Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2006, Side 12

Skessuhorn - 05.07.2006, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 5. JXJLÍ 2006 oBissunuiL:’ 12 Eg myndi hildaust gera þetta aftur -rætt við tólf ára stúlku sem bjargaði haferni við Grundarfjörð í síðustu viku Sigurbjörg Sandra Pétursdóttir, tólf ára Grundfirðingur varð fyrir ævintýralegri reynslu að kvöldi þriðjudags í síðustu viku, er hún óð út í Kirkjufellslónið sem er skammt fyrir innan bæinn og bjargaði haferni sem hafði hrapað þar niður. Blaðamaður Skessuhorns leit við í heimsókn til Sigurbjargar Söndru til að heyra þessa ótrúlegu sögu og kynnast þessari hugrökku stúlku. Sigurbjörg, sem er mikil hesta- kona, var ein á ferð umrætt kvöld en hún fer reglulega á útreiðar á þessum stað. „Eg sá öminn bara hrapa í vatnið og ég horfði á hann synda hálfgert bringusund í áttina að landi. Þegar hann virtist ekki ætla að hafa það, óð ég bara út í, batt reiðvestið utan um hann og dró hann í land,“ sagði Sigurbjörg frekar hógvær yfir þessari djörfu ákvörðun sinni og hefðu eflaust margir hikað í sambærilegum að- stæðum. „Fuglinn var mjög hrædd- ur og reyndi að losa sig en ég hélt fast í annan vænginn og hélt með hinni hendinni í vestið sem var vaf- ið utan um hann,“ sagði Sigurbjörg. I öllum átökunum náði örninn að læsa klónum í læri hennar og ríg- hélt hann takinu í um fimm sek- Valgeir Magnússon, verkstjóri í áhaldahúsi Grundarfjarðar kom henni fyrstur til aðstoðar. Hélt að hún hefði slasað sig Um þetta leyti var móðir hennar, Sædís Guðmundsdóttir orðin óró- leg þar sem Sigurbjörg var ókomin úr túrnum og ákvað því að keyra af stað í leit að dóttur sinni. „Hjartað í mér stöðvaðist nánast þegar ég sá hestinn hennar bundinn, hjálminn á jörðinn og mann í símanum sem húkti yfir einhverju sem ég sá ekki alveg hvað var. Eg hélt að eitthvað hefði komið fyrir hana, hún dottið af baki eða lent í slysi en mér var heldur betur brugðið þegar ég sá hvað var í gangi,“ sagði Sædís fegin að ekki hafði farið illa. Þegar á leið kom dóttir Valgeirs með hundabúr og tókst þeim í sameiningu að setja haförnin í búrið. Fuglinn var enn mjög skelkaður og gargaði hástöf- um sem endaði með því að hestur Sigurbjargar varð órólegur, sleit tauminn og skemmdi hnakkinn, af hræðslu við fuglinn. Farið var með fúglinn inn í áhaldahús bæjarins þar sem teknar voru myndir af þessu Hér er Sigurbjörg ásamt jjólskyldu sinni ad heimili þeirra í Grundarfirði. Frá vinstri: Sadís GuSmundsdóttir, Sigurkjörg, Olafur Marinósson, sljúpfaSir Sigurbjargar og Hel- ena Ólafsdóttir 6 ára systir Sigurbjargar sem er líka mikill dýravinur. úndur. „Ég var ekki að ná því að þetta væri að gerast, ég reyndi að vera róleg en ég var pínulítið hrædd. Þá sá ég fólk við Kirkjufells- fossinn, svo ég öskraði bara á hjálp eins hátt og ég gat en það heyrði enginn í mér,“ sagði Sigurbjörg sem beið á annan klukkutíma þar til tignarlega dýri og þaðan óku Sigur- björg og Valgeir ásamt félaga hans, með fuglinn til aðhlynningar á Náttúrufræðistofnun í Reykjavík. „Ég vildi koma honum í öruggar hendur og þess vegna varð ég bara að fara með til Reyjavíkur,“ sagði Sigurbjörg sem afhenti Kristni Sigurbj'órg og hestwr hennar Blakkur að leik og