Skessuhorn - 22.02.2006, Blaðsíða 20
20
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRUAR 2006
MINNING
Minning:
Skúli O
Kristjónsson
Kíeri Skúli; mig langaði tdl
þess að þakka þér fyrir ógleym-
anlegar samverustundir með
ykkur Rósu í yfir 40 ár.
Eg man það eins og það hefði
gerst í dag, þegar þú komst ríð-
andi heim í Ferjukot í byrjun
júní á þínum glæstu gæðingum
og ég 12 ára stelpan horfði með
aðdáunaraugum á hestana þína
og hugsaði með mér að svona
hesta ætlaði ég að eignast. Þú
snaraðir þér af baki og spurðir
hvort að foreldrar mínir værum
heima, baðst mig um að halda í
taumana á meðan þú færir inn
og talaðir við foreldra mína um
hvort að ég gæti ekki hleypt
fyrir þig honum Tilbera á Faxa-
borg í júlí. Þú komst út eftir
skamma stund með pabba og
mömmu og sagðir að þau hefðu
samþykkt það og þvílík stund!
Allt líf mitt breyttist á þeim
degi sem þú tókst mig með þér
inn í draumaheim kappreið-
anna. Næstu árin fór ég með
þér vítt og breitt um landið á
kappreiðar oftast ríðandi hvort
sem var vestur í Dali, suður til
Reykjavíkur eða í Kjósina. Þú
kynntir mig fyrir öllum vinum
þínum og tóku þeir mér eins og
ég væri þín eigin dóttir með
vinsemd og gestristni og hafa
þeir verið vinir mínir síðan.
Þú kenndir mér að meta
kveðskap, einkum Steins Stein-
arrs sem var í miklu uppáhaldi
hjá þér, ég held þú hafir kunn-
að öll hans ljóð utanbókar. Þú
varst hafsjór af fróðleik um ör-
nefni, þekktir öll fjöll og dali.
Það var ógleymanlegt að fara
með þér inn á Langavatnsdal
þar sem þú þekktir hverja þúfu,
þú varst óspar að miðla til mín.
Þú varst góður bóndi og
skepnuhirðir, sagðir alltaf að
maður ætti að fóðra búfé sitt
svo sómi væri að ef maður ætl-
aði að ná árangri. Þú vast
brennandi félagsmálamaður og
Faxi var þitt uppáhaldsfélag og
vildir veg þess allan sem mest-
an. Þú smitaðir mig af félags-
málaáhuga og hvattir mig alltaf
eindregið að láta ljós mitt skína
í félagsmálum og studdir mig
ætíð eftir að ég fór sjálf að
starfa á þeirri braut. Þú varst
óspar að láta skoðanir þínar í
ljósi þegar ég leitaði til þín þeg-
ar taka þurfti stórar ákvarðanir.
Ekki get ég fullþakkað þér og
Rósu fyrir allan þann stuðning
sem þið sýnduð mér og fjöl-
skyldu minni eftir að Þorsteinn
féll frá síðastliðið haust. Ekki
eru margir dagar síðan þú
komst og færðir mér fullan
vagn af rúllum.
En ég veit að nú líður þér vel
Skúli minn, hann Móri þinn
hefur beðið eftir þér og hann
svífur með þig á hinu fasmikla
tölti yfir móðuna miklu. Rósu,
börnum og fjölskyldum þeirra
votta ég innilega samúð mína.
Guðnin Fjeldsted
Sesselja Pálsdóttir.
