Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2006, Síða 4

Skessuhorn - 19.04.2006, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 ^ttCSSUIÍUÚi Ofsaakstur í Borgarfirði BORGARNES: Lögreglan í Borgarnesi tók 60 ökumenn fyrir ofhraðanaksturumpáskana. Þá voru 3 ökumenn teknir fyrir ölv- un við akstur. Þrjú minniháttar umferðaróhöpp urðu í umdæm- inu og öll án meiðsla. Sautján ára Borgfirðingur var mældur á ofsahraða á Borgar- fjarðarbraut um páskana. Tók hann fram úr lögreglubifreiðinni á mikilli ferð og jók ferðina þeg- ar honum voru gefin merki um að stöðva. Lögreglan hætti eftír- förinni þegar ljóst var að um ofsaakstur var að ræða. Nokkru síðar var farið heim til öku- mannsins og hann handtekinn og færður til yfirheyrslu. Var öku- maðurinn sviptur ökuleyfi vegna hraðakstursins á staðnum. -bg Viðskiptaháskól- inn þróar jafii- réttiskennitölu BIFRÖST: Rannsóknarsetur vinnuréttar og jafnréttismála Viðskiptaháskólans á Bifröst mtm standa að verkefrd sem birta á upplýsingar tíl að sýna árangur íslenskra stórfyrirtækja í jafnrétt- ismálum. Þróuð verður jafn- réttiskenntitala sem sýna á fjölda kvenkyns stjómarmanna í hverju fyrirtæki fyrir sig ásamt fjölda og kyni æðstu stjórnenda þeirra. I dag era einungis fimm fyrirtæki með jafnmargar eða fleiri konur en karla í stjóm en það vekur undrun þegar þátttaka kvenna í atvinnulífinu á Islandi er eins mikil og raun ber vitni. Verkefh- ið verður unrúð í samstarfi við Viðskiptaráðuneytið, Samtök at- vinnulífsins, Félag kvenna í at- vinnurekstri, Jafnréttisráð og Jaftiréttisstofu. -kóó Böm á óskráð- um fjórhjólum SNÆFELLSNES: Fyrir helgi stöðvaði lögreglan á Snæfellsnesi tvo menn sem óku um á fjórhjól- um innan marka Þjóðgarðarins þar sem aksmr slíkra tækja er með öllu óheimill. I síðastliðinni viku hafði lögreglan svo afskipti af tveim börnum, 11 og 9 ára þar sem þau óku um á óskráðum fjórhjólum á svæðinu við Amar- stapa. Fjórhjól almennt era skráningaskild og þar fyrir utan þarf ökumaður að hafa náð til- teknum aldri og hafa ökuréttindi til að mega aka slíkum tækjum. Bömin vora færð í foreldrahús og foreldrum var gerð grein fyrir hvaða reglur gilda yfir ökutæki sem þessi. Ólafur Guðmundsson, yfirlögregluþjónn Snæfellsness segir lögregluna hyggjast fylgja þessu tilviki fast eftir með auknu eftirliti fjórhjólaaksturs. Hann staðfestir að ólöglegt sé að aka fjórhljólum bæði á vegi sem og utan vegar. Strangt til tekið má aka þeim á þartilgerðum æfinga- svæðum, bændur mega nýta þau til landbúnaðarstarfa og björgun- arsveitarmenn til björgunar- starfa. -bg Glæsilegri leiktíð loldð hjá Skallagrími Árangursríkri leiktíð hjá körfuknatdeiksliði Skallagríms lauk í Borgamesi í fyrrakvöld þegar lið Njarðvíkur sigraði í fjórða leik lið- anna í úrslitakeppnirmi um Islands- meistaratitlilinn. Njarðvíkingar hömpuðu því Islandsmeistaratidin- um en Skallagrímsmenn geta mjög vel við unað að loknum besta tíma- bih þeirra frá upphafi. Fyrir leikinn á mánudagskvöldið hafði lið Njarðvíkur unnið tvo leiki í einvíginu og Skallagrímsmenn höfðu unnið einn. Það verður að segja það eins og er að það var betra liðið sem vann í þessum leik því að- eins í fyrsta leikhluta var jafnræði með liðunum. Þegar yfir latik höfðu Njarðvíkingar skorað 81 stig en leikmenn Skallagríms 60 stig. Ekki fór ffam hjá neinum að þreyta setti mikið strik í leik Skallagrímsmanna enda tömin verið mikil í undanúr- slitum og nú í fjóram leikjum í úr- slitarimmunni. Georg Byrd var stigahæstur í liði ---7---------------- Utíbú KB banka í Borgamesi flytur í nýtt og stærra húsnæði LiS Skallagríms á verðlaunapalli, hér að búa sig undir að taka við sigurlaunum fyrir annað sœtið. Enginn sérstakur ánægjusvipur á piltunum, en vel mega þeir þó við una. Til hamingju Borgnesingar allir! Skallagríms með 20 stig, Pálmi Þór Sævarsson skoraði 9 stig og það gerði einnig Pétur Már Sigurðsson. Jovan Zdravevski skoraði 8 stig, Dimitar Karadovski 5, Hafþór Gunnarsson 4 og Axel Kárason 4 stig. Þrátt fyrir að hafa tapað rimm- unni við Njarðvík geta allir þeir sem að liði Skallagríms stóðu borið höf- uðið hátt eftir leiktíðina því árang- urinn er glæsilegri en flestir þorðu að vona. Ekki má þar gleyma hlut stuðningsmanna liðsins sem fylgdu liðinu vel eftir og studdu það með ráðum og dáð í leikjum þess. HJ Gylfi Amason. Næstkomandi föstudag, 21. apríl, flyst útibú KB banka í Borgarnesi í nýtt og stærra húsnæði að Brúar- torgi 4. Við hönnun húsnæðisins er tekið mið af þjónustustefnu bankans og áhersla lögð á rými fyrir persónu- lega ráðgjöf og þjónustu, jafnt við einstaklinga sem atvinnulíf. Ahersla er lögð á sýnileika starfsfólks í opn- um rýmum með glerskilrúmum, en um leið er komið til móts við aukn- ar þarfir viðskiptavina um næði hjá þjónustufúlltrúum. I tilefni þessara tímamóta verður tekið á móti viðskiptavinum og gestum með kaffi og meðlæti á föstudeginum og daginn eftir, laug- ardaginn 22. apríl, er efnt til fjöl- skylduskemmtunar í nýja húsnæð- inu ffá klukkan eitt til fjögur. Þar er vonast til að sjá sem flesta við- skiptavini og velunnara bankans í ósviknu sumarskapi. Björgvin Franz og félagar hans taka nokkur lög, nýkrýnd Idolstjarna, Snorri Snorrason, tekur einnig nokkur lög kl. 15:00 og gefur eiginhandarárit- anir, andlitsmálning fyrir krakka og ýmsar óvæntar uppákomur. Allir krakkar fá svo skemmtilega sumar- gjöf ffá bankanum. Þennan sama laugardag, klukkan 13.15, verður í fyrsta sinn efnt til svokallaðs Söguhlaups í samstarfi UMSB og KB banka. Fyrirhugað er að ffamvegis verði Söguhlaupið árviss viðburður í Borgarnesi á sumardeginum fyrsta og er mark- miðið fyrst og ffemst að laða sem flesta til þátttöku. Einu gildir hvort þátttakendur hlaupa eða ganga en hringur Söguhlaupsins liggur ffá húsakynnum KB banka að Brúar- torgi niður Kjartansgötu, Þor- steinsgötu, út á Settutanga, út Eng- lendingavík í suðurátt og að lokum upp Brákarbraut og Borgarbraut og endað aftur við húsnæði bankans. Hlaupið næstkomandi laugardag hefst kl. 13.15 og geta þátttakendur skráð sig í KB banka hjá Fanneyju á netfangið fanneyo@kbbanki.is, í síma 430 4455 eða á netfang UMSB umsb@mmedia.is. (fréttatilkynning) Síminn greiði leigu á landi undir símamastur Hæstiréttur hefúr dæmt Símann hf. til að greiða Gullveri sf. í Hafn- arfirði rúmar 665 þúsund krónur ásamt dráttarvöxtum fyrir afnot af hluta lóðar í Stykkishólmi vegna fjarskiptamasturs