Skessuhorn


Skessuhorn - 17.05.2006, Síða 4

Skessuhorn - 17.05.2006, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 2006 aKiissunuu Kaupir jarðir af ríkissjóði SNFÆELLSBÆR: Sveitarfé- lagið Snæfellsbær hefur fest kaup á landi Hraunhafnar og Bjarnarfoss í Staðarsveit af rík- issjóði og jafnframt hefur verið ákveðið að framselja jarðirnar til núverandi ábúenda. Hraun- hafnarlandið er 20,4 hektarar að stærð og Bjamarfoss er 7,5 hektarar að stærð. Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfells- bæjar segir frumkvæðið að þessu máli hafi komið frá ábú- endum. Kaupverð Hraunhafnar er rúmar 1,2 milljónir króna og verð Bjamarfoss er 450 þúsund krónur. -hj Hross á vegum BORGARPJÖRÐUR: Nokk- uð hefur verið um lausagöngu hrossa á vegum í Borgarfirði að undanförnu. Mikil hætta getur skapast þegar hross sleppa út á vegina og hvetur lögreglan bændur og aðra hestaeigendur til að vera vel vakandi yfir því að girðingar séu vel hrossheld- ar. Lögreglan reynir að bregð- ast skjótt við þegar tilkynnt er um lausagöngu hrossa á þjóð- veginum og kemur þeim með öllum tiltækum ráðum af veg- um og inn í næstu girðingar. Samhliða því er reynt að hafa uppi á eigendum hrossanna. -so 17. júní í hönd- um markaðs- deildar AKRANES: Tómstunda- og forvarnanefnd Akraness hefur lagt til að framvegis verði und- irbúningur hátíðarhalda 17. júní framvegis án íhlutunar nefndarinnar heldur verði hann í höndum markaðsdeildar Akraneskaupstaðar. Nefndin hefur komið að undirbúningi hátíðarhaldanna undanfarin ár og þessa dagana stendur undir- búningur þessa árs sem hæst. -hj Vilja auglýsa eftir bæjarstjóra SNÆFELLSBÆR: Bæjar- málasamtök Snæfellsbæjar hyggjast auglýsa lausa stöðu bæjarstjóra Snæfellsbæjar nái listinn meirihluta í kosningun- um í vor. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns komu fram tvö ffamboð í bæj- arfélaginu. Annars vegar listi Sjálfstæðisflokksins, sem nú hefur hreinan meirihluta í bæj- arfélaginu og hins vegar listi Bæjarmálasamtaka Snæfellsbæj- ar. Sjálfstæðisflokkurinn býður Kjristinn Jónasson núverandi bæjarstjóra sem bæjarstjóraefhi listans. Drífa Skúladóttir fram- bjóðandi Bæjarmálasamtakanna segir listann ekki bjóða fram bæjarstjóraefhi þar sem staða bæjarstjóra verði auglýst laus til umsóknar nái listinn hreinum meirihluta. -hj Samþykkir reglur um lækkun fasteignaskatts Bæjarráð Akraness hefur sam- þykkt tillögur gjaldskrárnefndar sveitarfélagsins um reglur um og niðurfellingu fasteignaskatts tekju- lágra elli- og örorkulífeyrisþega. I tillögunum segir að lækkun eða niðurfelling skuli vera tekjutengd og að hún nái eingöngu til tekju- lágra elli- og örorkulífeyrisþega. Þá segir að stofn til útreiknings tekju- skatts, útsvarps og fjármagnstekju- skatts séu sá tekjugrunnur sem miða skal við. Þá segir að reglumar skuli kynnt- ar elli- og örorkulífeyrisþegum sem falla undir eða eigi möguleika á að falla undir reglurnar. Reiknað er með að sækja þurfi um lækkun og niðurfellingu jafhffamt því sem af- ritd af skattframtali sé skilað. Lækk- un og niðurfelling samkvæmt regl- unum kemur til framkvæmda í mars eða apríl og nær eingöngu til fasteignaskatts. HJ Hjálmar í Dalina Þorsteinn Eyþórsson frá Kiwan- ishreyfingunni kom nýlega í Grunnskólann í Búðardal ásamt ,Jóa löggu“ og Asgerði skólahjúkr- unarfræðingi til að heimsækja sex ára böm skólans og gefa þeim reið- hjólahjálma. Sýndi Asgerður þeim með eggi, sem í fyrstu var með lít- inn eggja-hjálm, og svo hjálmlaust, hvað getur gerst við högg. Jói sýndi börnunum með hjálm sem drengur hafði verið með á höfðinu er hann féll af hjóli sínu í sl. viku og var hjálmurinn mikið skemmdur en drengurinn slapp með viðbeins- brot. Börnin vom að sjálfsögðu mjög ánægð með þessa heimsókn Anœgðirfyrstu bekkingar ásamt gestunum. og þökkuðu vel fyrir sig. Þennan sama dag kom félagi í Rauðakrossi íslands og gaf börnum í fjórða bekk hjálma. HH L-listi félagshyggjufólks i Stykk- ishólmi hefur tilkynnt að Jóhannes Finnur Halldórsson hagffæðingur verði bæjarstjóraefni listans við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Eins og ffam hefur komið í ff éttum Skessuhorns em tveir listar í ffam- boði við kosningarnar í Stykkis- hólmi. Annarsvegar listi Sjálfstæð- isflokksins sem farið hefur með meirihluta í bæjarstjórn um langt skeið. Erla Friðriksdóttir bæjar- stjóri er í fjórða sæti þess lista og bæjarstjóraefni hans. Jóhannes Finnur var kynntur sem