Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2006, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 11.04.2006, Blaðsíða 19
I I §KESSlM@íæi PRIÐJUDAGUR 11. APRIL 2006 06 19 LÁTTU 0KKUR FÁ ÞAÐ ^ ÓÞVEGIÐ Efnalaugin Múlakot ehf. Borgarbraut 55 310 Borgarnesi Sími 437 1 930 Framsókn og óma Ríkisútvarpinu Það var stolt þjóð sem hóf útsend- ingu nýs Ríkisútvarps 1930. Utvarp- ið reyndist fljótt verða eins konar sál þjóðarinnar og sameinaði hana í sókn til nýrra tíma. Það var ekki að- eins boðberi ffétta og veðurfregna heldur varð það aflvaki menningar og sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnarog þeirri baráttu lýkur aldrei. Ríkisút- varpið tók sér bólfestu í innstu djúp- um þjóðarsálarinnar og varð eins og órjúfandi hluti af hjartslætti hennar. Þessum hjartslætti á nú að fóma, sáttin um Ríkisútvarp þjóðarinnar er rofin af þeim sem ganga erinda græðginnar, allt er falt fýrir peninga. Það var löngu vitað að frjáls- hyggjuöflin í Sjálfstæðisflokknum vildu selja Ríkisútvarpið og að nú- verandi menntamálaráðherra gengi erinda þeirra. Meira að segja nýráð- inn útvarpsstjóri Páll Magnússon getur ekki hamið óþreyju sína að verða framkvæmdastjórinn í einka- væddu útvarpi. En öllu félags- hyggjufólki þykir það afar döpur staðreynd að forysta Framsóknar- flokksins skuh ganga svo fús undir það jarðarmen með Sjálfstæðis- flokknum að fóma mótspymulaust Ríkisútvarpi þjóðarinnar. „Einkavætt og selt“ Forystumenn í þingliði Sjálfetæð- isflokksins fluttu fyrr í vetur ffurn- varp um brottfall laga um Ríkisút- varpið. Flutningsmenn tala þar tæpitungulaust: Fyrst skal það hlutafélagavætt og svo selt: „Einka- væðing RUV: Með ffumvarpi þessu er lagt til að lög nr. 122/ 2000 um Rílásútvarpið verði felld úr gildi 1. janúar 2007 en nánar tilgreind ákvæði þeirra verði tekin upp í út- varpslög nr. 53/200. Stofhað verði hlutafélag um rekstur Ríkisútvarps- ins og það selt.“ Einstaka stjómarhðar reyna að slá um sig sauðagæm og tala með hol- um hljómi um að ekki standi tdl að selja RUV Það er þó eins og þeir finni á sér að enginn trúi þeim. Ná- kvæmlega sama var sagt þegar einkavæðing Landssímans hófst. Hann yrði ekki seldur. Hverrúg fór? Jú, hann var seldur með grunnneti og öllu saman þvert á gefin loforð og gegn vilja meginþorra þjóðarinn- ar. Sú var tíðin að Framsóknarmenn hreyktu sér af því að þeim væri treystandi tdl að standa vörð um Rík- isútvarpið sem sameign allra lands- manna. Þeir stæðu gegn hugmynd- um og vilja Sjálfstæðismanna um að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. Þeir mimdu tryggja það að Ríkisút- varpið yrði áfram þjóðareign. Nú er ljóst að forysta Framsóknarflokksins er að svíkja öll þau loforð. Fylkjum liði og verjum Ríkisútvarpið Forysta Framsóknarflokksins kyngir fórn Ríkisútvarpsins enda Varta á ásýnd Borgamess „fagurleg“ staðreynd I grein sem undirritaður skrifaði í Skessuhom var mótmælt byggingu háhýsis á lóð þar sem áður var þvottaplan Esso. Nú mun það ákveðið af bæjar- stjóm að leyfa byggingu umrædds húss. Þetta er gert þrátt fyrir mót- mæh mín og fjölda annarra Borgnes- inga. I grein sem Bjarki Þorsteinsson skrifaði í Skessuhom 15. mars sl. er látdð að því hggja að þessi ákvörðun hafi verið vönduð, fagleg og vel ígrunduð. Vafalaust hefur svo verið af hálfu bæjarstjómar, eða hvað? A fundi um skipulagsmál þar sem arki- tekt kynntd skipulag nýs miðbæjar sem innifelur umrædda lóð þá tók hann skýrt ffam að það væri hans skoðun að ekki ætti að byggja svo hátt hús þama, í hverfi þar sem hæsm hús era tvær hæðir. Þá var einnig niðurstaða skipulagsnefndar