Skessuhorn - 05.07.2006, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 5. JULI2006
^kiiSautíöEEÍ
Hér er vaxtarbroddur í nýju og fersku fólki sem lítur á hlutina með opnum huga
Þurfum að virkia ónotuð tækifæri
Gunnólfur Lárusson er nýtekinn
við starfi sveitarstjóra í Dalabyggð.
Hann er ekki ókunnur máleíhum á
þeim vettvangi í Dölum því hann
starfaði lengi sem aðstoðarmaður
sveitarstjóra. Hann er hins vegar
uppalinn í Vestmannaeyjum en flutrtd
sig um set vestur í Dali með fjöl-
skyldu sína fyrir níu árum síðan.
Gunnólfur segir það hafa verið auð-
velda ákvörðun að taka aðstoðar-
mannsstarfið á sínum tíma. Hann
hafi séð það auglýst og þótt það
spennandi tilhugsun að breyta til.
„Okkur langaði að prufa eitthvað
nýtt og þótti staðurinn spennandi.
Það er lítdð mál að flytja hingað með
fjölskylduna. Hér er gott að vera,
góðir skólar og spennandi staður
fyrir bömin.“
Vantar fólk til starfa
Síðastliðin ár hefur ungu fólki
fjölgað í Dalabyggð og þrátt fyrir
að fólksfækkun hafi verið í sveitar-
félaginu í heild sinni hefur mikil
uppbygging verið í Búðardal, hús
hafa risið og fleiri eru í byggingu.
„Hér hafa risið 3 parhús og 1 ein-
býlishús að undanförnu og nú eru 2
parhús í byggingu. Þar að auki eru
biðlistar eftir leiguhúsnæði,“ en
sveitarfélagið á átta íbúðir sem það
leigir út í Búðardal, fjögur einbýlis-
hús að Laugum og eitt í Saurbæ.
„Það vantar mannskap hingað,"
segir Gunnólfur: „Undanfarið hef-
ur okkur gengið illa að manna störf
í Mjólkurstöðinni og höfum við
þurft að leita út fyrir landssteinana
efrir vinnuafli. Þaðan kemur að vísu
prýðisgott fólk og góður starfs-
kraftur. Einnig vantar iðnaðarmenn
til að hægt sé að fara í þær fram-
kvæmdir sem þarf. Hingað hafa
flutst rafvirkjar undanfarin ár en í
raun vantar alla aðra iðnaðar-
menn,“ segir sveitarstjórinn.
Skilvirkari stjómsýsla
Sveitarfélagið Dalabyggð varð til
við sameiningu nokkurra hreppa og
Búðardals árið 1996. Við síðustu al-
þingiskosningar var enn frekari sam-
eining lögð tdl, þ.e. sameining Dala-
byggðar, Reykhólahrepps og Saur-
bæjarhrepps. Var sú sameining sam-
þykkt í Dalabyggð og Saurbæjar-
hreppi en hinsvegar felld í Reyk-
hólasveit. Fyrmefridu sveitarfélögin
tvö héldu sameiningunni til streitu
svo úr varð eitt sveitafélag. Gunnólf-
ur segir að sameiningin sé það eina
rétta fyrir samfélagið í heild. Vissu-
lega megi segja að kostir séu meiri
fyrir smærri sveitarfélögin en þau
stærri, en allir græði þó á þessu.
Stjómsýslan færist á færri hendur og
verði um leið skilvirkari.
Samhentur hópur
Vð síðusm sveitarstjómarkosn-
ingar vom þrír listar í ffamboði til
sveitarstjórnar í Dalabyggð. Gunn-
ólfur fór fyrir N-lista sem kom fyrst-
ur fram og settí það fljótlega á odd-
inn að nú yrði hægt að kjósa beint
um sveitarstjóra. Listinn náði þrem-
ur mönnum í kosningunum. Tveir
aðrir hstar, H-listi með Þórð Ing-
ólfsson í fararbroddi og V-listi
Vmstri hreyfingarinnar - græns
framboðs með Þorgrím E. Guð-
björnsson sem efsta mann komu
tveimur mönnum í sveitarstjórn
hvor listí. N-listi og H-hsti náðu
saman um meirihluta og er ætlunin
að endurskoða samstarfið eftir tvö
ár. „Það var nú kannski helsta deilu-
efriið hvernig ætti að skipa sveitar-
stjórann. Við höfðum lagt áherslu á
að sveitarstjóri yrði kosinn beinni
kosningu en aðrir vildu auglýsa og
ráða í stöðuna þannig. Þetta varð
helsta ágreiningsefriið við myndun
meirihlutans því við náðum mjög vel
saman um málefrii. Raunar má segja
að öll sveitarstjórnin sé
samhent, bæði meiri- og
minnihluti. Það er líka
mín skoðun að í svona
litlum samfélögum eigi
ekki að vera hstapóhtík.
