Skessuhorn - 22.02.2006, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006
SgRSSgiHfflSSl
Hátækni víkingaskip í smíðum hjá Sldpavík
Sólarpönnsur í Snæfellsbæ
Það var mikill hugnr í Kvenfélagskonum í Olafsvík sl. þriðjudag erþœr komu til að baka pönnukökur t tiléfni sólarkomu í Ólafsvík.
Þetta er árlegur og skemmtilegur siður hjá þeim kvenfélagskonum ogjafnframt góð fjáröflun. Alls voru bakaðar á þriðja þúsund
pönnsur sem bœði var sett á sulta og rjómi og einnig voru þœr sykraðar. Þeim var síðan ekið til viðskiptavina í Sn<efellsb<e sem voru
að vonum mjög ánægðir enda uppskriftin fullkomin. PSJ
um að þetta verði merkilegasta
skip í heimi,“ segir Sigurjón sem
reiknar með að skútan verði tilbú-
in á þessu ári.
Sldpavík, sem er einn stærsti at-
vinnurekandinn í Stykkishólmi,
hefúr um 60 manns á launaskrá og
er fyrirtækið með mjög fjölbreytta
starfsemi. Asamt því að byggja vík-
ingaskip, eru í byggingu íbúðarhús
og sumarbústaðir í Stykkishólmi
og í næsta nágrenni, rekin er bygg-
ingavöruverslun, slökkvitækja-
þjónustu og sér fyrirtækið auk þess
um almennt viðhald á skipum. Þeir
félagar Sævar og Sigurjón segja
næg verkefni ffamundan og eru því
bjartsýnir á ffamtíð fyrirtækisins.
KÓÓ
Félag Vinstri grænna
stofiiað á Bifiröst
Stofnfundur Grábrókar, félags-
deildar Vinstrihreyfingar - græns
framboðs í Viðskiptaháskólanum á
Bifröst var haldinn fimmtudags-
kvöldið 16. febrúar á Kaffi Bifröst.
Gestir fundarins voru þeir Og-
mundur Jónasson þingflokksfor-
maður VG ogjón Bjarnason þing-
maður VG í NV - kjördæmi.
Að sögn fundarmanna tókst
fundurinn vel og var hann vel sótt-
ur, en um 25 - 30 manns mættu á
stofnfundinn, bæði nemendur
skólans, starfsmenn og íbúar á
svæðinu. Markmið Grábrókar, fé-
lagsdeildar VG í Viðskiptaháskól-
anum á Bifröst er að vera vett-
vangur umræðna um samfélagsmál
af ýmsum toga með áherslu á fé-
lagshyggju, viðskipti, efnahags-,
atvinnu- og umhverfismál.
Formaður var kosinn Einar Árni
Friðgeirsson og með honum í
stjórn voru kosin þau Arni Hjart-
arson, Jónína Sólborg Þórisdóttir,
Stefán Steingrímur Bergsson og
Þorsteinn Newton. Varamaður í
stjórn er Davíð Örvar Hansson.
Vefstjóri heimasíður Grábrókar,
www.vg.is/bifrost, var kosinn
Finnbogi Vikar Guðmundsson.
MM
Magnús Jánsson og Asgeir Amason, skipasmiðir að störfum.
Abúendur á Furubrekki í Staðarsveit; jyrr og nú.
Blótað á Nesinu
Þorrablót Breiðvíkinga og
Staðsveitunga var haldið í Lýsu-
hólsskóla laugardaginn 11. febrúar
síðastliðinn. Þar voru um 200
manns samankomin yfir góðum
mat og ffábærri skemmtun. I ár sáu
Breiðvíkingar um blótið og stóðu
að því með glæsibrag en löng hefð
er fyrir því að blótið sé haldið til
skiptis af íbúum hvorrar sveitar
sem geri þá góðlátlegt grín af
grönnum sínum. BG
í Stykkishólmi er nú í smíði
rúmlega 16 metra löng víkinga-
skúta sem skipasmíðastöðin Skipa-
vík hf. stendur fyrir. Skrokkur
skútunnar verður með sama lagi og
Gauksstaðaskipið sem var vígt í
Noregi árið 1882 og er því stuðst
við yfir 100 ára gamlar teikningar.
„Þó skipið verði byggt með gam-
alli kunnáttu mun það búa yfir öll-
um þeim nútímaþægindum og
besta hátæknibúnaði sem völ er á,“
segir Sævar Harðarsson fram-
kvæmdastjóri og annar eigandi
Skipavíkur í samtali við Skessu-
horn.
I skipinu verða þrjár káetur, hver
með baðherbergi, tveir litlir raf-
mótorar í stað hefðbundinna dísel-
véla, ásamt ljósavél og þversegls að
hætti víkinga, en með hátæknilegri
útfærslu. Skipið er hannað til út-
hafssiglinga og getur hæglega siglt
í kringum jörðin. „Við stefnum á
Ferðamálasamtök Snæ-
fellsness álykta vun
vega- og fjarskiptamál
A fundi í stjórn Ferðamálasam-
taka Snæfellsness fyrir skömmu var
efdrfarandi ályktun um vega- og
fjarskiptamál samþykkt: „Stjórn
Ferðamálasamtaka Snæfellsness
fagnar þeim samgöngubótum sem
hafa orðið á Snæfellsnesi á liðnum
árum og hvetur til þess að hugað
verði að áffamhaldandi uppbygg-
ingu vega. Þar má telja fram-
kvæmdir á Útnesvegi, uppbyggðan
veg með bundnu slitlagi um Fróð-
árheiði og uppbyggingu vegar um
Skógarströnd. Þessar ffamkvæmd-
ir eru hagsmtmamál allra Snæfell-
inga og hafa jákvæð áhrif á ferða-
þjónustu á öllu Snæfellsnesi en ekki
aðeins hagsmunamál þeirrar
byggðar sem er næst ffamkvæmd-
unum. Stjórn Ferðamálasamtaka
Snæfellsnes fagnar einnig fyrirhug-
uðum bótum á fjarskiptasambandi
og Internettenginum á öllu svæð-
inu samkvæmt nýrri fjarskiptaáætl-
un og bendir á að þessar úrbætur er
allri ferðaþjónustu á svæðinu nauð-
synlegar og mjög mikilvægar."
MM
framleiðslu og höfum við fulla trú
á að markaður sé fyrir svona
skip,“segir Sævar.
Meðeigandi Sævars, Sigurjón
Jónsson segist lengi hafa haft þessa
hugmynd en undirbúningur að
byggingu skipsins hefur staðið yfir
í um þrjú ár. Sigurjón, sem sjálfur
á skútu, mun fjármagna þetta að
mestu sjálfur en áætlar að kostnað-
ur við smíðina verði á bilinu 70 -
100 milljónir króna. Skipið, sem er
byggt úr Mahony og Iroko, var
límt saman með einu tonni af
Epoxy og voru notaðar 250 þving-
ur við smíðina en þær þurfti að
losa og herða á hverjum degi í 4
mánuði meðan smíði grindarinnar
í bátinn stóð. „Eg er sannfærður
Sigurjón Jónsson annar eigandi Skipavtkur er hér að reka kjölbolta í skipið.