Skessuhorn - 19.04.2006, Blaðsíða 1
Virka daga 10-19
Laugard. 10-18
Sunnud. 12-18
nettð
alltaf gott - alltaf ódýrt
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI
16. tbl. 9. árg. 19. apríl 2006 - Kr. 300 í lausasölu
Fyrsta skóflustungan tekin að gatnafram-
kvæmdum i Krosslandi.
Fram-
kvæmdir
hafnar á
Krosslandi
I síðustu viku var fyrsta skóflustung-
an tekin að gatna- og veitufram-
kvæmdum í Krosslandi í Innri Akra-
neshreppi. Þar er fyrirhugað að reisa
um 400 íbúa byggð. Það er fyrirtækið
Stafha á milli ehf. sem stendur fyrir
framkvæmdunum en jarðvinnu- og
lagnaframkvæmdir annast Vélaleiga
Halldórs Sigurðssonar. Að sögn Þor-
geirs Jósefssonar, framkvæmdastjóra
Stafna á milli verður nú u.þ.b. helm-
ingur svæðisins í Krosslandi gert bygg-
ingarhæft. „Við byrjum á gatna- og
veituframkvæmdum og ráðgerum að
ljúka þeim í október í haust. I júní eða
júlí verður þó hægt að hefja fram-
kvæmdir við fyrstu lóðirnar á svæð-
inu.“ Þorgeir segir að í þessum áfanga
verði byggt á 24 einbýlishúsalóðum,
þ.a. 12 hús á einni hæð og 12 á tveim-
ur. Fjórar lóðir verða undir 42 íbúðir í
tveggja hæða raðhúsum eða á sérhæð-
um. Þá verða þrjár lóðir undir tveggja
hæða fjölbýlishús með alls 58 íbúðum
þannig að allt í allt er nú gert ráð fyrir
124 íbúðum í þessum áfanga. Þorgeir
segir að lóðirnar verði auglýstar til sölu
í maí og sett fast verð á hverja lóð mið-
að við fjölda íbúða á hverri fyrir sig.
Inni í lóðaverðinu verða gatnagerðar-
gjöld en ekki tengigjöld vegna veitu-
framkvæmda og kostnaður vegna
byggingafulltrúa.
MM
ATLANTSOLIA
Dísel *Faxabraut 9.
Njarðvíkingar urSu sl. mánudag lslandsmeistarar í körfu eftir að hafa lagt „spútniklið“ þessa leiktímabils, Skallagrím í Borgamesi íjjórða úrslitaleik mótsins ogþar með
sigrað 3:1 í einvígi liðanna. Borgnesingar mega þó una glaðir við árangur sinna manna því aldrei í sögu félagsins hefur liðið náðjafn langt. A myndinni eru liðsmenn
Skallagríms að óska nýkrýndum Islandsmeisturum til hamingju eftir leikinn í Borgamesi. Sjáfrétt bls. 4.
Laun sveitastj ómarmanna
fylgja stærð sveitarfélaga
í könnun sem gerð var á vef
Skessuhorns fyrir skömmu svar-
aði meirihluti aðspurðra því ját-
andi að launa ætti betur sveitar-
stjórnarstörf og laða þannig
fleiri til þátttöku í pólitík. I
framhaldi af þessari könnun
óskaði Skessuhorn eftir upplýs-
ingum frá nokkrum sveitarfélög-
um um laun sveitarstjórnar-
manna. Ekki var leitað til allra
sveitarfélaga á Vesturlandi held-
ur einungis reynt að endurspegla
mismunandi stærð þeirra.
Af könnuninni má ráða að
launin eru mjög misjöfn og
fylgja þau að nokkru leyti stærð
sveitarfélaganna, það er að laun-
in eru hærri í stærri sveitarfélög-
unum. Hvort þau eru nægilega
há eða of há verður hver og einn
lesandi að meta. Þó má ljóst
þykja að sveitarstjórnarmenn
virðast hafa borið sig saman í
landshlutanum. Þannig eru laun
sveitarstjórnarmanna á Snæfells-
nesi mjög svipuð og grunnlaun í
Borgarbyggð og á Akranesi eru
einnig svipuð. I flestum tilfellum
taka launin mið af launum al-
þingismanna.
