Skessuhorn - 05.07.2006, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2006
§KESSUH©EÍ3
Náðargáfan lesblinda
Rætt við unga stúlku sem hefur einsett sér að ná tökum á lesblindu sinni og hyggur á frekara nám
Flestir hafa heyrt um lesblindu
og einkenni hennar. Sumir telja sig
einnig færa um að útskýra einkenni
hennar ef spurt er og þá er eftirfar-
andi algengt svar: „Lesblindur ein-
staklingur er sá sem á erfitt með að
lesa og skrifa.“ Vissulega, en fæst-
ir vita hvers vegna lestur er ein-
staklingnum erfiður né hver ein-
kennin eru. Margir halda að það
séu stóru erfiðu orðin sem valda
erfiðleikunum en raunin er önnur.
Blaðamaður Skessuhorns brá sér í
heimsókn til stúlku á Vesturlandi
sem hefur einsett sér að ná tökum
á lesblindu sinni með aðstoð Davis
tækninnar og ná að ljúka því námi
sem hún stefnir á í framtíðinni.
Ekki er getið nafns í greininni þar
sem þess er ekki talið þörf og við-
mælandi kölluð „stúlkan" til út-
skýringar.
Hvorki fötlun
né sjúkdómur
Lesblinda er ekki fötlun og enn
síður sjúkdómur. Lesblinda er í
raun eitt af einkennum einstak-
lings sem vinnur öðruvfsi úr skynj-
unum sínum én einstaklingur sem
telst ekki lesblindur. Þessi ein-
kenni koma greinilega fram í lestri,
skrift og þegar unnið er með tölur.
Þegar einstaklingur með lesblmdu
les ;krifaðan texta þá framkailar
heilmn mynd í höfðinu sem tákn
fyrir hvert orð fyrir sig. I hvert
sinn sem komið er fram á orð í
textanum sem ekki á sér huglæga
mynd, eins cg t d. „og“ og „að“,
„sjá“ eða „finna,“ eykst vandinn
því í huga hans situr einungis röð
óskildra mynda með eyðum í milli.
Þá fer einstaklingurinn að fylla inn
í eyðurnar með skapandi ímyndun-
arafli sínu og lesa eitthvað sem
stendur ekki á blaðinu eða tapar al-
veg einbeitingunni frá lestrinum
og stifimir fara jafhvel á flug á
blaðinu. Afleiðing þessa er víta-
hringur pirrings, svekkelsis og
minnkun sjálfstrausts sem svo aftur
kemur fram í hegðunarmynstri
sem oft er kallað „óþekkt.“
Davis aðferðin
Til þess að ná sem bestum ár-
angri í námi og læra að vinna með
náðargáfur sínar er viðmælandi
okkar þessa dagana á námskeiði
sem kennir Davis aðferðina. Ekki
er langt síðan byrjað var að nota
þessa aðferð hér á landi en hún
hefur verið mikið í umræðunni
síðustu árin. Nú hefúr Davis að-
ferðin sannað sig hér á landi og
segir reynslan allt sem segja þarf
um hana. Aðferðin hefúr hjálpað
lesblindum að ná það góðum tök-
um á lestri og skrift að ekki er hægt
að sjá að viðkomandi eigi við les-
blindu að stríða. „Við notum leir
og leirum mynd fyrir hvert það orð
sem ekki á sér huglæga mynd í
höfði okkar og komum þannig
fastri mynd á orðin. Einnig leirum
við stafina og vinnum mikið með
þá. Það sem er líka merkilegt að þó
aðferðin æfi ekki skrift með því að
skrifa þá lagaðist skriftin hjá mér
stórlega, svona vinna
hlutirnir saman,“ útskýr-
ir hún.
Einnig líkamleg
einkenni
„Það sem kom mér þó
mest á óvart á námskeið-
inu voru líkamlegu ein-
kennin. Kennarinn bað
mig t.d. að standa á ein-
um fæti og ég hreinlega
gat það ekki. Eg hafði
aldrei hugsað út í það en
hjá þeim sem eru með
lesblindu þá er ímyndun-
araflið öflugt, einbeiting
lítil og jafnvægisskynið
lélegt. Þá gat ég ekki
heldur gripið bolta sem
kennarinn kastaði til
mín. Þetta eru einkenni
lesblindu sem ég hafði
ekki gert mér grein fyrir.
Það er svo auðvelt að
sneiða framhjá líkamleg-
um þrautum í lífinu eins
og t.d. boltaíþróttum
(líkt og ég gerði) en enginn kemst
hjá þvf að lesa. Því verðum við
mest vör við lestrarerfiðleikana."
