Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2006, Page 14

Skessuhorn - 26.07.2006, Page 14
14 ^ikiuaunuk: MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 Fótboltinn dró Anna Aðalsteinsdóttir og Hrund Hjartardóttirfyrir utan Kajfi 59. Á Kaffi 59 í Grundarfirði ráða þær Anna Aðalsteins- dóttir og Hrund Hjartar- dóttir ríkjum. Þrátt fyrir að óvenju mikið af fólki væri í bænum sagði Anna að ekki hefði verið mikið tun stóra hópa hjá þeim. Reksturinn gengi þó ágætlega en það væri einn viðburður öðrum fremur sem hefði haft áhrif á hann. „Það er HM. Fólk virtist vilja horfa á fótbolt- ann heima hjá sér og fór ekki út úr húsi á meðan. Þrátt fyrir að við séum með tjald héma virðist fólk frekar vilja vera heima. Þetta var alveg eins og var á EM fyrir tveimur árum.“ Anna seg- ir að vissulega hafi gestimir í kring- um Skipper DTslande sett mark sitt á bæjarfélagið og verið mikið á rölt- inu, en það fólk eyði ekki miklum peningum. Anna segist sjálf ekki mildð hafa fylgst með siglingakeppninni, enda hafi skútumar komið inn um nótt. Hún ætlaði hinsvegar að fylgjast með ræsingunni þegar skúturnar héldu af stað tdl Paimpol á ný. Þrátt fyrir að hinir erlendu gestdr í sigl- ingakeppninni hafi ekki fyllt Kaffi 59 gerði Guðmundur Jónsson gítar- leikari úr Sálinni hans Jóns míns það og gott betur. „Gummi var hér ný- lega að kynna sólóplötu sína og troðfyllti húsið,“ segir Anna. „Þetta vom skemmtilegir tónleikar og fólk stóð hér um allan sal.“ -KÓP Kakólituð Hvítá Þegar hlýnar í veðri og sólin skín takajökulár eins og Hvítd gjaman á sig lit, rétt eins og mannfólkið. Hér er Hvt'tá í Borgarftrði skammtfyrir ofan Húsafell t btíðviðrinu t st'ð- ustu viku. Kakóhrún blessunin með Eiriksjökul og Strút t bakgrunni rétt eins og á mál- verki eftir Kjarval. Ljósm. MM Landssamband veiðifélaga kærir SÍápulagsstofiiun Landssamband veiðifélaga hefur sent umhverfisráðherra kæm vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að ekki þurfi að fara fram um- hverfismat vegna fyrirhugaðs þor- skeldis AGVA ehf. í Hvalfirði. í kröfugerð sinni vill LV að ffam- kvæmd AGVA vegna þorskeldis í Hvalfirði sæti umhverfismati og að veiðimálasvið Landbúnaðarstofn- unar og Veiðimálastofnun veiti um- sagnir um þorskeldið áður en leyfi fyrir því verður veitt. Fyrirhugað er eldi á 3000 tonnum af þorski í Hvalfirði á vegum AGVA. Landssamband veiðifélaga gerir alvarlega athugasemd við meðferð málsins hjá Skipulagsstofnun. Við val á umsagnaraðilum var ekki leit- að tdl sérffóðra aðila um vistkerfi laxfiska og möguleg umhverfisáhrif af stórfelldu þorskeldi í nágrenni ósa veiðiáa. í Hvalfjörð renna þrjár laxveiði- ár; Botnsá með 115 laxa meðal- veiði, Brynjudalsá með 149 laxa meðalveiði og Laxá í Kjós með 1307 laxa meðalveiði. Hvorki veiði- málasvið Landbúnaðarstofnunar, Veiðimálastofhun eða veiðifélögin á svæðinu fengu máhð til umsagnar. Af þessu leiðir að nánast ekkert var fjallað í meðferð málsins um áhrif eldisins á laxastofna, með tilliti til nálægðar þess við gönguslóð laxa og siltmgs í árnar og laxaseiða til hafs. Landssambandið segir áhættu af þorskeldi í Hvalfirði fyrir laxa- stofna á svæðinu verða nokkra í ljósi reynslu sem skapast hefur af magni þorsks sem sloppið hafi úr eldiskvíum. Ekki er heldur gert ráð fyrir áhættu vegna íss eða ísreks þegar fjörðinn leggur. Þá er ekki fjallað um áhrif stórskipaumferðar tdl og ffá Grundartanga með tillitd til álags á eldisbúnað. í þessu sam- bandi öllu verður að líta tdl feng- innar reynslu erlendis sem og reynslu af þorskeldi í sjókvíum við Island. Um árabil var stunduð hafbeit hérlendis með magnsleppingu laxa- seiða í göngustærð. Nokkrar upp- lýsingar fengust um afdrif seiða við sjógöngu á þessum tíma. Einn af helsm áhætmþáttum við sleppingu seiðanna var affán þorska. Það var algengt þegar seiðum var sleppt tdl hafs úr Lárósstöðinni á Snæfells- nesi að trillukarlar úr Grundarfirði veiddu þorsk sem étdð hafði laxa- seiði. Af þessu dregur