í eigu Símans sem þar stóð. Forsaga málsins er sú að Gullver sf. keypti fasteignina Aðal- götu 7 í Stykkishólmi af ríkissjóði árið 2001. A lóðinni var fjar- skiptamastur í eigu Símans. Arið 2002 sendi Gullver Símanum reikninga fyrir leigu vegna afnota af lóðinni en Síminn taldi sér óskylt að greiða reikningana. Fyrir dómi héraðsdómi kom ffam að mastrið hafi verið reist á árunum 1960-70 og hafi samist um endurgjaldslaus og ótímabundin af- not af því milli ríkissjóðs og Símans og einnig. Þess má geta að árið 2004 fékk Síminn eignarnáms- heimild af þeim hluta lóðarinnar er mastrið stendur á. Hæstiréttur staðfesti þá niður- stöðu héraðsdóms að þar sem Sím- inn hefði ekki getað lagt ffam nein gögn sem staðfesti efúi eða tilvist samnings um endurgjaldslaus ótímabundin afnot af lóðinni teldist ósannað að slíkur samningur hefði verið fyrir hendi. Hæstiréttur lækk- aði hins vegar leiguupphæð þá er Gullver sf. krafðist fyrir afnot af lóðinni. HJ Auður Austurlands STYKKISHÓLMUR: Skessu- horn minnir á að nú stendur yfir sýning á handverki og list- iðnaði í Norska húsinu í Stykk- ishólmi, en sýningunni lýkur á sunnudag. Þar era sýndir fjöl- breyttir munir unnir úr hráefni sem tengist Ausmrlandi, þ.e. hreindýraskinni, hreindýrs- horni og beini, lerki og líparíti. Sýndir eru munir frá tuttugu og sex aðilum. -mm Nýr aðalvarðstjórí BÚÐARDALUR: Jóhannes Björgvinsson var fyrir nokkra ráðinn aðalvarðstjóri í lögregl- unni í Búðardal og er hann eini lögreglumaðurinn í umdæm- inu. -hj Viðamikil leit að vélsleða- mönnum BORGARFJÖRÐUR: Viða- mikil leit var gerð að tveimur mönnum á vélsleðum á skír- dagskvöld og aðfararnótt föstu- dagsins langa. Mennirnir fund- ust síðan heilir á húfi næsta morgun. Þyrla frá varnarliðinu fann mennina u.þ.b. 8 km fyrir norðan þann stað sem þeir yfir- gáfu sleða sína í Hallmundar- hrauni. Leitin var mjög viða- mikil en í henni tóku þátt björgunarsveitir af sunnan-, vestan- og norðanverðu land- inu ásamt þyrlu Landhelgis- gæslunnar, þyrlu frá varnalið- inu, tvær einkaflugvélar og flugvél Flugmálastjórnar. Fjöldi þeirra sem kom að leitinni var yfir 200 manns á um 60 snjó- sleðum og 10 snjóbílum. Mest var notast við beltatæki þar sem færi á Langjökli, þar sem búist var við að mennirnir væru, var mjög erfitt. -mm Al-Anon í Borgamesi BORGARNES: Mánudags- kvöldið n.k., 24. apríl koma góðkunnir leiðarar úr Reykja- víkurdeild Al-Anon til að deila með okkur sögu sinni og reynslu af starfi sínu með Al- Anon. Undantekning verður gerð á fundarstað, en þessi fúndur verður haldinn í Safnað- arheimili Borgarnesskirkju, Borgarbraut 4, kl 20:30. Viku- legir fundir fjölskyldudeildar Al-Anon í Borgarnesi eru ann- ars haldnir á sama tíma í Skóla- skjóli grunnskólans, Gunn- laugsgötu 21. Hvetjum fólk til að mæta, allir velkomnir. Kaffi verður í boði. www.al-anon.is -(fréttatilk.) WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgamesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1000 krónur með vsk. á mánuði en krónur 900 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 300 kr. SkRIFSTOFUR BLAOSINS ERU OPNAR KL. 9-16 alla virka daga Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.