Skessuhorn


Skessuhorn - 17.05.2006, Side 19

Skessuhorn - 17.05.2006, Side 19
uaUSlinu.. I MIÐVIKUDAGUR 17. MAI 2006 19 T^enninn-^ Afram íþróttahœr í íþróttabæ eins og Akra- nesi er oft ein- blínt mjög á þarfir keppnisí- þrótta og þá á kostnað hags- muna almenn- ings. Það er þó hópur sem ekki má gleyma og nauðsynlegt að tryggja aðgang að íþróttamannvirkjum bæjarins. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur fyrir þessar kosningar lagt áherslu á að fækka þeim dögum sem þessi mannvirki eru lokuð fyrir almenningi og leggur áherslu á að staðið verði við fyrirheit um bygg- ingu 8 brauta 25 m yfirbyggðar sund- laugar. Þessi brautafjöldi mun koma f veg fyrir að hagsmunir hópanna rekist á og ætíð sé hluti laugarinnar opinn fyrir almenning. Það er hinsvegar mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á íþróttamann- virkjum bæjarins í samráði við íþrótta- félögin og sjá til þess að sem flestar íþróttagreinar fái aðstöðu við hæfi. Þar má kannski nefna sérstaklega gerð gryfju og áhaldageymslu fyrir Fim- leikafélag Akraness, en með því að gera þá aðstöðu við Jaðarsbakka losnar um dýrmæta tíma fyrir badminton og körfubolta á Vesturgötunni. Stuðningur við íþrótta- og tómstundafélög Það er ljóst að ekki er hægt að gera kröfur um aukna starfsemi og faglegt starf íþrótta- og tómstundafélaga án þess að stuðningur bæjarfélagsins við þau sé aukirrn. Metnaðarfyllra starf kallar á fleiri launaða sérmenntaða starfsmenn og til þess að íþróttaiðkun verði ekki eingöngu á færi þeirra efna- meiri er nauðsynlegt að bæjarfélagið komi til móts við þessi félög og styðji þau myndarlega. Þar legg ég áherslu á mun hærri greiðslu til barna til niður- greiðslu æfingagjalda og það að bæjar- félagið sé með launaða starfsmenn sem sinni einungis tómstunda- og for- varnamálum og stefnumótun á því sviði, en það er alveg óskiljanlegt að sú staða hafi verið lögð niður á því kjör- tímabili sem nú er að líða. Þessi mál eru of mikilvæg til að þau sé hægt að vinna í hlutastarfi. Það er skoðun mín að þeir peningar sem varið er í tómstunda- og forvarna- mál skili sér til baka til samfélagsins á þann hátt að samfélagið og einstak- lingarnir sem það byggja verði heil- brigðari á líkama og sál. Það skilar sér líka í meiri krafti, bjartsýni og þori til að takast á við verkefhi hversdagsins, hvort sem um er að ræða vinnu, nám eða einkalíf. Því leggur D-listinn mikla áherslu á þennan málaflokk á næsta kjörtímabili, því á þessari fjár- festingu hagnast allir. Hildur Karen Aóalsteinsdóttir Rússnesk rúlletta! Hvenær ætl- ar bæjarstjórn Akraness að vakna. Er slökkvilið Akra- ness rekið sem rússnesk rú- letta? Slökkvilið Akraness þjón- ustar Akraness- kaupstað og nágrannabyggðirnar hér í kring, það er að segja Hvalfjarðar- göngin, allt Grundatangasvæðið og alla hreppanna niður í Hvalfjarðar- botn og að Borgamesi. Þetta er ansi stórt svæði, kannski svona u.þ.b. 8000 manns. Hér eru 28 hlutastarfandi slökkviliðsmenn auk slökkvistjóra. Sem einnig em með khppiflokk á sín- um snærum. Þ.e.a.s. þegar bílslys verða þá er klippiflokkurinn kallaður út ef þarf að ná fólki út úr bílflökum. Svo mikil ábyrð hvílir á þessu liði. En hér em ekki vaktir allan sólahringin. Þessir menn era eingöngu með helg- arvaktir yfir sumartímann, frá maí til loka ágúst og á gamlárskvöld. En alltaf bera þeir síma á sér svo þeir era alltaf á vakt þegar þeir era á svæðinu. En um helgar era menn mikið á ferðinni út á land og suður svona eins og gengur og gerist. Svo það gæti komið upp sú staða að enginn er heima þegar útkall kemur að helgi tdl, ja kannski bara 2-3 menn. Þetta slökkvilið er rekið eins og rússnesk rúlletta. Menn segja bara að það sé svo ólíklegt að það kvikni í og ef einhvað