Hræðsluárátta er annað ein-
kenni einstaklinga með lesblindu
því eftir eitt atvik hefur fjörugt
ímyndunaraflið fest mynd í höfði
þess sem erfitt er að má í burtu.
,JÚ, ég hef fóbíur, margar fárán-
legar. Get t.d. ekki borðað púður-
sykur,“ segir stúlkan og hlær.
„Þetta námskeið hefur hjálpað mér
alveg rosalega mikið. Las til að
mynda heila bók um daginn og
mundi hvað ég var að lesa. Það var
eins og eitthvað hafi smollið sam-
an. En svo þarf að halda þjálfun-
inni við til að færnin glatist ekki og
þó svo að einstaklingur sé búinn að
ná góðum tökum á lesblindunni þá
má ekki gleyma því að hún er
áfram til staðar," útskýrir hún.
Dregin útúr bekknum
í kennslutíma
„I 5. bekk grunnskóla var ég
greind með lesblindu. Það var hætt
við þá greiningu fljótlega og þeir
vildu meina að ég væri misþroska.
Síðan fæ ég aftur greiningu uppá
lesblindu auk þess sem þeir reyndu
að greina mig þroskahefta. I lok
10. bekkjar fæ ég loks staðfestingu
á lesblindunni. Eg var alltaf í ein-
hverjum prófum, náði hreinlega
ekki að fylgjast með þessu ferli sjálf
á þessum tíma. Eftir lokagreining-
una var mamma kölluð til og út-
skýrt fyrir henni hvað lesblinda
væri. Þá voru útskýringarnar
þónokkuð aðrar en þær eru í dag
og skilningurinn ekki nærri eins
mikill. Mælt var með því við
mömmu að fá mig til að snúa mér
að einhverju öðru en bóknámi, það
var lausnin þeirra þá, að flýja vand-
ann,“ segir stúlkan um upplifun
sína frá grunnskólaárunum.
„Grunnskólarnir ætla sér mjög
vel en eitt af því erfiðasta sem ég
upplifði sem barn og það versta
sem hægt er að gera hverju barni,
var að ég var tekin úr miðri bekkj-
arkennslu inn í lesblindustofuna
sem í ofanálag var staðsett inni í
sérdeild. Þetta fannst mér gífurleg
niðurlæging og mjög ófy’gilegt því
þetta dró mig útúr hópnum, gerði
mig öðruvísi en hinir krakkarnir
sem svo aftur ýtti undir eineltið
sem ég varð fyrir.“
Skilningur mismikill
meðal kennara
Stúlkan lét þó ekki bugast að
loknum grunnskóla þar sem mark-
mið hennar og ósk var að ljúka
bóklegu námi og háskólagráðu.
„Eg byrjaði í fjölbraut, það gekk
hægt, ég féll mikið og hætti að lok-
um. Maður verður svekktur ef illa
gengur og að lokum flosnaði ég
upp úr því námi. Allt nám tekur
svo mikinn tíma og því komst ég
ekki yfir allt það sem ég þurfti að
gera. Það sem tók vinkonu mína
hálftíma tók mig þrjá tíma því ég
er svo lengi að skrifa og leita uppi
í bókum. Kennararnir héldu að ég
væri ekki að læra heima en það var
nú alls ekki raunin. Eg hafði vanið
mig á að fara til hvers og eins
kennara og greina þeim frá að-
stöðu minni og flestir vissu örlítið
útá hvað lesblinda gekk og gerðu
sitt besta til að koma til móts við
mig.“
„Dastu á höfuðið?“
Þá lá leið stúlkunnar í annan
skóla sem bauð upp á fleiri valkosti
í námi og meira verklegra nám.
„Eg gerði eins og ég hafði gert í
fjölbraut, fór til hvers kennara fyr-
ir sig og sagði frá mínum erfiðleik-
um. Fyrsti kennarinn sem ég fór til
kom alveg af fjöllum og bað mig
hreinlega að útskýra frá grunni
hvað lesblinda væri því hún vissi
ekkert um hana. Mér brá þónokk-
uð því þessi sami skóli kennir á há-
skólastigi og hélt maður að kenn-
arar ættu að vita einna mest um
þessi einkenni af öllum. Þrátt fyrir
það reyndist sú kona mér ágætlega
og reyndi hún að veita mér skiln-
ing eftir bestu getu. Annar kennari
sem ég fór til var gamall maður.