Það er að sjálfsögðu
alltaf pólitdk í gangi en
þar sem er úr litlu að
moða verða allir að
standa saman. Allir hafa
gefið það út að svo verði
þannig að ég er bjart-
sýnn á framtíðina. Hér
er góður samhugur og
enginn ágreiningur um
málefrii," segir Gunnólf-
ur.
Eitt af þeim verkefri-
um sem ráðist verður í er
bygging nýs leikskóla, en
hún var á stefriuskrá allra
framboðanna. Núver-
andi húsnæði er óviðun-
andi og verður að bæta úr því. Hald-
ið verður áffam ffamkvæmdum við
Leifssafn, en þar eru áætlaðar jarð-
vegsffamkvæmdir fyrir um 33 millj-
ónir króna. Þá á eftir að vinna að
innviðum hússins en áætlanir um
opnun safrisins á þessu ári munu trú-
lega ekki ganga eftir. Gunnólfur seg-
ir að það sé ákveðinn galli hvað fólk
í litlum sveitarfélögum er bundið af
ákvörðunum sem teknar eru langt í
burtu. Til dæmis þurfi ekki nema
eitt símtal úr Reykjavík varðandi
Mjólkurstöðina eða Slámrhúsið og
tilvera 30-40 manns gjörbreytist.
Þannig sé það í hinum hraða heimi
sem við búm við. „Það er því nauð-
synlegt að standa vörð um það sem
við höfum um leið og reyna svo að
bæta við það.“
Hvammsíj örður sem
risastórt stöðuvatn
Ferðaþjónusta er eitt af því sem
sveitarstjómin horfir til þegar hugað
er að framtíðarmöguleikum á svæð-
inu. I því skyni er ætlunin að ráða
menningar- og ferðafulltrúa og
byggja atvinnuveginn upp. Að vísu
séu menn þar ffáleitt einir um hit-
una, í raun séu flestir að róa á sömu
mið og telji að framtíðin felist í
ferðaþjónustu. Dalabyggð hafi
margt umfram önnur svæði í þeirri
baráttu, hún sé stutt frá helstu þétt-
býliskjömum og svæðið sé ríkt af
sögu. Það ættu því að vera hæg
heimatökin við að efla atvinnugrein-
ina, en til þess þurfi ákveðna hugar-
farsbreytingu. „Sveitarfélagið verður
að líta á ferðaþjónustufyrirtæki eins
og hver önnur atvinnufyrirtæki sem
skapa fólki atvinnu og veitir tekjum
inn í sveitarfélagið. Það verða því að
gilda sömu reglur varðandi stuðning
við atvinnugreinina. Þetta em bara
venjuleg fyrirtæki sem fólk verður að
standa á bak við.“ Gunnólfur sér
mikla möguleika varðandi markaðs-
setningu svæðisins og er ekki ör-
grannt um að þar komi uppruni hans
í Vestmannaeyjum eitthvað við sögu.
„Eg er þannig gerður að hvert sem
ég kem fer ég fyrst að huga að sjón-
um og möguleikum í kringum hann.
Hvammsfjörðurinn er einstakur,
hann er lygn og algerlega laus við
sker. I raun er hann eins og risastórt
stöðuvatn. Þess vegna tel ég að sækja
mætti á þann markað sem þjónusta
við siglingafólk er. Ovíða á landinu
er betri aðstaða til þess og í raun
þurfa menn að sigla beinustu leið
upp í fjöru til að lenda í vandræðum,
svæðið er það ömggt.“
Hlakka til starfsins
Gunnólfur lítur framtíðina björt-
um augum. Gangi þau markmið sem
sveitarstjóm hefur sett sér eftir, sé
bjart framundan. „Hér er fólk
ánægt, sveitarstjóm samhent og vill
vinna af heilum hug fyrir íbúa Dala-
byggðar. Hér er vaxtarbroddur í
nýju og fersku fólki sem lítur á hlut-
ina með ferskan huga. Fólkið hér á
skrifstofunni er stórgott og jákvætt
þannig að ég hlakka til að takast á
við þau verkefrii sem ffamtíðin ber í
skauti sér,“ sagði Gunnólfur Láms-
son að lokum.
KÓP
Gunnólfur á skrifstofu sinni í Dalabyggð reiðubúinn til að
takast á við verkefnin framundan.
