Skessuhorn - 29.03.2006, Qupperneq 19
sbessuhöee
MIÐVIKUDAGUR 29. MARS 2006
19
araar og erfðafræðina. Á þessum
tíma er mjög mikið að gerast í
minkaræktinni en þá finnst mjög lít-
ið af gögnum um þessa hagnýtu eig-
inleika eins og stærð, ffjósemi, feld-
gæði og slíkt. Professorinn minn
nær samkomulagi við forsvarsmenn
norska minkaræktarsambandsins um
að stofha stöðu ráðunauts í kynbóta-
ffæðurn og bauð mér þetta verkefni.
Þetta var mjög spennandi og
skemmtilegt. Eg nálgaðist Noreg
með allt öðrum hætti en sem nem-
andi. Minkaræktin var þá búgrein
sem hafði rúm fjárráð. Við völdum
10 eða 12 bæi víðsvegar um Noreg
og settum upp gagnasöfnimaráætl-
un. Þetta var alveg nýtt verkefni.
Þetta var feiknalega skemmtilegur
tími. Þama kynntist maður norskum
bændum, engum eins og hafði hver
þeirra sinn karakter. Þarna kom
maðtir inn á heimifi þar sem miláll
metnaður ríktd. Norðmenn ákváðu
að taka inn sem byggðaverkefni loð-
dýrarækt um þetta leyti. Síðar tóku
Danir forystu í minkaræktinni. Þeg-
ar þetta var, gat ég komið heim og
fengið vinnu hjá Búnaðarsambandi
Suðurlands. Einnig var Guðmundur
Jónsson búinn að vera í sambandi
við okkur. Hjalti Gestsson var eigin-
lega örlagavaldur í okkar b'fi, hann
var þá búinn að hafa formlegt sam-
band. Það varð síðan úr að við flutt-
um heim efrir sex ár í Noregi."
Aítur á Selfoss
„Eitt af mínum fyrstu verkefrium
á Selfossi var að prófa að koma kúa-
skýrslunum inn í þetta nýja tölvu-
umhverfi. Akveðið var að gera til-
raun með þetta hjá tveimur félögum,
á Suðurlandi og í Eyjafirði. Þetta
verkefrii varð svo til þess að gerður
var samningur við Mjólkursamsöl-
una en þar var Vilhem Andersen yfir
tölvumálum hjá fýrirtækinu. Varð
hann aðalsamstarfsmaður minn við
úrvinnslu á gögnum. Þetta er nú
stuttlega rakið hér en það þyrfri að
taka þessa sögu saman við tækifæri.
Árin á Selfossi að þessu sinni urðu
tvö. Við komum frá Noregi haustið
1970 og erum hér til 1972 þegar við
förum aftur á Hvanneyri.“
Verður skólastjóri
á Hvanneyri
Magnús verður skólastjóri næst
þegar hann flyst á Hvanneyri: „Þetta
sumar lá fyrir að Guðmundur Jóns-
son ætlaði að hætta sem skólastjóri 1.
september. Skólastjórastaðan var því
auglýst um sumarið og margir sóttu
um ásamt mér. Við vorum sjö um-
sækjendurnir. Það voru ungir menn;
ég, Ólafur Dýrmundsson og Jón
Viðar Jónmvmdsson, síðan Agnar
Guðnason, Jóhannes Eiríksson,
Stefán Aðalsteinsson og Gunnar
Bjamason. Halldór E. Sigurðsson
var þá landbúnaðarráðherra,
Hvanneyringur og honum var af-
skaplega umhugað um staðinn.