Akranes
og Borgarbyggð
I þessum sveitarfélögum er
kjörnum fulltrúum greidd föst
laun og ekki er sérstaklega greitt
fyrir hverja fundarsetu. Föstu
laurdn eru þau sömu í bæjarfélög-
unum. A Akranesi er til viðbótar
greiddur ýmiss kostnaður hvort
sem hann er útlagður eða ekki. Má
þar nefna að bæjarfulltrúar fá
greitt fyrir 300 kílómetra aksmr á
mánuði og bæjarráðsmenn fá
greidda 400 km. Einnig eiga bæj-
arfulltrúar rétt á því að sækja nám-
skeið eða ráðstefnur innanlands
sem erlendis og leggur bæjarsjóð-
ur til allt að 35 þúsund krónur á
ári á hvern bæjarfulltrúa. I Borgar-
byggð fá bæjarfulltrúar greiddan
akstur gegn framlögðum reikn-
ingum sé fjarlægð frá heimili
þeirra að fundarstað meiri en 5
km. Þá fá bæjarfulltrúar í Borgar-
byggð greiddar 1.500 - 2.500
krónur á mánuði í símakostnað.
Föst laun bæjarfulltrúa í þessum
sveitarfélögum er 63.643 krónur á
mánuði. Sitji bæjarfulltrúi í bæjar-
ráði bætast 77.785 krónur við.
Forseti bæjarstjórnar fær greiddar
89.571 krónu á mánuði og for-
maður bæjarráðs fær greiddar
87.214 krónur. Með aksturskostn-
aði fær því formaður bæjarráðs
Akraness 194.257 krónur á mán-
uði og forseti bæjarstjórnar
171.814 krónur. Formenn al-
mennra nefnda fá greiddar 11.698
krónur á hvem fund og almennir
nefhdarmenn fá greiddar 6.139
krónur á hvern fund. Bæjarfulltrú-
ar sitja að jafhaði í nefhdum og
bætast því nefridarlaunin við föst
laun þeirra.
Snæfellsnes
Laun sveitarstjórnarmanna í
Snæfellsbæ, Grundarfirði og í
Stykkishólmi em mjög svipuð en
hæst era þau þó í Stykkishólmi ef
miðað er við fundatíðni. I öllum
þessum sveitarfélögum em föst
laun bæjarfulltrúa 30.693 krónur á
mánuði og að auki era 9.208 krón-
ur á hvem fund. Forseti bæjar-
stjórnar fær í þessum sveitarfélög-
um greiddar 46.040 krónur í föst
laun og að auk fær hann greiddar
9.208 krónur í Snæfellsbæ og
Gmndarfirði en 13.812 krónur í
Stykkishólmi. Formaður bæjar-
ráðs fær greiddar 23.020 krónur á
mánuði í SnæfeUsbæ og í Grand-
arfirði en 30.693 krónur í Stykkis-
hólmi. Greiðslur fyrir hvern fund
era þær sömu og hjá forseta bæjar-
stjórnar. Ef miðað er við fundar-
tíðni bæjarstjórna þessara staða í
fyrra hefur formaðtu- bæjarráðs í
Snæfellsbæ fengið greiddar rúmar
72 krónur á mánuði í Stykkis-
hólmi, rúmar 81 þústrnd krónur í
Grundarfirði og rúmar 89 þúsund
krónur á mánuði í Stykkishólmi. I
þessum sveitarfélögum era for-
menn nefnda að fá greiddar tæpar
10 þúsund krónur á hvem fund og
almennir nefhdarmenn fá greidd-
ar tæpar 7 þúsund krónur á hvem
fund.
Dalabyggð
Hreppsnefndarmaður í Dala-
byggð fær í föst laun 7.673 krónur
á mánuði og 6.139 krónur á hvern
fund. Oddviti hreppsnefndar hef-
ur 15.347 krónur á mánuði í föst
laun og 9.208 krónur að auki á
hvern fund. Formaður byggðaráðs
fær greiddar 9.208 krónur á hvern
fund og byggðaráðsmenn fá
greiddar 6.139 krónur á mánuði.
HJ
Fliigger
Hörpuskin, Hörpusilki
og Utitex
fást nú hjá KB Búrekstrardeild
Egilsholt 1-310 Borgarnes
Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501
Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga