Skessuhorn - 17.05.2006, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 2006
..Milin...
Bútasaumsskipulagið
í Borgarnesi
Ekki er til
nein heildar-
sýn eða fram-
tíðarstefna í
skipulagsmál-
um Borgar-
ness. Verið er
að bútasauma
skyndi-skipu-
lag að þörfum
manna sem eru sveitastjórninni
þóknanlegir. Fyrir nokkru var
tjaldstæði bæjarins endurgert og
milljónum króna eytt til verksins,
völlurinn þökulagður, lagt rafmagn
og reist voru ný salernishús „tví-
buraturnarnir“ þetta undur verk-
fræðinnar. Það brá því mörgum
þegar þeir lásu í Morgunblaðinu sl.
haust að búið væri að úthluta tjald-
stæði bæjarins undir menntaskóla,
var mynd af húsinu og sagt hvenær
kennsla hæfist. Ekki hafði verið
haft fyrir því að auglýsa breytingu á
deiliskipulagi, þetta hafði bara ver-
ið ákveðið si svona.
Tjaldstæðið er fyrirtæki rétt eins
og Golfvöllurinn, íþróttavöllurinn
og kirkjugarðurinn. Það er hart ef
að við þurfum að óttast að ein-
hverjum ffekjuhundum sé úthlutað
þessum svæðum hugnist þeim að
byggja á þeim. Lokun tjaldstæðis-
ins núna er algjör hneisa fyrir
ferðamennsku í Borgamesi. Bent
hefur verið á að Brákarey er hent-
ugur staður fyrir þennan skóla, þar
er byggingaland og ágætt ónotað
hús ffá árinu 1967, samtals rúmir
2600 m2 á 3 hæðum sem er fullgott
hús fyrir menntaskóla á tilrauna-
stigi.
Heppnist þessi menntaskóli, þá
er tjaldstæðið allt of lítið tmdir
hann, svæðið dygði rétt fyrir bíla-
stæði skólans og misheppnist til-
raunin þá er gott að hafa nýtt það
sem til er. Heldur ekki ríkistjórnin
fundi sína í gömlu tugthúsi?
Á sama tíma og sveitastjórnin vill
leggja niður tjaldstæðið í ferða-
mannabænum Borgarnesi, þá eyða
þeir milljónum króna í Landnáms-
setrið. Er það ekki hlutverk bank-
anna? Þessum peningum hefði
betur verið eytt í ónýtar götur og
gangstéttir bæjarins.
Sveitastjómin er í báðum þessum
tilfellum að snobba fyrir einhverju
sem þeim þykir fi'nt. Engir menn
eða málefni era svo merkileg að
réttlæta megi svona vinnubrögð.
Þorleifur Geirsson.
Breytum góðum bæ t einn
besta valkost á Islandi
M a r g i r
spyrja sig að
því þessa dag-
ana hvað þeir
eigi nú að kjósa
í komandi
sveitarstjórn-
arkosningum.
Sumir halda
sig fast við sinn
keip og styðja „sinn flokk.“ Æ fleiri
era þó þannig þenkjandi að þeir era
tilbúrúr að leggja þeim flokki lið,
sem þeir treysta best fyrir þeim mál-
efnum er standa íbúum bæjarins
næst. Eg efast ekki um að alhr ffam-
bjóðendur æth að gera sitt besta. En
það verður að velja á milli þeirra -
um það snýst málið.
Enginn veit hvað morgundagur-
inn ber í skauti sér. Að því hef ég
komist með órækum hætti. Eg var
búinn að taka til minn „ffiðarstól“
og átti bara eftir að tylla mér á hann.
Ætlaði að greiða mitt atkvæði þann
27. maí nk. eins og hver annar kjós-
andi.
Hugmyndir um mig sem bæjar-
stjóraefni Sjálfstæðisflokksins áttu
sér afar skamman aðdraganda eins
og rækilega hefur verið kynnt. Eg
hika ekki við að segja að á mínum
ferli sem stjómmálamaður er þetta
stærsta og mikilvægasta tækifæri
sem mér hefur boðist. Að eiga
möguleika á að móta stefnumörkun
til ffamtíðar og hrinda í ffamkvæmd
áformum öflugasta stjómmálaafls á
Akranesi er boð sem mér var ekki
stætt á að hafna. Enda var svar mitt
já þegar boðið barst.
Hvað er framundan?