Hann spurði mig hvort að ég hefði
nokkuð dottið á höfuðið sem barn
og læsi því svo illa? Þetta nám gekk
brösuglega því vitneskja kennara
var takmörkuð og þar af leiðandi
skilningur á erfiðleikum nemand-
ans. Leið mín var á engan hátt
greið í þessu námi og skilningur-
inn lítill sem enginn þannig að sú
braut lokaðist mér snögglega og ég
hætti. Eftirá ræddi ég við skólayf-
irvöld um mína upplifun og ætla
þeir sér að gera mikla betrun á,
vonandi þeim sem á eftir mér
koma til hjálpar."
Davis aðferðina í
grunnskólakennslu
Þegar stúlkan er spurð hvaða
breyting innan skólakerfisins þurfi
að eiga sér stað til þess að hægt sé
að koma til móts við einstaklinga í
námi á sem bestan hátt, situr hún
ekki á svörunum. Hún telur að allt
sem tengist lesblindu ásamt Davis
aðferðinni ætti að vera hluti af
námi kennara. „Allir grunnskólar
ættu að tileinka sér
Davis aðferðina sem
kennsluaðferð fyrir
fyrstu bekkina því það
er margsannað að
þessi aðferð er öllum
til góðs. Rannsóknir
staðfesta það að
venjulegur bekkur
sem kennt er með
hefðbundnum aðferð-
um skili lökum og
góðum nemendum, en
ef kennt er með Davis
aðferðinni skili það
bekk með góðum og
afburða góðum nem-
endum. Þannig mun
einkennum einstak-
lings með athyglis-
brest og ofvirkni
einnig sjálfkrafa fækka
því þessi aðferð hentar
þeim einstaklega vel.
Það kemur líka fyrir
að einstaklingur sem
greindur hefur verið
ofvirkur er einungis
að kljást við lesblindu,
einkennin eru svipuð vegna óró-
leika og pirrings út í nárnið," segir
stúlkan um aðstoð barna með les-
blindu í grunnskóla.
Náðargáfan
Hvað varðar skóla á hærra
menntunarstigi segir hún; „Hver
og einn einstaklingur með les-
blindu verður að finna sjálfur hvað
henti honum best og ræða svo við
hvern og einn kennara fyrir sig
hvernig sá hinn sami geti veitt
honum lið eða sveigjanleika í nám-
inu, verkefnaskilum og þess háttar.
Þó ber að hafa í huga að ekki allir
gera sér grein fyrir því að þeir séu
með lesblindu, halda bara að þeir
séu svona „heimskir.“ Því er mikil-
vægt að fá greininguna fljótt til að
hægt sé að byrja á því að vinna í
málunum," segir stúlkan að lokum.
Skessuhorn þakkar þessari ungu
stúlku á Vesturlandi fyrir að segja
reynslusögu sína. Vonandi kennir
reynsla hennar okkur öllum, og
e.t.v. ekki síst kennurum, að les-
blinda er eitthvað sem hægt er að
greina snemma og vinna með
þannig að einstaklingur með slík
einkenni fái þá aðstoð sem þarf
fljótt og örugglega. Sá hinn sami
fái þannig með réttri greiningu og
úrræðum sem til eru sömu tækifæri
og aðrir í námi og síðar í lífinu
sjálfu. Því getur sú náðargáfa les-
blinds einstaklings, sem iðulega
liggur í listrænum- og sköpunar-
hæfileikum, hæglega fengið að
njóta sín. Þessa náðargáfu má rekja
til frjós ímyndunarafls og annarrar
sýn á hlutina, upplifún á náttúruna
og umhverfið allt.
Vert er að benda á vefsíðuna
lesblind.com fyrir frekari upplýs-
ingar um lesblindu.
BG
Vel heppnuð óvissuferð
GL
Börn og unglingar úr Golfklúbbnum
Leyni á Akranesi fóru í óvissuferð í lið-
inni viku. Mætt var í golfskála Leynis að
morgni og mat í boði Nóa Síríus sem er
stuðningsaðili barna og unglingastarfs
Leynis. Síðan var farið með rútu að
Þórisstöðum og leikið golf. Um 50
krakkar tóku þátt í ferðinni. Veðrið lék
újð ferðalanga þennan dag enda var hann
'nýttur til ýmissar útiveru og gert fleira
en að spila golf. Boðið var upp á ýmsa
leiki, svo sem golfkúlufjársjóðsleik, gol-
flottó og ýmislegt fleira. Ollum var boð-
ið upp á veitingar í golfskálanum hjá
Maríu Nolan þegar komið var til baka á
Skagann og voru allir hæst ánægðir með
vel heppnaða óvissuferð. MM
ungmenna
Bœkur, myndband, leir og boltar er meSal þess sem notast er við í kennslu og þjálfun Davis aðferðarinnar við lesblindu.