Skessuhorn - 05.07.2006, Page 2
2
MIÐVIKUDAGUR 5. JULI 2006
ssessuhöbk
Frá slysstað sl. mánudag.
Vélhjólaslys
áKirkju-
braut
Karlmaður á þrítugsaldri var
fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi
og þaðan fljótlega á slysadeild
Landspítala - háskólasjúkrahúss
eftir vélhjólaslys á móts við Is-
landspóst við Kirkjubraut á
Akranesi efdr hádegi sl. mánu-
dag. Að sögn lögreglu virðist sem
vélhjóhnu hafi verið ekið á tölu-
vert miklum hraða áleiðis niður
Kirkjubraut og mældust bremsu-
för hjólsins 17 metrar. Maðurinn
gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi
í Reykjavík. Eftir aðgerðina var
honum haldið sofandi í öndunar-
vél á gjörgæsludeild en hann
mun ekki hafa verið í h'fshættu.
Okumaðurinn var með hjálm og
hanska en ekki í hlífðarfatnaði að
sögn lögreglu og mun hjólið hafa
runnið áffam og ekki numið
staðar fyrr en um 100 metrum ffá
slysstað. Tildrög slyssins eru ekki
að fullu rannsökuð en lögreglan á
Akranesi mun halda rannsókn
sinni áffam. MM
Til minnis
Skessuhorn minnir á bæjar- og
héraðshátíðir um næstu helgi.
Það verður Leifshátíð í Dölum
og írskir dagar á Akranesi. Sjá
nánar fréttir hér í blaðinu.
Vecfyrhorfivr
Það verður breytileg átt með
skúraleiðingum á fimmtudag
en fremur hlýju veðri. Norðlæg
átt um helgina, vætusamt víða
um land en bjart oa milt veður
suðvestan til.
Spivrniruj viKtfnnar
í síðustu viku var spurt á
Skessuhorn.is: Hver sinnir mest
heimilisstörfum hjá þér? Tæp
56% svarenda segja að konan
sinni þeim mest, tæp 17%
segja að allir sinni heimilsstörf-
unum, tæplega 15% þeirra er
svöruðu segja að karlinn sinni
þeim mest, tæp 8% svarenda
segjast búa ein og sjá því um
störfin sjálf en rúm 3% svar-
enda segja að ekkert heimilis-
fólks sjái um heimilisstörfin,
þjónustan sé aðkeypt. Rétt ríf-
lega 1% svarenda segja börnin
sinna heimilisstörfunum mest.
í næstu viku spyrjum við:
„Notar þú alltaf
bílbelti?"
Svaraðu án undanbragða
á www.skessuhorn.is
Vestlendinjtyr
vikiAnnctr
Skessuhorn útnefnir að þessu
sinni tvíburabræðurna Arnar
og Bjarka Gunnlaugssyni Vest-
lendinga vikunnar. Þeir hafa nú
tekið við þjálfun m.fl. ÍA.
Nokkur verk í uppnámi vegna
frestunar fratnkvæmda
Nokkur verk í vegamálum á
Vesturlandi eru í óvissu vegna
ákvörðunar ríkisstjórnarinnar um
aðgerðir til að slá á þenslu í hag-
kerfinu. Magnús V. Jóhannsson
umdæmisstjóri Vegagerðarinnar í
Borgarnesi segist í raun ekki vita
meira um málið sem stendur en
það sem fram hafi komið í fjöl-
miðlum.
I Framkvæmdafréttum Vega-
gerðarinnar sem út komu í síðustu
viku var birt yfirlit yfir verk sem
voru að komast á útboðsstig. Þar
eru nefnd nokkur verk á Vestur-
landi. Má þar nefna framkvæmdir í
Borgarnesi við vistgötu við Hring-
veginn, Utnesvegur, Skorradals-
vegur, Snæfellsnesvegur um Hít-
ará, Uxahryggjavegur um Tröll-
háls og Ferjubakkavegur um
Gufuá. Þá voru á samningaborði
samningar um yfirlagnir á Hring-
veginum um Leirársveit, fram-
kvæmdir við Snæfellsnesveg um
Gríshólsá og við Melasveitarveg
um Súlunes.
Þetta eru einungis þær fram-
kvæmdir sem nefndar eru í fram-
kvæmdafréttum Vegagerðarinnar.
Að auki eru nokkrar framkvæmdir
í Vegaáætlun áranna 2005-2008
sem samþykkt var af Alþingi á sfn-
um tíma.
Af stórum framkvæmdum sem
tengjast Vesturlandi og trúlega
verða nú settar á ís eru fram-
kvæmdir í Gufudalssveit og vegur
um Arnkötludal.
Jón Bjarnason þingmaður VG í
Norðvesturkjördæmi sendi sl.
fimmtudag Sturlu Böðvarssyni 1.
þingmanni kjördæmisins bréf þar
sem hann óskar eftir því að kallað-
ur verði saman, svo fljótt sem
verða má, fúndur þingmanna kjör-
dæmisins ásamt stj órnendum
Vegagerðarinnar „til að fjalla um
framkvæmd samgönguáætlunar,
stöðu einstakra framkvæmda og
ráðstöfun fjár til vegaframkvæmda
í Norðvesturkjördæmi í ár og á
næsta ári,“ segir orðrétt í bréfi
Jóns. „Þessi ósk er borin fram m.a.
í ljósi yfirlýsingar ríkisstjórnarinn-
ar og vegamálastjóra um stöðvun á
frekari útboðum í vegagerð og yf-
irvofandi niðurskurði á fram-
kvæmdum í kjördæminu,“ segir
einnig í bréfinu. HJ
Oskað eftir skýrslu um rými
í leikskólum Borgarbyggðar
Sveitarstjórn Borgarbyggðar
hefur vísað til byggðaráðs tillögu
Sveinbjarnar Eyjólfssonar oddvita
Framsóknarflokks og minnihluta í
sveitarstjórn, þar sem hann leggur
til að sveitarstjóra verði falið að
taka saman skýrslu um rými á leik-
skólum í sveitarfélaginu. I tillög-
unni segir að „þá komi jafnframt
fram í skýrslunni fjöldi barna í
hverjum árgangi og hvort ekki
verði hægt að veita þeim öllum
leikskólavist miðað við þær reglur
sem um þá vist munu gilda,“ eins
og segir orðrétt í tillögunni. Þá er
þess óskað að í skýrslunni verði
miðað við fjölda barna sem náð
hafa aldri í lok hvers skólaárs.
Einnig óskar Sveinbjörn þess í
tillögu sinni að í skýrslunni verði
„gerð grein fyrir hvernig háttað
verði framkvæmd þriðja töluliðar
um fræðslumál í málefnasamningi
Sjálfstæðisflokks og Borgarlista
2006-2010“. í þeim tölulið sem
Sveinbjörn vísar til segir að tryggð
verði dagvistun fyrir börn frá 9
mánaða aldri með því að auka nið-
urgreiðslur til dagforeldra.
HJ
Stækkun dvalarheimilisins
Jaðars í biðstöðu
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar bíður
eftir framkvæmdaleyfi frá heil-
brigðisráðuneytinu til að heljast
handa við nýja hjúkrunarálmu sem
byggja á við dvalarheimilið Jaðar í
Olafsvík. Beiðni bæjaryfirvalda hef-
ur nú þegar verið afgreidd af fjár-
laganefnd Alþingis og umbeðnir
fjármunir til ffamkvæmdanna af-
hentir frá fjármálaráðuneytinu. Því
vantar formlegt framkvæmdaleyfi
heilbrigðsiráðuneytisins til að hægt
sé að hefja framkvæmdir.
Með tilkomu nýrrar hjúkrunar-
álmu verður pláss fyrir um tólf
manns í hjúkrunarrýmum auk þess
sem öll aðstaða starfsmanna til að-
hlynninga batnar, en hún þykir
verulega takmörkuð eins og hún er
í dag. Þá geta um þrettán manns
búið á dvalarheimilinu, allir í eins
manns herbergjum með baðher-
bergi og annarri nútímaaðstöðu.
KÓÓ
Vilja kanna hugsanlega
yfirtöku málefiia aldraðra
Bæjarráð Akraness hefur frestað
til næsta fundar afgreiðslu á tillögu
minnihlutans í bæjarráði um skipun
starfshóps til að meta kosti og galla
þess að yfirtaka málefhi eldri borg-
ara. I tillögunni er lagt til að skip-
aður verði þriggja manna starfs-
hópur til að meta kostd og galla þess
að Akraneskaupstaður taki yfir mál-
efhi eldri borgara af ríkinu. I því
sambandi verði skoðaðir faglegir og
fjárhagslegir þættir og aflað upplýs-
inga um reynsluna ffá Akureyn og
Sveitarfélaginu Hornafirði þar sem
málefhi eldri borgara hafa verið á
hendi sveitafélaganna til reynslu.
Þá verði einnig aflað nauðsynlegra
upplýsinga hjá heilbrigðis- og
tryggingaráðuneyti sem fer með
málaflokkinn fyrir hönd ríkisins.
Samkvæmt tillögunni er gert ráð
fyrir að starfshópurinn skili niður-
stöðum sínum til bæjarráðs fyrir 1.
október 2006. HJ
Amar og Bjarki
takaviðUðiÍA
Amar og Bjarki Gunnlaugssynir
hafa verið ráðnir þjálfarar úrvals-
deildarliðs IA í knattspymu og tóku
þeir við starfinu sl. fösmdag af Olafi
Þórðarsyni. I yfirlýsingu ffá félaginu
sagði að stjóm rekstrarfélagsins og
Olafur Þórðarson hafi komist að
samkomulagi þess efiús að Ólafur
hættd þjálfún liðsins.