Hann réði ekki aðeins skólastjóra
heldur líka yfirkennara við búvís-
indadeildina. Hann vildi efla þarm
þátt í starfsemi skólans. Ólafur Dýr-
mundsson var ráðinn í starfið og er
því fyrsti aðilinn sem ráðinn er til að
byggja ofan á háskólanámið. Við átt-
um hér ánægjulegt samstarf í nokkur
ár en Ólafrir fór svo til starfa hjá
Búnaðarfélagi Islands í Reykjavík.“
-Skólastjóraár þín á Hvanneyri
vom frá 1972 til 1984, hvemig gekk
þér að fá ffarn það sem þurftí til
ffamkvæmda og reksturs á þessum
ámm? „Þegar vinstri stjómin kemur
til valda 1971 verður Halldór E. Sig-
urðsson bæði landbúnaðarráðherra
og fjármálaráðherra og setti mikinn
kraft í ffamkvæmdir en mótdrægt
var þó hve mikil verðbólan var á
þessum ámm. Reglugerð um búnað-
amámið var endurskoðuð 1974 og
hleypti nýju lífi í skólann, aðsókn
jókst og mikið af ungu ágætu fólld
kom á staðinn. Síðan er farið að
ræða um breytingar á búnaðamám-
inu. I ríkisstjórn Geirs Hallgríms-
sonar er Halldór E landbúnaðarráð-
herra og skipar hann nefrid sem skil-
ar áliti 1977. I því neftidaráliti er í
fýrsta skipti lagt til að stoftiaður
verði Landbúnaðarháskóli á Hvann-
eyri. Það náðist hinsvegar ekki ffam
þetta landbúnaðarháskólamál þegar
lögin vom samþykkt 1978 og ein
ástæðan var sú að við áttum ekki
óskiptan stuðning ffæðimanna í
landbúnaði. Þetta vora mér mikil
vonbrigði og það tók langan tíma að
fá þessa háskólaumræðu tekna upp
aftur.“
Fer að kenna í nokkur ár
-Skil ég þig rétt að þama hafir þú
orðið fyrir þeim vonbrigðum að vera
kominn í strand með ffamgang eða
eflingu búvísindadeildarinnar? „Eg
hafði sett mér það markmið að efla
búvísindadeildina, því það skipti
ffamgang skólastarfsins afar miklu.
Já, mér fannst að mínir hnífar væm
hættir að bíta og því ákvað ég að láta
af starfi skólastjóra 1984. Það sem
svo ýtti þessum báti á flot var að Jón
Viðar Jónmundsson, sem hafði verið
aðalkennari hjá okkur í búfjárrækt í
búvísindadeild, réði sig hjá Bænda-
samtökunum. Þá losnaði staðan við
búvísindadeildina sem ég sótti um
og fékk. Eg var því kennari ffá 1984
til 1990.“
-Á þessum tíma sem þú ert kenn-
ari, hvað gerðist varðandi þróun há-
skóla og eflingu búvísindadeildar-
innar á Hvanneyri? „Það gerðist
kannski ekki mikið svona opinber-
lega, en stöðugt var þessum málum
hreyft og Sveinn Hallgrímsson sem
þá var skólastjóri, var að vinna í
þessu verkeftii með sínu fólki. En
það var engin hreyfing í háskólamál-
um og ekkert gerist fyrr en háskól-
inn verður til á Akureyri. Á þessum
árum er talsvert rætt um flutning
verkefiia út á land en á því sviði
gerðist eiginlega ekkert heldur. Það
vakti því dáhtla athygli þegar Hag-
þjónusta landbúnaðarins er stofiiuð
á Hvanneyri árið 1990, m.a. til að
taka við verkefnum búreikninga-
skrifstofunnar hjá Bændasamtökun-
um. Eg var beðinn um að koma
þeirri starfsemi af stað, þrátt fyrir að
ég væri ekki sérmenntaður á þessu
sviði. Það var miklu ffekar hugsað
sem tímabundið verkefrii, koma
þessu af stað og finna fólk til að
takast á við þessi verkefni. Við feng-
um þama gott fólk til starfa og þetta
mjakaðist áffam, hægt en öragg-
lega.“
-Hvemig gekk að fá aðstöðu fyrir
þessa stafsemi og hversu mörg störf
em þetta í dag? „Sveinn Hallgríms-
son skólastjóri á Hvanneyri tók
mjög myndarlega á þessu máli. Ut-
vegaði húsnæði og greiddi götur
okkar á margvíslegan hátt. Þetta
hefði aldrei gengið öðra vísi. I dag
era þetta 4 til 5 störf. Þessu sinnti ég
í tvö ár.“
Aftur skólastjóri
-En svo einmitt þetta ár, 1992,
gerist dálítið sjaldgæfrir hlutur: Þið-
skiptist á störfum, þú og Sveinn
Hallgrímsson, þú verður skólastjóri
affur og Sveinn tekur til við kennsl-
una á ný? „Þegar skólastjórastarfið
losnaði ákvað ég að sækja um starfið
eftir miklar vangaveltur innan fjöl-
skyldurmar og viðræður við mitt
bakland. Já, ég fékk svo starfið og
einsetti mér það strax að nú skyldi
farið að vinna að nýju við háskóla-
máhð. Ekki kannski mjög opinskátt.
Á þessum tíma opnast loksins pípan
fyrir háskólamálin. Háskólinn á Ak-
ureyri, Samvinnuskólinn breytist í
háskóla, sett var almenn löggjöf um
háskóla og fleira ýtti tmdir ff amgang
háskólaumræðunnar á Hvanneyri.
