Skessuhorn


Skessuhorn - 17.05.2006, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 17.05.2006, Blaðsíða 9
 MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006 9 STAK hafnaði sameiningu við VLFA Fíkniefnaakstur BORGARFJÖRÐUR: Tveir piltar úr Borgamesi voru stöðv- aðir á bíl nærri Hvanneyri um síðustu helgi og handteknir þegar grunur vaknaði um fíkni- efnaneyslu þeirra. Fíkniefni og neyslutól fundust í bifreiðinni og verður ökumaðurinn kærður fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. -so Nýtt hljóðkerfi á völlinn AKRANES: Samþykkt var á bæjarráðsfundi Akraness nýlega að verða við beiðni Rekstrar- félags meistaraflokks IA um að kaupa nýtt hljóðkerfi fyrir Akranesvöll, en gamla hljóð- kerfið er ónýtt. Einnig var ósk- að eftir fjárveitingu til viðhalds á vallarklukku og var það sam- þykkt. Bæjarráð fól rekstrar- stjóra íþróttamannvirkja að leita tilboða í nýtt hljóðkerfi og viðhalds á vallarklukku. Fjár- veitningu var vísað til endur- skoðunar fjárhagsáætlunar 2006. -so Vilja hljóðmön AKRANES: Ibúar og eigendur húsnæðis við Dalbraut og Esju- velli hafa sent bæjaryfirvöldum á Akranesi undirskrifalista þar sem óskað er eftir því að hljóð- mön verði reist milli lóðamarka þeirra og verslunarhúsnæðis og akvegar sem verið er að byggja á svokölluðum Miðbæjarreit. Fram kemur í undirskriftarlist- anum að hljóðmön sé til staðar að hluta og hana þurfi einnig að endurnýja og mikilvægt sé að vanda vel til verka. A fundi bæj- arráðs Akraness á dögunum var tekið vel í erindi íbúanna og sviðsstjóra tækni- og umhverf- issviðs falið að undirbúa hönn- un að hljóðmön í samvinnu við íbúana. -hj Segir sig úr Framsókn AKRANES: Finnbogi Rafn Guðmundsson, sem verið hefur varamaður í bygginganefnd Akraness og varaskoðunarmað- ur reikninga Akraneskaupstað- ar, hefur sagt sig frá þeim störf- um. I bréfi til Akraneskaupstað- ar þar sem Finnbogi óskar lausnar kemur fram að þetta geri hann í kjölfar þess að hann hefur sagt sig úr Framsóknar- flokknum og því sé óeðlilegt að hann gegni áfram þessum stöð- um sem hann var kosinn til í nafni Framsóknarflokksins. -hj Nelgd dekk í geymslu LANDIÐ: Lögregluliðin á suðvestur hluta landsins leggja sérstaka áherslu á eftirlit með því þessa dagana hvort enn séu ökutæki á ferðinni á negldum hjólbörðum. Notkun þeirra er bönnuð eftir 15. apríl, eins og öllum ætti að vera kunnugt. Eins og veðrið hefur verið á þessum hluta landsins undan- farnar vikur og daga þá er ekki mikil þörf fyrir neglda hjól- barða. Sekt vegna þessa brots er 5000 krónur. -so Starfsmannafélag Akraness (StAk) hafnaði hugmyndum Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) um sameiningu fé- laganna í vetur þar sem þá voru komnar upp hugmyndir að samein- ingu við Starfsmannafélag Reykjavík- urborgar. Formaður VLFA segist fullviss að hagsmunum starfsmanna Akraneskaupstaðar hefði verið vel borgið í sameinuðu félagi. Eins og ffam hefur komið í ffétt- um Skessuhoms hefur StAk óskað eftir sameiningu félagsins við Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar. Með því telur stjóm félagsins að kjör fé- lagsmanna bami þar sem Reykjavík- urborg greiði hærri laun en önnur sveitarfélög. Þann 22. mars samþykkti stjóm VLFA að kanna hvort vilji væri fyrir því hjá stjóm StAk að hefja viðræður um sameiningu eða samstarf þessara tveggja stéttarfélaga og þann 24. mars var stjóm StAk sent bréf þessa efnis. I bréfi stjórnar VLFA er minnt á að við síðustu kjarasamningsgerð hafi launakjör milli StAk og VLFA verið jöfhuð og því skipti ekki máli kjara- lega séð í hvom félaginu starfsmenn sveitarfélagsins era. Þá segir stjórn VLFA að félagið hafi margt að bjóða félagsmönnum StAk ef til sameiningar eða samstarfs kæmi. Þá segir orðrétt í bréfinu: „Það er mat stjómar Verkalýðsfélags Akra- ness að ef þessi tvö félög myndu bera gæfu til þess að sameinast þá væri hægt að auka þjónustustigið við fé- lagsmenn enn hekar, og það er það sem hinn almenni félagsmaður horfir á fyrst og fremst.“ Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA segir að stjóm StAk hafi á sín- um tíma hafnað þessum óskum með óformlegum hætti. „Okkur var sagt að fyrir dyrum stæði sameining við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og því gæti ekki orðið af viðræðum. Eg neita því ekki að mér hefði þótt eðlilegra að menn stæðu saman í hér- aði en því miður var ekki áhugi fyrir því. Eins og áður hefur komið ham var talið að með sameiningu StAk og Starfsmannafélags Reykjavíkurborg- ar myndu laun þeirra sem lægst hafa launin hækka. Vlhjálmur segist þessa dagana vera að skoða hvort þetta sé raunin. „Ég er þessa dagana að fara yfir þessi mál og hef ekld komið auga á dæmi því til staðfestingar. Því hafi í raun engin ástæða verið fyrir félags- menn í StAk að sameinast Starfs- mannafélagi Reykjavíkurborgar hafi ædunin með sameiningunni verið sú að hækka lægstu launin" segh VI- hjálmur. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.