Skessuhorn - 05.07.2006, Síða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 5. JULI 2006
uaUSVnuiJ
Forsendur starfsleyfis Laugafisks
eklá í samræmi við raunveruleikann
Heilbrigðiseftdrlit Vesturlands tel-
ur ljóst að ekki sé hægt að koma í
veg fyrir lyktarmengun frá fisk-
þurrkunarfyrirtækinu Laugafiski á
Akranesi og óskar eftir viðræðum
við bæjarráð Akraness sem fyrst
þannig að hægt verði að byggja á
sjónarmiðum bæjarráðs við endur-
skoðun eða breytingu á starfsleyfi til
fyrirtækisins. Eftirlitið segir for-
sendur sem lagðar voru til grund-
vallar útgáfu starfsleyfis á sínum
tíma ekki í samræmi við raunveru-
leikann.
Forsaga málsins er sú að um
nokkurra ára skeið hefur fyrirtækið
Laugafiskur rekið fiskþurrkun á
Akranesi. Fiskþurrkun fylgir ólykt
sem seint verður talin eftirsóknar-
verð í návígi. Hafa nágrannar fyrir-
tækisins á Akranesi lengi kvartað
undan ólyktinni og hafa málefni þess
oft komið til kasta bæjaryfirvalda og
heilbrigðisnefndar Vesturlands. Ibú-
ar við Vesturgötu óskuðu í vetur eft-
ir því að starfsleyfi fyrirtækisins vrði
afturkallað en það rennur út í apríl
2007.
Undanfarið hefur undir stjórn
Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins
unrúð að rannsóknum vegna lyktar-
mengunar fyrirtækja í heitlofts-
þurrkun eins og Laugafisks. Vonir
stóðu til þess að með rannsóknunum
mættd koma í veg fyrir mengunina. I
maí voru kynntar niðurstöður rann-
sóknanna og í framhaldi af því vildi
Helgi Helgason framkvæmdastjóri
Heilbrigðisefidrlits Vesturlands ekki
slá því föstu hvort fyrirtækið fengi
endurnýjað starfsleyfi. Inga Jóna
Friðgeirsdóttir framkvæmdastjóri
Laugafisks sagðist á þeim tíma bjart-
sýn á að starfsleyfið yrði ffamlengt.
A fundi heilbrigðisnefndar Vest-
urlands fyrir skömmu voru niður-
stöður rannsóknanna ræddar og í
framhaldinu samþykkti nefndin
bókun þar sem meðal annars segir
orðrétt: „Þrátt fyrir viðamikla vinnu
RF og fyrirtækjanna þykir ljóst að
ekki eru til staðar lausnir sem koma
í veg fyrir lyktarmengun fyrirtækj-
arma í og við sitt næsta nágrenni, og
einnig þykir ljóst að þær upplýsing-
ar sem forráðamenn fyrirtækisins
lögðu fyrir HEV og voru forsendur
starfsleyfis fyrirtækisins hafa ekki
reynst í samræmi við raunveruleik-
ann og lyktarmengun meiri en for-
sendur starfsleyfis gera ráð fyrir.“
Oskar nefndin því eftdr tunsögn bæj-
arráðs áður en afstaða verður tekin
til endurnýjunar starfsleyfisins.
Einnig var óskað eftir upplýsingum
ff á fyrirtækinu um næstu aðgerðir til
lausnar á þeim vandamálum sem
glímt hefur verið við.
Bæjarráð Akraness samþykkti að
boða fulltrúa heilbrigðisnefhdar til
fundar.
Hjf
Dæmdur fyrir brot á lögum
um atvinnuréttindi údendinga
Héraðsdómur Vesturlands hefur
dæmt verktaka á Akranesi til
greiðslu 315 þúsund króna sektar
auk 229 þúsvmd króna málskostn-
aðar fyrir brot á lögum um atvinnu-
réttindi útlendinga. Lögreglunni á
Akranesi barst í nóvember árið
2005 ábending um að verktakinn
hefði hugsanlega í vinnu útlend-
inga, án tilskilinna atvinnuleyfa.
Rannsókn leiddi í ljós að tveir Lit-
háar voru við störf hjá verktakanum
sem og að þeir störfuðu án atvinnu-
leyfis. Verktakinn hafði sótt um
leyfi fyrir þá en fengið synjtm. Hér-
aðsdómi þótti sannað að verktakinn
hafði brotdð gegn lögum um at-
vinnuréttindi útlendinga. HJ
Verslunarhúsnæði rís við Þjóðbraut
Þessa dagana er verið að reisa
stálgrind að húsi við Þjóðbraut sem
hýsa á bílasölu og verslun. Það eru
Bílver ehf. og Bernhard ehf. sem
eiga húsið í sameiningu. Að sögn
Reynis Sigurbjörnssonar í Bílver
verður húsið um 1.000 fermetrar að
stærð og verður þar bílasala auk
bílaþjónustu. Einnig verður í hús-
inu um 400 fermetra verslunarhús-
næði en því hefur ekki verið ráð-
stafað. Reynir segir stefht að því að
taka húsið í notkun fyrir veturinn.
