Skessuhorn - 19.04.2006, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006
okltMVnuhJ!
Fjölbreytt þjónusta
jyrir aldraða
Fjárhagsstaða Akranesbæjar hefur aldrei í
sögu bæjarfélagsins verið eins sterk og hún er í
dag. Þökk sé þeim sem hafa staðið við stýrið og
stjómað undanfarin ár. Þessi sterka staða gerir
okkur kleift að veita bæjarbúum fyrirmyndar
þjónustu á öllum sviðum. Við framsóknarmenn
leggjum mikla áherslu á að eldri borgarar séu
ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá hér á Akra-
nesi og viljum að málefni þeirra hafi forgang.
Hvað er það sem aldraðir telja helst að þurfi
að bæta og hvað er það sem þeir telja brýnast að
huga betur að? Flestir nefha heimaþjónustu,
heimahjúkrun og meira öryggi. Það er vilji okk-
ar ffamsóknarmanna á Akranesi að samþætta og
samræma heimaþjónustu Akraneskaupstaðar
við heimahjúkrunina sem veitt er hjá Sjúkrahús-
inu og heilsugæslustöðinni á Akranesi (SHA).
Mikilvægt er að það þjónustustig sem veitt er
taki mið af þörfum og ástandi hins aldraða og að
þjónustan sé veitt allan sólarhringinn. Með
þessu móti má lengja þann tíma sem aldraðir
geta búið heima hjá sér en það er auðvitað á-
kjósanlegast. Bæjaryfirvöld á Akranesi undirbúa
nú í samvinnu við SHA að með ffamangreind-
um hætti skuli unnið og að það skufi gert hratt
og vel. Það er ljóst að á Akranesi mun þörfin
fyrir fjölgun stoffnmarrýma ráðast verulega af
því hve vel tekst til í þessum efhurn. A Höfða er
glæsilega staðið að málum og nú stendur fyrir
dyrum að stækka húsnæðið, þarfir heilabilaðra
þurfa að hafa þar forgang. A næstu misserum
munu hefjast framkvæmdir á Höfðasvæðinu við
12 íbúða hús fyrir aldraða. Svo það er óhætt að
segja að margt er að gerast í þessum málaflokki.
Fjölbreytni í húsnæðismálum aldraðra er
nauðsynlegt, þar þarf að taka mið af aðstæðum
hvers og eins. Nýlega hefur skipulags- og um-
hverfisnefnd Akraneskaupstaðar ákveðið að
auglýsa deifiskipulagstillögu um húsnæði sem
afmarkast af Kirkjubraut, Háholti og Heiðar-
braut. Við val á þeirri staðsetningu var reynt að
taka mið
af þörfum
aldraðra
hvað varð-
ar stærð á
íbúðum,
nálægðar
við þjón-
ustu s.s. sjúkrahúsið, apótekið og verslunar-
kjama. Tillögur era uppi um að íbúðirnar verði
að stærstum hluta sjálfseignaríbúðir en einnig
að hluta leiguíbúðir. Einnig er fyrirhugað að í
þessu húsnæði verði starfsstöð fyrir félagslega
heimaþjónustu og heimahjúkrun auk þess sem
æskilegt er að stór hluti af félagstarfi eldri borg-
ara á Akranesi flytji í húsið. Helsti kostur þjón-
ustuíbúða sem þessara er að íbúar eiga þess kost
að velja sjálfir hversu mikla þjónustu þeir kjósa
auk þess sem íbúum er tryggt fullnægjandi ör-
yggi og félagsleg tengsl.
Mikilvægt er að vel takist til í allri þjónustu
við aldraða. Að þeim standi til boða fjölbreytt
úrræði í húsnæðismálum og þjónusta ekki síst til
að koma í veg fyrir félagslega einangrun til að
tryggja fjárhaglegt sjálstæði og aukið öryggi í
daglegu lífi. Nýskipaður heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra, Siv Friðleifsdóttir mun vera
með opinn fund 2. mai n.k þar sem ffambjóð-
endur Framsóknarflokksins munu sitja fyrir
svörum og kynna stefhumál sín. Það er von mín
að sá fundur verði fjölmennur og þar láti menn
ekki sitt eftir liggja, viðri skoðanir sínar og komi
með gott innlegg sem nýtist málaflokknum til
ffamtíðar. Enginn ábyrgur stjómmálamaður
getur lofað öldruðum áhyggjulausu ævikvöldi,
en það er hægt að lofa því að leggja sig allan
ffam um að aðstæður allar verði sem ákjósan-
legastar.
Með kveðju, Guðni Tryggvason,
Höfundur skipar 3. sæti á lista
Framsóknarflokksins á Akranesi.
