Skessuhorn


Skessuhorn - 29.03.2006, Page 2

Skessuhorn - 29.03.2006, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006 ^kUsvnuhi! Borgnes- ingar f)öl- menna til Keflavíkur Borgnesingar og nágrannar æda að fjölmenna til Keflavíkur á fimmtudaginn til þess að hvetja leikmenn Skallagríms í þriðju viðureign þeirra við lið Keflavíkur í undanúrslitum Is- landsmótsins í körfuknattleik. Rútuferð verður á leikinn og verður lagt af stað frá íþrótta- miðstöðinni kl. 17. Leikurinn hefst í Keflavík kl. 20. Fjórða viðureign félaganna verður síð- an í Borgarnesi mánudagskvöld- ið 3. apríl og hefst sá leikur kl. 20. Sjónvarpað verður beint ffá þeim leik á sjónvarpsstöðinni Sýn. Nánar má lesa um viður- eign félaganna á bls. 23. m Til minnis Landbúnaðarháskólinn verður með opinn dag í kennslu- og rannsóknarfjárhúsunum að Hesti á laugardaginn. Þar verða kynnt rannsóknarverk- efni LBHÍ í sauðfjárrækt ásamt því að lambhrútar sem eru í af- kvæmarannskókn verða kynnt- ir með nýstárlegum hætti. Veðtyrhorfar Á næstu dögum er gert ráð fyr- ir norðaustlægum áttum, nokkuð hvössu á fimmtudag en heldur hægari vindi á föstu- dag og fram yfir helgi. Útlit er fyrir bjart veður um landið suð- og vestanvert. Hitastig verður um frostmark á fimmtudag og föstudag en fer kólnandi um helgina. Spivrrtiru} viKifnnar í síðustu viku spurðum við inn á Skessuhorn.is. „Ætti að launa sveitarstjórnarstörf betur og laða þannig fleiri í pólitík?" Rúmur helmingur þeirra sem svöruðu, eða um 53% voru sammála um að það þyrfti tví- mælalaust að launa störfin bet- ur og 12% sögðu að líklega væri þörf á því. 7% sögðust ekki vita það, 6% sögðu; nei, líklega ekki en 22% voru al- gjörlega mótfallin því að launa betur sveitarstjórnarstörf. í næstu viku spyrjum við: „Ertu ánœgð/ur með ríkisstjórn íslands?" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlendirujnr vtK^nnar Að þessu sinni er hópur fólks valinn Vestlendingar vikunnar, þ.e. allir félagsmenn Verkalýðs- félags Borgarness. í stað kostn- aðarsamra veisluhalda í tilefni 75 ára afmælis félagsins ákváðu félagar að færa samfé- lagi sínu rausnarlega peninga- gjöf með 5 milljóna króna skil- yrtu stofnframlagi til stækkun- ar Dvalarheimilis aldraðra. Ibúar við Vesturgötu óska lokunar Laugafisks Bæjarráð Akraness hefur vísað til heilbrigðisnefndar ósk íbúa við Vesturgötu um að starfsleyfi Laugafisks verði afturkaliað. Starfs- leyfið sem nú er í gildi rennur út í apríl 2007. Forsaga málsins er sú að um nokkurra ára skeið hefur fyrir- tækið Laugafiskur rekið fiskþurrk- rm á Akranesi. Fiskþurrkun fylgir ólykt sem seint verður talin efrir- sóknarverð í návígi. Hafa nágrann- ar fyrirtækisins á Akranesi lengi kvartað undan ólyktinni og hafa málefni þess oft komið til kasta bæjaryfirvalda og heilbrigðisnefhd- ar Vesturlands. I bréfi því sem íbúar \dð Vestur- göm sendu á dögunum til Guð- mundar Páls Jónssonar bæjarstjóra kemur ffam að undanfarið hafi ver- ið í gangi tilraunaverkefni til að fullreyna tæknibúnað „sem átti að ráða bót á lyktarvandamálum sam- fara vinnslunni," segir í bréfinu og einnig segir að nú sé liðinn sá tími sem heilbrigðisefrirlitið gaf til verk- efnisins. Þá segir að á íbúafundi sem hald- inn var í sumarbyrjun 2005 hafi eigendur og hluthafar ásamt full- trúa verkalýðsfélagsins óskað efrir vinnuffiði til að ljúka þessu verk- efni. Þá segir orðrétt í bréfinu: „It- rekað allt síðastliðið sumar og í