Skessuhorn - 26.07.2006, Side 10
10
MIÐVIKUDAGUR 26.JÚLÍ2006
^áCMUIIUkil
Stuttmyndin Eyja tekin upp að Garðsenda
Hús áfaraldsfæti
Húsið sem hér séstflutt er ekki óvant ferðalögum. I liðinni viku var það flutt frá
Haukagili í Hvítársíðu og að garðyrkjubýlinu Reiti í Reykholtsdal þar sem eigandi
þess, Bryndís Brynjólfsdóttir hefur fúndið þvt nýjan stað. Aður en hús þettafór að
Haukagili stóð það til margra ára að Fróðastöðmn í sömu sveit. MM/ Ljósm. BHS
Sængurgjöf samfélagsins
í Grundarfirði
Síðastliðinn mánudag færði
Grundarfjarðarbær, með liðsinni
Heilsugæslustöðvar Grundarfjarðar,
öllum Grundfirðingum sem fæddir
eru á þessu ári sængurgjöf ffá sveit-
ungum sínum. Gjöfin innihélt m.a.
fatnað, handklæði, beisli, fræðslu-
bækur og pollagalla sem nauðsyn-
legur er öllum grundfirksum böm-
um. Börnum og foreldrum bama
sem fædd em á árinu var boðið í
Samkomuhúsið til þess að taka við
gjöfinni. í framhaldinu verða ný-
fæddir Grundfirðingar heimsóttir
og þeim færð sængurgjöf. Atta börn
em fædd á árinu, 5 strákar og 3
stelpur og era þar af tvennir tvíbur-
ar. A myndina vantar einn h'tinn
dreng sem fæddist í síðustu viku og
er ekki kominn heim. Foreldrar
hans era Skarphéðinn Guðmunds-
son og Þórdís Guðmundsdóttir. A
meðfylgjandi mynd era foreldrar og
börn ásamt Hildi Ijósmóður, Björgu
bæjarstjóra og Sigríði forseta bæjar-
stjómar. MM/afvef Grundarf.bæjar.
Grundfirðingurinn Dögg Mós-
esdóttir útskrifaðist úr spænska
kvikmyndaskólanum Centre
d’estudis cinematografics de Cata-
lunya í Barcelona vorið 2005 sem
kvikmyndaleikstjóri. Var hún ein af
sex nemendum úr hennar árgangi
sem var veitt sérstök kennaraverð-
laun fyrir góðan árangur í námi.
Verðlaunin fólust í styrk til gerðar
stuttmyndar með frjálsu þema.
Skólinn er þannig framleiðandi.
Gerð myndarinnar er einnig styrkt
af Menningarsjóði Vesturlands
sem úthlutaði styrkjum í fyrsta
sinn nú í vor.
ungrar stúlku sem upplifir öfl hafs-
ins er hún sér á eftir föður sínum
og bróður farast. Sagan er byggð á
sönnum atburði frá því um 1920,
þegar nokkrir menn réru til sjós og
meðal þeirra var langafi Daggar.
Konur og börn stóðu í fjöruborð-
inu og biðu þess að báturinn kæmi
að landi þegar vind sló í seglin,
fleyinu hvolfdi og öll áhöfnin fórst.
Hvorki fólkið sem beið í fjömnni
né mennirnir sem um borð í bátn-
um voru kunnu til sunds sem ekki
var óalgengt á þessum tíma. Þarna
stóðu konur og börn í fjörunni og
horfðu á eftir eiginmönnum, feðr-
Dögg Mósesdóttir leikstjóri stuttmyndarinnar Eyju.
í samtali við Skessuhorn sagðist
Dögg engar hugmyndir hafa um
hvar hún vildi mynda þegar hún
fékk þessi verðlaun í hendurnar, en
ákvað þó að að gera sína mynd
heima á íslandi. Stuttmyndin verð-
ur tekin upp á Garðsenda sem er
eyðibýli við Grundarfjörð, heima-
sveit Daggar. Stuttmyndin mun
bera nafnið „Eyja“ og segir frá lífi
um og bræðram í hafið án þess að
geta nokkuð að gert.
Leitað til frændgarðsins
„Þessi hugmynd blossaði allt í
einu upp í huga mér, ég lék mér
sjálf á Garðsenda sem lítil stúlka.
Amma og afi bjuggu þarna og
pabbi er þar uppalinn svo staður-
inn er mér tengdur
og á sér stóran sess
í mörgum minn-
ingum mínum. Svo
langaði mig að
koma því á filmu
hvernig samlíf fólks
við hafið og ís-
lenska náttúra hef-
ur verið á þessum
tíma, áhrif sjóslyss-
ins á ungu stúlkuna
sem horfði á eftir
mönnunum í sjó-
inn. Hvernig til-
finning það hefur
verið að búa við
þessi öfl, með hafið
og fjallaumgjörð
allt í kringum sig,“
sagði Dögg í samtali við Skessu-
horn.
