Skessuhorn - 29.03.2006, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006
^&C9suiiu>Li
Fjölmennur fræðslufundur
um heilabilun
Fjölmenni sótti
fræðslufund sem
Lionshreyfingin á
Islandi og Lions-
klúbbur Akraness
héldu á Akranesi á
mánudagskvöld-
ið. A fundinum
flutti Jón Snædal
öldrunarlæknir
erindi sem hann
nefndi „þegar
minnið brestur,
sjúkdómar sem
valda minnistapi"
og Hanna Lára
Steinsson félags-
ráðgjafi ræddi um
þá þjónustu sem í boði væri fyrir
heilabilað fólk og aðstandendur
þeirra. Auk þeirra svaraði Sigrún
Gísladóttir öldrunarfulltrúi Akra-
neskaupstaðar fyrirspurnum fund-
armanna. Fundarstjóri var Jósep
Þorgeirsson formaður Lionsklúbbs
Akraness.
Valdimar Þorvaldsson umdæmis-
stjóri Lions sagði fundinn hafa tek-
ist vel og mörgum spurningum um
þessi mál hafi verið svarað. Hami
taldi fundarsóknina sína að full þörf
hefði verið á fræðslu um málið.
HJ
Kórinn ai þenja raddböndin undir stjóm Tsuzsönnu.
Miðsvetrartónleikar
Samkórs Mýramanna
Arlegir miðsvetrartónleikar Sam-
kórs Mýramanna voru haldnir sl.
sunnudag í Borgarneskirkju.
Stjórnandi og undirleikari var
Zsuzsanna Budai. Aðalgestur á tón-
leikunun var Valgeir Guðjónsson
en í upphafi tónleikanna lék Ella
Vala Axmannsdóttir á franskt horn.
Þórólfur Sveinson var kynnir
kvöldsins. Þakkaði hann Zsuzsönnu
fyrir hið ffábæra starf sem hún er
að vinna fyrir tónlistalífið í Borgar-
firði. En hún er nú bæði stjórnandi
og undirleikari, raddþjálfari og
gleðigjafi kórsins, en hún er nýlega
byrjuð að stjórna kórnum auk þess
sem hún stjórnar þremur öðrum
kórum. Eftir hlé tók Valgeir við og
flutti nokkur lög með kynningum
við góðar undirtektir gesta.
A næstunni ætlar Samkórinn að
halda tónleika norðanlands en vetr-
ardagskrá kórsins lýkur með Vorhá-
tíð sem löngu er alþekkt í héraðinu
og víðar þar sem alltaf er tekið á
móti gestakór, sungið saman, dans-
að og boðið upp á hressingu. ES
FVA með gesti frá
Frakklandi
Þann 18. mars sl. komu þrír nem-
endur og þrír kennarar frá verk-
námsskóla í Nice í Frakklandi í
námsferð til Islands en heimsóknin
er hluti af samstarfi skólans við
Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi. Erlendu nemendurnir eru að
ljúka námi í orkumálafræðum og
ætla að dvelja hér í 3 vikur og vinna
rannsóknarverkefni um endurnýt-
anlega orku hér á landi. Orkuveita
Reykjavíkur á Akranesi bauð þeim í
nokkurs konar starfsþjálfun en
einnig var farið. með hópinn á
Nesjavelli til að skoða raforkufram-
leiðslu með jarðvarma. Þá fór Giss-
ur Agústsson, forstjóri OR á Akra-
nesi með þau í kynningarferð um
kaldavatnsbúskap Reykvíkinga við
Gvendarbrunn. Að sögn Kristjáns
E. Guðmundssonar, sem stjórnar
erlendum samskiptum FVA, þóttir
þeim þetta afar fróðlegt og athyglis-
vert og segir að hópurinn muni
jafhframt kynna sér tilraunir Islend-
inga með vetni ásamt raforku- og
gasffamleiðslu þjóðarinnar.
