Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2006, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 22.02.2006, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 3gB88gi«K«31M Baddi lögga lætur af störfum -Rætt við lögguna sem fauk og tollaði í Hvalfirði Grundartangi hefur mikið verið í fréttum að undanfömu. Gríðarleg uppbygging þar hefur ekki farið framhjá nokkrum manni. Uppbyggingin er svo hröð að þar em nánast tímamót á hverjum degi. Um mánaða- mótin verða enn ein tímamótin á Gmndartanga. Þau tímamót verða sennilega ekki fféttaefhi stóru fjölmiðlanna. Einn af fyrstu mönnunum sem fóm að starfa í kringum atvinnurekstur þar er að láta af störfum eftir áratuga farsælt starf. Björn Þorbjörnsson tollvörður í Borgarnesi hefur starfað hjá sýslu- mannsembættinu í Borgarnesi í fjörutíu ár. Fyrstu árin var hann héraðslögreglumaður en frá árinu 1972 var hann fastráðinn lögreglu- maður. Frá árinu 1990 hefur hann eingöngu starfað sem tollvörður hjá embættinu. Hann þekkir því tímana tvenna í þessum landshluta. Stærstur hluti af starfi tollarans hefur farið fram í Grundartanga- höfn. Um þá höfn fóru í fyrra 253 skip og hefur skipakomum farið mjög fjölgandi á síðustu árum. Sumir segja reyndar að sú fjölgun sé smáræði í samanburði við það sem koma mun. Björn hefur því í starfi sínu komið að tollafgreiðslu þúsunda skipa af ýmsum stærðum og gerðum. Björn er nú sjaldnast nefndur því nafni í Borgarnesi. Þar er hann þekktari sem Baddi lögga. Lykilstaðurinn Borgames Fáfróður blaðamaðurinn spurði Badda fyrst hvort ekki væri skrýtið að frá Borgarnesi, í miðju mikils landbúnaðarhérðas, væri toll- og löggæslu sinnt á Grundartanga sem er með stærstu inn- og út- flutningshöfnum landsins. Baddi kvað svo ekki vera. „Það er út- breiddur misskilningur að í Borg- arnesi hafi aldrei verið skipaum- ferð. A árum áður var Borgarnes helsta inn- og uppskipunarhöfn á Vesturlandi. A þeim tíma sat hér sem tollvörður Loftur Einarsson, sem sinnti öllu Vesturlandi utan Akraness. Það er því engin nýlunda að embætti í Borgarnesi geti gegnt lykilhlutverki á Vestur- landi. Eftir að brúin yfir Borgar- fjörð var lögð breyttust straumar og sandburður gerði höfhina ónot- hæfa. Við erum því fráleitt óvön að þjónusta skip hér.“ Alvarlegt vinnuslys Þegar Loftur var tollvörður í Borgarnesi voru starfandi tollverð- ir víða um land. Síðar breyttist skipulagið þannig að lögreglu- menn fóru að sinna störfum við tollgæslu en sú þróun hefur að nokkru leyti gengið til baka. Fyrstu árin effir að uppbygging hófst á Grundartanga sinnti Magnús Kristjánsson tollvörður á Akranesi tollgæslu þar í umboði sýslumannsins í Borgarnesi. Arið 1990 tók Baddi, eins og áður sagði, við því starfi og hefur gegnt því síðan. „Það átti sér þann aðdrag- anda að ég var við lögreglustörf í óveðri skammt ffá Þyrli í Hval- firði. Mikil vindhviða feykti mér útaf veginum. Það var nokkurt fall niður fyrir veginn og ég man enn- þá eftir því hvað mér fannst ég lengi í loftinu. A leiðinni hugsaði ég um það eitt að reyna að halda jafnvægi þannig að ég myndi lenda á fótunum. Það tókst en ég slasað- ist hins vegar mikið. Eg náði aldrei fýrri styrk og gat því erfiðlega gegnt störfum mínum sem lög- reglumaður. Sýslumaður bauð mér því að taka við starfi tollara því það starf gat ég auðveldlega innt af hendi.“ Umsvif á Grundartanga Baddi var ekki ókunnugur á Grundartanga þegar hann tók við sem tollvörður. „Þegar uppbygg- ing járnblendiverksmiðjunnar hófst þar varð það að ráði að lög- reglumenn í Borgarnesi tóku að sér öryggisvaktir þar í frítíma sín- um. Síðar aðstoðuðum við toll- verðina við störf þannig að ég þekkti vel til á svæðinu.