Barrw<
vei+ing'
Baulan í hjarta Borgarf jaröar
censt
var að koma úr
Norðurá í
Borgarfirði. Þar hefur eins árs laxinn verið
mjög afgerandi í sumar og smár. Veiðimenn
hafa verið að fá fiska þetta í kringum pundið
þá minnstu. Meistarakokkurinn Jói Fel var
t.d. við veiðar í Norðurá fyrir slcömmu og
veiddi hann nokkra laxa og var einn af þeim
sem hann fékk einungis 800 grömm. Ekki
fara sögur af því hvort hann ætli að elda lax-
inn í þáttum sínum. E.t.v. gæti hann það ef
gestimir era ekki margir!
Einn afþeim stærri úr Hítará. Einar Sigurðsson með
10 punda hæng úr ánni. Ljósm: Þorsteinn Olafs.
gangur í Hítará og mikiU fiskur
Hítará á Mýmm fer ágætlega af stað í ár.
Þegar holl lauk veiðum í ánni á hádegi þann
30. júní höfðu veiðst 29 laxar og næsta holl
bætti við 8 löxum. Veiðistaðir em hinsvegar
fáir eða að minnsta kosti þeir staðir sem hafa
gefið lax það sem af er veiðitímanum. Veiði-
staðir eins og Langidráttur em að detta inn
þessa dagana. Það er hinsvegar dagaspursmál
hvenær laxinn fer meira upp á efra svæði ár-
innar. Stærsti laxinn enn sem komið er er 5,8
kíló. Þá hafa veiðst nokkrir 4,5-5 kílóa laxar
auk þess sem veiðimenn hafa misst nokkra í
þessum stærðarflokki eftir mislangar glímur.
Skessuhorn heyrði í Theódóri S. Halldórs-
syni sem var að koma úr ánni. Hann bar sig
vel og sagði þau hjónin hafa veitt þrjá laxa, sá
stærsti vóg 4,3 kíló. Sagði hann veiðina
reyndar ekki vera aðalatriðið, það hefði verið
alveg frábært að vera með góðum hópi við
ána og njóta góðra veitinga í veiðihúsinu
Lundi.
„Við vomm að koma úr fjölskylduferð í
Hítará. Þetta var frábær veiði-
ferð,“ sagði Bjarni Júlíusson
formaður Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, en hann var að
koma úr veiði í Hítará sl.
sunnudag. „Við vorum þarna
fjórir ættliðir í laxveiði, allt ffá
78 ára gömlum föður mínum,
Júlíusi Gestssyni rafvirkja-
meistara frá Grundarfirði sem
náði tveimur löxum, niður í
Olaf Bjama fjögurra ára gaml-
an dótturson minn. Við feng-
um átta laxa og misstum annað
eins. Laxinn er aðeins farinn að
dreifa sér betur um ána núna,“
sagði Bjami ennfremur.
Hjónin Theódór S. Halldórsson og Ólöf Helga Pálmadóttir með einn
vænan úr Hítará. Ljósm: Þorsteinn Olafs.
Veiddu kola í Miðá í Dölum
„Veiðin gengur rólega í Miðá ennþá, bæði í
laxinum og bleikjunni, en fiskurinn gæti alveg
komið á næstu flóðum,“sagði Lúðvík Gizur-
arson leigutaki Miðár í Dölum, síðastliðið
föstudagskvöld þegar Skessuhorn spurðist
ffétta. „Veiðimenn sem vora að veiða neðar-
lega í ánni veiddu kola, svipaðan og var að
veiðast í Olftisá, en lítið af öðmm fiski. Harm
tók maðkinn hjá þeim,“ bætti Lúðvík við.
Fyrstu laxarnir em komnir á land í Laxá í
Dölum og veiði er að byrja í Flekkudalsá og
Hvolsá / Staðarhólsá.
Veiðimenn sem vom að koma úr Andakílsá
í Borgarfirði veiddu 7 laxa en áður vom
komnir aðrir 7 laxar á land. „Þetta var ágætt,
við sáum ekki marga laxa en fengum þessa sjö
og það var fint,“ sagði veiðimaður í Andakílsá,
hress með fenginn.
Jói Fel veiddi 800
gramma lax í Norðurá
„Þetta er eitthvað skrítið; það er stórir hlut-
ir að gerast í hafinu, það fer ekki á milli mála,
það vantar ákveðnar fæðutegundir fyrir fisk-
inn eins og sandsílin," sagði veiðimaður sem
Veiðihom Skessuhoms er i boði:
VHÐIKOSTIÐ
Vjrnet
ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ÁRANGUR
www.limtrevirnet.is