Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2006, Side 16

Skessuhorn - 05.07.2006, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2006 \ \ Varmalandsskóli í Borgarfirði \ \ Kennarar, kennarar! Nú er að slá til! Enn vantar okkur kennara til þess að kenna á unglingastigi. Um er að ræða kennslu í íslensku, stærðfræði og dönsku. Líttu inn á heimsíðu skólans, www.varmaland.is Upplýsingar gefur Flemming Jessen, sími 840 1520, netfang fjessen@varmaland.is Húsbyggjendur Sumarhúsaeigendur Bændur - Alhliða þjónusta - Grús - R.B. Rotþrær Lagnasandur Drenmöl Túnþökur Mold Húsdýraáburður Dráttarvélar Sturtuvagn Smágröfur 22 tonna grafa Kjarnaborun Steinsögun Hægt að fá allt efni heimkeyrt eða sækja á staðinn Ibúðarhúsnæði Sumarhús Útihús Húsaklæðningar Gluggaskipti Sólpallar Breytingar Viðhald Sigvaldi Geir Þórðarson - húsasmíðameistarij sími 433 8890 gsm 896 9990 - netfang: nupar@simnet.is Sigurjón Birgisson gsm 866 6138 Árni Geir Sigvaldason gsm 862 2999 REYKHOLAHREPPUR 'S Reykhólahreppur óskar eftir að ráða sveitarstjóra Starfssvið sveitarstjóra: - Hefur yfirumsjón með starfsemi sveitarfélagsins, annast daglegan rekstur og sér um framkvæmd þeirra ákvarðana sem sveitarstjóm tekur. - Skipuleggur og undirbýr dagskrá funda hreppsnefndar - Gætir hagsmuna sveitarfélagsins út á við og annast samskipti við stofhanir, fyrirtæki og samtök Hæfniskröfur: - Reynsla af rekstri og stjómun - Leiðtogahæfni, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum - Áhugi á atvinnu- og markaðsmálum - Frumkvæði til að takast á við uppbyggingu sveitarfélagsins - Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti - Fæmi í bókhaldi og áætlanagerð - Þekking á sveitarstjómarmálum er æskileg Umsóknarfrestur er til 12. júlí 2006. Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda til skrifstofu Reykhólahrepps, merktar “umsókn um starf sveitarstjóra” og b/t oddvita Gústafs Jökuls Ólafssonar, sem jafnframt veitir upplýsingar í símum 894 5883 og 434 7883. Reykhólahreppur er sveitarfélag með um 250 íbúa. Sveitarfélagið er landfræðilega víðfeðmt, nær frá botni Gilsfjarðar allt vestur að botni Kjálkafjarðar, einnig má telja margar eyjar á Breiðafirði, þar á meðal Flatey. Reykhólahreppur er rómaður fyrir mikla náttúrufegurð og firiðsæld. í sveitarfélaginu er öll ahnenn þjónusta, s.s. kirkjur, leik- og gnmnskóh, sundlaugar, íþróttahús, útibú heilsugæslu, • hjúkrunar- og dvalarheimili, hótel, gistiheimili, verslanir og banki. Frá Reykhólum » til Reykjavíkur eru einungis 230 km og í haust verður öll leiðin á bundnu slitlagi. Nokkur uppbygging á sér stað í sveitarfélaginu um þessar mundir og krefjandi og spennandi verkefni framundan. Helgigöngur undir jökli Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og Ingjaldshólskirkja stóðu um Jóns- messuna íyrir helgigöngum frá fornu kirkjustöðunum í Þjóðgarð- inum að núverandi kirkjustöðum sem eru rétt við mörk hans. Um fjörutíu manns tóku þátt í þessum göngum sem tókust með ágætum. A föstudagskvöld var gengið frá Saxhóli að Ingjaldshóli. Við upphaf ferðarinnar flutti séra Ragnheiður Karítas Pétursdóttir sóknarprestur á Hellissandi blessunarorð og Hluti gimgubópsins tekur hérþdtt í belgistund ú Soxhóli fyrir brottfór. Forustuliðið. F.v. Guðbj'órg Gunnarsdóttirþjóðgarðsvörður. dr. Pétur Pétursson prófessor, Jónína Bjartmars umhverfisrdð- herra, Stemundur