Skessuhorn - 05.07.2006, Side 15
3SES8IÍHWMBK1
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2006
15
Er verðlækkun á
fasteignamarkaði framundan?
Ýmis teikn eru á lofti um að verð
á fasteignum fari á næstu vikum
lækkandi á fasteignamarkaði á
Akranesi. Ræður þar breytingar á
lánamarkaði og fyrirsjáanlegt mik-
ið framboð af fasteignum. Nú þeg-
ar hefur hægt á markaðnum því
sölur það sem af er ársins eru færri
en á sama tíma í fyrra.
A undanförnum vikum hafa
töluverðar breytingar átt sér stað á
lánamarkaði í fasteignalánum.
Bankar hafa þrengt nokkuð lána-
hlutfall og á
dögunum var
tilkynnt um
um lækkun
lánshlutfalls
Ibúðarlána-
sjóðs úr 90 í
80% og lækk-
un hámarks-
láns úr 18 í 17
milljónir. I
kjölfarið hafa
greiningar-
deildir bank-
anna spáð
lækkun fast-
eignaverðs.
Mikil gróska
hefur verið á
fasteignamark-
aðnum á Akra-
nesi á undan-
förnum árum og fasteignaverð
hefur hækkað. Sem dæmi má nefna
að á tímabilinu janúar-maí 2005
kostaði fermetrinn í sérbýli 98
þúsund krónur og 103 þúsund
krónur í fjölbýli. A sama tíma á
þessu ári var fermetraverðið hins
vegar komið í 13 5 þúsund krónur í
sérbýli og 136 þúsund krónur í
fjölbýli. I öllum tilvikum er um
meðaltalsverð að ræða.
Réttar eignir fara fljótt
Athygli vekur hinsvegar að salan
hefur ekki aukist, heldur þvert á
móti minnkað. Þannig staðfesti
Fasteignamat ríkisins 121 sölu-
samning vegna sölu á Akranesi á
tímabilinu janúar-maí árið 2005. A
sama tíma í ár hefur Fasteignamat-
ið hins vegar aðeins staðfest 37
samninga. Þetta er athyglisvert í
ljósi verðþróunar, en sé miðað við
þessi tvö tímabil hefur verðið
hækkað mikið. Því vaknar óneitan-
lega sú spurning hvort boginn hafi
verið spenntur of hátt, hvort verð-
ið er ekki fjarri því sem kaupendur
eru tilbúnir að greiða. Daníel
Rúnar Elíasson á fasteignasölunni
Hákoti: „Vissulega hefur verið
nokkur lægð á markaðnum en ég
tel ekki að það tengist verðinu
heldur ytri aðstæðum, verðbólg-
unni og vaxtabreytingum. Fólk er
enda ekki að bjóða minna í íbúðir
þegar það kemur inn. Eg held að
fólk sé að sitja þetta af sér og veit
að bankarnir hafa ráðlagt fólki
það. Réttar eignir fara fljótt,
stundum á einum degi. Nú held ég
að það komi jafnvægi á markaðinn
og verðbreytingar verði eðlilegar
héðan í frá, en alls engar stórlækk-
anir.“ Daníel er ósáttur við
ákvörðun ríkisstjórnarinnar og tel-
ur að það hafi verið mistök að
lækka lánshlutfallið. „Það er sök
sér að lækka hámarkslánin niður í
17 milljónir, en lækkun á lánshlut-
falli niður í 80% kemur verst nið-
ur á efnaminna fólki sem þarf sár-
ast á lánunum að halda.“
Óeðlilegar væntíngar til
fjölgunar?
Mikið hefur verið rætt undan-
farið um búsetuþróun á Akranesi,
ekki síst eftir að Hvalfjarðargöng-
in komu til sögunnar. Með þeim
vonuðust menn til að íbúum
myndi fjölga á
svæðinu og
Akranes yrði
jafnvel hluti af
markaði höf-
uðborgarsvæð-
isins. Sam-
kvæmt tölum
Hagstofu Is-
lands voru íbú-
ar á Akranesi
5.655 þann 1
desember 2004
en ári síðar
voru þeir
orðnir 5.782
að tölu. Þetta
er fjölgun um
127 íbúa eða
rétt rúmlega
2%. Miðað við
þann fjölda
íbúða sem eru í byggingu er ljóst
að nokkur bjartsýni ríkir um fjölg-
un Skagamanna. Samkvæmt upp-
lýsingum tækni- og umhverfissviðs
Akraneskaupstaðar eru 327 íbúðir
í byggingu nú um stundir í 178
húsum, þar af hófust framkvæmdir
við 90 íbúðir á þessu ári. Ef reikn-
að er með að þrír séu í hverri fjöl-
skyldu, sem er nokkuð undir stærð
vísitölufjölskyldunnar, er ljóst að
verið er að reisa íbúðir fyrir rúm-
lega 1.000 manns eða tæplega átt-
falda fjölgun íbúa í fyrra. Sú stað-
reynd vekur að sjálfsögðu spurn-
ingar um hvemig ganga muni að
selja eldri eignir til viðbótar þess-
um nýju.
