Skessuhorn


Skessuhorn - 05.07.2006, Síða 24

Skessuhorn - 05.07.2006, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. JÚLÍ 2006 §HESSUH©g® Svipmyndirfrá Það er ekki hægt að segja að ný- liðinn mánuður hafi verið sérlega sólríkur. Flesta daga var einhver úrkoma eða dumbungur í lofti. Slíkt veður er ekki sérlega hentugt til myndatöku. Engu að síður taka blaðamenn Skessuhorns alla jafn- an mikinn íjölda ljósmynda sem ekki nýtast með fréttum vikunnar. Hér á síðunni birtum við lítið brot af þessum myndum. Sjómannagarðurinn á Hellissandi skartaði sínufegursta í síðustu viku þegar kynnt voru úrslit í hönnunarsamkeppni um þ/óðgarðsmiðstöð á Hellissandi. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra á gangi með móður sinni, móðursystur og ungri stúlku úr fjölskyldunni í friðsældinni undirjökli. Þessi myndarlegi brúsapallur er við bæinn Eiði í Grundarfirði. Snyrtilega gert og búsœldarlegt heim að líta. Við Akraneshöfh á sumarsólstöðum. Brugðið á leik á Borgfirðingahátíð. Myndin erfrá Hvanneyri. Laun sveitar- stjómar breytast DALIR: Byggðaráð Dala- byggðar hefur lagt til að laun sveitarstjórnar og nefnda á veg- um sveitarfélagsins verði „upp- færð“ til samræmis við samsvar- andi sveitarfélög eins og komist er að orði í bókun ráðsins. -hj Eyrbyggjar með kynningarátak GRUNDARFJ ÓRÐUR: Eyr- byggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar, hafa sent út kynningareintök af bókinni „Fólkið, fjöllin, fjörðurinn, safn til sögu Eyrarsveitar,“ til fyrr- um fermingarbarna í Set- bergsprestakalli. Vonast er til þess að sem flestir viðtakendur sjái sér fært að greiða greiðslu- seðil sem bókinni fylgir og styrkja með því starf Eyrbyggja og útgáfu bókarinnar. ~hí Bærinn kaupir gripahús AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt kaup á Garða- grund 20 (Garðaland) fyrir 350 þúsund krónur. Um er að ræða tæplega 100 fermetra gripahús án lands ásamt afnotum af 20 þúsund fermetra spildu í eigu kaupstaðarins. Húsið var byggt árið 1960 og fasteignamat þess er 776 þúsund krónur. -hj / Asthildur komin úr námi SSV: Ásthildur Sturludóttir, at- vinnuráðgjafi, sem verið hefur í leyfi undanfarið hálft annað ár vegna framhaldsnáms erlendis, er nú komin aftur til starfa hjá Samtökum sveitarfélaga á Vest- urlandi. Asthildur lauk í maí sl. mastersnámi f opinberrri stjórnsýslu MPA frá PACE University í New York í Banda- ríkjunum. -mm Tölvukostnaður felldur niður AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkti beiðni Guð- jóns Guðmundsson fram- kvæmdastjóra Dvalarheimilis- ins Höfða um niðurfellingu á kostnaði heimilisins vegna hug- búnaðarhýsingar og launakerf- isþjónustu frá og með síðustu áramótum. Fyrr í þessum mán- uði komu bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar og formaður bæj- arráðs í heimsókn á Höfða og áttu viðræður við stjórnendur heimilisins um samskipti þess við bæjarfélagið. I framhaldi af því var áðurnefnd beiðni send bæjarráði. -hj s Utisalemi við Langasand AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að koma upp útisalerni við Jaðarsbakka þar sem gengið er niður að sturtum á Langasandi. Salernið verði þar til 23. ágúst 2006. Áætlað er að kostnaður vegna þessa verði um 100 þúsund krónur og hon- um verði vísað til endurskoðun- ar fjárhagsáætlunar ársins. -hj liðnum mánuði Ung stúlka á bændamarkaði á Hvanneyri á Borgfirðingahátíð. Betra að vera klœddur í takt við veðrið. Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra á góðri stundu með Kristni Jónassyni, bœjarstjóra og Magnúsi Stefánssyni, félagsmálaráðherra. Borgames séðfrá Borg á Mýrum. Koddaslagur yfir höfninni á sjómannadegi á Skaganum. Mávar af öllum gerðum sem ogýmsir aðrirfuglar hafa ekki átt sjö dagana sæla undan- farið og hefur varp víða misfarist sókum feðuskorts. Þessi mynd var tekin í róðrifrá Akranesi í liðnum mánuði og sýnir banhungraða máva rífa í sig æti sem íþá var hent af Síldinni AK.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.