Skessuhorn


Skessuhorn - 19.04.2006, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 19.04.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. APRIL 2006 Sam- dráttur í lönduðum afla I mars var landað í höfnum á Vesturlandi samtals 21.217 tonnum af sjávarfangi. Er það tun 9,7% samdráttur frá sama mánuði í fyrra þegar 23.514 tonnum var landað. Mestu mun- ar að í fyrra var landað 13.987 tonnum af loðnu en aðeins 259 tonnum í ár. I fyrra var hins veg- ar engum kolmunna landað en í ár var landað 10.894 tonnum. Af öðrum tegundum má nefna að í ár var landað 5.124 tonnum af þorski en á sama tíma í fyrra var landað 5.294 tonnum. Fyrstu þrjá mánuði ársins var landað 45.301 tonni af sjávarfangi á Vesturlandi en á sama tíma í fyrra hafði verið landað 55.382 tonnum. Samdrátturinn á milli ára er því 18,2%. Mestu munar um minnkandi loðnuafla. I fyrra var landað 31.220 tonnum en í ár var aflinn 9.929 tonn. HJ Til minnis Við minnum á útgáfukynn- ingu í Fossatúni kl. 20.30 ann- að kvöld. Þar mun Bjarni Guð- mundsson á Hvanneyri kynna nýútkominn hljómdisk sinn „Að sumarlagi". Á honum eru frumsamin lög við Ijóð Guð- mundar Inga Kristjánssonar og fleiri. Veðfyrhorfivr Á sumardaginn fyrsta er gert ráð fyrir hægviðri og skýjuðu veðri. Hiti verður á bilinu 1-6 stig. Á föstudag gengur í all- hvassa suðaustanátt með slyddu, en síðar ricjningu enda hlýnar í veðri. A laugardag lægir og dregur úr úrkomu. SpMrnin^ viMnnar í síðustu viku voru lesendur spurðir hvort þeir hygðu á ferðalög um páskana. Tæp- lega 80% þeirra er svöruðu sögðust ætla að vera heima, 4% hugðu á ferðalög erlendis og 16% svarenda ætluðu í ferðalög innanlands. í næstu viku spyrjum við: „ Verður sumarið sólríkt og gott" Svaraðu án undanbragða á www.skessuhorn.is Vestlendinjnr viknnneir Vestlendingar vikunnar eru leikmenn og aðstandendur körfuknattleikslið Skallagríms, sem varð í öðru sæti íslands- mótsins í körfuknattleik. Bar- átta þeirra og árangur vakti aðdáun um allt land. Nýr björgunarsveitarbíll í Olafevík Björgunarsveitin Sæbjörg í Olafsvík hefur fest kaup á nýjum björgunarsveitabíl. Bíllinn mun leysa af hólmi Ford Econoline bif- reið sem sveitin seldi á dögunum en sá bíll hafði þá þjónað sveitinni frá árinu 1983. Nýi bíllinn er af gerð- inni Ford Excursion og er árgerð 2006. Bíllinn er átta manna bíll en ef í honum eru sjúkrabörur þá er samt sem áður sæti fyrir 5 menn. Bíllinn er innfluttur af IB bílum á Selfossi og mun verðið á bílnum vera 3,8 milljónir eftir að sveitin fékk niðurfellingu á aðflutnings- gjöldum og virðisaukaskatti. Bfllinn fer í breytingar í sumar og er gert ráð fyrir að þær breytingar muni kosta u.þ.b. 3 milljónir eftir að virðisaukaskattur hefur verið endurgreiddur af þeim. Samtals er Sæbjörg því að greiða 6,8 milljónir fyrir bílinn en bíll af þessari gerð kostar 6 milljónir hjá u m b o ð i n u , óbreyttur. Eins og áður segir þá mun bíllinn fara í breytingar í sumar og verður hann þá m.a. hækkaður upp og settir á hann kantar svo að hægt verði að koma undir hann 46“ dekkjum, settur verður skriðgír í bflinn sem og annar búnaður sem nauðsynleg- ur er í bfla sem eiga að geta farið allt í snjó og á jöklum. I bflnum er V8 díselvél sem skilar 325 hestöfl- um og ekki veitir af þar sem að þetta er stór og þungur bfll. A næstunni mun björgunarsveit- in