjafir ffá úrskurðarnefndum! Bæjaryfirvöld hafa nú haft 11 mánuði til að leysa þann ágreining sem uppi hefur verið og verða því að bera fulla ábyrgð á því hvemig komið er. Þau hafa dauf- heyrst til þessa og því miður bendir flest til að áffam verði haldið á braut yfirgangs og valdhroka. Afram skal fóma réttindum íbúa á altari skamm- tímahagsmuna. Brostnar forsendur Nú hljóta forsendur fyrir viðbygg- ingunni sem um ræðir að vera ger- breyttar, þar sem fyrirhuguð starf- semi hefur fengið til viðbótar yfir 300 ferm. húsnæði, umffam það sem áður var áætlað. I heild mun áformuð starfsemi hafa rúma 600 ferm. til af- nota án viðbyggingar. Aætlanir varð- andi kosmað em foknar út í veður og vind, en upphafleg kosmaðaráætlun hljóðaði upp á rúmar 18 milljónir. Tilboðin í verkið vom hins vegar á bilinu 31-44 milljónir. Nú vom góð ráð dýr, niðurstaðan varð sú að nokkrir verkþættir vom teknir út úr tilboði; verkþættir sem vinna þarf eff- ir sem áður - og síðan gerður verk- samningur uppá tæpar 24 milljónir. Þegar hér var komið sögu sá bæjai- stjóri ástæðu til að lýsa því yfir í við- tali að verkefnið yrði ódýrara en menn hefðu gert ráð fyrir. Það er því ljóst að bæjarstjóm er í fullkominni afneitun hvað varðar staðreyndir málsins og ætlar að böðlast áffam hvað sem það kostar. Margt bendir til að heildarkosmaður bæjarfélagsins vegna verkefnisins verði nær 40 millj- ónum þegar upp verður staðið. „Fjár- eða Landnám íslands ehf.“? Borgarbyggð hefur á undanföm- um áram vart haft tekjur fyrir gjöld- um og hefur þ.a.l. þurff að selja eign- ir og taka lán vegna nýfjárfestinga. Er það því stór ákvörðun að leggja svo mikla fjármuni í verkefhi sem ekki gemr tahst til lögboðinna verkefna sveitarfélags. A sama tíma er í fjár- hagsáætlun skorið niðm í fjárveiting- tun til lögboðinna verkefna. Einnig má spyrja hvers vegna sveitarfélag byggir og leggur einka- hlutafélagi til húsnæði til að því er virðist endurgjaldslausra afhota. Hér er komin upp spuming um jafnræði þegnanna og þeirra sem í atvinnu- rekstri standa. Eiga ekki aðrir rétt á sömu fyrirgreiðslu - eða á að mis- muna og þá á hvaða forsendum? Hér er á ferðinni gamla sagan, bæjarstjóm með puttana í því sem atvinnulífið og þeir sem starfa að mennigarmálum em fullfærir um, en þeir sem vagninn hafa dregið í atvinnulífmu á undan- förnum áram og skattgreiðendur borga bnísann. I raun er það stórundarlegt að á ár- inu 2004 skuli boðberar einkaffam- taks í bæjarstjórn setja á stofn einka- hlutafélag þar sem beinlínis er gert ráð fyrir að fyrirtækið lifi á opinber- um ffamlögum og styrkjum. Hins vegar era til mörg dæmi um myndar- lega uppbyggingu í menningar- tengdri ferðaþjónustu þar sem menn byggja á eigin ábyrgð og verðleikum, nefhi ég þar sérstaklega Bjamarhöfn og Fossatún í því sambandi. Lögboðin verkefni sveitarfélags snúa m.a. að því að standa myndar- lega að þeirri safna- og menningar- starfsemi sem fyrir er í héraðinu. Skilning og áhuga fyrir því hefur ýmsum þótt á skorta í „hranadansi Landnámsins." Ingimundur Grétarsson Borgamesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.