Sesselja er vissulega
afrekskona í Hólminum
Stykkishólmspósturinn stóð fyrir
vali á Hólmara ársins 2005 nú á
dögunum, en það var Sesselja Páls-
dóttir sem hlaut viðurkenninguna
að þessu sinni. Blaðamaður Skessu-
homs leit við í kaffi til hennar í lið-
inni viku til að forvitnast nánar um
starf hennar í þágu bæjarbúa. Eins
og ffam hefur komið í Skessuhorni
hefur hún meðal annars aflað fjár
fyrir vefmyndavél sem hefur það
hlutverk að sýna veðurfar í Stykkis-
hólmi á hverju augnabliki. „Núna
eru 160 ár síðan Arni Thorlacius
hóf veðurathuganir hér og er
Stykkishólmur því elsta veðurat-
hugunarstöð landsins. Arni var
framsýnn maður og þessi myndavél
er ekkert annað en ffamsýni og
þannig getum við vottað honum
virðingu okkar.“segir Sesselja. Hún
segir jafnframt að Snæfellsnes sé
stórt svæði og því ekki raunhæff að
halda því fram að veður sé það sama
á öllu nesinu. „Það er óraunhæft
þegar veðurfréttamenn segja að það
verði skýjað fyrir vestan. Oft er
veður betra hér en annarsstaðar og
sólin hefur glatt okkur bæjarbúa á
meðan það rignir t.d. í Grandar-
firði. Því fannst mér þetta sniðug
hugmynd að setja upp myndavél
þar sem fólk gæti séð hvernig viðr-
ar hverju sinni með því að fara inn
á netið.“
En Sesselja hefur gefið til ýmissa
annarra góðra verka: „Hljóðtækin
tvö sem ég safnaði fyrir og fóru í
grunnskólann voru hugsuð bæði
fyrir börnin, svo þau heyrðu betur,
sem og kennarana sem eiga það til
að missa röddina til þess eins að ná
athygli barnanna. Ég stefni að því
að afhenda þriðja tækið núna í
haust og mun það fylgja alfarið ein-
um sérstökum bekk með heyrna-
skermm nemanda. Eg er handviss
um að þessi tæki verði orðinn stað-
albúnaður í skólum eftir nokkur
ár.“
Aðspurð um framhaldið segist
hún hafa heilan helling af hug-
myndum en vill ekki segja ffá þeim
að svo stöddu. „Ég ætla hinsvegar
að leggja nokkra vinnu í dvalar-
heimilið. Það er hugmyndin að
færa þeim að minnsta kosti eitt
hljóðtæki og svo langar mig að sjá
hvort áhugi sé fyrir dagsljósalömp-
um sem hafa gert mörgum gott í
skammdeginu," segir Sesselja.
Fær stuðning bæjarbúa
Sesselja segir bæjarbúa taka vel á
móti sér þegar hún er í söfnunar-
átaki og þurfi ekki endilega að selja
neinn varning til að fólk styrki góð
málefhi. „Ég tel mig hafa góð áhrif
á fólk og vonandi get ég smitað
mínu jákvæða hugarfari til sem
flestra. Ég þoli nefhilega ekki að
heyra kvart og kvein og neikvætt tal
um það sem betnr má fara og það
vill oft gleymast hvað við getum
sjálf gert með góðri samstöðu. Við
erum mjög vel sett og heppin með
margt hérna í Stykkishólmi, t.d eig-
um við nýlegan skóla, íþróttahús,
sundlaug og margt fleira. Einnig
hefur Kvenfélagið, sem ég er með-
limur í, unnið frábært starf og gert
mikið fyrir bæinn.“
Aðspurð hvort kosningin hafi
komið sér á óvart, segir hún: ,Já,
tvímælalaust. Þetta kom mér í opna
skjöldu. Ég er ekki að þessu til að fá
einhverja viðurkenningu, mig lang-
ar bara að láta gott af mér leiða,“
segir Sesselja og brosir. „Ég er
langt frá því að vera hætt en ég sé
svolítið eftir því að hafa ekki byrjað
fyrr,“ segir hún að lokum.
Ungir Vinstri grænir á Vesturlandi
Frá stofnfundinum á Mótel Venusi. Þar mœtti m.a. Jón Bjamason, þingmaSur VG.
Hópur ungra Vinstri grænna var
á ferð um Vesturland í síðustu viku
og heimsótti m.a. Fjölbrautaskól-
ann á Akranesi, Landbúnaðarhá-
skólann á Hvanneyri og Fram-
haldsskólann í Grundarfirði. Ung-
liðarnir fengu góða leiðsögn og
kynningu á starfsemi skólanna.