Sterkara samfélag
- allir með
Undirritaður hefur lengi staðið vaktina
fyrir Skagamenn. Eg hef átt því láni að
fagna að njóta trausts til að leiða bæjarfé-
lagið í samfelld átta ár með ágætu sam-
starfsfólki og á þeim tíma tekið margar
afar örlagaríkar ákvarðanir sem bæjarbúar
njóta nú góðs af og munu njóta um ókom-
in ár. Og enn er ég beðinn að taka slaginn.
Það geri ég glaður og bjartsýnn sem jafn-
an fyrr, því ekkert er eins skemmtilegt og
að koma góðum málum til leiðar og sjá
hugmyndir verða að veruleika. Skaga-
menn státa nú af því að bærinn sé rekinn
af miklum metnaði og sé fjárhagslega
mjög öflugur eins og ársreikningurinn fyr-
ir 2005 sannar, þjónusta á öllum sviðum sé
góð og ódýr. Skólarnir okkar skari fram úr
og uppbyggingin blasi við hvert sem litið
er. Það er vissulega gaman að geta horfi
um öxl og hafa tekið þátt í þessu. Grund-
völlurinn er traustur til þess að byggja á
nýja sigra. Næsta kjörtímabil verður
spennandi tími þar sem ný viðhorf og
ferskar hugmyndir fá að njóta sín ef Sam-
fylkingin fær að vera í fararbroddi í bæjar-
málunum.
Margt af því sem sveitarfélög fást við er
bundið í lögum og reglugerðum og á að
tryggja íbúunum grunnþjónustu, en svig-
rúmið á Akranesi til að bæta um betur er
svo sannarlega fyrir hendi, þökk sé ffábær-
um árangri í rekstri bæjarfélagsins. Mis-
mun á búsetuskilyrðum milli sveitarfélaga
má meðal annars kenna ólíkri fjárhags-
stöðu. Akurnesingum er hins vegar ekkert
að vanbúnaði og ég legg höfuðáherslu á að
bæta búsetuskilyrðin enn frekar á næsta
kjörtímabili, auka þjónustu við alla aldurs-
hópa, eldri borgara, barnafjölskyldur og
trnga fólkið og lækka þjónustugjöld.
A lista Samfylkingarinnar er fólk með
ferskar
og fram-
s æ kn a r
h u g -
myndir,
ungt fólk
sem vill
vinna af
krafti og heiðarleik í þágu góðs málstaðar.
Ekkert framboð á Akranesi býður fram
jafn glæsilegan hóp nýrra frambjóðenda.
Þar fer saman fjölþætt menntun og marg-
háttuð reynsla auk hugmyndaauðgi, bjart-
sýni og skemmtilegheita. Að sinna störf-
um fyrir bæinn sinn á að vera gefandi og
gaman og krafturinn og sköpunargleðin
eru ríkjandi í hópnum. Skagamenn ættu
því ekki að vera í vanda að velja sér fólk til
forystu í vor.
Kosningar snúast um framtíðina, lífs-
kjörin og það sameiginlega umhverfi sem
við viljum búa okkur. Þær snúast um mál-
efni og fólk. Allir flokkar þykjast allt í einu
núna vera samfélagssinnaðir. Hjá okkur í
Samfylkingunni er það grundvallaratriði,
lífsviðhorf en ekki kosningamál. Fram-
bjóðendur Samfylkingarinnar eru félags-
sinnar í huga og hjarta. Það gerir nefni-
lega gæfumuninn. Þess vegna erum við ör-
ugglega best í því að vinna saman að heild-
arhagsmunum, velferð og virku lýðræði og
tryggja jöfnuð í samfélaginu. Við látum
öðrum eftir einstaklingshyggjuna, stjórn-
lyndið og græðgisvæðinguna.
Sveinn Kristinsson,
formaður Bœjarráðs
Akraneskaupstaðar.
1/tituiht’uuó Bráðgreindur og bjútífúl - og bragðar það ekki lengur
Haukur Júlíusson
skrifaði mér og öðr-
um lesendum í síð-
asta blaði og upplýsti
okkur um vísuna
„Ideologiskt er það
dautt“ og einnig um
vísur um Jámblendi-
verksmiðuna sem
auglýst var eftir upp-
lýsingum um í síð-
asta þætti. Hafi þessi
skrif farið ffam hjá einhverjum vísa ég til
þeirra þar og tel mig ekki hafa neinu þar við
að bæta nema þakklæti til Hauks fyrir upp-
lýsingarnar og falleg orð um mig sem mér
finnst ég svosem ekkert hafa til tmnið.
Ennþá lifir stakan góðu lífi efdr því sem
best er vitað og vonandi ástæðulaust að rifja
upp vísu Kristjáns Amasonar sem harm orti
eftir að kynnt höfðu verið úrslit ljóðasam-
keppni:
Rímuð Ijóð eru gamalla manna gjamm
og geta ei lengur talist lifandi auður.
jarðarförin hefur nú farið fram
í fullri óþökk þess er talinn var dauður.