Þá fóru fjórir nemendur í raf-
virkjun við FVA í þriggja vikna
starfsþjálfun í Frakklandi og
Mónakó hjá fyrirtækjum í rafiðna-
greinum en þeir eru nýkomnir
heim og afar ánægðir með ferðina.
Þessi nemendaskipti eru kostuð af
Leonardo, starfsmenntaáætlun
Evrópusambandsins en áætlunin
styrkir kynningarferðir kennara og
styttri námsferðir nemenda í verk-
námi. Atli Harðason, aðstoðaskóla-
meistari FVA segir að skólinn hafi
undanfarin ár nýtt sér þennan
möguleika á nemendaskiptum með
góðum árangri og segir að samstarf
af þessum toga sé afar mikilvægt
fyrir bæði skólann og nemendur
hans. KÓÓ
Að sjálfsögðu eru Skagamenn bestir.
Arrisulir knattspymu-
menn á Svalamóti
Það er ekki tekið út með sældinni
að verða góður knattspyrnumaður.
Því fengu upprennandi knatt-
spyrnustjörnur 7. flokks IA að
kynnast á laugardaginn var þegar
keppni fór fram á Svalamóti 7.
flokks í Reykjaneshöllinni í Kefla-
vík. Mótið hófst kl. 8.30 og því var
lagt af stað ffá Akranesi kl. 6.45.
Má því ætla að knattspyrnumenn-
imir ungu hafa þurft að vakna fyrir
klukkan 6 þennan hrollkalda laug-
ardagsmorgun. Það vora því syfju-
legir en spenntir ungir menn sem
héldu áleiðis til Suðurnesja með
foreldrum sínum.
A Svalamótinu kepptu lið af Suð-
vesturhorni landsins og fór keppn-
in fram í fjórum deildum. Lið IA
keppti í þremur deildanna. Það var
því mikið fjölmenni leikmanna og
foreldra þeirra sem saman var
komið í Reykjaneshöllinni. Leikið
var samtímis á fjórum völlum í
þessari glæsilegu höll. Glöggir
Skagamenn töldu að knattspyrnu-
hús það sem í byggingu er á Akra-
nesi yrði stærra en Reykjaneshöllin.
Sem von er fóru margir
skemmtilegir og spennandi leikir
ffam í mótinu og náðu leikmenn IA
góðum árangri en að sjálfsögðu má
alltaf gera betur. Mótinu lauk um
klukkan 13 með pizzaveislu. HJ
Nýtt frumvarp til laga um landmælingar
Sigríður Anna Þórðardóttir, um-
hverfisráðherra lagði fyrr í vikunni
fram á Alþingi ffumvarp til laga um
landmælingar og grunnkortagerð. I
fyrstu grein ffumvarpsins segir að
tilgangur laganna sé að tryggja að
ávallt séu til staðffæðilegar og land-
ffæðilegar grunnupplýsingar um Is-
land. Þá segir í ffumvarpinu að
Landmælingar Islands séu ríkis-
stofnun undir yfirstjóm umhverfis-
ráðherra og aðsetur stofnunarinnar
sé á Akranesi. Forstjóri Landmæl-
inga Islands segir að í raun hafi
starfsemi stofnunarinnar þegar ver-
ið breytt í samræmi við það sem
stefnt er að samkvæmt frumvarp-
inu.
I athugasemdum með frumvarp-
inu segir að þótt lög um landmæl-
ingar og kortagerð séu ekki gömul
þá hafi mikil þróim verið á sviði
landupplýsinga á undanförnum
árum. Einnig hafi starfsemi einka-
aðila á því sviði vaxið mikið og á
undanförnum árum hafi komið til
árekstra á milli einkafyrirtækja og
Landmælinga Islands, sem hafi leitt
til málareksturs fyrir samkeppnisyf-
irvöldum. Einnig hafi starfsemi
stofnunarinnar byggst upp á nýtt
eftir flutning til Akraness. Allt þetta
hafi kallað á endurskoðun á því
lagaumhverfi sem stofhunin starfar
í og á betri skilgreiningu á því hvert
hlutverk hins opinbera á sviði land-
mælinga og kortagerðar eigi að
vera.