Landssam- band veiðifélaga þá álykmn að þorskeldi í Hvalfirði muni hafa skaðleg áhrif á viðgang laxastofna í nærliggjandi ám þar sem laxaseiði í sjógöngu verða hluti af fæðu strokuþorska. MM Lenti til að fá sér kaffi Sólarglennan að undanförnu hefur held- ur betur hleypt fjöri í mannlífið. En meðan flestir spóka sig í sólinni eða grípa til máln- ingarpensilsins þá fær ljósmyndarinn Mats Wibe Lund fiðring í finguma og flýgur um lofidn blá tdl að fanga augnablikið. Fréttarit- ari Skessuhoms veitti því athygli einn dag- inn að þyrla sveimaði yfir bænum og lenti síðan í útjaðri hans vestanverðum. Þar reyndust á ferð Mats ljósmyndari ásamt Reyni þyrluflugmanni Þyrluþjónustunnar. Mats hvaðst hafa verið orðinn kaffiþyrsmr effir ferð um loffin blá og ákveðið að banka upp á í Hellnafelli þar sem hann áttd von á að Sandra vinkona hans byggi enn. En þar var komin nýr ábúandi ffá því um síðustu helgi, Kolbrún Grétarsdóttir, sem bauð að sjálfsögðu upp á kaffisopa. GK Reynir og Mats við þyrluna á hlaðinu í Hellnafelli og að sjálfiögðu er staðar- táknið Kirkjufell í baksýn. Baulan í hjarta Borgarfjardar i lí Veiðihom Skessuhoms er í boði: an er í ágætum stærðum í lækjunum og ekki óalgengt að fá eins til tveggja punda bleikjur á fluguna, en hún var treg að taka, þrátt fyrir mik- ið magn. Nýr veiðivörður hefur verið ráð- inn á svæðið og komið er veiðihús fyrir veiðimenn á Vatnasvæði Lýsu, smá afdrep ef veður er slæmt. Siv Friðleifi er veiðimaður góður. Hún er vcentanleg t Alftá á Mýrum en hér hampar hún laxi úr Breiðdal í liðinni viku. „Það hefur gengið rólega hjá mér, en veiði- menn hafa verið að tína upp bleikjur um svæðið, laxinn sést lítið ennþá, en hann kem- ur,“ sagði veiðimaður sem stóð útd í Torfa- vatni á vatnasvæði Lýsu og kallaði til blaða- manns Skessuhoms, sem var þar á ferð fyrir fáum dögum síðan. Þrátt fyrir að veiðimaður- inn í Torfavatni hafi ekki verið búinn að fá mikið, er hellingur af bleikju og þá mest í ánni fyrir neðan Torfavatnið, Miðánni. Veiðimenn mega ekki veiða á neðri hluta svæðisins, það hefur verið leigt út. En bleikj- Urriðaá ekki stærsta vatnsfallið Þegar tíðindamaður Skessuhoms var á ferðinni á Snæfellsnesi í vik- unni vom veiðimenn að kasta flug- unni neðarlega í Straumfjarðará. Erlendur veiðimaður kastaði flug- unni fyrir neðan veg en fiskurinn var tregur. Þá var ungur veiðimaður að landa fiski í Hítárá og erlendir veiðimenn köstuðu grimmt í Langá. Veiðimenn vom að kasta flugu fyrir fiska í Urriðaá, sem ekki er hægt að segja að sé stærsta vatnsfall landsins. Þar veiðist þó ágætlega þrátt fyrir það. Veiðin hefur heldur betur glæðst í Anda- kflsá í Borgarfirði og veiðimenn sem vom að koma úr ánni fengu 15 laxa og misstu marga. Mest fengu þeir á mjög smáar flugur. Fiskur- Mikið er um erlenda veiðimenn í ántun núna á þessum tíma, en þetta er dýrasti tími sumarins. Erlendir veiðimenn era í Laxá í Leirársveit, Langá, Norðurá, Þverá, Grímsá og Haffjaðrará, svo einhverjar veiðiár séu nefhdar. „Við voram að koma úr Flekkudalsá og fengum 9 laxa, það em víða laxar í henni,“ sagði Páll Ármann ffamkvæmdastjóri Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, en hann var að koma úr ánni fyrir nokkrum dögum síðan. Spáð í spilin við Langá á Mýrum jýrir fáum dögum, en þokkaleg veiði hefur verið í ánni undanfama daga. Ljósm. Gísli Vagn. inn er mjög dreifður um ána og greinilega að koma inn á hverju flóði. Ráðherra á veiðislóðum Það era margir á veiðislóðum þessa dagana. Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra var við veiðar í Breiðdal fyrir fáum dögum. Veiðin gekk vel hjá ráðherranum en hún hefur verið á þessum slóðum í nokkur ár á þessum tíma sumars. Seinna í sumar verður Siv í Álftá á Mýrum en þar hefur hún veitt í fjölda ára. Frá Lýsu á Snœfellsnesi. Vfmet ÁREIÐANLEIKI - ÞJÓNUSTA - ÁRANGUR www.limtrevirnet.is OeíðitioznCS Umsjón: Gunnar Bender Hellingur af bleikju á Vatnasvæði Lýí

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.