Stefnumál Sjálfstæðisflokksins á
Akranesi hafa verið kynnt. Eg er
stoltur af því að hafa lagt mitt af
mörkum í þeirri vinnu sem þar ligg-
ur að baki. Stefhuskráin grandvall-
ast á raunhæfum kostum sem unnt
er að koma í ffamkvæmd með ráð-
deild og raunsæi. Það er varhugavert
að hrinda úr vör með óffamkvæm-
anlegar sjónhverfingar sem vega-
nesti.
Bærinn okkar hefur þanist út. Þó
margar byggingarnar séu hinar
glæsilegustu þá finnst mér að mönn-
um hafi brugðist bogalistin við
skipulagninguna. Víða er bygging-
um þjappað saman, rétt eins og
landrými sé á þrotum. I sumum til-
vikum er um að ræða óafturkræf
mistök. A hinn bóginn er ástæða til
að fagna öflugri byggingastarfsemi
sem mun halda áffam í ljósi þess að
áform era uppi um mikla uppbygg-
ingu á atvinnusvæði íbúa Akraness.
Oflug fyrirtæki og góð þjónusta við
íbúana í takt við þarfir í nútímasam-
félagi. Þetta er grundvöllur þess að
fólk sækist eftir því að búa á Akra-
nesi og byggja upp ffamtíð fjöl-
skyldu sinnar í fyrsta flokks bæ.
Meirihluta með ábyrgð
Ég geri mér skýra grein fyrir því
að aldrei verður það svo að hægt sé
að gera öllum til hæfis. Fái ég tæki-
færi til þess mun ég leggja mig ffam
um að gæta þess að jafnt gangi yfir
íbúa Akraness hvað varðar starfsemi
og stjórn bæjarins. Það er á valdi
meirihluta kjósenda á Akranesi
hvort svo verður. Ég veit að margir
sem ekki hafa sett X við D áður
munu gera það þann 27. maí. Ég
mun gera það. Því óska ég eftir
stuðningi allra sem vilja veita mér og
sjálfstæðismönnum á Akranesi um-
boð til að leiða málefhi bæjarins
næstu fjögur ár. Þannig breytum við
góðum bæ í einn besta valkost á Is-
landi.
Gísli S. Einarsson
Höf. er óflokksbundið bœjarstjóra-
efhi Sjálfstæðisflokksins á
Akranesi við sveitarstjómar-
kosningamar 21. maí nk.
l/tíHAhe>^atid
Hann skapaði mey afmestu list - mönnum til að svala
Gunnlaugur Pétur
Sigurbjörnsson sem
um tíma var póstur á
Akranesi átti ein-
hvemtíman að vor-
lagi leið fram hjá
lögreglustöðinni
meðan hún stóð við
Kirkjubrautina og sá
fi'fil sem hafði lætt
sér upp með húsveggnum. Varð þetta til þess
að hann gekk inn og sagði við vakthafandi
varðstjóra:
Undir vegg á varðstofunni
vaxið hefur fífill hljóður
En frómast sagt þá finnst þar inni
fíflamergð en enginn gróður.
Vafalaust gæti þessi vísa átt við bæði víðar
og oftar en á Akranesi í þá daga enda telja
margir almennir borgarar sig hafa vit á við
tvo eða þrjá lögregluþjóna þó þeir telji sig
svosem engin sérstök gáfnaljós. Fyrir ekki
svo löngu heyrðist talað um lögregluþjóna
með gervigreind sem væru í framleiðslu er-
lendis. Einn ágætur vinur minn taldi þetta
ekkert nýmæli, þetta hefði lengi verið til í
Borgamesi. Hvað um það, hvort sem menn
hafa nú þjónað lögunum eða verið í and-
stöðu við þau verður gröfin okkar víst álíka
stór á endanum og þetta vissi Bjarni ffá Gröf
fullvel:
Ýmsir gera allt til meins,
aðrir guði þjóna.
En moldin verður alveg eins
úr öðlingi og róna.
Svo er bara effir að vita hvað sprettur upp
af undirburðinum og hverjum það verður til
næringar. Ekki man ég betur en það hafi ver-
ið Halla Eyjólfsdóttir sem orti:
Áburður sem úti fraus
aftur berst að munni.
Efnabreyting endalaus
er í náttúrunni.
Samkvæmt sköpunarsögunni er Eva smíð-
uð úr rifi Adams og er ekki undarlegt þó
þessi rifjasteik hafi notið mikilla vinsælda all-
ar götur síðan. Bjarni frá Gröf hafði þetta að
segja um þetta handaverk skaparans:
Hann skapaði mey af mestu list
mönnum til að svala.