Borgarbyggðar að deiliskipuleggja skyldi samliggjandi þrjár lóðir á þessu svæði, allar í sameiningu. Bæj- arstjóm hundsaði þetta hvorutveggja og samþykktd samhljóða að byggja umrætt háhýsi á lóðinni númer 59 sem er gamla þvottaplanið. Það kemur því vmdirrituðum verulega á óvart að því sé haldið ffarn að þarna sé um „vandaða, faglega og vel ígrundaða“ ákvörðun að ræða. Bjarki ræddi einnig um í ffaman- greindri grein að bæjarfulltrúar þyrftu að vera fólk tdl að taka af skar- ið í umdeildum málum. Vissulega gera þeir það í þessu máli þrátt fyrir mótmæli fjölda bæjarbúa sem og álits eigin nefrtdar og arkitekts. Eg hef áður lagt til, ef þetta háhýsi rís, að það verði í daglegu máli kall- að VARTAN og ég skora á bæjarbúa að gefa þessu húsi það nafn. Nú má ekki skilja mótmæh mín þannig að ég sé alfarið á mótd hústnn sem þessum. Það er bara að byggja svo hátt hús á þessum stað, innan um tveggja hæða hús sem ég tel ámælis- verða. Eg bendi á að margir aðrir staðir geti komið tdl greina. I áðumefhdri grein sem tmdirrit- aður skrifaði í Skessuhomi bentd ég einnig á að ekki væri skynsamlegt að taka tjaldstæði undir ffamhaldsskóla en bentd einnig á að Brákarey væri tdl reiðu og þar er nóg pláss en þröngt verður um allt að fimm hundrað manna skóla með tilheyrandi bíla- stæðum þama. Bæjarstjóm hefur nú einnig ákveðið að umrædd skóla- bygging komi á núverandi tjaldstæði. Gott og vel. Það sem mér finnst þá vanta í málið er að ekki hefur verið með neinum hætti hugsað fyrir nýju tjaldstæði í ferðamannabænum Borgamesi. Er það virkilega hug- myndaffæði bæjarstjómar að tjald- stæði skipti ekki máh? Það er stað- reynd að ferðamenn vilja hafa stæði þar sem þjónusta er góð og stutt í verslun. Hvað verður um Pollamót- ið, Sauðamessu og aðrar uppákom- ur? Hvergerðingar gera sér grein fyrir að tjaldstæði á að vera sem næst miðbæ og hafa gert nýtt og mjög huggulegt tjaldstæði í góðu göngu- færi við verslanir og þjónustu. Þá bendi ég einnig á tjaldstæði á Akur- eyri og í Reykjavík sem bæði em staðsett langt innan bæjarmarka en þar er land væntanlega ekki minna virði heldur en í Borgamesi þar sem samvinnuhugsjónin og félagshyggj- an djúpt niðri í skúffu. Þeir sem æmta þar á bæ em fljótt kveðnir í kútinn. En fyrrverandi formaður og for- sætisráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, lætur máhð til sín taka. Sem kunnugt er hefur hann mikla reynslu í starfi á fjölmiðlum og ritstýrir nú Fréttablaðinu. I rit- stjórnargrein 5. apríl sl. veltir hann upp efasemdum um heilindin á bak við hlutafélagavæðingu RUV: „Ann- að hvort er undirbúningurinn í skötulíki eða ekkd er allt með felldu um raunvemleg áform að reka hér menningarútvarp og sjónvarp með nokkurri reisn og af þeim memaði sem einn getur yfir höfuð verið rétt- læting fýrir rekstrinum." Víst er að þjóðin er að vakna til varnar hjartslætti sínum, Ríkisút- varpinu. Stjórnarandstaðan á Al- þingi mun sameinuð berjast fýrir hagsmunum þjóðarinnar og gegn því að Ríkisútvarpinu verði fórnað. Þjóðin getur treyst því að þing- menn Vinstri grænna munu ekki láta sitt eftir liggja. Jón Bjamason, þingmaður Vinstrihreyfingarmnar græns jramboðs bæjarstjómarmenn hafa haldið fram að land undir tjaldstæði sé of verð- mætt til að hafa í bænum. Nú segja menn trúlega að þessi grein sé neikvæð en því er til að svara að gagnrýni er það yfirleitt. Starf bæjarfuhtrúa er yfirleitt vanþakklátt en samt sem áður verða þeir að vera viðbúnir því að störf þeirra séu gagn- rýnd. Það þekki ég af eigin raun sem fýrrverandi fulltrúi í þá hreppsnefnd. Marga hluti hafa bæjarfuUtrúar gert á