Kristjdnsson leiðsögumaður og Sigrún Bald- ursdóttir formaður sóknamefndar Ingjaldshólskirkju. einnig stjórn- aði hún helgi- stund á Ingj- aldshóli. A laugardag var svo gengið frá Einarslóni að forna kirkju- staðnum á Laugarbrekku og þaðan að Hellnakirkju. Helgisttmdir voru fluttar á sama hátt og í fyrri ferð- inni. Félagar úr Björgunarsveitdnni Björgu á Hellissandi fylgdust með göngufólkinu, því til halds og traustst. MM Nær og íjær - listsýning í heimahúsi á Akranesi Eitt af verkum Margrétar O Leópoldsdóttur d sýningunni. Glöggar systur í samstarfi við Púls 68 kynna samsýninguna „Nær og fjær,“ sem opnuð verður að Bakka- túni 20 á Alcranesi 7. júlí næstkom- andi. Þetta er þriðja sýningin sem þar fer fram á jafnmörgum árum en hún hefur alltaf opnað á írskrum dögum. Að þessu sinni eru um að ræða samsýningu á myndlist, leir- list, ljósmynd- um, skúlptúrum og hönnun efrir fimm listakonur sem eru tengdar sem vinkonur, ffænkur, skóla- systur og systur. Þær búa á jafn- mörgum stöðum, þ.e. á Akureyri, ísafirði, Reykjavík, París og Akra- nesi og nálgast viðfangsefni sín ým- ist í mikilli nánd eða fjarlægð. Listakonurnar eru þær Olöf Björk Oddsdóttir, leirkerasmiður með leirkönnur og nælur, Lára Stefáns- dóttir, áhugaljósmyndari með ljós- myndir úr náttúrunni, María Jóns- dóttir, textílhönnuður með skúlpt- úra úr gleri og steypu og systumar Jóhanna Leópoldsdóttir fjöllista- kona með vatnslitamyndir og Mar- grét O. Leópoldsdóttir, hstakona með silkiþrykkta hörlöbera. Sýningin verður opin til 23. júlí ffá klukkan 13-18, en fyrir þá sem h'tt þekkja til er Bakkatún 20 staðsett miðja vegu milli Bíóhallarinnar á Akranesi og Slippsins. Allir eru hjartanlega velkomnir og heitt verð- ur á könnunni. Skessuhorn óskar þessum fjöl- hæfu og ffamtakssömu konum til hamingju með sýninguna en ffekari upplýsingar má fá á vefnum www.leopold.is/gloggarsystur eða í síma 695-6255. MM Listahátíðin Berserkur Ung firjáls orka Dagana 24. - 28. júlí nk. verða starfræktar listasmiðjur fyrir ung- menni á aldrinum 16-25 ára á Snæfellsnesi. í boði verða skemmtilegar og fjölbreyttar smiðjur ásamt annars konar uppá- komum. Þær smiðjur sem í boði verða eru: Art-Craft, tónlist- arsmiðja, stuttmyndasmiðja, leik- listarsmiðja/ götuleikhús, skart- gripagerð og hljómsveitarsmiðja. Gestum og gangandi verður boðið upp á að fylgjast með þeirri starf- semi sem fram fer í smiðjunum. Lokapunktur listahátíðarinnar verður laugardaginn 29. júlí. Þá mun afrakstur starfsins verða til sýnis á einn eða annan hátt. Skráning í smiðjur Listahátíðar- innar Berserkja hefst föstudaginn 7. júlí og stendur til 17. júlí. Hægt verður að skrá sig í síma 891-7802 (Þóra Margrét). Skráningargjald er 2000 krónur og einungis verður hægt að skrá sig í eina smiðju. MM Næsti bændamarkaður / a Nú styttist í næsta Bændamarkað BV á Hvanneyri en hann verður laugardaginn 8. júlí klukkan 13 til 17. Síðasti markaður tókst einkar vel en þar mátti finna sauðaosta, geita- osta, hákarl, harðfisk, grænmeti, bakkelsi og ýmislegt fleira góðgæti. Flestir framleiðendur sem tóku þátt í síðasta markaði verða aftur en einnig bætast við nýir. Nánari upplýsingar um markaðinn má finna á síðunni: www.buvest.is MM Hér er Ríkharð Brynjólfsson d Hvanneyri að höndla með harðfisk djýrsta btendamarkaði sumarsins. laugardaginn kemur

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.