Skessuhorn - 26.07.2006, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006
11
Björgunarsveitin Brák í hálendis-
ferð á vegum Landsbjargar
„Þetta var alveg meiriháttar
ferð,“ segir Asgeir Sæmundsson,
formaður björgunarsveitarinnar
Brákar í Borgarnesi um þátttöku
sveitarinnar í verkefninu „Björg-
unarsveitdr á hálendinu" sem Slysa-
varnafélagið Landsbjörg stendur
fyrir nú í sumar. „Við aðstoðuðum
fjölda ferðamanna sem voru í vill-
um eða öðrum vandræðum,“ segir
Asgeir. „Til dæmis var nokkuð um
dekkjaviðgerðir hjá okkur þar sem
ferðamenn á hálendinu eiga það til
að sprengja fleiri dekk en þeir eru
með til vara og einnig aðstoðuðum
við eiganda tjaldvagns sem hafði
gleymt að loka honum og ruddi
vegirrn suður Kjalveg með vagnin-
tun. Þýsk kona naut einnig aðstoð-
ar björgunarsveitarmanna þegar
hún féll með andlitið í hraimgrýti á
Hveravöllum en þyrla Landhelgis-
gæsltmnar sótti hana og fór með á
sjúkrahús."
Verkefnið felst í því að Slysa-
vamafélagið Landsbjörg staðsetur
fjórar björgunarsveitir uppi á há-
lendinu ffá 30. júní til 18. ágúst í
sumar. Hálendinu er skipt gróflega
upp í fjögur svæði; Kjalveg og ná-
grenni, Sprengisandsleið, Fjalla-
Hluti afBrákverjum sem voru allan tímann á hálendinu, frá vinstri: Elli, Hulda,
Magga ogjón.
baksleiðir og svæðið norðan Vatna-
jökuls og er ein björgunarsveit
staðsett á hverju þeirra. Brák var á
svæðinu við Kjalveg. Björgunar-
sveitin Brák lagði til mannskap og
búnað í eina viku og hafði í nógu að
snúast við að aðstoða ferðamenn,
íslenska jafht sem erlenda. Þegar
mest var vom sjö manns á hálend-
inu á vegum Brákar, bæði í björg-
Bækistöfrvar hópsins voru á Hveravöllum. Sem beturfer gafst einnig tækifæri til að njóta
veðurblíðunnar.
Félags- og skólaþjónusta
Snæfellinga
Forstöðumaður
Staða forstöðumanns Félags- og skólaþjónustu
Snæfellinga er laus til umsóknar.
í starfinu felst yfirumsjón með félagsþjónustu og
barnavernd auk þjónustu við grunn- og leikskóla.
Forstöðumanns bíður spennandi starf og stórt hlutverk
við rekstur og áframhaldandi uppbyggingu félags-
og skólaþjónustu á Snæfellsnesi.
Leitað er að starfsmanni með háskólamenntun
sem nýtist í starfi auk þess sem reynsla af
sambærilegum störfum er æskileg.
Hæfni i mannlegum samskiptum er lykilatriði.
Að Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga standa
sveitarfélögin Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit,
SnæfeLLsbær og Stykkishólmur.
Á svæðinu búa tæplega 4000 manns.
Á SnæfelLsnesi er kraftmikið og fjölbreytt mannlíf, fögur
náttúra og greiðar samgöngur til og frá
höfuðborgarsvæðinu, einnig blómlegt skóLastarf, m.a.
fjölbrautaskóLi.
Nánari upplýsingar veitir Sigþrúður Guðmundsdóttir
forstöðumaður í sima 4307800. Umsóknir skulu berast
Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4,
360 Snæfellsbæ í síðasta lagi 3. ágúst n.k.
unarsveitarbíl sem mannaður var
tveimur reyndum björgunarsveitar-
mönnum og einum yngri og ó-
reyndari, sem og tveimur einkabíl-
um.
Markmið verkefnisins er fjór-
þætt, þ.e. að fækka slysum, vera
með viðbragðseiningar á hálend-
inu, veita ferðamönnum aðstoð og
upplýsingar auk þess sem sveitirnar
vinna við að merkja vöð og aðrar
hættur í samvinnu við Vegagerðina.
Gert er ráð fyrir að þátttaka hafi
ekki kostnað í för með sér fyrir
björgunarsveitimar sem mannaðar
era sjálfboðaliðum og verður olía á
bílana greidd með styrkjum frá
Flugleiðum, Alcan og Pokasjóði.
