Skessuhorn - 11.04.2006, Blaðsíða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 2006
iSgESSglBftBM
T^mninn^,
Kveðja til Dagbja rtar
Dagbjartur Dagbjartsson á Refs-
stöðum hefur í allmörg ár haldið úti
þættinum „Vísnahomi" í því ágæta
blaði Skessuhomi. Ljóst er að Dag-
bjartur er hafsjór af ffóðleik um
kveðskap og skáldskap. Flestir vísna-
vinir era á því máli að þessi þáttur
beri af öðrum slíkum, bæði sakir
fjölbreytni og hvemig hann tengir
stakar vísur saman í textanum.
Þannig myndar hver þáttur eina
heild. I næstsíðasta þætti ffá 22.
marz (ekkert vísnahorn var í blað-
inu 29. marz) var efdrfarandi vísa
birt og eignuð Jóni Thor Haralds-
syni, eða Stefáni Jónssyni:
Ideologiskt erþað dautt,
aldrei að hífa, bara slaka.
Bráðum er ekkert orðið rautt,
annað en nefið á Gvendi jaka.
Þegar ég las þessa vísu, fann ég að
hún var hvorki rétt feðmð, þó tveir
væm tilnefhdir, né alveg rétt efrir
höfð þó hún sé bragffæðilega rétt.
Hverjum hefði dottið í hug að yrkja
rautt nef á Guðmund J. Guðmunds-
son, sem allir vita að er vörumerki
brennivínsmanna!
Guðmundur var vissulega einn
stofhenda SÁÁ, en ekki vegna eigin
vandamála heldur til að opna leið
vimun og skjólstæðingtun úr greip-
um Bakkusar. Eftír að hafa hugsað
um vísima í nokkrar mínútur, seild-
ist ég í ákveðna bók, fletti á blaðsíðu
176 og þar er vísan svona :
Ideológiskt erþað dautt.
Aldrei að hífa hara slaka!
Brátt verður ekkert eftir rautt,
annað en nefklútur Gvendar jaka.
Þegar betur er að gáð ber þessi
litla vísa í sér sterk höfundarein-
kenni. Hann notaði gjaman erlend
orð sér til stuðnings og áherslu, sótti
líkingar í sjómannamál, var ná-
kvæmur og smámunasamur í notkun
greinarmerkja og smíðaði stundum
ný orð. Þannig verður vasaklútur
eða tóbaksklútur að nefklúti til að
halda réttum atkvæðafjölda í síðustu
hendingunni. Vilji nú vísnavinir lesa
meira um og eftír höfund þennan
skal þeim bent á að arka á næsta
bókasafn og biðja um bókina ,Jónas
Amason -Viðtalsbók,“ útg. Svart á
hvítu, Reykjavík 1985, skráð af Rún-
ari Armanni Arthúrssyni.
í síðasta Vísnahomi (5. apríl) lýsir
Dagbjartur efrir upplýsingum um
vísnabálk er hefst á hendingunni:
„Ferlegt ef þeir farga senn,“ o.s.frv.
Svo vill til að Jónas Amason er þar
einnig í aðalhlutverki, ekki er hann
þó höfundurinn, heldtu er ort í
orðastað hans.
Forsaga málsins var í sem
skemmstu máh sú að Magnús Kjart-
ansson, iðnaðarráðherra vinstri
stjómarinnar 1971-1974 hafði fyrir
hönd ríkisstjómarinnar gert samn-
ing við auðhringinn Union Carbide
um byggingu og rekstur málm-
blendiverksmiðju í Hvalfirði í sam-
vinnu við íslenska ríkið. Jónas var
andstæðingur stóriðjustefrmnnar og
þessa fyrirtækis sérstaklega sem
hafði ekki á sér gott orð vegna slæ-
legra mengunarvama og lélegs að-
búnaðar starfsfólks. Málið var Jónasi
erfitt, þeir Magnús vora félagar og
flokksbræður og staðsetning verk-
smiðjunnar í kjördæmi hans vakti
vonir margra um atvinnuuppbygg-
ingu og aukin umsvif. Jónas dró þó
hvergi af sér í andófinu og styrktí
stöðu sína í kosningunum vorið
1974. Hinn 4. des 1974 boðuðu Dr.
Gunnar Thoroddsen, sem þá var
orðinn iðnaðarráðherra í nýrri ríkis-
stjórn og Halldór E. Sigurðsson
landbúnaðar- og samgönguráðherra
til kynningarfundar um málið í
Heiðarborg í Leirársveit. Það varð
átta tíma langur átakafundur, sóttur
af fjölda fólks af stóra svæði, m.a.