Siglfirðingar tveir vel hagmæltir stunduðu
það nokkuð að viðra hunda sína í fjörunni og
létu þá gjarnan hvor annan heyra það nýjasta
af ffamleiðslunni. Einhverntíma stakk Bald-
ur Þór Bóasson eftirfarandi að Sigurði Frið-
rikssyni:
Ennþá virðist karlinn kúl,
konu sinni fengur,
bráðgreindur og bjútífúl
og bragðar það ekki lengur.
Og til baka kom þessi:
Alla tíð frá æsku var
ekki byggt á sandi.
Maðurinn eins og múví-star
mógúll sjarmerandi.
Þetta hefur greinilega verið glæsimenni
sem um var ort enda ekki ástæða til að yrkja
um okkur hina. Effir myndum að dæma hef-
ur Bjarni Jónsson ffá Gröf verið heldur
myndarlegur kall en einhverntíman orti
hann að vorlagi:
Lýstur bjarma á lífsins spor,
Ijóssins hvarmar skína.
Breiðir arma indœlt vor
yfir harma mína.
Vorið var lengi aðaltími búferlaflutninga
og er karmske enn. Eihverntíma munu þeir
hafa verið að aðstoða við flutninga, Agúst
Halblank og Björn Axfjörð Sigfússon þeg-
arAgúst lagði eftirfarandi fyrripart fyrir
Bjöm:
Nú í bala bera skal
brothœtt talið glingur.
Björn svaraði að bragði:
Fram til dala fljóð við hal
fagurgala syngur.
Þorsteinn Jakobsson ffá Hreðavatni eða
„Steini Hreða“ var maður ágætlega hag-
mæltur og fluggreindur en sá ekki endilega
nauðs)m þess að elta skoðanir annarra í
hverju máli. Hann mun hafa verið í vinnu-
mennsku eða kaupavinnu norður í Skagafirði
þegar eftirfarandi vísa varð til:
Gullhlaðseik með brennheitt blóð
bregður á leik í hjöllum.
í mér kveikir girndarglóð
Gunna á Reykjavöllum
Það hefur hent margan góðan mann bæði
fyrr og síðar að verða fótaskortur á tungunni
þó mönnum sé vissulega mis hnotgjamt þar
sem annarsstaðar. Sigvaldi Jónsson Skagfirð-
ingaskáld orti um góðbónda einn og mikinn
sómamann í nágrenni sínu, sem var mjög
mismælagjarnt:
Oft ég hlœ að orðum Steins,
er það Ijótur siður.
En hvenær fæðist annar eins
axarskaftasmiður.
Líklega hefur það ekki verið sá hinn sami
þó það sé svosem ekki útilokað er sagði svo
ffá ferðalagi sínu í samantekt einhvers til-
heyranda:
Eg það segi aldrei satt
að áin fór í sleðann.
Illa Skjóni af mér datt,
ég hljóp kyrr á meðan.
Það var á sínum tíma töluvert umdeilt
hvort atómljóð væri ljóð eða bara texti og
sýndist sitt hverjum í því máli sem fleirum
(og sýnist jafnvel enn). Einhverntíman á
upphafstímum atómskáldskaparins orti
Bjarni ffá Gröf:
Atómskáldin eru hraust,
andinn frjór og sprækur.
Endast líka endalaust
allar þeirra bœkur.
Það er nú svo að ekki er við að búast að við
vesælir menn endumst endalaust eins og
bækur atómskáldanna enda kannske meira
blaðað í hausunum á okkur. A seinni ámm
sínum kvað Arni Ola blaðamaður:
Fyrrum bragar bjó ég klið
best sem haga sá ég,
en nú jagast Elli við
alla daga má ég.
Á líkum nótum orti Theódór Einarsson:
Fyrr ég gat á árum ort
eins og best ég vildi.
Nú er ég eins og kreditkort
sem komið er úr gildi.
Margir hafa borið ffam í vísu ósk sína um
brotthvarf sitt úr þessari jarðvist og hvernig
þeir atburðir mættu best gerast. Björn Pét-
ursson ffá Sléttu orti:
Lífdaga þá linnir glaum
létt á jarðarsveimi,
berðu mig í blíðum draum
burt úr þessum heimi.
Sá ffægi hesta og gleðimaður, Jón Ásgeirs-
son á Þingeyrum virðist ekki hafa verið of
sáttur við lífið þegar hann kvað:
Ég vil deyja undir eins
öllu svo ég gleymi.
Það er allt til mæðu og meins
mér í þessum heimi.
Við skulum svo ljúka þessum þætti með
þessum ágætu vísum effir Eðvald Halldórs-
son á Stöpum á Vatnsnesi:
Degi lýkur, glitrar grund,
gulli flíkar blœrinn.
Tregi víkur, styttir stund
stökuríkur blœrinn.
Lúinn sest við liðinn dag,
Ijós í vestri skína.
Sé nú best við sólarlag
suma bresti mína.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S435 1367 og 849 2715
dd@simnet.is