Þá lánaðist Guði líka fyrst
að láta verkin tala.
Samt er það nú svo að þó mörgum þyki
þetta sköpunarverk Drottins nokkuð málgef-
ið þá sækir karlkynið stöðugt f samband við
þessar lífverar og gildir þá einu hver er staða
okkar eða stétt í þjóðfélaginu. I orðastað
stærðffæðikennara nokkurs var kveðið:
Eg vil gerast einn plús við
annan samleggjara.
Setja púnkt við pródúktið
og prófa margfaldara.
Einhvernvegin er það svo með flesta að
æskustöðvarnar eiga alltaf sinn sérstaka sess
ásamt þeim minningum sem tengjast æsk-
unni. Bjarni ffá Gröf lýsti þessu snilldarlega
á eftirfarandi hátt:
Ég hef alltaf innan í mér ofurlítinn dreng,
undarlega tókst mér vel að geym'ann.
Hann togar stundum tetrið litla í
tilfinninga streng.
- Ég tók hann með mér þegar ég fór
að heiman.
Átthagafélög hafa lengi átt vinsældum að
fagna og mörg unnið stórvirki á hinum ýmsu
sviðum. Ég hef grun en svosem enga vissu
um að það hafi verið Böðvar Guðlaugsson
sem orti eftirfarandi átthagafélagssöng en
mér þætti vænt um ef einhver gæti annað
hvort leiðrétt það eða staðfest:
Blessað þokubcelið mitt
byggðin yst á norðurhjara!
0 hve reytingsengið þitt
átti margan fúlan pytt.
Sólarljósið silfurlitt
signi þig um eilífð bara.
Blessað þokubœlið mitt
byggðin yst á norðurhjara.
Hýrust byggð sem herrann gaf
hér á jörðu fólki sínu.
(Kollótt fjöll í fisklaust haf
fara mœttu í bólakaf.)
Bragðið finn ég ennþá af
útmánaðatrosi þínu.
Hýrust byggð sem herrann gaf
hér á jörðu fólki sínu.
Nýja tímans tceknibrölt
trauðla raskar friði þínum.
Meiddur klár og merin hölt
mundu fœlast vélaskrölt,
hve þín angan súr og sölt
situr enn í nösum mínum.
Nýja tímans tceknibrölt
trauðla raskar friði þínum.
Um aðrar sveitir ekki rann
áarsprœna huggulegri.
Og hvaða byggð á búandmann
búralegri en hreppstjórann?
Þvílík gcefa að þekkja hann,
það var enginn halanegri.
Um aðrar sveitir ekki rann
áarsprœna huggulegrí.
Man ég kúakynið best
og kyssilegar heimasœtur.
Skottulækni og pokaprest
sem páskamessum sló á frest.
Man ég blessuð börnin flest
blá um nef og vot f fœtur.
Man ég kúakynið best
og kyssilegar heimasætur.
Blessist hver þinn búandinn
betur sækti fjandinn hina
er fjallageiminn flýðu sinn
-frati lýstu á búskapinn,
stungu af með styrkinn sinn
- styrkinn út á hlandforina.
Blessist hver þinn búandinn
betur sækti fjandinn hina.
I næstsíðasta þætti birti ég tvær vísur eftir
Eðvald Halldórsson á Stöpum á Vatnsnesi.
Fyrir einstaka snilld mína tókst mér að
klúðra annarri vísunni með innsláttarvillu og
birti þær því nú aftur réttar (vonandi):
Degi lýkur, glitrar grund,
gulli flíkar sœrinn.
Tregi víkur, styttir stund
stökuríkur blærinn.
Lúinn sest við liðinn dag,
Ijós í vestri skína.
Sé nú best við sólarlag
suma bresti mína.
Við skulum svo ljúka þessum þætti með
einu snilldarverkinu úr smiðju Rósberg Snæ-
dal.
Djásn ég finn og fögur söfn,
forn er kynni sanna.
Flýtur inn á friðarhöfn
floti minninganna,
Með þökkfyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagljartsson
Refsstöðum 320 Reykholt
S 435 1361 og 849 2115
dd@simnet.is
Traust fjármálastjórn
skapar ný tækifæri!
Stórefla hafnarsvæðið
á Akranesi!
1. sæti 2. sœti 3. sæti 4. sæti
Guðmundur Páll Magnús Guðmundsson, Guðni Tryggvason, Dagný Jónsdóttir,
Jónsson, bæjarstjóri framkvæmdastjóri verslunarmaður viðskiptafræðingur