Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2006, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 26.07.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 ^nusunuúi Nóbelsskáld í skorstein í Norska húsinu í Stykkishólmi er Byggðasafn Snæfellinga- og Hnappdæla til húsa. Húsið var reist árið 1832 og var í eigu Arna og Onnu Thorlacius. Það var lengi vel eitt af þremur stærstu húsum lands- ins, enda um 500 fermetrar að stærð. Húsið er smíðað í Noregi en síðan var það tekið í sundur og sett saman aftur í Hólminum. Norska húsið er elsta húsið í Snæfells- og Hnappadalssýslu og er það alfriðað. Eftir lát Arna gekk húsið úr eigu ættarinnar og hefur gegnt ýmsum hlutverkum þar til það komst í eigu sýslunnar. Arið 1970 var ákveðið að gera húsið upp í upprunalegri mynd og var því lokið í fyrra. Yms- ir hafa búið í húsinu og má nefna að eftir gosið í Eyjum bjuggu tvær fjölskyldur þaðan í tvö ár í því. A efri hæð hússins hefur sýningin „Heldra heimili í þéttbýli á 19. öld“ verið síðan árið 2000, en þar hefur heimili Ama og Önnu verið endur- gert. A neðri hæðinni eru síðan breytilegar sýningar og núna er þar sýning um verslun við Breiðafjörð. Aldís Sigurðardóttir er forstöðu- maður safnsins og kann hún marg- ar góðar sögur af húsinu. „Hér hef- ur margt skemmtilegt gerst í gegn- um árin. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja og eru til margar góðar lýsingar eftir gesti sem dvöldu hér um lengri eða skemmri tíma. Reyndar sagði enskur ferða- maður, Metcalf að nafni, ffá því að þegar hann ætlaði að kveðja eftir að hafa gist hér í eina nótt hafi honum verið tjáð að ókunnir gestir gistu alltaf í lágmark þrjár nætur. Hann dvaldi því hér í viku í góðu yfirlæti. Þegar hann kvaddi söng heimilis- fólk hann úr hlaði og skálað var fýr- ir góðri ferð og segir hann að sú at- höfh hafi tekið tvo tíma.“ Landset- ar Arna heimsótm hann á morgn- ana og var það venja hans að bjóða þeim upp á staup á meðan þeir spjölluðu saman og var það þá vandi hans að drekka eitt staup með þeim. Það væri ekki í ffásögur fær- andi ef ekki væri sú staðreynd að stundum hitti Arni um 40 manns fyrir hádegi og ljóst að hann hefur þolað brennivínið vel. Menningarheimili Norska húsið hefur alla tíð verið mikið menningarhús. Þar var í vist hjá Ama og Önnujúlíana Jónsdótt- ir sem gaf út ljóðabók fýrst kvenna á Islandi. Hún samdi einnig leikrit og voru þau sýnd á neðri hæð húss- ins. Sögur fara af því að heldra fólk í bænum hafi borgað sig inn á sýn- ingarnar en alþýðan hafi legið á gluggum og því hafi allir fengið sitt. Árni er einn af þekktustu veð- urathugunarmönnum í heimi og er hans víða getið í alþjóðlegum ritum um þau efhi. Hann var fýrsti Is- lendingurinn sem vitað er til að hafi tekið saman samfelldar upplýsingar um veðurfar. Næsta verkefni í Norska húsinu gæti verið að koma á fót Veðurminjasafni í samvinnu við Veðurstofu Islands, en ákvörð- un á eftir að taka um það mál. Á neðri hæð hússins er að finna merkilegt eldstæði sem er opið á tvo vegu. Aldís segir að hún hafi gert fýrirspurn á meðal safhamanna um allt land og ekki hafi hún enn rekist á annað eldstæði af þessari gerð. Reykháfurinn sem upp af því liggur er nokkuð sérstakur því hann liggur á ská, líklega til að hann endi í hæsta punkti hússins, eða þá til að halda samhverfunni. En strompur- inn á sér sína sögu. „Halldór Lax- ness var eitt sinn hér í heimsókn árið 1955,“ segir Aldís. „Honum fannst eldstæðið ansi merkilegt og segir sagan að hann hafi klifrað langt upp í stromp til að kanna hann almennilega. Nokkrum árum síðar frumflutti Þjóðleikhúsið síðan nýtt leikverk skáldsins, Strompleik- inn. Hver veit nema að reykháfur- inn í norska húsinu hafi haft sitt að segja um tilveru verksins.