Skessuhorn - 26.07.2006, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 26. JULI2006
ukCMvnuij
Skemmtiferða-
skip í höfn
GRUND ARFJ ÖRÐUR: Á
fimmtudagsmorgun síðasta
lagðist skemmtiferðaskipið
Columbus að bryggju í Grund-
arfirði. Með skipinu eru 350
farþegar og 170 manna áhöfn.
Þjóðverjar voru flestir meðal
farþeganna og við komuna til
Grundarfjarðar biðu þeirra rút-
ur sem keyrðu með þá út fyrir
Snæfellsjökul. Veðrið var ekki
amalegt í Grundarfirði. Ekki
sást ský á himni og hitinn var
Reyndu að stela
eldsneyti
BORGARNES: Aðfaranótt
síðastliðins laugardags voru
einhverjir á ferð í Borgarnesi
sem ekki sáu sér fært að nálgast
eldsneyti með heiðarlegum
hætti. Átt var við bíla við
Hekluumboðið við Sólbakka og
reynt var að ná bensíni af bílun-
um og þær skemmdir sem unn-
ar voru á bílunum voru á bens-
ínlokum sem höfðu verið
spennt upp. Að sögn Ágústs
Skarphéðinssonar bílasala voru
það einungis bílar frá umboð-
inu sem átt var við en vildi hann
koma því á ffamfæri að á nýleg-
um bflum væri orðið ekki hægt
að ná af þeim bensíni í gengum
dæluop á tönkunum.
-so
Bætt við
byggingarlandi
BORGARBYGGÐ: Nú liggur
fyrir tillaga að deiliskipulagi
íbúðabyggðar í Bjargslandi í
Borgarnesi. I tillögunni er gert
ráð fyrir fimm lóðum undir
íjölbýlishús, 16 lóðum undir
parhús og 33 lóðum fyrir ein-
býlishús. Fyrirhuguð byggð
verður norðan við þá íbúðar-
byggð sem fyrir er í Bjargs-
landi. Deifiskipulagið verður til
sýnis í ráðhúsi Börgarbyggðar
ffá 20. júlí dl 18. ágúst og geta
áhugasamir kynnt sér fyrirhug-
aða byggð þar. Frestur til at-
hugasemda vegna skipulagsins
rennur út 1. september og ber
að skila þeim skriflega til skif-
stofu Borgarbyggðar.
-kóp
Neftid um
einkafram-
kvæmdir
SAMGÖNGUMÁL: Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra
hefur skipað nefnd til að leggja
fram tillögur um við hvaða að-
stæður einkaframkvæmd í sam-
göngum getur talist vænlegur
kostur. Nefndinni er falið að
skila tillögum eigi síðar en 1.
september þannig að hafa megi
álit hennar til hliðsjónar við af-
greiðslu samgönguáætlunar
2007 til 2018.
-mm
Listahátíðin Berserkur stendur nú yfir
Listahátíðin Berserkur undir
slagorðinu „ung, frjáls orka“ hófst
á Snæfellsnesi sl. mánudag og mun
hún standa fram á föstudag. Næsta
laugardag verður svo afrakstur
Berserks sýndur á ýmsan hátt og
uppskeruhátíð verður hjá þátttak-
endum.
Eftirfarandi smiðjur eru starf-
ræktar á Berserk 2006 í Grundar-
firði og Stykkishólmi: Ait Craff og
götuleikhús, stuttmyndagerð, ljós-
myndasmiðja, hljómsveita- og tón-
listarsmiðja og skartgripagerð en
hluti af afrakstri þeirrar smiðju verð-
ur til sölu á laugardaginn. Þá munu
þau er sækja hljómsveita- og tónlist-
arsmiðjuna taka upp frumsamið efhi
sem gefið verður út á disk og halda
tónleika á fimmtudagskvöld og
einnig verður haldið Berserkjarokk á
þaki Sögumiðstöðvarinnar í Grund-
arfirði á laugardaginn á bæjarhátíð-
inni Á góðri stund.
I ljósmyndasmiðju verður kermsla
á myndavélar og haldið ljósmynda-
maraþon þar sem vegleg verðlaun
verða í boði. Stuttrnyndagerð verðtur
kynnt fyrir þeim hópi er þá smiðju
sækja, stuttmynd gerð og fylgst með
upptökum á stuttmynd. I Art Craft
og götuleikhúsi er í boði þátttaka í
áhættuatriðum, leikmyndahönnun,
smltugangi, eldspúun og mun götu-
leikhúsið vera á ferðinni á Góðri
stund í Grundarfirði um helgina.