“ Flest skipin sem til Grundartanga koma eiga ekki erindi í aðrar hafnir á Is- landi og því þarf að tollafgreiða þau við komuna til landsins og einnig þegar þau fara aftur frá landinu. Hverju skipi þarf því að sinna í það minnsta tvisvar sinnum þrátt fýrir að þau staldri stutt við í hverri ferð. Fréttir af smygli far- manna eru alþekktar og farmenn sem um Grundartangahöfn fara eru engin undantekning. „Það má skipta kaupskipum í tvo hópa. Annars vegar rútuskipin, það er þau skip sem sigla ávallt sömu leið og koma því oft í sömu höfnina. Þegar slíkt gerist myndast tækifæri og sambönd til smygls. I hinum hópnum eru skipin sem enga fasta rútu sigla. Þar vita menn sjaldnast um hverja ferð nema með skömm- um fýrirvara og því minni mögu- leikar á að koma smyglvarningi í verð. Flest skipin sem til Grundar- tanga koma hafa enga fasta rútu og því koma ekki upp mörg smyglmál. Það má einnig skipta kaupskipum upp í tvo flokka hvað áhafnir varð- ar. Annars vegar þau skip sem mönnuð eru Islendingum. Þeir hafa löngum talið það til íþrótta að smygla áfengi, sígarettum og ýms- um munaðarvörum. Það er ennþá svo og því eru ávallt möguleikar á smygli þegar Islendingar eru á ferð. I hinum hópnum eru skip sem mönnuð eru öðrum þjóðern- um. Þar er afar sjaldgæft að smygl eigi sér stað. Skýringin er trúlega að hluta til vegna þess að hér hafa þessir menn ekki sambönd." Tröllasögur af smygli Einhvern tímann gengu þær sögur að mikill smyglvarningur kæmi á land á Grundartanga. Baddi kannast við þessar sögu- sagnir. „Af einhverjum ástæðum kviknuðu þessar sögur. Þær voru svo mergjaðar að á tímabili var sagt að það sæist á verslun í Ríkinu á Akranesi þegar ákveðin skip væru búin að koma við í höfninni á Grundartanga. Þessar miklu sögur fóru að sjálfsögðu ekki framhjá okkur. Því var sett leynileg vakt við skipin um nokkurn tíma en við urðum einskis varir. Eg er því nokkuð viss um að smygl um Grundartangahöfn hefur ekki ver- ið meira en um aðrar hafnir.“ Eins og áður sagði hafa íslenskir farmenn oft verið kenndir við smygl. Baddi segir það ekki of- mælt. „Það var nú svo að nánast var litið á smygl sem hlunnindi og hluta af launum manna. Það var sjálfsagður hlutur að stór hluti launa væri vegna hlutdeildar í smygli. Menn gerðu þetta mjög skipulega og þegar upp komst var Bjöm á skrifstofu sinni. það sjaldnast öðruvísi en svo að að- eins einn eða tveir menn um borð voru viðriðnir málið. Yfirleitt voru það hásetar sem viðurkenndu at- hæfið. Hafi það verið svo þá er með ólíkindum hvað hægt var að koma miklu magni af vörum um borð í skipin án þess að stýrimenn- irnir, sem bera ábyrgð á hleðslu skipsins, vissu af því. Það var með ólíkindum hvað þeir höfðu hreinan skjöld blessaðir stýrimennirnir. Auðvitað sjá það allir sem vilja sjá að auðvitað var þetta skipulögð starfsemi sem stór hluti hverrar áhafnar tók þátt í. Þegar upp komst voru menn settir í frí en það leið ekki á löngu áður en menn höfðu fundið nýtt skip. Oftast hjá sama skipafélagi. Menn kipptu sér heldur ekkert upp við það að vera teknir fýrir smygl. Það var nánast óþekkt að menn tækju því illa. Menn viðurkenndu yfirleitt greið- lega og voru mjög kurteisir. Engu líkara en það væri hluti af starfinu að vera tekinn einhvern tímann. Því var það óþekkt að við lentum í illindum við þá seku eins og oft gerist í öðrum lögbrotum.“ Sinn er siður í hverju landi A undanförnum árum hefur ís- lenskum farmönnum farið fækk- andi. Þá þróun þekkja fáir betur en tollverðir. „Þegar ég var að byrja í þessu voru öll íslensk skip mönnuð Islendingum og erlend skip voru að mestu skipuð Filippseyingum. Nú hafa báðar þessar þjóðir horfið í þessu samhengi og um tíma voru flestir farmenn frá Póllandi en nú eru flest skip sem sigla um höfin mönnuð Rússum. „Það fer ekki á milli mála að Rússar gera minnstar kröfur og því eru þeir ráðnir. Mönnum þótti nóg um þegar Fil- ippseyingar voru að taka yfir en þeir voru þokkalega haldnir miðað við það sem tíðkast hjá Rússum. Ef til vill sést þetta best þegar matar- og drykkjarbirgðir skipanna eru skoðaðar. Þegar Islendingar voru á skipunum voru nóg til af öllu og meira en það. Þegar nálgaðist stór- hátíðir urðu allar matvælageymsl- ur