“ -KÓP Aldís SigiirSardóttir fyrir framan eldstœðið sem nóbelsskáldinu fannst svo merkilegt. Dekurkýr í beitartilraun Kýrnar á Hvanneyri hafa það óneitanlega mjög gott. Svo kjarn- mikla gjöf fá þær inni í þægilegri aðstöðunni í nýja fjósinu, þar sem m.a. er legið á sagbornum hallandi básum, að það er einungis fýrir siðasakir að þær rölta sér út til að gá til veðurs. Veðrið það sem af er sumri hefur verið fremur kalt og blautt þannig að dekurkýr sem þessar geta með réttu leyft sér að vera vandlátar á hvenær þær fara út og hvenær ekki. I blíðunni í síðustu viku hófst tilraun með randabeit á rýgresi af bestu gerð rétt við fjós- dyrnar á Hvanneyri og þurfti Snorri búhöldur að beita kýrnar fortölum til að fá þær inn í beitar- hólfið. Þegar þangað var komið uppgötvuðu þær þó sér til ánægju að jafngott fóður hafi þær ekki smakkað í sumar og létu þær því vel af veðri, fæðu og Snorra þennan daginn. MM Fær áhugalj ósmynda ri í Borgamesi Eftir að stafræn tækni í ljós- myndun ruddi sér til rúms og varð almenningseign hefur áhugaljós- myndurum tvímælalaust fjölgað. I dag er ekkert tiltökumál að eignast góða eða jafnvel mjög góða mynda- vél og reka slík tæki. Þegar kosta þurfti framkallanir af öllum tekn- um ljósmyndum til að sjá afrakstur vinnu sinnar var áhugaljósmyndun þannig dýrara sport en það er í dag með stafrænu tækninni. Á flestum stöðum hér á Vesturlandi er til fólk sem sinnir ljósmyndun af lífi og sál, jafnvel án þess að vera sérstaklega að flíka afrakstrinum. Einn af þess- um ljósmyndurum er Ragnheiður Stefánsdóttir í Borgamesi. Hefur hún náð góðum árangri í mynda- töku og vinnslu mynda og prýddi einmitt ein af myndum hennar for- síðu Skessuhorns í síðustu viku. Meðfýlgjandi mynd er einnig úr safni hennar og er tekin í Borgar- nesi með Iþróttamiðstöðina í for- gmnni og yfir Borgarvoginn. Þeir sem vilja skoða meira af myndum Ragnheiðar er bent á vefslóðina: http://flickr.com/photos/heidas60/ MM Að byggja og treysta á landið Það var við- tekin regla hér á áram áður að berja á landbúnaðin- um þegar stjórnvöldum urðu á mistök í stjóm efha- hagsmála. Á síðari árum hafa menn þó almennt orðið víðsýnni og gert sér grein fýr- ir fjölþættu mikilvægi íslensks land- búnaðar, m.a. fýrir framleiðslu á hollri neysluvöm og til að treysta matvælaöryggi þjóðarinnar. Sömu- leiðis er öflugur og fjölþættur land- búnaður og iðnaður honum tengdur forsenda fýrir nýsköpun atvinnulífs, byggðar og búsetu vítt og breitt um landið. Engu að síður er afar brýnt að endurskoða stefhu stjómvalda í landbúnaðarmálum. Matvælanefnd forsætís- ráðherra á vUligötum Yfirlýsingar fulltrúa BSRB og Bændasamtakanna um störf og áherslur Matvælanefhdarinnar s.k. benda til að hún hafi fýrst og ffemst verið sett á fót til að draga fram and- stæða hagsmuni neytenda og laun- þega annars vegar og íslensks land- búnaðar, bænda og þess fólks sem kemur að framleiðslu og vinnslu landbúnaðarafurða hins vegar. Er slík nálgun furðulega þröng því sam- kvæmt erindisbréfi hafði nefndin fengið það verkefhi að leita leiða til að ná niður verði á matvælum hér á landi í víðum skilningi. Svo virðist sem nefiidinni hafi verið stýrt í það gamla kratahjólfar frá síðustu öld að berja á innlendri landbúnaðarffam- leiðslu og þeim margvíslegu at- vinnugreinum sem henni tengjast. SVÞ vill græða en hverra erinda s gengur ASI? I yfirlýsingum frá Alþýðusam- bandi íslands (ASÍ) og Samtökum