Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2006, Side 5

Skessuhorn - 19.04.2006, Side 5
SÍESáliiiÖEí i MIÐVIKUDAGUR 19. APRÍL 2006 iUR 5 Anægja með fjölmennan fnnd um Mýraeldana A myndinni má sjá Borgþór Magnússon og Guömund Guðjónsson starfsmenn Náttúru- frÆstofiiunar Islands fara yfir stöíu gróSurs á Mýrum. Einnig ?ná sjá Pál Brynjarsson bcejarstjóra í Borgarbyggð sem stjómaði fundinum og Theodór Þórðarson yfirlögregluþjón í Borgamesi. Um 50 manns sátu fund í Lyng- brekku á Mýrum á þriðjudag í síð- ustu viku þar sem rætt var um sinu- brunana miklu er þar geisuðu á dögunum. Það voru bæjarstjórn Borgarbyggðar og sýslumaðurinn í Borgarnesi sem boðuðu til fundar- ins. I fundarboði sagði að tilgangur fundarins væri fyrst og fremst sá að fara yfir málin og draga lærdóm af þeirri dýrkeyptu reynslu sem slökkvilið, lögregla og ekki síst íbú- ar hlutu þessa daga. Theodór Þórðarson, yfirlög- regluþjónn í Borgarnesi rakti þróun sinueldanna og skýrði störf lögregl- unnar. Bjarni Þorsteinsson, slökkvi- liðsstjóri í Borgarnesi fór yfir störf slökkviliðsins þessa daga. Þá fóru starfsmenn Náttúrufræðistofhunar Islands þeir Borgþór Magnússon, plöntuvistffæðingur og Guðmund- ur Guðjónsson, landfræðingur yfir gróðurfar á svæðinu og hugsanleg- ar afleiðingar eldanna á gróður. Að framsöguerindum loknum voru ffjálsar umræður og gafst fundar- mönnum þá færi á því að segja sína skoðun á málinu og leggja ffam fyr- irspurnir til þeirra er komu að mál- um. Fram kom á fundinum að eldur- inn hefðu í raun notið bestu að- stæðna sem völ var á, það er að hvasst hefði verið í veðri, sina mik- il og loftraki lágur. Því hefði í raun getað farið mun verr en raun varð á og eldurinn hefði farið bestu mögulegu leið til sjávar. Einnig kom fram að eldarnir hefðu verið það mikhr að myndast hefði sér- stakt veðurkerfi við þá sem hefði gert slökkvistarfið erfiðara. Samkvæmt rannsóknum Nátt- úruffæðistofhunar voru það í heild- ina 67 ferkílómetrar lands sem eld- urinn fór um. Hvað gróður varðar kom ffam hjá Bergþóri að fyrstu rannsóknir sýndu að hann hefði ekki farið jafn illa og óttast var í upphafi. Rannsóknir eru þó skammt á veg komnar og því of snemmt að slá neinu föstu. Sem dæmi nefndi Borgþór að fífan myndi án efa taka við sér í sumar en fjalldrapi og lyng yrði nokkur ár að jafna sig. Bjarni Þorsteinsson segist afar ánægður með fundinn. Nauðsyn- legt hefði verið að fara yfir málin á opnum fundi og það hefði tekist. Hann taldi fundinn hafa hreinsað nokkuð andrúmsloftið milli íbúa svæðisins og þeirra er stóðu í eld- línu slökkvistarfanna. Mikilvægast væri að allir drægju lærdóm af því sem gerst hefði. Stefán Skarphéðinsson, sýslu- maður sagði fundinn að sínu mati hafa verið mjög góðan. Greinilega hefði margt í máli framsögumanna skýrt ýmislegt sem íbúar hefðu ver- ið að velta fyrir sér að undanförnu. Því hefði fundurinn náð þeim markmiðum sem sett voru og án efa væru allir sem að málum koma hæf- ari til þess að takast á við verkefni sem þessi í ffamtíðinni. HJ Fagþekkingu hefur hrakað í fiskvinnslu Eftir að Fiskvinnsluskólinn í Hafirarfirði og Fiskvinnsludeildin á Dalvík hættu starfsemi hefur þess orðið áþreifanlega vart að fagþekk- ingu hefur hrakað í fiskvinnslu og ber brýna nauðsyn að bæta þar úr. Þetta kom fram í svari sjávarútvegs- ráðherra á Alþingi við fyrirspurn Jóns Kr. Oskarssonar varaþing- manns um menntun fiskvinnslu- fólks. Varaþingmaðurinn spurði hvort ráðherrann teldi þörf á því að efla menntun fiskvinnslufólks hér á landi og ef svo er hvernig þá væri best gert. I svari ráðherra kom fram að ljóst sé að efla þurfi fagþekkingu og menntun fiskvinnslufólks á Is- landi vegna sífellt meiri krafna frá mörkuðum. I dag gefst ófaglærðum starfsmönnum kostur á að sækja 40 tíma námskeið sem starfsfræðslu- nefnd fiskvinnslunnar stendur fyrir. Þá væru einnig í boði ýmiskonar styttri námskeið á vegum annarra aðila meðal annars einkaaðila. Þar sem fagþekkingu hefur hrakað undanfarin ár hafi ráðu- neytið