Smiðjurnar eru ætlaðar ung-
mennum á aldrinum 16-25 ára og
eru götur, torg og aðrir bæjarhlutar
hvergi óhultir fyrir sköpunargleði
og krafti ungra listamarma í Stykkis-
hólmi og Grundarfirði þessa dag-
ana. Að sögn Þóru Margrétar Birg-
isdóttur umsjónarmanns Berserks
2006 er þátttaka meðal ungmenna
mjög góð, á bilinu 35 til 40 manns
eru skráð til leiks á Berserk.
SO
-----------------------7--------
Niinnumar í Hólminum í Ut og suður
í sjötíu ár hafa systur frá St.
Fransiskusreglunni sett svip sinn á
mannlífið í Stykkishólmi. Með
þrautseygju og fórnfysi byggðu
þær upp heilbrigðisþjónustuna í
Hólminum í samvinnu við heima-
menn. Þá ráku þær um áratuga
skeið barnaheimili í bænum og
prentsmiðju svo eitthvað sé nefnt.
I næsta þætti Ut og suður í RUV
heimsækir Gísli Einarsson, St.
Fransiskussystur og fræðist um
söguna og klausturlífið.
Þótt það feli í sér ýmsar fórnir
að ganga í klaustur eru systurnar í
Hólminum afar
sáttar við sitt hlut-
skipti og lífsglaðar
í meira lagi. Þær
systir Antonia,
systir Petra og
systir Elísa hafa frá
mörgu skemmti-
legu að segja í
þættinum sem
sýndur er í Ríkis-
sjónvarpinu sunnu-
daginn 30. júlí kl
19.35.
MM
Systir Petra kemurfram í þættinum auk systur Antoníu og
systur Elt'su.
Skiptar skoðanir á staðsetningu
menntaskóla á lóð
húsið staðsett innar á lóðinni en ekki
alveg við Borgarbrautdna eins og
hugmyndir arkitekta gera ráð fyrir.
Var það skoðtm fólks að með
þessu móti væri verið að loka fyrir
stóran hluta lóðarinnar en það rými
er hugsað með hliðsjón af mögu-
leika á stækkun skólans til sjávar sem
og útivistarsvæðis. Það var einnig
hugmynd arkitekta að húsið yrði í
nánu samspili við náttúruna og um-
hverfið með því að staðsetja það við
klettavegginn við Borgarbrautina.
Þá höfðu aðrir áhyggjur af bfla-
stæðavanda þar sem flestir unglingar
í dag ferðist á bflum en hugmynd
arkitekta er að hægt verði að
samnýta bílastæði Samkaupa þar
sem álagstími skólans og Hymu-
torgs væri ekki sá sami. Eins og áður
sagði er hönnun hússins ekki lokið
en reiknað er með að byggingar-
nefhdarteikningar verði tilbúnar í
ágúst.
____________________KÓÓ
Gilinu hefiir verið tekið mjög vel
Veitingahúsið Gihð opnaði að kvöldi föstudagsins
30. júní sl. Eftir mikla vinnu margra manna hófst
það sem áætlað var, að opna staðinn á Færeyskum
dögum sem haldnir voru í Olafsvík þá helgi. Að
sögn Ama Aðalsteinssonar eiganda staðarins hefur
gengið alveg ágætlega hjá þeim þessar vikur sem
opið hefúr verið. Heimamenn hafa veitt staðnum
góðar viðtökur, em farnir að koma þangað í hádeg-
inu að fá sér súpu og brauð og svo er fólk einnig að
ramba inn í kaffi og kökur seinnipartinn og á kvöld-
in. Mikið af erlendum ferðamönnum hefur einnig
komið á staðinn og segist Árni vera að vonum glað-
ur með þær viðtökur sem staðurinn hefur fengið.
Mikið á enn eftir að gera fyrir húsið en þrátt fyrir
það er sú aðstaða sem tilbúin er mjög fin og timbur-
lyktin semr vissan brag á anda hússins. SO
Arni Aðalsteinsson eigandi veitingahússins Gilsins í Olafsvík er ánægð-
ur með þær góðu viðtökur sem staðurinn hefur fengið.
Útlitsteikning afhúsinu á umdeildum stað við Borgarbraut.
