Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2006, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 11.04.2006, Blaðsíða 24
Nýtt og öflugt fijorVf at tií íbúöakaupa íbúöalán.is www.ibudaian.is FJÁRHAGSLEG GLITNIR^ VELGENGNI ÞÍN ER 0KKAR VERKEFNI Sofandi farþegi gleymdist í stætó Hann var óneitanlega óhepp- inn farþeginn sem tók síðustu ferð með Strætó frá Mosfellsbæ til Akraness kvöld eitt í síðustu viku. A leiðinni sofhaði hann og þegar komið var að endastöð við Skútuna á Akranesi lagði vagn- stjórinn vagninum þar sem hann er venjulega geymdur að nætur- lagi. Um klukkan fjögur um nótt- ina vaknaði farþeginn og var eðli- lega nokkuð brugðið því ekki er einfalt að komast útúr vögnum af þessu tagi. Það varð farþeganum til happs að hann var með farsíma og gat hringt í lögregluna á Akra- nesi sem ræsti út vagnstjórann og hann hleypi manninum út og var hann án efa frelsinu feginn. Þetta atvik leiðir hugann að þeim verk- lagsreglum sem gilda er akstri lýkur. Pétur U. Fenger aðstoðarffam- kvæmdastjóri Strætó hafði heyrt af umræddu atviki er blaðamaður Skessuhorns hafði samband við hann. Hann sagði það hluta af starfsskyldum vagnstjóra að kanna vagn að akstri loknum. Einnig færu allir vagnar í þrif að kvöldi og því gæti svona atvik í raun ekki átt sér stað í Reykjavík. Hvað gerst hefði á Akranesi vildi hann ekki segja til um og vísaði hann á Teit ehf. sem sinnir akstri til Akraness í verktöku. Starfsmaður Teits ehf. sem rætt var við sagði þetta atvik mjög leiðinlegt. Þarna hefðu átt sér stað röð mistaka. Farþegi hefði sofnað og bílstjóri vagnsins hefði ekki orðið hans var þegar akstri lauk. Svo hefði einnig verið með starfsmann öryggisþjónustufyrir- tækis sem gætti vagna fyrirtækis- ins á nóttunni. Guðni H. Haraldsson fram- kvæmdastjóri Oryggismiðstöðvar Vesturlands segir fyrirtækið ann- ast eftirlit með vögnum Teits ehf. að næturlagi. Einungis sé þar fylgst með vögnunum að utan og starfsmenn sínir hafi ekki lykla að vögnunum. Því geti þeir ekki fylgst með því hvort farþegar verði eftir inni þegar akstri lýkur. HJ Vatnsátöppun gæti skapað 80-120 störf í Snæfellsbæ Á kynningarfundi sem nýlega var haldinn í Klifi í Olafsvík um fyrirhugaða vatnsátöppunarverk- smiðju Islindar, voru samankomn- ir fulltrúar Snæfellsbæjar og fúll- trúar Islindar og kynntu fyrirhug- aða vatnsátöppunarverksmiðju í Rifi. Að auki voru á fundinum þau Hildigunnur Haraldsdóttir sem kynnti nýtt aðalskipulag og deiliskipulag fyrir Rif og Bjarni Reyr Kristjánsson sem kom frá Is- lenskum orkurannsóknum. Bjarni hefur unnið mikið rannsóknarstarf á vatnasvæði Snæfellsjökuls. Fjöldi áhugasamra íbúa sveitarfélagsins kom á fundinn til að kynna sér málið og koma með ábendingar og fyrirspurnir. Tilgangurinn með þessum fundi var að kynna íbúum breytt aðal- skipulag, breytt deiliskipulag, til- lögur að breyttum vatnsverndar- svæðum og síðast en ekki síst að kynna hugmyndir að vatnsátöpp- unarverksmiðju sem sett verður upp í Rifi og mun líklega hefja starfsemi í byrjun næsta árs. Nú þegar er stórum hluta fjármögn- unar lokið svo að búið er að tryggja fjármagn til að byggja hús- næði og setja upp verksmiðjuna í því. Birgir Viðar Halldórsson og David Powley fluttu kynningu á verkefninu og kom m.a. fram í máli þeirra að gert er ráð fyrir að strax á fyrsta ári verksmiðjunnar er gert ráð fyrir að starfsmenn verði 80-90 og á öðru til þriðja ári verði starfsmannafjöldi orðinn 110-120. Fyrsti áfangi hússins verður líklega 14.000 fm að stærð og mun standa á lóð sem er 63.000 fm. svo að svigrúm til stækkunar er eitthvað. Mikil áhersla er lögð á að vatn- inu verði skipað um borð í skip í Rifshöfn en ekki flutt á bílum til Reykjavíkur þar sem það yrði sett í skip, þetta hefur mikið að segja þar sem að gert er ráð fyrir að í verk- smiðjunni verði tappað á u.þ.b. 600 flöskur á mínútu og vinnslu- línan skili af sér fullu bretti af vatnsflöskum á 3ja mínútna fresti. Unnið verður á vöktum svo að gera má ráð fyrir að á hverjum degi afkast verksmiðjan 10 gámum af vatni. Þetta gerir það að verkum að til að byrja með mun líklega koma skip vikulega eða a.m.k. hálfsmánaðar fresti til að sækja vatn. Búið er að reikna út að verk- smiðjan þurfí tæplega 20 sek- úndulítra af vatni til að standa undir framleiðslunni. Bjarni Reyr upplýsti fundarmenn um það að vatnið verði tekið úr lindum í Skarðshrauni en lindir á því svæði gefa af sér u.þ.b. 2000 sekúndulítra svo að verksmiðjan er að nýta í kringum 1% af því vatni sem svæðið gefur af sér. Aðspurður sagði Birgir að ástæðan fyrir því að Rif varð fyrir valinu er sú að Snæfellsnes og sér- staklega Snæfellsbær hafi á sér hreina ímynd, auk þess eru þjóð- garðurinn og Snæfellsjökull séu vel þekkt á heimsvísu. Þar að auki sé vatnið sem kemur úr þeim lind- um sem nota á mjög hreint, með réttu sýrustigi og þar að auki mjög kalt. Miklar umræður fóru fram um verksmiðjuna í lok fundar og greinilega mikill áhugi fyrir þessu verkefhi, rík áhersla er lögð á að samfélagið njóti sem mest góðs af tilkomu verksmiðjunnar og leggja eigendur hennar áherslu á að sem mest af aðföngum fyrirtækisins verði til í Snæfellsbæ. Byggt á snb.is ogfl. kfetí í.*&**|

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.