komu tveir bændur úr Mývatnssveit,
Sigurður Þórisson á Grænavatni og
Þorgrímur Starri Björgvinsson í
Garði. I þingveislu síðar um vetur-
inn flutti Dr. Gtmnar Thoroddsen
þennan brag rnn fundinn, eins og
hann birtist í Vísnahominu, með
þeirri undantekningu að miðvísan
Vortónleikar Kirkjukórs
Akraness á föstudaginn
hefst á orðinu „Kvöl“ en ekki
„Hver“. Leiðrétting Dagbjartar í
sömu vísu stendur. Union Carbide
gekk síðar úr skaftinu en í stað þess
kom Elkem Spigerværket og síðar
bættist við hið japanska Sumitomo.
Nánar má lesa um þessi mál í áður-
nefndri endurminningabók Jónasar
Amasonar og í seinna bindi endur-
minninga Halldórs E. Sigurðssonar,
Bilin á að brúa, milli manna og mál-
efna, útg. Om og Örlygur, 1986.
Þar er bragur dr Gunnars Thorodd-
sen birtur á bls. 219-220.
Beztu kveðjur til Dagbjartar og
annarra vísnavina,
Haukur Júlíusson.
Vetrarstarfi Kirkjukórs Akraness
fer brátt að ljúka. I vetur hefúr
verið tekist á við fjölbreytt verk-
efni auk hefðbundins tónlistar-
flumings við messur og aðrar at-
hafnir í Akraneskirkju undir
styrkri stjórn organistans og kór-
stjórans Sveins Arnars Sæmunds-
sonar. Síðastliðið haust var haldið
skemmtikvöld, þar sem flutt var
lífleg tónlist, kórfélagar sáu um
skemmtiatriði og gesmm var boð-
ið upp á glæsilegt veisluhlaðborð.
I desember voru síðan haldnir
tónleikar með jólalögum í nýjum
og nýstárlegum útsemingum. Þar
fékk kórinn til liðs við sig litla
hljómsveit undir stjórn Amar Arn-
arsonar tónlistarstjóra Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði. Troðfylltist
Safnaðarheimilið Vinaminni út úr
dyrum í orðsins fyllsm merkingu,
þar sem fjölmargir tónleikagestir
sám í anddyri hússins.
Nú standa fyrir dymm vortón-
leikar kórsins. Verða þeir fösm-
dagskvöldið 21. apríl n.k. í Safnað-
arheimilinu Vmaminni, Akranesi.
Akveðið hefur verið að bjóða upp
á tvenna tónleika þetta kvöld, fyrri
tónleikarnir hefjast kl. 19:30 og
hinir síðari kl. 22:00. Efnisskráin
verður mjög fjölbreytt, m.a. verða
flutt íslensk ættjarðar- og þjóðlög,
einsöngur, dúettar og óperukórar,
t.d. úr Carmen eftir Bizet, La Tra-
viata eftír Verdi, Sígaunabarónin-
um eftir Strauss og margt fleira.
Til liðs við hópinn höfum við
fengið stórsöngvarana Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur, Óskar Pémrsson
og Auði Guðjohnsen, ásamt hin-
um bráðflinka píanista Jónasi Þóri.
Hægt er að lofa mikilli gleði og
fagurri tónlist þetta kvöld og í lok
beggja tónleikanna mun verða
fjöldasöngur og einstök, eftir-
minnileg uppákoma. Þar sem hús-
fyllir var á jólatónleikum kórsins,
hefur verið ákveðið að bjóða upp á
forsölu aðgöngumiða fyrir vortón-
leikana (sjá nánar í auglýsingu hér
í blaðinu).
('fréttatilkynning)
Bjami á Hvanneyri gefur út sumarlagahljómdisk
Væntanlegur er geisladiskur
með lögum eftir Bjarna Guð-
mundsson á Hvanneyri. Bjarni
hefur starfað við kennslu og land-
búnaðarrannsóknir um langt árabil
en hefur í ffístundum sínum feng-
ist við ýmsar tegundir alþýðutón-
listar, þar með talið lagasmíð.
