Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2006, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 26.07.2006, Blaðsíða 17
J>£MunuKt: MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 17 Þjóðlegur sveitamarkaður allar helgar við Laxá Handverk, heimalagaiíur ís, bakkelsi og margtfleira er í boði allar helgar viS Laxá. Ljósm. Stefán Helgi Valsson. í sumar hefur sveitamarkaður ver- ið starffæktur um hverja helgi í gamla sláturhúsi SS við Laxá í Leir- ársveit. Þar sannar dreifbýlisfólk enn einu sinni hvað í því býr og laðar ffam góðgæti, hannyrðir og ýmis- legt fleira eins og sveitafólki einu er lagið. Aðgengi að sveitamarkaðinum og sýnileiki er eins og best verður á kosið þar sem gamla sláturhúsið er einungis nokkra metra ffá þjóðveg- inum við Laxá. A sveitamarkaðinum eru fyrst og fremst seldar heimaunnar vörur. Þangað kemur venjulegt sveitafólk úr nágrenningu með afurðir heim- ila sinna, flestallt húsfreyjur úr ná- grannasveitum með bakkelsi, sult- ur, saftir, landnámshænuegg, kæfu, brodd og fleira góðmeti sem erfitt og jafnvel ómögulegt er að finna í verslunum. Mikið er af handverks- og listafólki sem framleiðir vörur sínar heima og selur einungis á mörkuðum af þessu tagi, þar sem oftast er aðeins um eitt stykki af hverri tegund að ræða. Það er Jóhanna Harðardóttir í Hlésey sem er í forsvari fyrir sveita- markaðinn. Hún segir stemmning- una vera létta og persónulega á markaðinum um hverja helgi, fólk sem þekkist selur þar sínar eigin vörur sem það þekkir og getur sagt frá vinnslunni og jafnvel sögu þeirra. „Hér væri að æra óstöðugan að lýsa því sem hægt er að kaupa á markað- inum, en eitthvað skal nefht þótt vöruvalið sé misjafnt á milli mark- aðsdaga: Glæsileg drykkjarhorn úr nautshorni og fleiri vörur í stíl vík- inganna. Fiskur, bæði nýr og hertur. Hvalkjöt, sjófugl, andar- og land- námshænuegg. Heimagerð brauð og sætabrauð, m.a. alíslenskt. Gler- hstaverk, töskur, belti og buddur úr leðri. Skartgripir, m.a. úr silffi, leðri og íslenskum steinum. Rósavettling- ar, hosur, prjónadúkar og merkt handklæði og diskaþurrkur. Tréhill- ur, nálhús og bananahengi. Og síð- ast en ekki síst; lopapeysur, jafht á menn sem dýr,“ segir Jóhanna. Kaffihús er rekið á sveitamarkað- inum, meira að segja af lærðum kokki sem einnig er bóndi. Það er mjög sérstakt, umhverfið heimilis- legt þótt um sé að ræða sal í gömlu sláturhúsi og veitingarnar þjóðlegar, bæði alíslenskar pönnukökur, klein- ur, heitar vöfflur og hnallþórur með þeyttum rjóma. „Hægt er að kaupa heimagerðan rjómaís ffá Eyjafirði. I ísinn er notaður rjómi beint úr kún- um, egg úr landnámshænum, sykur og ekta bragðefni. Engin ókennileg „E-efhi“ sem enginn skilur hvað er. Isinn er svo sannarlega algerlega einstakur og sannkallað Hnoss,“ segir Jóhanna að lokum. Sveitamarkaðurinn í gamla slátur- húsinu við Laxá í Leirársveit er op- inn alla sunnudaga milli kl 13 og 18. MM Þurfum að læra af því sem miður fór Gunnar Sigurðsson. Gunnar Sigurðsson for- seti bæjarstjórnar Akraness og starfandi bæjarstjóri segir nauðsynlegt að þeir sem stóðu að hátíðinni írskum dögum fari vand- lega yfir framkvæmd há- tíðarinnar og læri af því sem miður fór. Eins og fram hefur komið í frétt- um tókst skipulögð dag- skrá daganna vel en fram- ganga 200-300 unglinga setti hins vegar slæman svip á hátíðina. Einnig vakti athygli hversu seint hreinsunarstarf hófst á tjaldsvæðinu í Kalmansvík. Gunnar segir hátíðina að sínu áliti hafa tekist mjög vel og ánægjulegt hafi verið að sjá hversu margir sóttu bæinn heim þessa daga. „Hátíðin hefur sannað sig og því full ástæða til þess að halda þessu starfi áfram. Nokkrar á- hyggjur voru af því hversu margir myndu sækja okkur heim þar sem Skagamótið var ekki á sama tíma. Þær áhyggjur reyndust ástæðu- lausar,“ segir Gunnar en bætir við að nokkrir hnökrar hafi komið í ljós við skipulag starfa við tjald- svæðin. „Það eru allir sammála um að betur hefði mátt standa að þrif- um og úr því þarf að bæta.“ Aðspurður um hvort nauðsyn- legt sé að hækka aldurstakmark á tjaldsvæði bæjarins til þess að sporna við unglingadrykkju segir Gunnar sjálfsagt að skoða alla möguleika í því efni. „Fyrst og fremst þarf hugarfar foreldra að breytast. Það voru dæmi um að unglingar kæmu á tjaldsvæðið í fylgd með foreldrum sem síðan skyldu unglingana eftir. Það er erfitt þegar foreldrar ýta undir ástandið með þessum hætti. Þetta hugarfar þarf að breytast.“ Skipuleggjendur Irskra daga munu á næstunni skila bæjaryfir- völdum skýrslu um framkvæmd hátíðarinnar og segir Gunnar að þegar hún liggi fyrir verði málið rætt frekar. HJ Hestur í óskilum í Hvalfíarðarsveit í Melkoti Hvaifjarðarsveit er dökkjarpur þriggja vetra graðhestur, á hestinum er hvorki eyrnamörk né örmerki. Hestsins varjyrst vart s.L vor. Nánarí upplýsingar gefur Einar Pétur í síma 8942595 eða oddviti í 8647628. Akraneskaupstaður Ágætu Akurnesingar! Umhverfisnefnd Akraness er að undirbúa veitingu umhverfisviðurkenninga. Við leitum til ykkar eftir ábendingum um garða / lóðir einbýlishúsa, fjölbýlishúsa, fyrirtækja og stofnana. j Ábendingar þurfa að berast fyrir 2. ágúst á netfaneið: rannveigbj@hotmail.com eða í síma 847-9377, Rannveig TIL AFHENDINGAR STRAX Rockwood íbúð á hjólum. Árgerð ‘93 V8 Sjátfskiptur. Einn með öllu, ekinn 100.000 km, lengd 8,5 metrar. Kr. 3.300.000,- Blucamp Sky 20, Ford 125 hestöfl TDCI, lengd 6,3m, svefnpláss fyrir 4, loftkæling, rafm. rúður, tveir airbag, geislaspilari m/fjarstýringu. Verð 4,6 skráður Urval nýrra húsbíla tilbúnir til skráningar á lager á Egilsstöðum. Erum einnig með úrval notaðra bíla. Hjólhýsi ný og notuð af öilum gerðum og verðum. Erum með umboð fyrir I Við bjóðum flug til Egilsstaða fyrir tvo við kaup á hverjum bíl! Bilexport á Islandi ehf. WWW.bllexport.ClK Upplýsingar veitir Bóas í síma 0049 175 2711 783 eða Eðvald í 896-6456

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.