Kynning á stöðu byggingar skóla-
húss Menntaskóla Borgarfjarðar fór
ffam á hluthafafundi einkahlutafé-
lagsins sem haldinn var fyrir
skömmu en það er arkitektastofan
Kurt og Pí sem hefur vunsjón með
hönnun og þarfagreiningu hússins.
Skólinn mun standa við Borgarbraut
54, sunnanmegin á núverandi tjald-
stæði Borgamess. Samkvæmt teikn-
ingum stofunnar verður húsið um
1.900 fermetra, á tveimur hæðtun
með fjölnota sal sem mun rúma allt
að 350 manns í sæti. Hugmyndir
arkitekta ganga út ffá að húsið verði
steypt en klætt með kopar að hluta
til. Hönnun hússins er ekki að fullu
lokið og því hggur kostnaðaráætlun
ekki fyrir en ffam kom á hluthafa-
fundinum að gera megi ráð fyrir að
kostnaðurinn verði um 250 þúsund
krónur á hvem fermeter. Má því
ætla að kostnaðurinn geti orðið um
500 milljónir króna við byggingu
hússins.
Mikil umræða var á fundinum um
hugsanlega staðsetningu hússins og
einnig vora skiptar skoðanir á nýt-
ingu lóðarinnar. Fram kom að
margir hluthafar hefðu kosið að sjá
Hreinsunarátak
og slagorð
AKRANES: Umhverfisnefnd
Akraneskaupstaðar hefur uppi
hugmyndir um að efna til sam-
keppni meðal skólafólks á Akra-
nesi um slagorð fyrir bættu um-
hverfi og betri umgengni. Þessi
hugmynd kom fram á fúndi
nefndarinnar þegar rætt var um
hreinsun, almenna tiltekt og
frágang opinna svæða í bænum.
Einnig var á fundinum rætt um
ástand einstakra svæða og sér-
staklega var staða mála í og við
Ægisbraut rædd.
-hj
Auglýsa stöðu
forstöðumanns
SNÆFELLSNES: Staða for-
stöðumanns Félags- og skóla-
þjónustu Snæfellinga hefur ver-
ið auglýst laus til umsóknar. I
starfinu felst yfirumsjón með
félagsþjónustu og barnavernd
auk þjónustu við grunn- og
leikskóla. Það em sveitarfélög-
in Gmndarfjarðarbær, Helga-
fellssveit, Snæfellsbær og
Stykkishólmur sem standa sam-
an að Félags- og skólaþjónust-
unni en í þeim sveitarfélögum
búa tæplega 4000 manns. For-
stöðumanns bíður stórt hlut-
verk við rekstur og áffamhald-
andi uppbyggingu félags- og
skólaþjónustu á Snæfellsnesi. I
auglýsingu segir m.a. um starf-
ið að leitað sé eftir starfsmanni
með háskólamenntun af upp-
eldis- eða félagssviði auk þess
sem reynsla af sambærilegum
störfum sé æskileg.
-mm
Stöðugildum
fjölgað á
leikskólanum
DALABYGGÐ: Sveitarstjórn
Dalabyggðar hefur samþykkt
beiðni leikskólastjóra leikskólans
Vinabæjar um að fjölga stöðu-
gildum við skólann úm eitt ff á og
með 14. ágúst. Fjallað var um
málið á fúndi byggðaráðs á dög-
tmum og var sveitarstjóra fahð að
fara yfir máhð. Á fundi sveitar-
stjómar í síðustu viku lagði hann
svo ffam áætlun um launakostn-
að og áætlaða þörf og í ljós kom
að við fjölgun stöðugilda myndi
biðhsti við leikskólann tæmast.
Samþykkti sveitarstjórn því
beiðnina með öllum greiddum
atkvæðum.
-hj
/
Innbrot í Asinn
STYKKISHÓLMUR: Aðfar-
arnótt mánudags var framið
innbrot í söluturninn Ásinn í
Stykkishólmi. Þjófarnir
spenntu upp hurð og unnu á
henni skemmdir en stálu síðan
töluverðu magni af varningi.
Þar á meðal öllum DVD mynd-
unum af leigu söluturnsins,
nokkrum DVD- og mynd-
bandstækjum ásamt sælgæti og
gosdrykkjum.
-mm
WWW.SKESSUHORN.IS
Bjamarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
Skessuhom kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er tíl
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DACA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhom.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 21 32 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kolbeinn Ó Proppé 659 0860kolbeinn@skessuhorn.is
Sigurbjörg Ottesen 868 0179 sibba@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhom.is
Umbrot: Cuðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is