kjörtímabilinu sem em ágætdr og eiga þeir þakkir skildar fýrir. Framtíð bæjarins okkar virðist björt og upp- gangur mikill. Megi svo verða áffam Guðmundur Ingi Waage, Sæunnargötu 10, Borgamesi. Stórtónldlcar í sumarbyrjun Kirkjukór Akraness heldur tvenna tónleika föstudaginn 21. apríl n.k., kl. 19:30 og 22:00. Þar munu koma fram auk kórsins söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Óskar Pétursson og Auður Guðjohnsen. Undirleikari verður Jónas Þórir. Stjórnandi kórsins er Sveinn Arnar Sæmundsson. Á efnisskránni verða m.a. íslensk ættjarðar- og þjóðlög, óperukórar, einsöngur, dúettar og margt fleira. Athugið: Forsala aðgöngumiða verður í Versluninni Bjargi, Stillholti 14, Akranesi, dagana 18. og 19. apríl. Miðaverð er kr. 1.500. Vinsamlegast athugið að ekki verður tekið við greiðslukortum. Missið ekki af þessum merka viðburði. Góða skemmtun! Kirkjukór Akraness Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi auglýsir eftir Rekstrar- eða viðskiptafræðingi í starf fjármálastjora svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi Verksvið fjármálastjórans snýr að umsjón fjármála og starfsmannahalds. í starfinu felst fárhagseftirlit,starfsmannahald, áætlangerð sem snýr að rekstri þjónustunnar, umsjón tölvumála og upplysingakerfis. Þátttaka í stefnumótun og markmiðasetningu. í þjónustu svæðisskrifstofunnar er leiðarljósið mannvirðing og mannúð. Menntunar og hæfniskröfur: Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða samstarfshæfileika og virði aðra á jafnréttisgrundvelli. Áskilið er háskólamenntun í rekstrarfræði eða viðskiptafræði. Umsóknarfrestur er til 3. maí n.k. Nánari upplýsingar veitir Magnús Þorgrímsson framkvæmdastjóri í síma 437 1780 netfang: magnus@sfvesturland.is. Laun skv. gilaandi kjarasamningum. Skriflegar umsóknir sendist til Svæðisskrifstofu Vesturlands Bjarnarbraut 8-310 Borgarnes Sýslumaðurinn á Akranesi AUGLÝSING UM LAUST STARF Við embætti sýslumannsins á Akranesi er laust til umsóknar starf skrifstofumanns í almannatryggingadeild embættisins. Umsóknarfrestur ertil 20. apríl nk. en starfsmaðurinn á að hefja störf 1. maí næstkomandi eða síðar eftir nánara samkomulagi. Umsóknir skulu berast skriflega á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, 300 Akranesi. Upplýsingar um stöðuna veita Daðey Ólafsdóttir skrifstofustjóri og Guðný Tómasdóttir almannatryggingafulltrúi í síma 431-1822. Umsóknareyðublöð um starfið eru ekki fyrirliggjandi. Starfið felst í að vinna öll almenn skrifstofustörf við embættið svo sem afgreiðslu viðskiptavina, móttöku gagna, skráningu, skjalavistun, símaþjónustu við viðskiptavini, með áherslu á almannattyggingasvið og ekki hvað síst að veita almennar upplýsingar og þjónusta viðskiptavini embættisins. Starfið krefst lipurðar í samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum, sveigjanleika og frumkvæðis. Vegna eðlis starfsins er gerð krafa um þjónustulund og góða hæfni í mannlegum samskiptum. Við embætti sýslumannsins á Akranesi starfa alls 25 starfsmenn en þar af eru 3 lögfræðingar. Starfsstöð viðkomandi starfsmanns verður á aðalskrifstofu embættisins að Stillholti 16-18. Starfshlutfall er 100% og vinnutími frá 8:00 til 16:00. Æskilegast er að umsækjandi hafi lokið stúdentsprófi, eða sambærilegri menntun, og/eða hafi reynslu af skrifstofustörfum og tölvuvinnslu. Launakjör eru í samræmi við kjarasamning fjármálaráðuneytisins við opinbera starfsmenn ( SFR). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Akranes 29. mars 2006. - Ólafur Þ. Hauksson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.