er ekki annaö að sjá að hesturinn hafi jafnað sig eftir þennan dramatíska atburð. Sigurbjörg um kvöldið við búrið sem eminum var komiðfyrir í. Skarphéðinssyni fuglinn þegar þangað var komið. Að sögn Sigur- bjargar var Kristinn ekki viss um að það hefði verið hún sem handsam- aði dýrið en varð mjög hissa þegar hann komst að því að sú var raunin og ekki að ástæðulausu því eins og fyrr segir er Sigurbjörg eimmgis tólf ára gömul. Haföminn fékk nafnið Siguröm „Ég var ekki komin heim fyrr en klukkan fjögur um nóttina og orðin pínulítið þreytt en það var alveg þess virði. Ominn fór svo í Hús- dýragarðinn um morguninn og þaðan hringdu starfsmenn í mig og báðu mig um að finna nafii á hann. flugi. Af þessum sökum er gert ráð fyrir að haförninn þurfti að vera í Húsdýragarðinum í tvö ár í endur- hæfingu þar sem stélfjaðrir endur- nýja sig ekki árlega. Starfsmenn Húsdýragarðsins telja þó allar líkur á því að hann geti bjargað sér í nátt- úmnni að lokinni endurhæfingu. Eg er dýrasjúk Sigurbjörg Sandra er sannkallað- ur dýravinur og ætlar sér að verða tamningamaður þegar hún er orðin stór. Fyrr í júmmánuði var hún á útreiðum þegar kona kemur að henni og spyr hvað geri eigi við vængbrotinn máv. „Ég sagði henni bara að ég skyldi taka hann og fór með hann í kofa hjá ömmu og afa í Hér má greinilega sjá áverka á lœri Sigwrbjargar enda engin smá átök sem áttu sér stað milli hennar og fuglsins. Ég sagðist ætla að hugsa það og hringja aftur og tíu mínútum seinna hringdi ég og sagði þeim að hann skyldi heita Sigurörn," sagði hún og benti blaðamanni á að nafnið væri sett saman úr nöfnum þeirra beggja. Sigurbjörg fór á fimmtudaginn síðastliðinn í heimsókn til Sigur- arnars í Húsdýragarðinn þar sem hún fékk að fara inn í búrið hans og gefa honum. Líðan hans er nú góð. Þar sem einungis finnast um hund- rað hafernir við landið vildi Fjöl- skyldu- og húsdýragarðurinn að latma Sigurbjörgu björgun arnarins með því að gefa henni og fjölskyldu hennar árskort í garðinn og hyggst Sigurbjörg nýta sér það sérstaklega vel tdl að fylgjast með fiðraða vini sínum og líðan hans. Sigurörn er sex ára gamall karl- fugl úr syðsta arnarhreiðri landsins við Faxaflóa. Hann var þakinn grúti og á hann vantaði stélfjaðrimar, en án þeirra getur hann ekki stýrt sér á Hálsabóli. Ég gaf honum svínakjöt og orma en það dugði ekki mikið því daginn eftir þurfti að taka hann af lífi því hann var svo illa særður. Ég elska dýr og hika ekki við að hjálpa þeim,“ sagði þessi mikli dýravinur og þarf enginn að draga þau orð í efa eftír þessa minnis- stæðu reynslu hennar. Aðspurð tun hve mörg dýr hún hefur átt yfir æv- ina svarar hún: „Uff, þau era mjög mörg, ég veit það ekki nákvæmlega en ég hef átt ketti, hunda, kanínur, páfagauka, hesta og bara alls konar dýr,“ sagði Sigurbjörg sem nú hefur einnig eignast haförn. „Ég myndi hiklaust gera þetta aftur, þetta var mjög skemmtíleg reynsla og vin- konu minni fannst þetta rosalega flott hjá mér,“ sagði bjargvætturinn að lokum. Þessi djarfa unga kona mun án efa halda sínu hetjulega starfi áfram og eitt er víst að börn hennar fá vafalaust æði mergjaðar reynslusögur fyrir svefhinn í ffam- tíðinni. , , KOO

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.