Skessuhorn


Skessuhorn - 11.04.2006, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 11.04.2006, Blaðsíða 15
SSESSUHÖIEK ÞRIÐJUDAGUR 11. APRIL 2006 15 Bændadeildamemamir á Hvanneyri í heimsókn. Brynjólfur bóndi lengst til hægri meó bamabam sitt ífanginu. Ami B Bragason kennari við LBHI stendur honum við hlið. Fjölguðu fé til að geta lifað af búinu Skyggnst inn í störf bændanna á Ytra Hólmi I Hjónin Brynjólfur Ottesen og Kristín Armannsdóttir reka sauð- fjárbú á jörð sinni Ytra-Hólmi I í Innri-Akraneshreppi. Innan tíðar mun það sveitafélag heyra undir nýtt sameinað sveitafélag hrepp- anna íjögurra svmnan Skarðsheið- ar. Það er ýmislegt sem að þau hjón hafa fýrir stafni auk þess að vera sauðfjárbændur. Hross eru á bæn- um en synir þeirra sinna þeim að mestu en fjölskyldan reynir að fara í eina góða hestaferð með fleirum úr fjölskyldu Kristínar á hverju sumri á milli slátta. Einnig er Kristín formaður Verkalýðsfélags- ins Harðar en það er um 40% starf. Brynjólfur sinnir ýmsum félags- störfúm og hefur m.a. unnið fýrir Sláturfélag Suðurlands á svæðinu en hann var sláturhússtjóri á Laxá tvö haust áður en sláturhúsið var úrelt og slátrun hætt þar. Búið stækkað Sumarið 2000 réðust Brynjólfur og Kristín í stækkun á fjárhúsum sínum. Þau urðu að gera það upp við sig hvort þau vildu halda bú- skapnum áfram og þá að stækka eininguna eða að snúa sér alfarið að vinnu utan bús. Þau afféðu að stækka hjá sér fjárhúsin og að breyta vinnufýrirkomulagi þannig að hagræðið ykist. Gömlu fjárhús- in rúmuðu um 400 fjár en eftir breytingarnar, sem fólust í að breyta fýrrum kálfafjósi og hlöðu í fjárhús, rúma þau nú um 800 fjár á fóðrum. I húsunum eru þau bæði með gjafagrindur ffá Vírneti og garða sem gefið er á daglega. En fjölgun fjárins hefur orðið til þess að þau hjón hafa að mestu getað hætt vinnu utan búsins en þau hafa farið í ýmsa verktöku samhliða bú- skapnum t.d. slátt og túnþökusölu. Þrátt fýrir að vinnuaðastaðan hafi breyst mikið til hins betra þá er það greinilegt að á bænum er nóg að gera og sérstaklega nú þegar að stór törn er rétt við það að hefjast; sauðburður. Sauðburður og réttir Á álagstímum eins og í sauð- burði og í réttum fá þau mikla að- stoð ffá börnum sínum og fjöl- skyldu. Ekið er með megnið af lambfénu um 80 km leið á affétt, þar sem víðátta Botnsheiðar, syðsti hluti Skorradals og Hvalfjarðar- strönd rennur saman. En Biynjólf- ur og Kristín eiga jörðina Efstabæ í Skorradal ásamt bróður Kristínar og hans fjölskyldu. Jörðina keyptu þau til þess að geta nýtt hana til upprekstrar. Smalað er á tveimur dögum ffá Eiríksvatni og Hval- vatni til Svarthamarsréttar í Hval- firði. Svo tekur það fjölskylduna ásamt raungóðum vinum góðan dag, ffá birtingu til svarta myrkurs að koma fénu heim um 30 kíló- metra leið, en þau reka heim á hrossum. Leið þeirra liggur út Hvalfjarðarströndina, niður í gegnum land Miðfells og sunnan megin við Akrafjall í fylgd lögreglu meðffam þjóðveginum. Að sögn Brynjólfs eru vegfarendur mjög til- litssamir við fjárreksturinn þegar þeir aka framhjá þessum stóra hópi af kindum, hrossum og mönnum sem eru á röltinu heim. Fræðst um hagræðingaraðgerðir Töluvert er um heimsóknir í fjár- húsin á Ytra-Hólmi eftdr breyting- amar. Gestir þangað hafa komið lengst að úr Eyjafirði. Þegar blaða- mann bar að garði vom þau hjón að taka á móti hópi búffæðinema á Hvanneyri sem leggja stund á áfangann Sauðfjárrækt