Asgeir segir að mikil ánægja hafi
ríkt meðal ferðamanna með fram-
takið og vonar að áffamhald verði á
næsta sumar. „Við verðum til í að
taka þátt aftur þá, reyndar var svo
gaman að við vorum öll til í að vera
aðra viku þegar okkar tími var lið-
inn,“ segir Asgeir að lokum.
MM
Hækkun skóla-
gjalda á Bifröst
Magnús Ami Magnússon,
aðstoSarrektor á Bifröst.
Skólagjöld við Viðskiptaháskól-
ann á Bifröst hafa hækkað um
12%. Verðbólga og endurskipu-
lagning sem felur í sér aukin gæði
kennslunnar eru sagðar ástæður
hækkunarinnar. Onnin í grunn-
námi kostar eftir hækkunina rúm-
ar 236.000 krónur en þar að auki
hefur húsaleiga á skólasvæðinu
hækkað um nokkur prósentustig.
Skólagjaldahækkunin ein og sér
gerir það að verkum að nám sem
tekur sex annir er nú um 150.000
krónum dýrara en áður.
Aðspurður segir Magnús Arni
Magnússon aðstoðarrektor að
hluti hækkunarinnar sé tengdur
vísitölu og sé það árleg hækkun
sem engum ætti að koma á óvart.
Umfram það sé um u.þ.b. 15 þús-
und króna hækkun á önn að ræða.
Magnús segir þá hækkun koma í
kjölfarið á þróunarvinnu sem farið
hafi ffam á vormánuðum í fullu
samráði við nemendur. Ætlunin sé
að auka gæði námsins og gera það
einstaklingsmiðaðra og bjóða upp
á meiri þjónustu. „Við hugsum
okkur að horfa meira á nemand-
ann sem einstakling en sem hluta
af samstæðum hópi,“ segir Magn-
ús. „Við höfum tekið upp hugsun
sem hefur lengi tíðkast í listnámi,
þ.e. að horfa á einstaklinginn og
mismunandi þroskaþarfir hans í
gegnum námið. Þetta verður auk-
ið strax næsta vetur og bætt við
svokölluðu „tutorals“ kerfi sem
hefur verið hér við lýði, en í því er
hver nemandi með leiðbeinanda
sem fylgir honum í gegnum nám-
ið. I stað tveggja funda á önn verða
teknir upp vikulegir fundir nem-
enda og leiðbeinanda. Þá er ætlun-
in að koma upp kaffistöðvum víða
um skólann þar sem menn geta
spjallað og skipst á hugmyndum
yfir kaffibolla og nálgast ritföng.
Þetta ásamt ýmsum smærri ráð-
stöfunum skýrir m.a. þessa hækk-
un.“
Magnús segir að þetta sé fyrsta
skrefið í ferli sem miðar að því að
gera skólann betri og auka þjón-
ustu við nemendur. Aðspurður
segir hann alls ekki útiloka að um
frekari hækkun á skólagjöldum
verði að ræða á næstu árum, en
tekur fram að slíkar ákvarðanir
verði teknar í fullu samráði við
nemendur. Þess má geta að Skóla-
félag Viðskiptaháskólans á Bifröst
hefur sent ffá sér yfirlýsingu þar
sem lýst er yfir ánægju með það að
nemendur fái að taka þátt í ráð-
stöfun þess fjármagns sem verður
til vegna hækkunar gjalda. KOP
www.skessuhorn.is
Munaðarnesi
Framandi réttir í bland
við þá gömlu og góðu,
ásamt eðallcarfi
iafavara
á goSu verði
Opnunartímar í sumar:
Mánudaga - fimmtudaga og laugardaga: 12:00-20:00
föstudaga og sunnudaga: 14:00-20:00
BAR Paradís
Barinn er opinn frá kl: 18:00 föstudags-, laugardags og sunnudagskvöld.
Næstkomandi laugardagskvöld 29.júlí.
mætir trúbadorinn Heimir Jóbannsson enn og aftur með gítarinn og
munnhörpuna frá klukkan 22:00-01:00.
Paradísar kvöldverður á laugardagskvöld! 3 rétta matseðill á góðu verði
Borðapantanir í síma 525-8441.
Opið alla verslunarmannahelgina.
Tilboð í mat og drykk, lifandi tónlist og eitthvað fyrir börnin.
(nánar auglýst síðar)
Lystisemdir ehf, veisluþjónusta
Aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið og hvers konar veislur.
Tökum á móti allt að 100 manns í mat og drykk.
Kaffi Paradís - Lystisemdir ehf. - Munaðarnesi. Sími: 525-8441