Skólinn á Akranesi hefur mikla
þýðingu sem stærsti framhaldsskól-
inn á svæðinu og mikilvægt að þar
sé fjölbreytt námsframboð, ekki síst
á sviði verkmennta. Ahugavert var
að koma í nýja ffamhaldsskólann í
Grundarfirði þar sem hönnun skól-
ans og námsaðferðir eru með held-
ur óhefðbundnu sniði. Sú gríðar-
lega aðsókn sem verið hefur að
skólanum sýnir hversu mikilvæg
stofnun hans hefur reynst fyrir
byggðarlagið. Einnig var gaman að
sjá alla þá uppbyggingu sem hefur
átt sér stað á Hvanneyri á síðustu
árum og heilsa upp á ánægða nem-
endur.
Um kvöldið var haldinn stofn-
fundur Ungra Vinstri Grænna á
Vesturlandi á Mótel Venus í Borg-
arfirði. Fundurinn var vel sóttur og
umræður líflegar eins og vera ber.
Stjórnina skipa: Asmundur Einar
Daðason formaður, Jón Orvar
Jónsson gjaldkeri, Þórhildur Halla
Jónsdóttir ritari og meðstjómendur
eru Einar A Friðgeirsson og Katrín
Lilja Jónsdóttir. Varamenn eru
Þóra Bjartmarsdóttir og Finnbogi
Vikar Guðmundsson. Gestir fund-
arins voru alþingismennimir Jón
Bjarnason og Hlynur Hallsson.
Ályktanir fundarins eru svohljóð-
andi:
Jafhrétti til
náms óháð búsetu
Ungir Vinstri grænir á Vestur-
landi leggja áherslu á jafnrétti til
náms óháð búsetu og fjárhag.
Alögur á nemendur í formi skóla-
gjalda, innritunargjalda og efnis-
kostnaðar eru mörgum ofviða. All-
ir ættu að geta sótt framhalds-
menntun í sinni heimabyggð án
þess að flytja búferlum með mikl-
um tilkostnaði eða ferðast langar
vegalengdir. Auk þess hvetur fund-
urinn til átaks í eflingu starfs-
menntunar í framhaldsskólum
landsins.
Fjölbreytt atvinnulíf í
stað einhæfðrar stóriðju
Við krefjumst þess að ríkisstjórn
Islands komi fram með raunhæfa
stefnu í byggðamálum þar sem
lögð er áhersla á að tryggja fjöl-
breytt atvinnulíf í stað einhæfðrar
stóriðjustefnu. Ruðningsáhrif af
núverandi stóriðjuframkvæmdum
hafa bitnað harkalega á atvinnulífi
og búsetuskilyrðum víða um land
og eiga aðilar í útflutningsgreinum
og ferðaþjónustu erfitt uppdráttar
af þeim sökum. Fundurinn lýsir
þungum áhyggjum af yfirlýstri
stefnu ríkisstjórnarinnar um að
halda áfram á þessari braut og
krefst þess að hætt verði við frekari
álversframkvæmdir og vatnsafls-
virkjanir sem byggja á uppistöðu-
lónum með tilheyrandi óaftur-
kræfum umhverfisspjöllum. I stað
þeirra skuli stuðla að frekari rann-
sóknum og þróun á sviði jarðhita-
tækni og djúpborunum, með það
að sjónarmiði að Island verði leið-
andi í vistvænni, sjálfbærri orkuöfl-
un heima fyrir og erlendis.
Viðurkennum rétt
Palestínsku þjóðarinnar.
Við skorum á ríkisstjórn Islands
að viðurkenna nýkjörna stjórn
Palestínu og vinna að því að
palestínska þjóðin fái fullan rétt
yfir eigin landi. Virða ber lýðræð-
islega ákvörðun palestínsku þjóð-
arinnar í síðasdiðnum þingkosn-
ingum, að sniðganga þær niður-
stöður verður aðeins til að stuðla
að ffekara ósætti og ófriði. Fund-
urinn hvetur Alþingi og ríkisstjórn
til beita sér fyrir á alþjóðavett-
vangi, að þau landamæri milli Isra-
els og Palestínu sem Sameinuðu
þjóðirnar kváðu á um á sínum tíma
verði viðurkennd í reynd og Isra-
elsmenn hverfi frá ólöglegum
landtökubyggðum.
Laufey Erla Jónsdóttir