KÓP
Ljóð
Ljóðabókin „Ljóð unga fólksins
2006 - ljóðasamkeppni bama og
unglinga" er komin út. Utgefandi
bókarinnar er Þöll, samstarfshópur
um barnamenningu á bókasöfhum.
Ljóðin í bókinni era verðlaunaljóð-
in og um 60 valin ljóð úr ljóðasam-
keppninni Ljóð tmga fólksins sem
staðið hefur yfir í almenningsbóka-
söfhum að undanförnu. Þessi ljóða-
samkeppni er samstarfsverkefiú al-
menningsbókasafha á landinu og
höfðu söfh á Vesturlandi umsjón
með ffamkvæmd kepppninnar í ár.
Þetta er í fimmta sinn sem keppnin
er haldin og að þessu sinni vom
þátttökusöfnin 21 að tölu, víðsveg-
ar um landið.
Þátttakendum var skipt í tvo ald-
urshópa, 9-12 ára og 13-16 ára og
vom veitt þrenn verðlaun í hvomm
flokki. Anægjulegt er að sjá allan
þann fjölda ljóða sem barst og sýn-
ir hann að áhugi unga fólksins okk-
ar á skapandi skrifum er mikill. Oll
börnin sem eiga ljóð í bókinni og
myndskreytingu á kápu fá eintak
gefins.ll börn á Akranesi eiga ljóð
í bókinni og mættu sex þeirra og
fengu hana afhenta á Bókasafni
Akraness nýlega. Ljóð barnanna frá
Akranesi er hægt að lesa í heim
pottunum í sundlauginni á Jaðars-
bökkum. Bókin er til sölu á Bóka-
safni Akraness.
MM
fólksins 2006
DUNDUR
ÚTSALA!
Hefst fimmtudag
6.júlí ki.10:00
og opið er
til kl. 21:00.
20-70%
afsláttur
Æfúðin
KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI
SÍMI431 1753 & 861 1599
ífðtt slemmnín$
oiioi hei$ino!
«
Opnum kl. 13:00 alla virka daga.
Gott kaffi og meðlæti - HM á breiðtjaldi
Ath: Verðum með sölutjaid
á bryggjurmi á Lopapeysuballinu.
Sími: 431 5030
Akraneskaupstaður
Lausar stöður við
Brekkubæjarskóla á Akranesi
Staða aðstoðarskólastjóra frá 1. ágúst 2005
Leitað er að umsækjendum sem hafa:
✓ Kennaramenntun oj? kennslureynslu
✓ Reynslu af skólastjornun
✓ Goða skipulagshæfileika
✓ Lipurð f mannlegum samskiptum
✓ Metnað í starfi og áhuga á skólaþróun
✓ Aflað sér menntunar á sviði stjórnunar
Umsóknum fylgi yfirlit yfir nám, störf og frumkvæði á sviði skólamála.
Kennarastaða laus til umsóknar:
Umsjónarkennarastaða á unglingastigi, kennslugreinar
enska og íslenska.
Nánari upplýsingar veita:
j Skólastjóri Auður Hrólfsdóttir netfang audur@brak.is, gsm. 895 6155
| og aðstoðarskólastjóri Arnbjörg Stefánsdóttir, netfang arnbjorg@brak.is,
I gsm. 863 4379. Sími skólans er433 1300.
\ Umsóknarfrestur er til 7. júlí 2006.
Umsóknir sendist í Brekkubæjarskóla, Vesturgötu 120, 300 Akranes.
Laun eru skv. kjarasamningi LN og KÍ
L____________________________I____________________________J
Café/Möfh
Skólabraut 14
Akranesi
FlUgger
Hörpuskin, Hörpusilki
og Utitex
fást nú hjá KB Búrekstrardeild
BUREKSTRARDEILD
BORGARNESl
Egilsholt 1-310 Borgarnes
Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501
Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga