Skessuhorn


Skessuhorn - 17.05.2006, Page 5

Skessuhorn - 17.05.2006, Page 5
■.tmjn... MIÐYIKUDAGUR 17. MAI2006 5 Engin töfiralausn sem eyðir lyktar- mengun frá Laugafiski Þrátt fyrir góðan árangur í til- raunum forsvarsmanna Laugafisks hefur ekki tekist að eyða lyktar- mengun frá fiskþurrkun fyrirtæk- isins á Akranesi. Þeir hyggjast þó ekki leggja árar í bát og eru bjart- sýnir á að ffamleiðsluleyfi fyrir- tækisins verði framlengt. Núver- andi leyfi rennur út í apríl á næsta ári. I gær var haldinn kynningar- fundur í höfuðstöðvum Rann- sóknarstofnunar fiskiðnaðarins í Reykjavík þar sem Heilbrigðiseft- irliti Vesturlands voru kynntar niðurstöður rannsókna sem staðið hafa að undanförnu vegna lyktar- mengunar fyrirtækja í heitlofts- þurrkun eins og Laugafiski á Akranesi. Sem kunnugt er hafa í gegnum tíðina borist kvartanir frá íbúum í nágrenni fyrirtækisins og hafa þeir nýverið krafist þess að starfsemin verði stöðvuð. Helgi Helgason, framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits Vestur- lands segir að á fundinum í gær hafi verið farið yfir helstu niður- stöður rannsóknanna. Skýrsla um niðurstöður hafi þó ekki verið af- hent þar sem eftir sé að kynna nið- urstöðuna fyrir þeim er kostuðu rannsóknirnar. Helgi segir ljóst að ýmislegt hafi áunnist að undan- förnu og nefnir þar bætta meðferð hráefnis fyrir vinnslu. Hann segir þó of snemmt að segja til um hvort fyrirtækið fái endurnýjað starfs- leyfi. Inga Jóna Friðgeirsdóttir, fram- kvæmdastjóri Laugafisks segir að undanfarið hafi mikill árangur náðst í þeirri viðleitni að eyða lykt frá framleiðslunni. Það sé þó ljóst að engar töfralausnir séu til og allri fiskvinnslu fylgi einhver lykt. Hún segist bjartsýn á að starfsleyfi fyrirtækisins verði framlengt því áfram verði unnið á þeirri braut að minnka lyktarmengun. Ekki sé ætlunin að leggja árar í bát heldur sé stefnan sú að halda starfsemi áfram á Akranesi. Eins og fram kom í frétt Skessu- horns fyrir skömmu óskaði Lauga- fiskur eftir lóð undir 1.200 fer- metra hús fyrir starfsemi fyrirtæk- isins á Akranesi. HJ Óskum eftir trésmíðaverktökum til inni- og útivinnu, Einnig er óskað eftir kranamanni. Mikil verkefni framundan. Upplýsingar gefur Einar í síma 897 0770 l HÚSBYGG www.husbygg.is Akraneskaupstaður Kjörskrá vegna bæjarstjórnarkosninga Vegna bæjarstjórnarkosninga 27. maí 2006 verður kjörskrá lögð fram almenningi til sýnis miðvikudaginn 17. maí n.k. Kjörskráin mun liggja frammi á bæjarskrifstofunni á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, Stillholti 16-18, 3. hæð, fram að kjördegi. i Athugasemdir við framlagða kjörskrá skulu berast S undirrituðum fyrir 27. maí 2006. o 3 Akranesi, 10. maí 2006. Bæjarritari. Framsókn tapar miklu fylgi og meirihlutinn fellur á Akranesi Ljósmynd: Mats Framsóknarflokkurinn tapar miklu fylgi og Vinstri grænir koma að manni í bæjarstjórn Akraness ef marka má skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti í gær. Tilnefning Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjóra- efni virðist ekki hafa aukið fylgi flokksins ef tekið er mið af skoð- anakönnun sem gerð var fyrir þann tíma. Flokkurinn bætir þó við sig miklu fylgi ffá síðustu kosningum. Samkvæmt könnuninni fengi Framsóknarflokkurinn 12,7% greiddra atkvæða og einn mann kjörinn. Frá síðustu kosningum hefur flokkurinn því tapað ríflega helmingi síns fylgis og einum manni. Listi Sjálfstæðisflokksins fengi 41,7% greiddra atkvæða og fjóra menn kjörna. I síðustu kosn- ingum hlaut flokkurinn 35% at- kvæða og fjóra menn kjörna. Frjáls- lyndi flokkurinn fengi 4,5% at- kvæða en engan mann kjörinn. Flokkurinn bauð ekki fram við síð- ustu kosningar. Listi Samfylkingar- innar fengi nú 28,1% greiddra at- kvæða og þrjá menn kjörna. I