Leikarar í stuttmyndinni verða
meðal annars Ilmur Kristjánsdóttir
og Eyja verður leikin af systurdótt-
ur Daggar; Þóreyju sem ber gælu-
nafnið Eyja og er hún ellefu ára
gömul. „Hún hefur áður leikið í
stuttmynd hjá mér og hún er
hreint frábær," sagði Dögg um að-
alleikara myndarinnar. Þá munu
fleiri frændsystkini hennar leika í
myndinni og fólk allsstaðar af á
Snæfellsnesi en flestir þeirra em
þó úr Grundarfirði. Dögg hefur
einnig fengið til liðs við sig sautján
skólafélaga sína úr hinum ýmsu
deildum skólans. Hópurinn sem
verður henni til halds og trausts
við tökurnar er fjölþjóðlegur. Þar
má finna fólk af spænskum upp-
rana, Chilebúa, Mexicana, Costa
Ricobúa og Portúgala. Hópurinn
mun dvelja í Grundarfirði í tvær til
þrjá vikur við undirbúning og tök-
Garðsendi er eyðibýli við Grundarjjörð en þar verður stuttmyndin tekin upp. Þar lék leikstjórinn Dögg Mós-
esdóttir sér á yngri árum og er mikið tengd við staðinn.
Ur á myndinni. Tökur á Eyju
munu hefjast laugardaginn 29. júlí
og ráðgert er að þeim ljúki 5.
ágúst.
Undirbúa handrit
í fullri lengd
Síðan Dögg útskrifaðist frá kvik-
myndaháskólanum hefur hún verið
þar við vinnu í kvikmyndahátíðar-
deild skólans. „Eg hef verið að
senda stuttmyndir fyrir deildina á
kvikmyndahátíðir og svo hef ég
einnig farið á nokkrar slíkar en svo
er ég að fara að vinna á fram-
leiðsluskrifstofu skólans," sagði
Dögg um helstu verkefni sín und-
anfarið ár. í samtali við Dögg mátti
greina að þarna er á ferðinni dug-
mikil kona sem ekki situr auðum
höndum. Þessa dagana er hún
einnig að skrifa handrit ásamt vin-
konu sinni Soffíu Bæringsdóttur
að kvikmynd í fullri lengd sem ger-
ast á í Grundarfirði. Aðspurð um
gang þeirrar myndar sagði hún að
þær ætluðu að gefa sér ár í að skrifa
handritið svo færu kannski ein tvö
ár í undirbúning og jafnvel innan
þriggja ára yrði byrjað að kvik-
mynda á fullu.
SO
Faxaflóasund í þrettánda sinn
Hið árlega áheitastmd Sundfélags
Akraness, Faxaflóasundið var synt
síðastliðinn laugardag. Sundgarp-
amir fóra með dráttarbátnum Leyni
frá Akranesi árla dags og þaðan var
haldið til Reykjavíkur þar sem hóp-
urinn stakk sér tdl sunds áleiðis heim
á Skagann. Fyrsti sundmaður lagði
af stað út úr Reykjavfkurhöfn rétt
fyrir klukkan hálf tíu og vora simd-
mermimir komnir á Langasand fyr-
ir klukkan þrjú um daginn. Vora það
fjórtán unglingar sem tóku þátt í
áheitasundinu á aldrinum 14-18 ára.
Segja má að það sé stórt afrek í
hvert sinn sem sundið fer ffarn því
sundfólkið er að leggja mikið á sig
og syndir sömu leið og Akraborgin
sigldi hér forðum, alls um 17 kíló-
metra leið. Að sögn Heiðbjartar
Kristjánsdóttur, formanns Sundfé-
lags Akraness tókst sundið mjög vel
og var hópurinn einstaklega hepp-
inn með veður að þessu sinni.
Aheitaféð sem safnaðist verður not-
að eins og undanfarin ár til þess að
fjármagna ferð sundfélagsins í æf-
ingabúðir erlendis sem alltaf er farin
annað hvert ár. Þann 12. ágúst næst-
komandi mtm sundtímabilið hefjast
en þá fer hópur til æfinga í Calella
sem er rétt utan við Barcelona og er
þetta í annað sinn sem haldið er í æf-
ingabúðir þar.
Heiðbjört vill koma á ffamfæri
þakklæti til allra styrktaraðila sunds-
ins. Vill hún þá sérstaklega koma
þakkarkveðjum til Faxaflóahafha og
Björgunarfélags Akraness ffá Sund-
félaginu, sem í gegnum árin hafa
gert þeim kleift að synda yfir flóann
en bæði dráttarbáturinn Leynir og
bátur ffá Björgunarfélaginu fylgdu
sundmönnunum alla leiðina frá
Reykjavíkurhöfn til Akraness.
SO/ Ljósm. Heiðbjört Kritstjánsd.
Sundgarpamir komnir um borð í Leyni eftir að hafa dýpt sér t Reykjavíkurhöfn ogferð-
in yftrflóann rétt íþann mund að hefast.
Hópurinn að lenda á Langasandi. Bátur Björgunarfélagsins fylgdi sundfólkinu hvert
sundtak yfirflóann.
Hluti sundfólksins skolar afsér seltuna í sturtunni á Langasandi efiir Faxaflóasundið.