Geisladiskurinn heitir „Að sumar-
lagi“ enda em lögin, sem öll em í
léttari kantinum, við ljóð er tengj-
ast sumri, sól, sveit og bústörfum.
Ljóðin fjalla um sólstafi, vorið, sal-
at, heyannir, rigningu, harðfisk,
bygg og haffa, hrúta, Jón Hregg-
viðsson og ýmislegt fleira.
Flest em ljóðin efrir önfirska
skáldbóndann Guðmund Inga
Kristjánsson frá Kirkjubóli í
Bjarnardal; ein tíu, en þar era
einnig ljóð eftir Guðmund Böðv-
arsson á Kirkjubóli í Hvítársíðu,
Jóhannes úr Kötlum, Trausta
Eyjólfsson á Hvanneyri auk
eins ffumsamins ljóðs. Bjarni
flytur flest lögin sjálfur en
Þórunn Pétursdóttir, sem
raunar er héraðsfulltrúi Land-
græðslunnar á Vesmrlandi,
syngur tvö laganna. Vilhjálm-
ur Guðjónsson útsetti öll lög-
in á diskinum ásamt höfúndi
og annaðist hljóðritun og
mest af hljóðfæraleiknum auk
Bjarna og fleiri.
„Tilefni útgáfu laganna á geisla-
diski er eiginlega afmælishvaming
frá nágrönnum fyrir nokkrum
ámm, en lögin hafa orðið til á síð-
usm tveimur áramgum eða svo,“
sagði Bjarni í samtali við Skessu-
horn.
Gert er ráð fyrir að geisladiskur-
inn komi út 20. apríl nk, þ.e. fyrsta
sumardag og er þá stefnt að út-
gáfukynningu í veitingastaðnum
Tímanum og vaminu í Fossatúni
klukkan 20:30. Diskurinn verður
fyrst og fremst til sölu hjá höfund-
inum, að Túngötu 5 á Hvanneyri,
síminn er 437 0068 og netfangið
laekjarmn@vesmrland.is þar sem
tekið er við pönmnum. MM
y^enninn^.
Dvalarheimili og heilsugæsla í Borgamesi
Heilsugæsla hefur verið rekin í
Borgarnesi frá því fyrir seinna stríð
er læknir var ráðinn í bæinn.
Dvalarheimilið er hinsvegar öllu
yngri stofnun frá því í byrjun átt-
unda áramgarins. Báðar þessar
stofnanir endurspegla breytingar
sem urðu á íslensku samfélagi á
síðusm öld, bætt heilbrigðisþjón-
usta og bætt heilsufar þjóðarinnar
boðaði nýja tíma í allri samfélags-
gerðinni, Islendingar urðu sjálf-
stæð þjóð um líkt leiti og þeim
tókst að koma böndum á barna-
dauðann og berklana. Smátt og
smátt varð síðan viðhorfsbreyting
meðal almennings til réttinda fólks
til að lifa sómasamlegu lífi óháð
líkamlegu og andlegu atgervi. Þá
risu vitleysingaspítalar og fávita-
hæli sem síðar breytmst í geð-
sjúkrahús og sambýli fyrir fatlaða
um leið og þau öðluðust nýjan sess
í hugum fólks, fordómar hafa
smátt og smátt látið undan í vax-
andi upplýsingasamfélagi.
En bætmr efnahagur og velmeg-
un kalla stöðugt á ný viðmið.
Einnig hefur bætt heilsufar og
breytt viðkoma gjörbreytt aldurs-
samsemingu íslendinga þannig að
þjóð sem um miðja öldina var ung
er nú að verða gömul í þeim skiln-
ingi að sífellt hærra hlutfall íbúa
landsins er gamalt fólk.