Eiríkur Guðmundsson formaður
rekstrarfélags meistaraflokks IA seg-
ir að rætt hafi verið við nokkra aðila
um að taka að sér þjálfun hðsins en
niðurstaðan hafi orðið sú að þeir
Amar og Bjarki tækju verkefhið að
sér. Aðrir sem rætt var við vora þeir
Alexander Högnason, Guðjón
Þórðarson og Pétur Pétursson.
I samningi Olafs og IA var ekkert
uppsagnarákvæði og því þurfti sam-
komulag beggja aðila að koma til svo
þjálfaraskiptdn gætu farið fram. Ei-
ríkur segir Olaf mikinn heiðurs-
mann og því verði kostnaður við
þjálfaraskiptin ekki mikil fyrir félag-
ið.
I Skessuhorni í næsm viku verður
ítarlegt viðtal við þá Amar og Bjarka
sem þegar hafa stýrt liðinu tdl sigurs
í einum leik bikarkeppninnar. Næstd
leikur liðsins í Landsbankadeildinni
er á föstudag klukkan 18 og verður
vafalaust mikið um dýrðir þar sem
leikurinn er felldur inn í dagskrá
Irskra daga.
HJ
Staða sveitar-
stjóra eftirsótt
HVALFJARÐARSVEIT: Um
þöm'u umsóknir höfðu borist um
stöðu sveitarstjóra í hinu nýja
sveitarfélagi Hvalfjarðarsveit
þegar umsóknarfrestur um stöð-
una rann út í fyrradag. Hugsan-
legt er að fleiri umsóknir eigi eff-
ir að berast í póstd. Hallfreður
Vilhjálmsson oddviti segir afar á-
nægjulegt að finna fyrir þessum
mikla áhuga á starfinu. Hann
segir nöfn umsækjenda verða
kynnt um leið og ljóst verður
endanlega hversu margar um-
sóknir berast. -hj
Umferðin
var mikil
BORGARFJÖRÐUR: Mjög
mikdl umferð var í umdæmi lög-
reglunnar í Borgamesi um síð-
ustu helgi og margt um manninn
í öllum sumarhúsahverfum.
Fjöldi fólks lagði leið sína í gegn-
um héraðið og vora flestir á leið
á hátíðir t.d. tdl Olafsvíkur og
Skagafjarðar. Þrátt fyrir mikinn
umferðarþunga gekk umferðin
nokkuð greiðlega fyrir sig. Alls
voru 53 teknir fyrir of hraðan
akstur í umdæminu í vikunni.
Atta ökumenn vora sektaðir fyrir
að vera ekki með ökuskírteini
meðferðis. -so
Rúður brotnar
í Olís
AKRANES: Aðfararnótt laug-
ardags voru rúður brotnar í
verslun Olís við Suðurgötu á
Akranesi með því að kasta
grjóti inn í húsið. Gerðist þetta
einhverntíman á milli klukkan
23:30 á föstudagskvöldi til
klukkan 09:00 að morgni laug-
ardags. Hafi einhver upplýsing-
ar um málið er hann beðinn um
að hafa samband við lögregluna
áAkranesi. -so
Rán og dóp
ÓLAFSVÍK: Tvær líkamsárás-
ir hafa verið kærðar til lögregl-
unnar í Olafsvík eftir helgina
auk þess sem ákveðinn aðiíi
hefur verið kærðar fyrir rán á
tveimur farsímum. Rændi mað1-
urinn farsímum af tveimur ein-
staklingum með því að berja þá
og hóta þeim frekara ofbeldi
létu þeir ekki farsímana áf
hendi. Þá komu upp fimm
fíkniefnamál á Olafsvík und
helgina, þar af eitt sem tengdist
sölu og dreifingu. Mikil ölvun
var í Olafsvík um helgina en þar
fór fram hátíðin Færeyskir dag-
ar sem ungt fólk hópaðist til,
eins og fram kemur á öðrum
stað í Skessuhorni. -mnt
Starfi dýra-
eftirlitsmanns
komið á fót
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur fahð bæjarstjóra að gera tdl-
lögu að erindisbréfi fyrir starf
dýraeftirlitsmanns hjá Akranes-
kaupstað. Þetta ákvað ráðið í
kjölfar ábendinga sem Margrét
Jónsdóttir sendi ráðinu vegna
lausagöngu katta í bæjarfélaginu.
Eins og lesendur blaðsins muna
ritaði Margrét grein í Skessu-
horn um máhð í síðustu viku sem
hún kallaði „Rottur nútímans,
kettirnir". -hj