all- an vetur hefur orðið vart við lyktar- mengun ffá fyrirtækinu þegar vind- átt hefur staðið af því og á það við bæði húsin við Breiðargötu og Vesturgötu. Þegar reynt hefur ver- ið að koma þeim kvörtunum til heilbrigðisfúlltrúa, sem oftast hefur verið utan hefðbundins skrifstofu- tíma þegar við íbúarnir erum heimavið, hafa svörin verið að ekki sé hægt að bregðast við nema á skrifstofutíma nema líf liggi við. Vill heilbrigðisefrirlitið meina að það sé í verkahring lögreglu að taka við kvörtunum sem þessum“. Ibúarnir segjast hafa gengið þrautagörigu í þessu máli og óska því hér með eftir að starfsleyfi fyr- irtækisins verði ekki ffamlengt þeg- ar það rennur út í apríl 2007 og að fyrirtækinu verði tilkynnt um það nú þegar „þar sem við teljum full- reynt að engin breyting hafi orðið á þessum reynslutíma.“ HJ Frumkvöðlar tilnefiidir Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi hafa auglýst efrir tilnefning- um ffá almenningi um einstaklinga sem eru þess verðir að hljóta sæmd- arheitið Frumkvöðull ársins 2005 á Vesturlandi. Þessi aðili þarf að hafa skarað framúr í þróun vöru, þjón- ustu eða viðburða í landshlutanum. Dugnaður og ffumkvæði eru mikil- vægir eiginleikar í fólki og nauð- synlegir öllum samfélögum til vaxt- ar og viðhalds þeirra og geta jaftivel skipt sköpum um hversu lífvænlegt er að búa í smáum samfélögum á landsbyggðinni. Sérstök dómnefrid mun velja úr innsendum tilnefningum og til- kynna niðurstöðu úr því vali á frumkvöðla- og nýsköpunardegi sem haldinn verður í aprílmánuði. Dómnefnd mun einkum horfa til nýjabruns á svæðinu svo sem í framkvæmdum, atvinnulífi eða fé- lagslífi. Þá er horft til framfara fyr- ir viðkomandi svæði eða landshlut- ann í heild og loks er áræði og fyr- irhyggja metið sem mikilvægur eig- inleiki til að góð hugmynd geti orð- ið að veruleika. Tilnefningar þurfa að berast dómnefrid SSV fyrir 10. apríl nk. annaðhvort á netfangið frumkvodull2005@ssv.is eða með almennum pósti merkt SSV, Bjarn- arbraut 8, 310 Borgarnesi. MM Guðmundur Páll í efsta sæti lista Framsóknarflokksins Guðmimdur Pálljónsson, bæjarstjóri leiðir áfram lista framsóknarmanna. Guðmundur Páll Jónsson, bæjar- stjóri verður í efsta sæti ffamboðs- lista Framsóknarflokksins við bæj- arstjómarkosningarnar á Akranesi þann 27. maí. Sameiginlegur fund- ur Framsóknarfélags Akraness og Félags ungra ffamóknarmanna á Akranesi samþykkti framboðslist- ann á fundi í kvöld. Listinn í heild verður þannig skipaður: 1. Guðmundur Páll Jónsson, bæjar- stjóri 2. Magnús Guðmundsson, forstjóri 3. Guðni Tryggvason, verslunar- maður 4. Dagný Jónsdóttir, verkefnisstjóri starfsmannamála 5. Helgi Pe'tur Magnússon, nemi 6. Inga Osk Jónsdóttir, viðskipta- fræðingur 7. Stefán Bjarki Ólafsson, ofiigæslu- maður 8. Margrét Þóra Jónsdóttir, leik- skólakennari 9. Þórunn Matthíasdóttir, ráðgjafi 10. Valdimar Þorvaldsson, forstöðu- maður 11. Bjarki Þór Aðalsteinsson, nemi 12. Hörður Þorsteinn Benónýsson, jramkvæmdastjóri 13. Jóhanna H. Hallsdóttir, fjár- málastjóri 14. Kjartan Kjartansson, rekstrar- fræðingur 15. Eydís Líndal Finnbogadóttir, for- stöðumaður 16. Vilhelm Jónsson, verkamaður 17. Þorsteinn Ragnarsson, fyrrver- andi verkstjóri 18. Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrver- andi ráðherra Hagnaður af rekstri Jeratúns ehf. Rekstrarhagnaður Jeratúns ehf., einkafyrirtækis í eigu Grundar- fjarðarbæjar, Helgafellssveitar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæj- ar, nam tæpum 7,3 milljónum króna á síðasta ári. I tilkynningu ffá fyrirtækinu til Kauphallar Islands segir að hlutverk félagsins sé bygg- ing og rekstur skólahúsnæðis Fjöl- brautaskóla Snæfellinga í Gmndar- firði. Flokkast starfsemi félagsins því undir að vera á vettvangi sveit- arfélaga. Lántaka félagsins er vegna fjármögnunar framkvæmda við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Gmndarfirði. Sveitarfélögin ásamt ríkinu greiða húsaleigu sem á að standa undir afborgunum og vöxt- um af lánum. í lok ársins námu eft- irstöðvar lána 442,2 milljónum króna og vom eftirstöðvar í skilum. Sveitarfélögin bera hlutfallslega ábyrgð á greiðslu lánanna, að því er fram kemur í tilkynningunni. Framkvæmdastjóri Jeratúns ehf. er Björg Agústsdóttir bæjarstjóri í Grundarfirði. HJ Eldur í fjölbýlishúsi BORGARNES: Eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Arnarklett í Borgarnesi rétt fyrir kl. 16 í gær. Rúmgafl brann og tókst slökkvi- liði að slökkva eldinn, en reyk- og sótskemmdir urðu allnokkrar á íbúðinni. Kona með tvö ung böm var heima þegar eldurinn kom upp og ákvað að hringja í slökkvilið þegar hún sá að henni myndi ekki takast að slökkva eld- inn. -mm Viðræður um stækkun BORGARGYGGÐ: Bæjarráð Borgarbyggðar hefur óskað eftir fúndi með heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra vegna fyrirhug- aðrar stækkunar Dvalarheimihs aldraðra í Borgamesi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns hefur stækkun heimilisins verið til umræðu að undanfömu og á dögunum gaf Verkalýðsfélag Borgamess fimm milljónir króna sem ætlaðar em til endurbóta eða stækkunar heimilisins. Málið virðist því komið á þokkalegan rekspöl. -hj Haldlögðu dóp AKRANES: Lögreglan á Akra- nesi handtók á föstudag mann sem granaður var um vörslu fikniefna. A honum fundust 15 grömm af amfetamíni. I kjölfarið var gerð húsleit heima hjá hon- um og fundust þar 8 grömm af amfetamíni til viðbótar. Þar vora tveir menn handteknir. Málið telst upplýst og mönnunum hef- ur verið sleppt. Við aðgerðimar naut lögreglan aðstoðar fíkni- efriahunds frá lögreglunni í Borgarnesi. Þá stöðvaði lögregl- an á Akranesi mann við efrirlit um miðnætti á laugardagskvöld- ið. Við leit á honum fundust kannabisefni í litlum mæh. Var manninum sleppt að lokinni yfir- heyTslu þar sem hann játaði að eiga eftiin og hefði ætlað þau til eigin nota. -mm UMSB annast héraðshátíðina BORGARFJÖRÐUR: Að til- lögu menningarmálanefndar Borgarbyggðar var samþykkt af sveitarfélögunum sem staðið hafa að Borgfirðingahátíð undanfarin ár að bjóða Ungmennasambandi Borgarfjarðar undirbúning og framkvæmd hátíðarhaldanna í sumar. Borgarbyggð annaðist framkvæmdina árin 2002 - 2004, en sumarið 2005 var hátíðin í höndum Heimamanna sf. en fyr- irtækið óskaði ekki eftir að end- urtaka leikinn vegna anna á öðr- um sviðum, þrátt fyrir að vel hafi tekist til í fyrrasumar. A sam- bandsþingi UMSB um liðna helgi var kynnt að UMSB hefði tekið ffamkvæmd hátíðarinnar í fóstur með styrk ffá sveitarfélög- unum. -mm Skólastjórí í námsleyfi SNÆFELLSBÆR: Skólanefrid Snæfellsbæjar hefrir samþykkt að auglýsa laust starf skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar. Starf- ið er þó aðeins laust tímabundið því núverandi skólastjóri, Sveinn Þór Ehnbergsson hefur fengið námsleyfi. -hj

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.