Skessuhorn


Skessuhorn - 17.05.2006, Page 17

Skessuhorn - 17.05.2006, Page 17
BSKSSgiHQBICT MIÐVIKUDAGUR 17. MAI2006 17 Tími nýrrar kynslóðar mikið í húfi. Við viljum fá að móta okkar eigin framtíð, hvernig bærinn okkar verður þar sem við ætlum að búa. Það er kominn tími til að yngra fólk fái raunverulega aðkomu að stjóm bæjarins. Eins ótrúlegt og það er, þá hafa árgangamir fæddir eftir 1960 aldrei komist í neina raunverulega að- stöðu til valda í stjóm Akranesskaup- staðar. Undanfarin fjölmörg ár hafa sömu miðaldra karlamir með sömu klíkurnar á bak við sig deilt hér og drottnað. Síðustu átta árin hafa það verið Framsókn og Samfylking í meirihluta, og Sjálfstæðisflokkur í minnihluta en máttlausri stjómarand- stöðu. Karlarnir í þríflokkunum á Akranesi em þaulsetnir og færa sig hvergi úr cfstu stólum. Yngra fólk sem reynir fyrir sér á listum þeirra endist sjaldnast lengur en eitt kjörtímabil. Þá gefst það upp, ekki síst vegna ofríkis karlaklíku gömlu flokkanna þriggja sem er löngu búin að skipta kökunni á milli sín og á eitt sameiginlegt áhuga- mál sem er að halda öðrum ffá borð- inu. Viljum við fjögur ár í viðbót af þessu? Þessu verða íbúar Akraness, hver og einn, að svara í kjörklefanum þann 27. maí. Frjálslynd og óháð bjóða upp á heilbrigðan valkost til framtíðar og við hvetjxun kjósendur til að kynna sér fólkið á hstantim, stefhu- mál, áherslur okkar og skoðanir (www.heimaskagi.is). Verum stolt af Skaganum. Magnús Þór Hafiteinsson alþingismaður. Höf. skipar 2. sæti á lista Frjálslyndra og óháðra. Frjálslyndi flokkurinn býð- ur fram lista skipaðan fólki nýrrar kynslóð- ar í stjómmál- um á Akranesi. Fólki sem býr yfir mjög mik- illi þekkingu á bænum, íbúum hans og öllum staðháttum. Ástæðan er einföld. Við erum flest fædd hér og uppalin, eða höfum búið hér í fjölda ára. Þó nokkur eiga bakgrunn úr ná- grannasveitarfélögunum norðan Hvalfjarðar og gjörþekkja umhverfið og mannlífið þar. Hér eigum við ætt- ingja, böm, foreldra og vini. Hér ætl- um við að búa áfram í framtíðinni. Oll höfum við víðtæka reynslu úr atvinnu- lífinu hér á Akranesi, - þama er fólk með margs konar iðnmenntun og há- skólapróf. Sum hafa um tíma sótt út fyrir bæjarmörkin jafhvel erlendis, til að leita sér menntunar. En öll snúið affur heim að því loknu, því að á Akra- nesi viljum við vera. Yngra fólkið á hstanum sem er í miklum meirihluta, - á böm á leikskólum, í grunnskólum eða Fjölbrautaskólanum og foreldra sem fylla hóp eldri borgara. Eldra fólkið á hér bæði börn og bamaböm. Margar konur em á listanum. Af þremur efstu em tvær konur og önnur þeirra oddviti hstans. Listi sem er svona skipaður á mikið erindi inn í sveitarstjóm hvar sem er. Enda þykir okkur sjálfsagt að sækjast eftír umboði kjósenda til fá að eiga að- komu að stjórnsýslu bæjarins. Við göngum hrein og bein til verks enda r Verum stolt af Skaganum! Vilja Sjálfstæðismenn bæta götu á Akranesi eða hvað? Á vettvangi bæjarmálanna á Akranesi hefur skyndilega vaknað mikill áhugi Sjálfstæð- ismanna á því að malbika eina götu umfram aðrar ári fyrr en áætlað er. Sú gata nefrúst Grenigrund. Fyrir liggur að verkefhið verður unnið á árinu 2007 og er áætlaður kostnaður um 25 milljónir króna. Til þess að upplýsa bæjarbúa á Akranesi um raunverulegt áhugaleysi Sjálfstæðismanna á því að lagfæra götur