Þá segir einnig að tækni á sviði
landupplýsinga hafi tekið miklum
ffamförum á undanförnum áram
og arðsemismöguleikar hafi skapast
á sumum sviðum landupplýsinga og
kortagerðar, sem hafi leitt til auk-
innar sóknar einkafyrirtækja inn á
þennan markað. A sama tíma hafi
ríkisvaldið verið að draga sig úr
margs konar framleiðslu og þjón-
ustustarfsemi. Fyrir skömmu hafi
stór hluti starfsemi Landmælinga
íslands verið talinn óarðbær og
utan markaðar. Þetta hafi breyst.
Einkafyrirtæki hafi aukna burði til
að vinna verk sem Landmælingar
Islands sátu einar að áður og til að
framleiða nýjar lausnir og vörur á
sviði landupplýsinga. Þessi þróun
kalli á betri skilgreiningu á verkefh-
um hins opinbera og að skýr lína
verði dregin á milli starfsemi ríkis-
ins og einkaaðila.
I lögunum er ákvæði til bráða-
birgða þess efnis að fyrir 1. janúar
2007 skuli bjóða út lager prentaðra
korta og geisladiska Landmælinga
Islands og réttindi honum tengd.
Ekki ráðið í störf sem
losnuðu
Magnús Guðmundsson forstjóri
Landmælinga Islands segir að með
frumvarpinu sé verið að skerpa á
stöðu stofhunarinnar og hlutverki
hennar. Hann segir það hafa verið
tímabært enda sé frumvarpið í anda
niðurstöðu nefndar sem skipuð var
á sínum tíma þar sem hann sem for-
stjóri stofnunarinnar hafi átt sæti.
Magnús segir frumvarpið hafi þeg-
ar haft þau áhrif á starfsmannahald
að ekki hafi verið ráðið í nokkur
störf sem losnuðu. Því hefur störf-
um hjá stofnuninni fækkað úr 34
stöðugildum í um 30 stöðugildi á
einu ári.
Magnús segir að í raun hafi und-
irbúningur vegna gildistöku frum-
varpsins staðið yfir í nokkurn tíma í
samstarfi við umhverfisráðuneytið
og meðal annars hafi skipulagi
stofnunarinnar verið breytt í takt
við það frumvarp sem nú hefur ver-
ið lagt frarn. „Sú breyting, sem tók
gildi 1. maí 2005, er ekki síst til ein-
földunar og til að auka skilvirkni
starfseminnar. Nýja skipulagið, eins
og nýja frumvarpið, miðar að því að
starfsemin snúist meira um grunn-
verkefni á sviði landmælinga og
landupplýsinga, staðlamál og rann-
sóknir og einnig er reiknað með að
stofnunin vinni í auknum mæli með
einkafyrirtækjum. Stærsta breyting-
in og sú sem almenningur mun lík-
lega sjá fyrst er að Landmælingar
Islands mtmu að mestu hætta að
gefa út prentuð kort en í stað þess
bjóða út kortalager og réttindi til
útgáfu kortanna.“
Magnús sagði mörg spennandi
verkefni framundan hjá starfs-
mönnum stofnunarinnar þar sem
vefurinn og upplýsingatækni kemur
við sögu. Nefhdi hann sem dæmi að
nú sé unnið að því með fulltrúum
Neyðarlínu, Landhelgisgæslu,
Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
og Ríkislögreglustjóra að nýta staf-
ræn kort, gervitunglamyndir og
aðrar landupplýsingar stofnunar-
innar með nýjum hætti í gagna-
grunnum þessarar aðila.
HJ