HúsiS sem Bílver og Bemhard reisa í sameiningu á homi BjóShrautar og Innnesvegar.
Bílver hefur verið til húsa á Akurs- verður réttingaverkstæði þar til
braut en það hús hefur verið selt og húsa. HJ
Lionsmenn gefa hjartastuðtæki
Lionsmenn í Borgamesi afhenda hér Theodór Þórðarsyni yfirlögregluþjóni og Stefáni
Skarphéðinssyni sýslumanni tvö ný hjartastuðtæki að gjóf
FráMND
félaginu
SNÆFELLSNES: MND félag-
ið reynir eftdr mættd að halda
mánaðarlega stuðningsfundi sem
víðast. Einu sinni til tvisvar á ári
er félagið með fundi á lands-
byggðinni. Þann 8. júlí næstkom-
andi mun félagið halda fund í
Fellaskjóli í Grundarfirði. Mæt-
ing er klukkan 14:00 og eru allir
velkomnir. MND verður kynnt í
stuttu máli en reynt fyrst og
frernst að njóta samverunnar. Sjá
nánar upplýsingar um MND fé-
lagið á slóðinni: www.mnd.is
-mm
Hraðakstur á
Faxabrautinm
AKRANES: Verkefhi lögregl-
unnar á Akranesi voru fjölmörg í
síðustu viku. Af þeim tengdust 48
umferðinni með einum eða öðr-
um hættd. Fjórtán ökumenn voru
kærðir eftir að ökuhraði þeirra
hafði mælst yfir mörkum leyfi-
legs hraða og í þeim hópi voru
tveir sem reyndust hafa ekið á
127 km/klst hraða á Faxabraut-
inni á Akranesi þar sem hámarks-
hraði er 50 km/klst. Geta báðir
ökumennirnir reiknað með að
verða sviptir ökuleyfi. -so
Gunnólfur ráð-
inn sveitarstjóri
DALABYGGÐ: Sveitarstjórn
Dalabyggðar, nýs sameinaðs
sveitarfélags Saurbæjarhrepps og
Dalabyggðar, samþykkti á fyrsta
fundi sínum að ráða Gunnólf
Lárusson oddvita N-lista sveitar-
stjóra til tveggja ára. A fundinum
var Guðjón Torfi Sigurðsson
kjörinn oddviti og Helga H.
Agústsdóttir var kjörin varaodd-
vitd. Þá voru þau Helga H., Þórð-
ur Ingólfsson og Þorgrímur
Guðbjartsson kjörin í byggðaráð.
Sjá má viðtal við Gunnólf á síðu
10 í Skessuhorni í dag. -hj
Breyting á
eignarhaldi
í HB Granda
REYKJAVÍK: Sjóvá-Almennar
tryggingar hf. hafa fært allan sinn
eignarhlut í HB Granda h£, tæp-
lega 100 milljónir króna að nafh-
virði, yfir í SJl ehf. sem er 100%
dótturfélag Sjóvá og hefur þann
eina tdlgang að fjárfesta og ávaxta
eignir tryggingarfélagsins. Þessi
hlutur er um 5,85% af heildar-
hlutafé HB Granda hf. -hj
Nýtt starf
umsjónarmanns
eigna
DALIR: Byggðaráð Dalabyggð-
ar hefur samþykkt að auglýsa eft-
ir starfsmanni sem sjá mun um
eignir sveitarfélagsins og starf-
semi áhaldahúss. Núverandi
Dalabyggð varð til á dögunum
við sameiningu Dalabyggðar
hinnar fornu og Saurbæjar-
hrepps. -hj
Lögreglunni í Borgamesi var í
liðinni viku færð tvö ný hjartastuð-
tæki að gjöf ffá Lionsklúbbi Borgar-
ness. Tæki þessi, sem kosta tæplega
300 þúsund krónur, era af gerðinni
Samaritan og eru einkar handhæg
og meðfærileg í notkun. Geta þau
hæglega bjargað mannslífum þegar
einstaklingur lendir í hjartastoppi og
þarfnast endurlífgunar.