verslunar og þjónustu (SVÞ) er þess krafist að tollar á innfluttar mjólkur- og kjötvörar verði tafarlaust lækkað- ir, en sú aðgerð opnar á hömluhtinn innflutning á þeim vöram. Slík sjón- armið geta verið skiljanleg út frá þröngum sjónarmiðum SVÞ sem í fákeppnisumhverfi sjá fram á aukinn sjálftökugróða. Erfiðara er að skilja viðhorf ASÍ en innan þeirra samtaka er einmitt fjöldi fólks sem á atvinnu sína, búsetu og eignaverð undir því að matvælaiðnaðurinn haldist í land- inu og nái að þróast og dafha frekar en hitt. Verður manni hugsað til samtaka launafólks á Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, Kópaskeri, Selfossi og víðar sem eiga allt sitt undir þessari vinnslu. Athyglisvert er að hjá BSRB, hin- um stærstu launþegasamtökum landsins, kveður við allt annan tón. I yfirlýsingu þeirra er lögð áhersla á að verðið eitt skipti ekki öllu máh, einnig verði að horfa til gæða, holl- ustu og ffamleiðsluöryggis gagnvart neytendum. Þá beri að leggja áherslu á byggða- og búsetusjónar- mið og vemda atvinnu fjölda fólks í tæknivæddum matvælaiðnaði. Bent er á að íslendingar hafi nú þegar afriumið tolla á meginþorra inn- fluttra matvæla, gagnstætt því sem tdl dæmis er í ríkjum Evrópusambands- ins. Gæði, hollusta og öryggi Við höfum verið stolt af fæmi okkar og þekkingu í mjólkuriðnaði og kjötiðnaðurinn sækir hratt ffam. En það er ekki sjálfgefið að þessi þekking, störf og háþróaði iðnaður haldist í landinu. Fyrir nokkram áram stóðum við ffamarlega í skip- smíðaiðnaði og nýjungum og tækni- ffamförum á því sviði. Þau stjóm- völd sem nú sitja snera við honum baki og síðan hefur bæði verkþekk- ingin og skipasmíðin að mestu horf- ið úr landi. Samkeppnisþjóðir okkar stóðu vörð um sinn skipasmíðaiðn- að. Sömu sögu má segja um mörg önnur tækifæri í iðnaði og annarri nýsköpun sem hafa hrakist úr landi í tíð þessarar ríkisstjómar. Matvælaffamleiðsla er dýrmætur þáttur í sjálfstæði og innra öryggi hverrar þjóðar og því skyldi varlega gengið fram í að fórna henni. Viljum þjóðarsátt um íslenskan landbúnað Skoðanakannanir meðal almenn- ings sýna mikinn og afdráttarlausan stuðning við landbúnaðinn og dreifða búsetu í sveitum landsins. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur lagt til að stuðningur ríkisins við landbúnaðinn verði í auknum mæh bundinn búsetunni, jörðunum, vörslu landgæða og sjálfbærum, heil- næmum ffamleiðsluháttum. Koma þarf í veg fýrir raðuppkaup á jörðum og ffamleiðslurétti, draga úr magn- tengdum ríkisstuðningi, setja hon- um takmörk og afriema ffamsalsrétt- inn. Tryggja þarf möguleika ungs fólks til að taka við búum eða koma ný inn í búskap. Þingmenn Vinstri grænna hafa ítrekað flutt tillögur um að Alþingi kjósi nefnd skipaða fulltrúum allra þingflokka sem ásamt samtökum bænda og öðmm hlutaðeigandi al- mannasamtökum móti nýjan grund- völl fýrir búvöraffamleiðsluna og geri tillögur um hvernig treysta megi grunn fjölskyldubúsins og bú- setu í sveitum landsins. Þótt lækkun á tollum gagnvart innfluttum kjöt og mjólkurvörum geti vel komið til greina við ákveðn- ar aðstæður og þegar til lengri tíma er litdð er það ótvírætt að einhliða aðgerðir af því tagi nú án þess að annar virkur stuðningur sé kominn til ffamkvæmda er algjört glæfraspil. Eg er sannfærður um að megin- þorri þjóðarinnar er sammála okkur í Vinstri- grænum um, að standa beri vörð um fjölþættan íslenskan landbúnað, holla innlenda matvæla- framleiðslu, fjölskyldubúskap og öfl- uga byggð í sveitum landsins. Jón Bjamason, alþingismaður VG

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.