síð- ustu kosningum hlaut framboð á vegum flokksins 32,4% greiddra at- kvæða og þrjá menn kjörna. Vinstri hreyfingin-grænt framboð fengi 12,6% greiddra atkvæða nú og einn mann kjörinn. I síðustu kosningum hlaut flokkurinn 6,7% greiddra at- kvæða en engan mann kjörinn. Samkvæmt þessari könnun fengi meirihluti Framsóknarflokksins og Samfylkingar fjóra menn kjörna og heldur því ekki meirihluta sínum. Sjálfstæðisflokkurinn getur hins vegar myndað meirihluta með hvaða flokki sem er. I byrjun apríl var birti NFS skoð- anakönnun um fylgi flokkanna. Ef bornar eru saman þessar tvær kann- anir þá hefur Framsóknarflokkur- inn nánast sama fylgi, fer úr 12,3 í 12,7%. Sj álfstæðisflokkurinn fékk í fyrri könnuninni 42,6% en fær nú 41,7%. Frjálslyndi flokkurinn fékk 5,4% í fyrri könnun en 4,5% nú. Samfylkingin fékk 28,9% í fyrri könnun en fær 28,1% nú. Þá fengu Vinstri grænir 10,8% greiddra at- kvæða í fyrri könnun en fá 12,6% nú. Það vekur athygli hversu fáir gefa upp afstöðu sína í þessari könnun, eða einungis 55,2% af 600 manna úrtaki sem hringt var í mánudaginn 15. maí sl. Mikið „lausafylgi" er því enn til ráðstöfunar fyrir flokkana að glíma við og geta því talsverðar breytingar átt sér stað fram að kjör- degi. HJ Föstudagur 19. maí Y\ Sunnudagur 21. maí Y\ 09-18 Sumaropnun Pakkhússins í Ólafsvík. 11-15. Opin ölkeldusundlaugin á Lýsuhóli. 16:00 Lautarferð með Barböru. 13-17 Opið fjós og mjólkurvörukynning í Ölkeldufjósi. Mæting í Sjómannagarðinum Hellissandi. Kálfarnir og lömbin taka á móti börnunum (Safnferð og Tröð) 13:00 Kraftakeppni fýrir konur og karla á 19:00 Kvöldsaga lesin í Pakkhúsinu, Ólafsvík Djúpalónssandi. Léttar þrautir og steinatökin. 20:00 Vortónleikar Veronicu Osterhammer Leikir fyrir börnin. í Pakkhúsinu, Ólafsvík. 14:00 Bíósýning í Klifi í boði Sparisjóðs Ólafsvíkur. 22:00 Eurovisionkeppni á Hótel Búðum. ísöld 2. Stefan Magnússon og Ottó Tynes stjórna keppni. 14-16 Teymt undir börnum á Hestaleigunni Lýsuhóli. 14:00 Kaffihúsarölt Undir Jökli. Laugardagur 20. maí Mætt og fengið sér kaffl og meðlæti H. í Fjöruhúsinu. 13:00 Saxófóntónleikar í Sönghellinum. Gönguferð í fýlgd landvarða - Jevgeníy Makejev. Hellnar - Arnarstapi 13:00 Sumaropnun Fiskasafnsins. 15-17 Kaffihlaðborð hjá Snjófelli á Arnarstapa. Kynning á sælgæti sjávarins. 13:00 Vígsla göngubrúar yfir Móðulæk. 16-17 Tónleikar í Ölkeldufjósi. Ólína syngur og spilar Gönguferð með Sæmundi. auk upprennandi listafólks. Mæting við nýju göngubrúna yflr Móðulæk. 16:00 Fótboltaleikur. Víkingur Ólafsvík - Þróttur. 14-16 Teymt undir börnum á Brimilsvöllum Fyrsti heimaleikur Víkinganna. 14:30 Gönguferð með leiðsögn Skúla 19:00 Fótboltamessa og grill. Alexanderssonar 19:00 Kvöldtónleikar í Sjómannagarðinum og Þórs Magnússonar, Gufuskálavörin, fiski- á Hellissandi. byrgin, þjálfunarbúðir Slysavarnarfélagsins 20:30 Kaffileikhús í Röstinni. 3 einþáttungar og Landsbjargar og lóranstöðin, rölt og frásögn. kaffiveitingar Mæting við afleggjara að írskrabrunni. 14:30 Sandkastalakeppni við Fjöruhúsið á Hellnum Alla helgina: 16:00 Hnefaleikasýning á Þorgrímspalli Dáleiðsla í Gistihúsinu Langaholti (upplýsingar 17:00 Sjóræningjarnir grilla við Þorgrímspall. og bókanir í síma: 4356789 - 4356719) „Silvíu Nætur“ búningakeppni fyrir börn. Afsláttur á gistingu í Gistihúsinu Langaholti 19:00 Eurovisionkvöldverður í Klifi. Húsið opnar kl. Stúdíó Steinu á Rifi, opið hús og kynning á 18:00. Miðasala í Hótel Ólafsvík. glerlistasmiðju (lokað á laugardag) 23:00 Dansleikur í Klifl Ókeypis í silungsveiði í Vatnsholtsvötnum 50% afsláttur í golf á Garðavelli undir Jökli Opið í selafjöru í Ytri Tungu Ferðir á Jökulinn ffá Snjófelli Arnarstapa Skíðalyftan opin

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.