II. Vora þeir að skoða aðstæður á bænum ásamt kennara sínum Ama B. Bragasyni. Fyrr um daginn höfðu nemendum- ir farið í Skorholt, Eystri-Leirár- garða og að Bjarteyjarsandi. Til- gangur ferðarinnar var að kynna sér mismunandi aðstæður og vinnu- brögð bænda við búskapinn og að sjá hvað bændur væra að gera sér til hagræðingar bæði vinnulega og af- komulega séð. Að sjálfsögðu var mikið rætt um sauðfjárrækt og sagði Brynjólfur bóndi gestunum frá þeim breytingum sem hann hafði gert á húsum sínum, hvemig vinnubrögð höfðu breyst og þar með afkoman og hvað kynbætur breyta miklu í afkomunni. „Eg er alltaf tilbúinn að taka á móti gestum sem þessum, þetta era bændur framtíðarinnar og það skiptir miklu máli að við sem reyndari erum miðlum reynslu okkar og hugmyndum til þessa tmga fólks“, sagði Brynjólfur að lokum. SO Kindumar á Ytri Hólmi við gjafagrindur frá Vímeti. b—MODSl STILLHOLT116-18 • AKRANESI SÍMI431 3333 ■ model.ak@simnet.is Varmalandsskóli í Borgarfirði Varmalandsskóli auglýsir lausar stöður við skólann Um er að rœða kennslu ó unglingastigi, ss. í íslensku, dönsku, ensku, samfélagsfrceði og stœrðfrœði, en einnig er um að rœða kennslu ó öðrum stigum. Líttu inn ó heimasíðu skólans www.vamnaland.is Upplýsingar gefur Flemming Jessen í síma 840-1520, netfang: fjessen@varmaland.is Afgreiðslu- og skrifstofustarf Við leitum að fjölhæfum starfsmanni, helst með þekkingu é landbúnaði. 1. Almenn afgreiðsla og þjónusta við bændur. 2. Skráning a innkaupum, verðlagning og almenn aðstoð við verslunarstjóra. Reynnsla af verslun og þjónustu æskileg. Nánari upplýsingar gefa Unnsteinn eða Guðsteinn í síma 430-5500 BUREKSTRARDEILD mmmmm Egilsholt 1-310 Borgarnes Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501 Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga rUorið x sveitinaiO - í ÍReykholtskirkju Framtakssjóður með tvær íjár- festingar á Akranesi Framtakssjóður Nýsköpunar- sjóðs atvinnulífsins hefur fjárfest í tveimur fýrirtækjum í Norðvestur- kjördæmi og era bæði þeirra á Akranesi. Þetta kemur ffarn í svari viðskiptaráðherra á Alþingi við fýrirspurn Kristjáns L. Möller þingmanns Samfýlkingarinnar. A sínum tíma lagði ríkisstjórnin einn milljarð króna til sjóðsins og var það hluti af söluverði Fjárfest- ingabanka atvinnulífsins hf. I lög- um um sjóðinn segir að hann skuli stuðla að nýsköpun og atvinnu- uppbyggingu með áherslu á lands- byggðina, einkum á sviði upplýs- inga- og hátækni. Alls hefur sjóð- urinn fjárfest í 27 fýrirtækjum og þrátt fýrir þessa áherslu á lands- byggðina era flest þeirra, eða 15 talsins, í Reykjavík. Aðeins tvö þeirra er að finna í Norðvestur- kjördæmi og era þau bæði á Akra- nesi. Annars vegar er það Bergspá ehf. sem vinnur að gerð hugbún- aðar til greiningar á steinefnum og hins vegar Foxhall ehf. sem þróar og framleiðir eldvarnarfamað. H3 Karlakórinn Lóuþrælar og Sönghópurinn Sandlóur úr Húnaþingi halda tónleika í Reykholtskirkju síðasta vetrardag, miðvikudaginn 19. apríl kl. 21:00 Söngstjóri Lóuþræla er Guðmundur St. Sigurðsson. Undirleikarar eru Elinborg Sigurgeirsdóttir, Þorvaldur Pálsson og Guðmundur Helgason. Þetta eru sjöttu tónleikar kóranna á starfsárinu. Lagaval er fjölbreytt, eftir innlenda og erlenda höfunda. "X. Aðgangseyrir er kr. 1500. IKvcðjum vdurinn með hressilegum hcdti - syngjum vorið i svdtina. % :j jLÓujrrœlar oy Sandlóur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.