Skessuhorn - 26.07.2006, Blaðsíða 9
ggESSUHOBH
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006
9
Nördamir taka hér land á Langasandi eftir kappróéur. Líklega eru þeir enn mun betri í
siglingum enfótbolta, þurfa þó ekki aí vera sérlega góðir með árarnar! Ljósm. MM
Nördamir á ferð á
Skaganum
Efnilegir fótboltamenn í Knatt-
spyrnufélaginu „Nörd“ heimsóttu
Akranes í síðustu viku í blíðskap-
arveðri en heimsóknin er liður í
undirbúningi þáttaraðar sem sýnd
verður á sjónvarpsstöðinni Sýn í
haust.
Nördarnir tóku léttar líkamsæf-
ingar við höfnina og kepptu m.a.
sín á milli í kappróðri. Þaðan var
haldið á Safnasvæðið þar sem þeir
gæddu sér á hinni landsþekktu Is-
landssúpu sem borin var fram í
sjálfum kútter Sigurfara. Heim-
sókninni lauk með fótboltaleik
Nördanna við 3. flokk karla í IA
og sýndu Nördarnir góð tilþrif og
áttu fína spretti þótt leikurinn hafi
verið langt frá því að vera jafn.
Þónokkrir áhorfendur gerðu sér
sérstaklega ferð á völlinn til að
sannfærast um að þarna væru efni-
legir knattspyrnumenn á ferð.
Anna Katrín Guðmundsdóttir,
starfsmaður Saga Film sem fram-
leiðir þættina fyrir Sýn, sagði að
strákarnir væru allir yndislegir og
næðu vel saman. Hinsvegar færi
minna fyrir kunnáttu þeirra á
knattspyrnu. Til dæmis um það
vissu yfir 90% þeirra ekki hvað
rangstaða væri þegar æfingar
þeirra hófust með liðinu í sumar
og yfir helmingur þeirra vissi ekki
hver Logi Olafsson væri. Hann var
hinsvegar ráðinn þjálfari liðsins
þannig að þeir vita það nú. Hafði
Logi það á orði við blaðamann
Skessuhorns að þeir væru fremur
„kerlingalegir“ greyin þegar fót-
bolti væri annars vegar, en ágætis
drengir samt.
Þátturinn um Nördana fer í
loftið þann 31. ágúst nk. Verður
það m.a. hlutverk Nördanna að
mæta sigurvegurum Islandsmóts-
ins í fótbolta, líklega FH-ingum í
skemmtilegum leik.
Sumaropnun:
Af óviðráðanlegurm orsökum breytist opnunartíminn sem hér segir:
Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 17:00
Þá daga er tilboð: 2 fyrir 1 á smjörsteiktri gæða Klausturs Bleikju.
Einnig er hægt að velja af matseðli.
Upplýsingar og pantanir:
861 3976 og 433 8956 - skessubrunnur@simnet.is
Ufan auglýsts opnunartíma er alltaf hægt að panta fyrir hópa.
Verið velkomin
Helquaata - 310 Bon
Droumahös
34.900.000
Fallegt 153,5 fm. einbýlishús ásamt bílskúr á einstökum útsýnis-
stað við „Bjössaróló" rétt við íþróttavöllinn I Borgarnesi. Húsið er á
tveimur hæðum samtals 122,2 fm. og bílskúrinn er 31,3 fm.
Draumahús shf. * Hjafti Páimason hdl. og Sigurður J. SigurðssoH, löggiltir Íasíöighasaiar
tv'oíkln 4 • 108 Böykjavík símí: S39 1800 “ fax: 530 1801
www.draumahus.is * draumahus@drayrriahus.is
Vegafram-
kvæmdir við
Klifhraun
Mats Wibe Lund ljósmyndari
bregður sér oft í þyrluflug á góð-
viðrisdögum eins og verið hafa
undanfarna viku. A ferð sinni um
Snæfellsnes í liðinni viku tók hann
þessa mynd af nýja veginum við
Klifhraun á Snæfellsnesi. Stapafell
til hægri og Amarstapi til vinstri.
Autt og yfirgefið hús við Kljáfoss
Þetta gamla
hús sem stendur á
bökkum Hvítár
við Kljáfoss í
Borgarfirði má
muna sinn fífil
fegurri. Það
þjónaði fyrir
margt löngu
hlutverki vistar-
vera starfsmanna
við sláturhús sem
þar var rekið. Um
miðja síðustu öld
hýsti það einnig
hliðverði á veg-
um Sauðfjárveiki-
varna og enn síð-
ar var það nýtt sem veiðihús fyrir
Reykjadalsá, en eftir að veiðifélagið
byggði eigið hús hefur það staðið
ónotað og engum til gagns og enn
síður ánægju. Sláturhúsið var rifið
fýrir mörgum árum en starfs-
mannahúsið skilið eftir. Nú er
spurning hvort húsið hafi hreinlega
gleymst eða því bíði einhver önnur
örlög en færast hægt og bítandi í
enn daprara ásigkomulag þarna við
þjóðveginn. Samkvæmt upplýsing-
um Skessuhorns er húsið í eigu
Kaupfélags Borgfirðinga.
MM
Ferðakort 1:250 000
Nýtt göngu- og reiðleiða-
kort af Suðvesturiandi.
Vegaatlas 1:200000
Ný og glæsileg kortabók í afar hand-
hægu broti. Vegaatlasinn er 82 bls.
og inniheldur m.a. nýjustu upp-
lýsingar um vegi landsins,
gagnleg þemakort og ítar-
lega nafnaskrá. Þessi
bók er ómissandi í bílinn.
Ný útgáfa 2006
Sérkort
Suðvesturland
1:75 000
Þrjú vönduð landshlutakort með mikilvægum
upplýsingum fyrir ferðamenn. Kortin fást
einnig þrjú saman í öskju ásamt nafnaskrá.
LANDMÆLINGAR
ÍSLANDS
...vísa þér veginn
Gott ferðakort er lykill að vel heppnaðri ferð. Gerðu kröfur
um vandað og nákvæmt ferðakort með nýjustu upplýsingum. WWW.lmi.IS