bæjarstjóraefni á fundi sem L- listinn hélt á laugardaginn. Hann er hagfræðingur að mermt og starfar nú sem skrifstofustjóri á fjárreiðu- sviði Háskóla Islands. Hann er fæddur og uppalinn í Grundarfirði. Jóhannes Finnur er bæjarstjóraefhi L-listans gjufólks í Stvkk- Jóhannes Finnur bœjarstjóraefni L-listans ásamt bamabami sínu Amíru Þöll. Að loknu námi við Háskóla íslands var hann bæjarritari á Akranesi á ámnum 1980-1985. Hann starfaði sem viðskiptaffæðingur hjá Islenska járnblendifélaginu 1985-1988 og bæjarritari í Stykkishólmi frá 1988- 1992. Síðustu ár hefur hann eins og áður sagði starfað hjá Háskóla Is- lands. HJ Landnemar útskrifaðir Við hátíðlega athöfn, þann 11. maí síðasdiðinn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga var útskrifaður fyrsti nemandahópurinn í svokölluðum Landnemaskóla. Símenntunarmið- stöð Vesturlands stóð fyrir náminu sem ætlað var fullorðnum einstak- lingum á vinnumarkaði sem ekki eiga íslensku að móðurmáli. Námið byggist á fjóram námsþáttum en það em íslenska, samfélagsfræði, tölvur og sjálfstyrking og samskipti. SO/Ljósm: grundarfjordur.is Útskriftarhópur úr Landnemaskólanwm Dregið úr viðbúnaði vegna fiiglanensu Samkvæmt tillögu Landbúnaðar- stofhunar hefur Guðni Agústsson landbúnaðarráðherra ákveðið að dregið verði úr viðbúnaði sem fyrir- byggja átti að fuglaflensusmit bærist tdl landsins. Ekkd er lengur gerð krafa um að allir alifuglar séu hýstir. Landbúnaðarstofnun mun þó halda áffam sýnatökum og grein- ingum til að fylgjast með mögulegri útbreiðslu fuglaflensu. Ef ástæða þykir til kunna þær vamaraðgerðir, sem nú hefur verið aflétt, að verða endurvaktar með skömmum fyrir- vara, segir í tilkynningu frá Land- búnaðarstofnun. I tilkynningunni er einnig áréttað að ef finnist tveir eða fleiri fuglar dauðir á sama stað, skuli tilkynna það tafalaust til hér- aðsdýralæknis eða Landbúnaðar- stofnunar. SO • • Olvunarakstur BORGARFJÖRÐUR: Tveir ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur í Borg- arfirði í vikunni af lögreglunni í Borgamesi. Annar var stöðvað- ur fyrir of hraðan akstur og lát- inn blása í ffámhaldi af því, en hinn var innansveitarmaður sem var tekinn fyrir meinta ölv- un við akstur í Reykholtsdaln- um. Náðist hann áður en að hann olli tjóni. Þá stöðvaði lög- reglan tvo ökumenn á dögun- um sem höfðu verið sviptir ökuleyfum. Annar kvaðst rétt hafa verið að skreppa á milli húsa í Borgarnesi, en hinn var stöðvaður fýrir of hraðan akst- ur. -so A peysum Unglinga- neftidar KÍA AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að vera styrkt- araðili á peysum sem Unglinga- nefnd knattspyrnufélags IA ætl- ar nú í vor að gefa öllum iðk- endum hjá félaginu. Akranes- kaupstaður greiðir 125 þúsund krónur fyrir auglýsinguna sem verður á peysunum annaðhvort að framanverðu eða aftanverðu og verður jafnffamt eini aðilinn á viðkomandi hlið. -so Umferðaróhöpp BORGARFJÖRÐUR: Fimm umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í lið- inni viku þar af tvö þar sem meiðsl urðu á fólki. Vanfær kona meiddist í útafkeyrslu í Norðurárdal á þriðjudag í lið- inni viku. Konan var farþegi í bíl sem lenti útaf og var hún flutt í skyndi á sjúkrahús. Bíll- inn fór útaf á beinum vegi og hentist yfir skurð og móa áður en hann stöðvaðist. Talið er lík- legast að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri. Þá valt bíll á Snæfellsnesvegi við Álftá um síðustu helgi. Tveir vora í bíln- um og voru þeir fluttir tdl lækn- isskoðunar en meiðsl þeirra munu hafa verið minniháttar. -so Bæjarráð styrkir FIMA AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að verða við beiðni Fimleikafélags Akraness um styrk vegna áhaldakaupa að upphæð 2 millj. króna. Fim- leikafélagið hefur fengið tilboð í fiber-braut og mun styrkurinn duga fyrir henni. Fimleikafélag- ið fékk einnig tilboð í hest og kostar hann 400 þúsund krónur en KB banki hefur samþykkt að kaupa hann fyrir félagið. I styrk- beiðninni er tekið ffam að tæki fimleikafélagsins séu komin til ára sinna og uppfylli ekki lengrn kröfur í keppni. Sem áður sagði samþykkti bæjarráð styrkbeiðni þessa en fjárveitingunni er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætl- unar 2006. -so Bjamarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhom.is Rítstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is Augl. og dreifing: íris Arthúrsd. iris@skessuhorn.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.