Nefrid var skipuð 1997, af Guð-
mundi Bjamasyni sem þá var land-
búnaðarráðherra, til að skoða mál-
efni búnaðarfræðslunnar. Hákon
Sigurgrímsson veitti þessari nefrid
forstöðu og hún skilaði áliti sem
kynnt var í ríkisstjóm í desember
1997. Þar var gert ráð fyrir að stofri-
uð verði ein landbúnaðarstofriun úr
Steinunn og Magnús á sínum yngri árum.
öllum stofriunum Landbúnaðar-
ráðuneytisins. Það vom náttúrulega
alhr ósáttir við þetta, enginn vildi
missa sitt og ekki varð mikið úr
þessu. Búffæðsluráð fer svo að skoða
þetta mál og skipuð er vinnuneftid
sem við voram í; ég, Jón Bjarnason
og Guðmundur Sigþórsson. Þetta
endaði með ffumvarpi vun endur-
skoðun búnaðarffæðslu á vorþingi
1999 og var það samþykkt. Land-
búnaðarháskóh var svo stofriaður á
Hvanneyri 1. júh' 1999 og tók ég þá
við því verkefni sem rektor þar til
Landbúnaðarháskóli Islands var
stofriaður í ársbyrjun 2005.“
-Á þessum tímamótum verður þú
svo prófessor við skólann og byrjar á
að fara í nám á nýjan leik? „Það vildi
svo til að við hjónin fengum bæði
starfsleyfi. Steinunn konan mín í sex
mánuði vegna bókasafrismála og ég í
eitt ár vegna minna fræða. Við
dvöldum í Danmörku og Skotlandi
þennan tíma.“
Mótfallinn innflutningi
á nýju kúakyni
-Nú ert þú Magnús sérstaklega
lærður í kynbótafræðum og þekkir
ffæðilega íslenska kúastofriin manna
best. Núna er rætt um að flytja inn
nýtt kúakyn, eftir atvikum í stað þess
íslenska, vegna krafna margra um
meiri afurðir. Hvað sýnist þér í þess-
um efnum? „I fyrsta lagi er algjör-
lega óábyrgt að tala um að flytja inn
nýjan kúastofn þannig að menn séu
háðir erlendum kynbótamarkmið-
um, það er óábyrgt að gera íslenska
mjólkurffamleiðslu háða erlendum
kynbótamarkmiðum. I öðm lagi þá
er mikilvægt að við rannsökum bet-
ur erfðasamsetningu stofnsins áður
en við ákveðum hugsanlega inn-
blöndu erfðavísa í hann. I þriðja lagi
höfum við skrifað undir alheims-
skuldbindingu um líffræðilegan fjöl-
breytileika, Ríósáttmálann um að
hver þjóð varðveiti ákveðinn líf-
fræðilegan fjölbreytileika. Islenski
kúastoftiinn er einstakur stofri, bú-
inn að vera hér í þúsund ár einangr-
aður og það kemur í ljós þegar skoð-
að er að það era engin merki um
gamlan innflutning í stofninn.
Stofriirm er algjörlega erfðaffæði-
lega hfandi og hefur erfðaffæðilegan
breytileika á við hvaða stofn sem er.
Skyldleikaræktaraukningin er ekki
hættuleg en það þarf að taka tillit til
hennar. Þá er innflutningur nýs kúa-
kyns ekki eina leiðin til að auka af-
urðir. Það má á mörgum sviðum
auka þær; bæta kynbætur vegna
meiri þekkingar í erfðaffæði og mik-
ill mtmur er á milli búa hverjar af-
tnðir era. Þar er hægt að bæta mik-
ið, bæta fóðurverkunina og minnka
óvissu í fóðuröflun almennt.“
-En hvað um kálfadauða, nú er
talið af sumum að kálfadauði sé að
eyðileggja íslensku kýrnar? „Kálfa-
dauðinn er alvarlegt mál. Orsakir
greinilega margvíslegar og vísbend-
ingar um að hann sé erfðabundinn
era mjög óskýrar. Nú er að fara af
stað viðamikil rannsókn til að afla
víðtækari þekkingar á orsökum hans
og þar er bæði kannaðir þættir erfða
og umhverfis."
Hér verður að láta staðar numið,
a.m.k. í bili í samtali við Magnús B
Jónsson um landbúnaðinn. Hann er
hafsjór af ffóðleik um menn og mál-
efrii landbúnaðarins; nægur efriivið-
ur í mörg viðtöl sem þessi og vafa-
laust heila bók. Hér hefur ekkert
verið drepið niður í umræður um
sveitarstjómarmál eða byggingar-
framkvæmdir á Hvanneyri, sýn
Magnúsar á framtíðina á Hvanneyri
eða ffamtíð héraðsins. Það bíður
seinni tíma.
ÓG
Minningarorð:
Guðrún
Bryniúlísdóttir
1904 - 2006
Guðrún Brynjúlfsdóttir er lát-
in, 102 ára að aldri. Hún var fædd
28. janúar 1904 á Kvígsstöðum í
Andakílshreppi og lést 17. mars
s.l. í Reykjavík. Foreldrar hennar
voru Brynjúlfur Jónsson og
Þómý Þórðardóttir. Systkini
Guðrúnar vom Ami f. 1898,
Ingvar f. 1901, Sigurður f. 1906
og Þóra Hólmffíður f. 1909.
Guðrún ólst upp í Norðurárdal
en fluttist 9 ára gömul til Borgar-
ness þar sem hún átti heima allt
til ársins 1932. Þar lærði hún
með annars að sauma hjá Áma
Bjamasyni klæðskera. Guðrún
var í námi við Hvítárbakkaskóla
1930-1931. Hún var síðar í söng-
námi og Iærði einnig ffamsögn
og íslensku. Guðrún var sjúkling-
ur á Landakotsspítala árin 1935-
1939 en vann efitir það að sauma-
skap og bamagæslu í heimahús-
um. Arið 1981 gaf Guðrún út
bókina Ýlustrá, sem er safin Ijóða
og sagna efttir hana. Jarðarför
Guðrúnar fór ffam ffá Fossvog-
skapellu þriðjudaginn 28. mars.
Minningarorð
Guðrún fóstra mín ólst upp á
bænumVeiðilæk í Norðurárdal þar
sem er bæði staðarfallegt og víð-
sýnt. Þar var náttúran allt um kring
og þar fundu börnin þau viðfangs-
efrii sem þurfti. Leikföng sem slík
tíðkuðust ekki. Og þó, Guðrún
sagði mér að hún hefði einhvern-
tíman eignast eitt leikfang sem hún
hélt mikið upp á. Það var lítil blá
marmarakúla, sem hafði brotnað af
einhverju. Hana varðveitti hún
alltaf.
Guðrún þurfti að berjast við
ýmsa erfiðleika um ævina. Hún
veiktist ung af berklum og þurfti að
liggja á spítala í fjögur ár. Hún
skrifaði mér í bréfi: „Eg vissi ekki
hvað þreyta var fyrr en ég fór að
verða lasin þegar ég var 24 ára, en
það var of snemmt.“ Örlögin hög-
uðu því einnig þannig til að Guð-
rún átti sjaldnast sitt eigið heimili
en varði mestum hluta starfsævi
sinnar í að annast börn og heimili
annarra. Guðrún var mörgum
Borgfirðingum kunn. Hún bjó í
Borgarfirði ffam á fullorðinsár og
hélt effir það alltaf tryggð við
æskustöðvarnar og átti oft leið í
Borgarnes.
Hún var glæsileg á velli, hávaxin,
klæddist fallega og bar sig vel. Hár-
ið var fallega rautt og þykkt svo eff-
ir var tekið. Hún var skáld, lista-
saumakona, hafði góða söngrödd,
kunni á gítar og mundi allt sem
hún hafði einu sinni lesið. Hún var
trúuð og kenndi fósturbörnum sín-
um að leita til Guðs sér til halds og
trausts. Heiðarleiki og trúmennska
einkenndi allt hennar ffamferði.
Þó var hún passasömust með böm-
in sem henni var trúað fyrir. Þau
verndaði hún og gætti, gaf þeim
öraggt skjól og varaði þau við lífs-
ins hættum. Hún fræddi þau líka
um bókmenntir og þjóðlegan ffóð-
leik og kenndi þeim smðla og höf-
uðstafi.
Langri og erfiðri vegferð er lok-
ið. Eftir sitja verðmætar minningar
og veganesti þeirra sem fengu að
njóta þess að Guðrún leit á það
sem sitt fyrsta hlutverk að hlúa að
öðram. Nú er komið að því að hún
njóti verka sinna.
Að lokum bið ég fóstra minni
blessunar með hennar eigin ljóð-
orðum:
Þá vildi ég biðja jöfurinn
að blessa hennar spor,
bæði nú og alla hennar ævi.
GB
Guðrún Jónsdóttir