skipað starfshóp sem vinnur að úrbótum og er honum ætlað að koma á skipulegri fræðslu fyrir millistjórnendur í vinnslunni og standa vonir til að hægt verði að bjóða 3-4 vikna námskeið frá og með næsta hausti. Þá spurði þingmaðurinn hvort ráðherra teldi koma til greina að endurvekja Fiskvinnsluskólann í einhverri mynd. I svari ráðherra kemur fram að lítil aðsókn hafi ver- ið í nám af þessu tagi og því væri enginn fiskvinnsluskóli starfandi í landinu núna. Sérstök sjávarútvegs- deild hafi verið sett á fót í Fjöl- tækniskólanum og unnið sé að því að koma „á fót fjölvirkjanámi með áherslu á fiskvinnslu á vegum Mennta- og matvælaklasa Vaxtar- samnings Eyjafjarðar" eins og segir orðrétt í svari ráðherra. HJ Skeifudagurinn á Miðfossum á laugardagmn Næstkomandi laugardag, þann 22. apríl verður haldinn hinn árlegi Skeifudagur við LBHI á Hvann- eyri. Þennan dag, eins og verið hef- ur um áratuga skeið, kynna nem- endur í hrossarækt árangur vetrar- starfsins. Morgunblaðsskeifan verður afhend þennan dag en hún er veitt fyrir bestan árangur í tamn- inga- og reiðkennslunámi vetrarins. Hver nemandi hefur verið með 2 hross í þjálfun í vetur. Eitt frum- tamningartryppi og munu þau sýna ýmsar aðferðir við tamningar á þeim. Einnig hafa þau verið með í kennslunni taminn hest og munu þau keppa um Gunnarsbikarinn á honum. En Gunnarsbikarinn gáfu Bændasamtök Islands af miklum rausnarskap í nafni Gunnars heitins Bjarnasonar sem einmitt stofnaði reiðskóla á Hvanneyri á sínum tíma sem oft hefur verið kallaður fyrsti reiðskólinn á Islandi. Ymsar óvæntar og skemmtilegar uppákomur verða í tilefni dagsins og til að fagna vorkomunni. Kenn- arar á Hvanneyri í vetur voru þau Reynir Aðalsteinsson, tamninga- meistari, Oddrún Yr Sigurðardóttir og Gunnar Reynisson, reiðkennar- ar. Haldin verður opin töltkeppni í tengslum við daginn og verða veg- legir vinningar í boði. Dagurinn verður haldinn hátíð- legur að Miðfossum en þar hefur öll verkleg kennsla í hrossarækt far- ið fram í vetur. MM Stórtónleilcar ísumarbyrjun Kirkjukór Akraness heldur tvenna tónleika föstudaginn 21. apríl n.k., kl. 19:30 og 22:00. Þar munu koma fram auk kórsins söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Óskar Pétursson og Auður Guðjohnsen. Undirleikari verður Jónas Þórir. Stjórnandi kórsins er Sveinn Arnar Sæmundsson. Á efnisskránni verða m.a. íslensk ættjarðar- og þjóðlög, óperukórar, einsöngur, dúettar og margt fleira. Athligið: Forsaia aðgöngumiða verður ÍVersluninni Bjargi, Stillholti s 14, Akranesi, dagana 18. og 19. apríl. \ Miðaverð er kr. 1.500. Vinsamlegast athugið að ekki verður \ tekið við greiðslukortum. o X f Missið ekki af þessum merka viðburði. Góða skemmtun! Kirkjukór Akraness Vortónar í Logalandi v Söngfélag Þorlákshafnar og Freyjukórinn troða upp með fjölbreytta söngskrá laugardaginn, 22. aprílkl. 17:00. Stjórnendur kóranna eru þau: Róbert A. Darling og Zsuzsanna Budai Vor 1 huga og hjarta - verið velkomin! Akraneskaupstaður Styrkir til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi Akraneskaupstaður veitir nú 2000 þús.kr. til íþrótta- og tómstundafélaga á Akranesi. Markmiðið er að styrkja virk sjálfstætt starfandi tómstunda- og íþróttafélög a Akranesi til að halda uppi öflugu starfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-19 ára. Lögð er sérstök áhersla á að styrkja starf með ungmennum á aldrinum 13-19 ára vegna mikils brottfalls úr skipulögðu félagsstarfi á þessum aldri. Umsóknir berist á skrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð. Aðeins er tekið við umsóknum á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem liggja frammi f afgreiðslu Akraneskaupstaðar og á heimasíðunni www.akranes.is Styrktímabil er 1. júlí - 31. desember 2005 og verða styrkir greiddir út þann 1. júní 2006. Umsóknarfrestur er til 15. maí 2006. Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri fræðslu-, tómstunda- og íþróttasviðs í síma 433 1000.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.