fara í að afla fjár til þessa verk- efhis. Af snb.is/ Ljósm: Alfons Finnsson Prestssetrasjóður sýknaður af kröfii sóknarprestsins á Saurbæ Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað Prestssetrasjóð af kröfum sóknarprestsins á Saurbæ á Hval- fjarðarströnd sem taldi að skaða- bætur, vegna lagningu háspennu- línu, að fjárhæð rúmar 9,3 milljón- ir króna ættu að renna til sín í stað sjóðsins. Forsaga málsins er sú að sóknar- presturinn hefur setið á Saurbæ frá miðju ári 1996 og frá þeim tíma hefur hann verið umráðamaður eða ábúandi jarðarinnar. Þrátt fyrir ít- rekaðar óskir um að gengið yrði frá samningi um afnot hans af jörðinni hafi það ekki verið gert fyrr en í ársbyrjun 2001. Síðar hafi Lands- virkjun tekið ákvörðun um að leggja Sultartangalínu 3 um land jarðarinnar og einnig að breyta legu Brennimelslínu 1 á jörðinni. Matsnefnd eignarnámsbóta hafi ákveðið árið 2004 að bætur skyldu koma í staðinn að fjárhæð rúmar 9,3 milljónir króna. Taldi sóknarpresturinn að bæt- urnar skyldu, samkvæmt samningi, renna til sín en stjórn Prestssetra- sjóðs taldi að bæturnar skyldu renna í fymingarsjóð prestsseturs- ins til viðhalds og endurbóta á því. I kjölfarið höfðaði sóknarprestur- inn skaðabótamál. Taldi hann að með lagningu línunnar hefði skert nýtingarmöguleika hans á jörðinni og þar með möguleika hans til tekjuöflunar. Vísaði hann meðal annars til þess að skamkvæmt aðal- skipulagi hafi verið gert ráð fyrir byggingu frístundabyggðar og hefðu tekjur af slíkri uppbyggingu komið í hans hlut. Bygging há- spennulínunnar hefðu möguleika á slfkri uppbyggingu. Þá vísaði hann meðal annars til samkomulags sjóðsins við sóknarprestinn í Val- þjófsstað í Fljótsdal en hann fékk á sínum tíma helming þeirra bóta er komu í hlut jarðarinnar vegna Kárahnjúkavirkjunar. Prestssetra- sjóður kvaðst hins vegar aldrei hafa samþykkt fyrir sitt leyti að jörðin yrði nýtt til frístundabyggðar með sölu eða leigu á lóðum úr henni. I niðurstöðu héraðsdóms segir að ekki hafi verið telft fram neinum sönnunargögnum um að hann hafi orðið fyrir tjóni af lagningu línunn- ar um landið og því beri að sýkna Prestsetrasjóð af kröfum sóknar- prestsins. Þá var sóknarprestinum gert að greiða sjóðnum 250 þúsund krónur í málskostnað. Dóminn kvað upp Símon Sigvaldason hér- aðsdómari. HJ Unnið að lagfæringum • x n» / • • r *x / n i* við Sjominjasamið a Sandi Nú er unnið að nokkrum breyt- ingum á Sjóminjasafninu í Sjó- mannagarðinum á Hellissandi. Að- gengi að skemmunni þar sem ár- skipið Bliki og fleira er varðveitt og er til sýnis verður lagfært og gert auðvelt fyrir hjólastóla að komast þar um. Einnig verður snyrtiað- stöðunni breytt í sama augnamiði. Þá er verið að lagfæra aðstöðu safn- varðar, bæði til að þjóna gesmm betur svo og að bæta vinnuaðstöðu. Stjórn safnsins vinnur að undir- búningi að byggingu annarrar skemmu á safnsvæðinu. Þar er fyr- irhugað að varðveita og sýna ára- skipin tvö sem safnið á. Það er át- tæringar sem báðum var róið heðan frá Hellissandi í áratugi, til ársins 1965. Bliki var smíðaður árið 1826 og Olafur Skagfjörð um 1860. Vænst er að bygging þessa nýja húss hefjist síðari hluta sumars í ár. MM Stykkishólmsbær styrkir byggingu reiðskemmu Svo virðist sem mikið kapphlaup sé framundan í byggingu reiðhalla eða reiðskemma víðs vegar um land