stórt verður þá ræður slökkvi- liðið ekki við það. En eitt má þó ekki gleymast að þegar mannslíf eru í húfi þá skipta fyrstu mínútunar mestu máli við björgun. En þegar kalla þarf menn út sem era ekki á svæðinu getur það tekið langan tíma að koma sér á stað- inn. Það er krafa mín sem bæjarbúa og starfsmanns slökkviliðsins að hér sé veitt það lágmarksöryggi sem til þarf. Vissuð þið bæjarbúar að hér er slökkviliðsstjórinn bara með helgar- vakt ffá apríl- oktober? Þ.e.a.s sex mánuði á ári er ekki einu sinni slökkvi- stjóri á vakt. Hvað er í gangi hér? Eg veit við flokkumst bara sem hlutastarf- andi slökkvihðsmenn en þessi bær og hrepparnir hafa vaxið svo hratt að það er löngu kominn tími á breytingar hér. Og hægt væri að koma helgarvöktum á til að byrja með sem lágmarksöryggi. Eða á þetta bara að vera rekið áffam sem rússnesk rúlletta? Hvað getum við verið heppin lengi? Hvað kostar þetta er spurt, þá spyr ég á móti hversu mikils virði er eitt mannslíf? Getur einhver verðlagt það. Nei öragglega ekki þegar manns nánustu era annars vegar. Helga K Jónsdóttir T^cnninn—d Rangfœrslur og hjásetur sjálfstæðismanna Undanfarin ár hafa Akurnesingar stefnt að bættum samgöngum við Höf- uðborgarsvæðið. Flestir muna hve hörð og erfið baráttan var um gerð Hval- fjarðarganga, meðal annars vegna úr- töluradda, en ekld síst fyrir þrautsegju Skagamanna tókst að ljúka því verkefhi. I Framtaki, nýútgefnu kosningablaði sjálfstæðismanna á Akranesi, virðist Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ekki hafa leitað sér réttra upplýsinga eða þá að hann brestur minni. Hann hreyk- ir sér af affekum við að koma á strætó- ferðum á milli Akraness og Reykjavíkur en gerir lítdð úr þeim sem ekki era skoð- anabræður hans. Einnig fer ráðherrann ffam með dylgjum um neikvæðni fúll- trúa Akraneskaupstaðar vegna endur- fjármögnunar lána Spalar, sem leiddi til lækkunnar gjalds í Hvalfjarðargöngin. Málflutningur ráðherrans er þess eðhs að mikilvægt er að koma á ffamfæri leiðréttingum á rangfærslum. 1 ffamangreindu viðtali tjáir sam- gönguráðherra sig um nýlegan samning við fyrirtækið Stætó BS um ferðir al- menningsvagna milli Akraness og Reykjavíkur. Fyrirsögn viðtalsins er „Sjálfstæðismenn áttu framkvæðið“. Þessi fyrirsögn er röng og hið sanna er að á árinu 1997 að frumkvæði atvinnu- málanefhdar Akraneskaupstaðar og Strætisvagna Reykjavíkur var fjallað um strætóferðir milh Reykjavíkur og Akra- ness. Það vora svo bæjarfulltrúar á Akranesi og fleiri sem börðust fyrir því að fá sérleyfi fellt úr gildi á milli Akra- ness og Reykjavíkur. Sú barátta var án árangurs í mörg ár sem bitnaði á þeim sem notuðu þennan ferðamáta. Spyrja má hvers vegna samgönguráðherra gerði ekkert í því að bæta þessa þjónustu árum saman, hvar var hann þá? Annað sem Sturla forðast að nefna í viðtalinu er að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá í bæjarstjóm Akraness þann 13. des- ember 2005 þegar lögð var ffam tillaga um að að hafnar yrðu reglubtmdnar strætóferðir milli Akraness og Reykja- víkur. Einnig virðist ráðherra forðast að geta þess að ffamlag Akraneskaupstaðar vegna stætóferðanna á árinu 2006 era 16 mihjónir en ffamlag samgönguráðu- neytisins 6 miUjónir. I viðtalinu talar samgönguráðherra um neikvæðni fullrúa Akraneskaupstað- ar vegna endurfjármögnunar lána fyrir- tækisins Spalar, sem leiddi til lækkunar gjalda í göngin. Það sæmir ekki ráð- herra að vera með hálfkveðnar vísur og því er nauðsynlegt að hann útskýri orð sín betur. Að lokum er rétt að benda á að bæjarstjórn Akraness hefur farið ffam á að virðisaukaskattur af veggjald- inu í Hvalfjarðargöng verði lækkaður á grundvelh gildandi samninga við ríkið. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur ekki sýnt því máU mikinn áhuga, gott væri að vita hvers vegna ? Guómundur Pálljónsson bnejarstjóri. Höf. skipar 1. sœti á lista Framsóknarflokksins á Akranesi Akranes verði fallegasti bær landsins Umræða um skipulagsmál geldur þess oft hve tæknileg hún verður. Skyndilegur at- hyglisbrestur skellur á þegar orð eins og nýt- ingahlutfall, grenndarkynning, athugasemdaffestur fara að hljóma. Þetta er synd því fáir málaflokkar snerta líf eins margra, en í raun fjalla skipulagsmál um hvernig umgjörð við viljum búa samfélagi okk- ar. Akranes hefur alla burði til að verða fallegasti bær landsins. Hér er gamall bæjarkjarni sem vissulega hefur látið á sjá en engu að síður era fólgin í hon- um mikil tækifæri. Akranes er eitt af fyrstu bæjum sem var skipulagður en Guðjón Samúelsson lagði ^grannin af bæjarmyndinni árið 1927. í því skipu- lagi kristallast sú hugsun að búa hér til bæ af evrópskri fyrirmynd, þar sem hús standa við götur, leiðir era stuttar og gert ráð fyrir gangandi fólki og mannlífi við stræti og torg. Eftir því sem ofar er farið á Akranesi því sund- urlausari verður byggðin. Grænu svæðinu era að mestu grasi vaxinn og virka því illa sem skjólgjafar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Við í Samfylkingunni viljum gera Akratorg að miðstöð opinberra þjón- ustu og styrkja þannig miðbæinn sem hjarta Akraness. Við ætlum að hefja framkvæmdir við endurbætur á þessu ári.A næsta kjörtímabili verði svo lok- ið við að lagfæra torgið, göturnar í kring og gróðursetja tré okkur til ynd- isauka í miðbænum. Við viljum einnig gera stórátak í að fegra bæinn, með gróðursetningum á opnum svæðum. Þessi uppbyggingin þarf að vera metn- aðarfull svo eftir henni verði tekið. Það verður ekki gert nema að auka fjármagn í þennan málaflokk. Sam- fylkingin leggur einmitt áherslu á að ráðstafa auknu fjármagni til að fegra bæinn og vinna markvisst að því á næsta kjörtímabili, fáum við tækifæri til þess. Falleg umgjörð ýtir undir aðra uppbyggingu og mun miðbærinn iða af verslun, mannlífi og menningu á næstu árum. Hrafnkell A. Proppé Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar og óháóra Auglýsing um deiliskipulag í Hvalfjaroarstrandarnreppi Borgarfjarðarsýslu. Samkvæmt ákvæðum 25 gr. skipulags- og byggingarlaga nr.73/1997 er hér með lýst eftir athugasemaum við breytt deiliskipulag fyrir gestahus í landi Kalastaða Hvalfjarðarstrandarhreppi. Tillagan er í samræmi við samþykkt aðalskipulag Hvalfjarðarstrandarhrepps 2002-2014. Skipulagstillagan gerir ráð fyrir 3 nýjum gestahúsum í landi Kalstaða Tillagan ásamt byggingar og skipulagsskilmálum liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins i frá 12 .maí til 8. júní 2006 á venjulegum skrifstofutíma. o Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila fyrir 22. júní 2006 og skulu pær vera skriflegar. í Þeir sem ekki gera atnugasemd innan tilgreinds frests teljast sampykkir tillögunni. Skipulags og byggingarfulltrúi. Handunnið skart Almennar sveitastjórnarkosningar fara fram laugardaginn 27.maí n.k. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í umdæmi sýslumannsins í Borgamesi fer fram á skrifstofu sýslumanns, Bjamarbraut 2, Borgamesi virka daga frá kl.09.00-15.00 Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við viðkomandi kjörstjóra. Kjósendum er bent á að hafa persónuskilríki meðferðis á kjörstað Borgarnesi 9. maí 2006 Sýsiumaðurinn Borgarnesi Sýslumaðurinn í Borgarnesi Sveitarstjórnar- kosningar vorið 2006 DYRFINNA TORFADOTTIR FINNUR ÞÓRÐARSON gullsm. - skartgripah. Lúgmyndir með merki Fjölbrautaskóla Vesturlands og Akrafjallinu SÖLUSTAÐUR: Safnasvæðinu Görðum Akranesi Sími 464 3460 - 862 6060

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.