skipanna fullar af góðgæti af ýmsu tagi. Svo langt gekk birgða- söfnunin að við urðum stundum að innsigla matvælageymslurnar við komu skipanna til landsins. Þá urðu menn súrir á svipinn því auð- vitað var stór hluti keypmr inn til þess að borða í landi en ekki á sjó. Filippseyingarnir voru með nóg af öllu en ekkert meira en það. Hvað Rússana varðar veltir maður því stundum fyrir sér á hverju þeir lifa. Flest skip sem mönnuð eru Rúss- um í dag eru vínlaus. Trúlega hef- ur það ekki verið að ástæðulausu að notkun víns var með öllu bönn- uð um borð. Það er hins vegar átakanlegt að upplifa að við komu skips til landsins með 12 manna áhöfn skuli ekki vera nema 15-20 kíló af matvælum í geymslum og ennþá minna þegar þau halda af landi brott. Það er ekki að ástæðu- lausu sem þeir renna út færi við hvert tækifæri í þeirri von að ná sér í fisk í soðið." Grundartangi blómstrar Baddi segist ekki í vafa um að uppbygging á Grundartanga eigi eftir að verða mikil á komandi árum. „Eg er sannfærður um að umferð um höfnina á eftir að margfaldast á komandi árum. Hvaða vit er í því að keyra allan út- flutning ffá Vesturlandi, Vestfjörð- um og Norðurlandi í gegnum Göngin. Það á auðvitað að flytja þetta út frá Grundartanga og þannig verðtn það í framtíðinni. Eg er viss um það.“ Þegar við hittumst var mikill vindstrengur í Hvalfirði. Eg spurði Badda hvort einhvern tímann væri gott veður í Hvalfirði. Hann sagði svo vera, en bætti við að það væri hins vegar afar sjaldan. „Það verð- ur að viðurkennast að Hvalfjörður- inn er vindasamur. Af þeirri ástæðu er staðsetning stóriðjunnar góð. Það safnast ekki saman mikil mengun í Hvalfirðinum. Hún fýk- ur burt, ef einhver er. Þrátt fýrir þetta hef ég ekki lent í teljandi vandræðum við skipakomur vegna veðurs." Vínflöskur í íjöru Starf tollvarðarins er afmarkað starf og því ekki sjálfgefið að sem slíkir kynnist menn mörgum náið. Baddi segir að í sínu starfi sé því ekki sjálfgefið að hann umgangist þá sem stjóma málum á Grimdar- tanga. Hann hafi þó kynnst Jóni Sigurðssyni, fýrsta forstjóra Járn- blendifélagsins nokkuð. ,Jón er afar athyglisverður og skemmtileg- ur persónuleiki. Hann gerði sér far um að kynnast starfi allra á Grand- artanga, meðal annars okkur sem með tollamálin fóru. Hann er líka afar heiðarlegur og gaman í því sambandi að segja eina sögu sem tengist umræðum manna um smygl. Einhvern tímann voru þau hjónin í fjöruferð við Grundar- tanga. Þá finna þau tvær ósnertar áfengisflöskur. Sennilega hefur einhver skelkaður farmaður kastað þeim í sjóinn þegar svarta gengið hefur birst í eftirlitsferð. Eg hall- mæli ekki löndum mínum þegar ég segi að flestir sem fundið hefðu tvær áfengisflöskur á víðavangi hefðu farið með þær heim og not- ið þess sem í þeim var. Það gerði Jón hins vegar ekki heldur kallaði til lögregluna. Það hvarflaði ekki að honum annað en að málið færi rétta leið.“ Eiturlyfj afj andinn Hinn lífsreyndi tollvörður, sem Baddi er, viðurkennir að þrátt fýrir að smygl á áfengi og tóbaki sé lög- brot sé það ekki neitt í líkingu við þann ófögnuð sem smygl á eitur- lyfjum eru. „Það er skelfilegur glæpur sem allir menn líta öðrum augum. Það eru oft gerð leit að fíkniefnum í þeim skipum sem um Grundartangahöfn fara. Það hefur hinsvegar aldrei komist upp um slíkt smygl þar, sem betur fer. Eg held reyndar að eiturlyf fari ekki um þá höfn. Þrátt fýrir það er mikill beinn innflutningur frá Suð- ur-Ameríku. Astæðuna er að finna í því að flest skipin sem hingað koma eru ekki í föstum rútum. Það þarf mjög skipulagða starfsemi í kringum slíkan innflutning og þá skipulagningu getur þú ekki við- haft í kringum skip sem ekki eru í föstum ferðum. Flest skipin sem hingað koma fara í þær ferðir með skömmum fýrirvara. Því er ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur en það breytir því ekki að hér eru menn vel á verði.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.