á Akranesi skal upplýst að þeir sátu hjá við atkvæðagreiðslu þegar eftirfárandi tillaga var flutt í bæjarstjóm þann 13. desember 2005. Tilllaga sem samþykkt var af fimm fuhtrúum meirihlutans hljóðaði svo: „Bæjarstjóm Akraness samþykkir að gera ráð fyrir eftírfarandi ffamkvæmd- um varðandi lóðamál, í gatnagerð, gangstígum, gangstéttum og holræs- um á árinu 2006 og felur sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að hefja nú þegar undirbúning að nauðsynlegum útboðum verkefha: - Gatnagerð (shtlag), ffáveita, lýs- ing, gangstéttír o.fl. í klasa 5-6 - Fráveitulagnir og götulýsing í Skógarhverfi - 1. áfangi - Endurnýjun á shtlagi á Sandabraut - 'Ienging við golfvöU með slitlagi - Gatnagerð, ffáveita og götulýsing á Skógarflöt - Hasa 7-8 - Fræsing og endumýjun shtlags á hluta Skagabrautar/Garðabrautar Gamagerð að Smiðjuvöll- um/Kalmansvöllum - Viðhaldsverkefhi á Vesturgötu, ffæsing og yfirlagning slitlags - Gerð göngustíga með lýsingu við Sólmundarhöfða og Leyni - Gerð göngustígs með lýsingu við Garðagrund, Grundaval / Jörundar- holt - Viðhaldsvinna við gangstéttir við Heiðarbraut - Viðhaldsvinna við gangstéttir við Höfðabraut - Viðhaldsvinna við gangstéttir við Akursbraut og víðar.“ Tillagan samþykkt 5:0. Hjá sátu GS, ÞÞÞ, SV, GEG.“ Framangreind tíllaga er ein af fjöl- mörgum sem Sjálfstæðismenn hafa sýnt áhugaleysi með hjásetu sinni í bæjarstjórn Akraness. Lámm ekki Sjálfstæðismenn slá ryki í augun á okk- ur, látum verkin tala. Guðni Tryggvason varabæjarfulltníi. Höf. skipar 3. sæti á lista Framsókn- arflokksins vegna bæjarstjómarkosing- anna 27. mai 2006 ==^ Grundarfjarðarbœr , Utboð Jeratún ehf. óskar hér med eftir tilboðum í verkið; Fjölbrautaskóli Snœfellinga - Lagnir í lód og fleira 2006. Um er að ræða lagnir í lóð og fleira ásamt tilheyrandi jarðvinnu á lóð Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði.Verklok eru 10. júlí 2006. Helstu magntölur eru sem hér segir: Brunnar 0 1000 mm............... 4 Niðurfallsbrunnar.............. 16 Göturennur..................... 31 Snjóbræðslulagnir............. 500 stk 150mmrör................... 260 lm stk Mótasmíði................... 80 m2 lm Steypa....................... 8 m3 m2 Jarðvinna vegna lagna og veggja 350 lm Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, ráðhúsinu Stykkishólmi og á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar, á skrifstofutíma, frá og með föstudeginum 19. maí n.k. Tilboðum skal skilað á bæjarskrifstofuna Grundarfirði fyrir kl. 11.00 föstudaginn 26. maí 2006 og verða opnuð á þeim tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Grundarjirði 16. maí2006f.h. Jeratúns, Jökull Helgason skipulags- og byggingarfulltrúi Grundarfirði Sunnudaginn 21. maí n.k. kynna Framsóknarmenn á Akranesi stefnuskrá flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en stefnuskránni var nýverið dreift í hvert hús á Akranesi. Kynningin verður á milli kl. 18 og 19 í Kirkjuhvoli. Tónlist, grill og gaman! Öll fjölskyldan hjartanlega velkomin! Á föstudaginn frá kl. 18 bakar bæjarstjórinn Guðmundur Páll vöfflur ofan í gesti og gangandi á kosningaskriftstofu flokksins. Kíktu I heimsókn, fáðu þér vöfflu og kynntu þér öflugt starf okkar framsóknarmanna! www.xb.is/akranes www.heimaskagi.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.