Rætt um kaup
á heilsugæslunni
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur
mikil umræða átt sér stað innan
stjórnar Dvalarheimilis aldraðra í
Borgarnesi um möguleika á stækkun
dvalarheimilisins. Ljóst er að mikil
þörf er fyrir fjölgun hjúkrunarrýma
en sú grundvallar breyting er að
verða á þjónustu við aldraða að
þjónusta sem veitt er á dvalarheimil-
um er að færast inn á heimili fólks en
þeim sem þurfa umönmm á sér-
hæfðum hjúkrunarrýmum fjölgar
stöðugt. Lengi stóðu yfir viðræður
við heilbrigðisráðuneytið um kaup
dvalarheimifisins á efri hæð heilsu-
gæslunnar en þeim viðræðum var
slitið fyrir 2 árum er ljóst var að ekki
var einhugur um þær breytingar sem
kaupin hefðu leitt af sér. Á þeim
tímapunkti fundaði Jón Kristjánsson
þáverandi heilbrigðisráðherra með
bæjarráði Borgarbyggðar og fulltrú-
um heilsugæslunnar og dvalarheim-
ilisins. í kjölfar viðræðnanna lagði
ráðuneytið nokkurt fé til viðhalds og
byggingar bílskýlis við heilsugæslu-
stöðina. Enn vantar þó uppá að hús-
næði heilsugæslunnar sé eins og best
verður á kosið og húsnæði dvalar-
heimilisins verður að bæta veralega
frá því sem nú er.
Stækkun
dvalarheimilisins
I lok síðasta árs var skipaður
vinnuhópur af stjóm dvalarheimilis-
ins og sveitarfélögunum sem standa
að rekstri þess og hefur undirritaður
verið fulltrúi Borgarbyggðar í þess-
um vinnuhópi. Vinnuhópurinn
skyldi skila tillögum um bættan
húsakost heimilisins og gera tillögur
um fjármögnun verksins. Hópurinn
hefúr nú skilað fyrstu niðurstöðum á
þá leið að brýnt sé að byggja við
heimilið hús með 30 hjúkrunarrým-
um. Þannig verður unnt að bæta
þjónustu við íbúa á þjónustusvæði
heimilisins sem nær frá Miklaholts-
hreppi í vestri til Borgarfjarðarsveit-
ar og Skorradalshrepps í austri.
Þegar þessi bygging verður tekin í
notkun þarf að rýma hluta eldra hús-
næðis og breyta því í litlar þjónustu-
einingar þar sem rýmra yrði um
heimilisfólk en nú er.
Fjártnögnun verksins
Til þess að þetta megi verða þarf
að tryggja fjármagn til greiðslu
stofnkostnaðar og rekstrar þessa
nýja húss. Ymsar leiðir koma til
greina við fjármögnun þesskonar
bygginga og er afar brýnt að umræð-
ur um þær fari ffarn á alþingi ekki
síður en meðal almennings því mál-
ið varðar stóran hóp fólks. Meðal
þess sem skoða þarf er hvort ekki sé
þörf að efla ffamkvæmdasjóð aldr-
aðra sem á samkvæmt gildandi lög-
um að fjármagna 40% af byggingar-
kostnaði hjúkrunarheimila. Einnig
ræddi hópurinn þann möguleika að
selja búseturétt í dvalar- og hjúkmn-
arheimilum eða fela einkaaðilum að
kosta byggingu heimilisins og fjár-
magna húsnæðiskostnaðinn með
rekstarframlögum. Ljóst er að ef
þjónusta við aldraða á að vera með
fullnægjandi hætti verður að endur-
skoða fjármögnun nýbygginga og
rekstur hjúkrunarheimila og heima-
hjúkrunar. Eðlilegt er að heilbrigð-
isráðherra leiði þá umræðu ásamt fé-
lagasamtökum þeirra sem þjónust-
unnar eiga að njóta og niðurstaða
þarf að liggja fyrir fyrr en síðar.
Heilsugæslan
Ljóst er að heilsugæsla verður
áfram rekin í nánum tengslum við
dvalar- og hjúkrunarheimili í
Borgarnesi. Afar brýnt er að
tryggja heilsugæslunni aukið fé til
rekstrar og viðurkenna þörf fyrir
stöðu fjórða læknis til starfa árið
um kring. Bæjarráð Borgarbyggð-
ar og stjórn heilsugæslunnar hafa
marg ítrekað þörf fyrir aukið fé til
rekstrar og viðhalds heilsugæsl-
unnar undanfarin ár en stjórnvöld
löngum daufheyrst við þeim
ábendingum. Það er von mín að
nýr heilbrigðisráðherra sýni mál-
efnum þessara tveggja stofnana í
Borgarnesi góðan skilning og sé
reiðubúinn til að taka höndum
saman með okkur heimamönnum
um að efla heilsugæslu og bæta að-
búnað aldraðra á þjónusmsvæði
dvalarheimilisins í Borgarnesi.
Finnbogi Rögnvaldsson,
formaður bæjarráðs Borgarbyggðar