Tækin verða til taks í báðum lög-
reglubílum embættisins. Að sögn
Stefáns Skarphéðinssonar sýslu-
manns Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
koma þau að góðum notum einkan-
lega þar sem héraðið er landfræði-
lega stórt og því getur það tekið
langan tíma fyrir sjúkrabíl og lækni
að komast á staðinn í tilfellum þar
sem einstaklingur lendir í hjarta-
stoppi. Theodór Þórðarson yfirlög-
regluþjónn tekur undir þessi orð
sýslumanns og segir að oft séu lög-
reglubílar staddir nálægt stöðum þar
sem fólk safnast saman og getd dýr-
mætur tfrni því sparast með því að
lögregla getd veitt fyrstu hjálp af
þessu tagi. „A stöðum eins og Húsa-
felli, í Norðurárdal og raunar víða
við þjóðvegi í héraðinu eru lög-
reglubtlar off á ferðinni sérstaklega
ef mannfjöldi er saman kominn á
þessum stöðum eða umferð er mik-
il. Því geta mjög hæglega komið upp
aðstæður þar sem handhæg tæki sem
þessi geta skipt sköpum við endur-
lífgun meðan beðið er eftir að
sjúkralið mæti á staðinn," segir
Theodór.
Lionsklúbbur Borgarness hefur
smtt við ýmis þörf verkefhi í hérað-
inu á hðnum árum og til að mynda
styrkti klúbburinn nýlega kaup og
þjálfun á fíkniefnahundi sem nú er
notaður við lögregluembættið í
Borgamesi. Hundur sá hefur marg-
sinnis sannað ágæti sitt. MM
Lágflug yfir
amarvarpi
REYKHÓLAHREPPUR: íbú-
ar í Reykhólahreppi kvörtuðu sl.
miðvikudagsmorgun yfir því að
herþotum var flogið í lágflugi
yfir Gufudalssveitina og víðar. Á
þessu svæði eru hreiðurstaðir
hafarna og komst talsverð styggð
að fuglunum. Af þessu tilefni
hefur vamarmálaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins verið send
skrifleg fyrirspum ffá sveitarfé-
laginu og er vonast til þess að
svör fáist fljótlega. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem íbúar á þessu
svæði hafa kvartað undan lágflugi
herþotna. -mm
Margir laxar í
veiðarfærin
MIÐIN: Mikið af laxi slæðist
með sem meðafli í veiðarfæri
íslenskra fiskiskipa. Umfang og
magn þess afla var nýlega kann-
að að frumkvæði Landssam-
bands veiðifélaga sem fékk
IMG Gallup til að senda sjó-
mönnum spurningar þar að lút-
andi. Niðurstaðan var sú að
umfang veiða á laxi í sjó sem
meðafli er mun meira en búist
hafði verið við, eða 3200 til
7000 laxar á vertíð. Til að átta
sig á umfangi þessara veiða
samsvara þær allt að tvöfaldri
heildarveiði úr Þverá í Borgar-
firði þegar best gengur í einni
fengsælustu laxveiðiá landsins.
-mm
Aðstaða bætt við
Kalmansvík
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur ákveðið að verja 1,5 millj-
ónum króna til endurbóta á tjald-
svæðinu við Kalmansvík. I sam-
þykkt ráðsins segir að þar sem
fyrirsjáanlegt sé að nýtt tjald-
svæði við Skógahverfi verði ekki
tilbúið fyrr en eftdr 2-3 ár verði
allt að helmingur fjárheimilda
nýja tjaldsvæðisins flutmr til
verkefna við svæðið við Kalm-
ansvík. Fjármununum verður
varið til viðhalds á húsi á svæð-
inu, uppsetningu skjólgirðingar
við húsið og einnig verður bætt
aðstaða til lostmar á úrgangi úr
húsbílum og vögnum auk þess
sem komið verður fyrir raftengi-
búnaði. -hj
Styrkir upplýs-
ingamiðstöð
AKRANES: Bæjarráð Akraness
hefur samþykkt beiðni Upplýs-
inga- og kynningarmiðstöðvar
Vesturlands um 100 þúsund
króna styrk svo hægt sé að auka
þjónustu miðstöðvarinnar. I
bréfi til ráðsins segir að UKV
hafi undanfarin ár sinnt þýð-
ingarmiklu hlutverki í kynning-
arstarfi á menningu og mannlífi
á Vesturlandi. A fyrsm ámnum
hafi hins vegar orðið mikið tap
á starfseminni og eigið fé henn-
ar sé nú neikvætt um 2 milljón-
ir króna þrátt fyrir að hagnaður
hafi verið af starfseminni und-
anfarin ár. -hj
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulff.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi; Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Fréttaritari: Bryndís Gylfadóttir 866 5809 bryndis@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: íris Árthúrsd. iris@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is