í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnar- innar um styrk til byggingar slíkra húsa í öllum landshlutum. Eins og ff am kemur í annarri ffétt í Skessu- horni í dag hefur bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkt stuðning við slíka byggingu þar í bæ og í síð- ustu viku samþykkti bæjarráð Stykkishólms styrk við slíka bygg- ingu í kjölfar erindis ffá Hesta- mannafélagi Stykkishólms (HEFST). I samþykktinni segir að styrkur verði veittur að fjárhæð 15 milljón- ir króna til byggingar á reið- skemmu á svæði félagsins við Fáka- borg. I þeirri fjárhæð eru gatna- gerðargjöld innifalin. Bæjarfélagið setur nokkur skilyrði fyrir styrk- veitingunni meðal annars að styrk- ur að upphæð 10 milljónir króna komi til byggingarinnar ffá Land- búnaðarráðuneytinu og aðrar fjár- mögnunarleiðir skili 5 milljónum króna. Styrkur bæjarins verður greiddur með jöfnum greiðslum á fimm árum ffá árinu 2007. HJ Gleðskapur og þónokkur ölvun SNÆFELLSNES: í nógu var að snúast hjá lögreglunni á Snæ- fellsnesi um liðna páskahelgi. Eitthvað virtist ökumönnum liggja á heim úr páskaffíinu þar sem 20 voru teknir fyrir of hrað- an akstur, þar af einn sem náðist á 132 km/klst þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 km/klst. Einn var tekinn fyrir ölvun- arakstur og utaníkeyrslu í Grtmdarfirði og við nánari leit fannst lítilræði af fíkniefhum í bfl mannsins. Talsverður rúntur var hjá lögregluxmi aðfararnótt laug- ardags því þónokkuð var um gleðskap. Olvunar og óspekta gætti helst í Grundarfirði en annars fór skemmtun að mestu þokkalega fram þrátt fyrir mikla ölvun. -bg Raftasýnbigu sebikar BORGARNES: Árlegri bif- hjólasýningu Raftanna í Borgar- firði, sem vanalega fer ffam sum- ardaginn fyrsta í Iþróttamiðstöð- inni í Borgarnesi, hefur verið seinkað. Sýningin verður að þessu sinni haldin laugardaginn 6. maí á sama stað og venjulega. -mm Hjartastuðtæki í lögreglubílmn BÚÐARDALUR: Fyrir skömmu var lögreglunni í Búð- ardal afhent hjartastuðtæki sem komið hefur verið fyrir í lög- reglubifreiðinni. Það var embættd Ríkislögreglustjóra sem útvegaði tækið og að sögn Jóhannesar Björgvinssonar aðalvarðstjóra er það kærkomið. Sem kunnugt er tókst Jóhannesi að h'fga við mann effir hjartastopp fyrir skömmu. Nýja tækið hefði auðveldað það starf mikið. -hj Reykhrebisi- búnaður kominn í lag GRUNDARTANGI: Glöggir vegfarendur sem leið áttu um Hvalfjörð tóku efrir því á dögun- urn að mengun ffá Jámblendi- verksmiðjunni á Grundartanga var meiri en venjulegt er. Að sögn starfsmanns tæknideildar fyrirtækisins varð bilun í reyk- hreinsibúnaði en viðgerð er nú lokið. Það er ekki aðeins að mengun aukist þegar reyk- hreinsibúnaðurinn bilar því um leið minnka tekjur fyrirtækisms því rykið sem hreinsað er úr út- blæstrinum er selt úr landi. -hj Vegrið bjargaði frá veltu DAI.IR: Okumann og farþega sakaði ekki þegar biffeið var ekið á vegrið við brúna á Hvolsá í Saurbæ á laugardaginn. Tahð er að ökumaðurinn, sem var við æf- ingaakstur, hafi misst stjóm á bflnum er hann lenti í lausamöl. Lenti bfllinn á vegriði sem kom um ieið í veg fyrir að bfllinn hafnaði í ánni. Átta ökumenn vom stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Búðardal um páskana. Sá sem hraðast ók var á 124 km hraða. -hj

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.