Skessuhorn - 26.07.2006, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006
15
Borgfirðingar eiga nú
heimsmeistara í tölti
Flosi er hér að taka við verðlaunum á Fjórðungsmótinu á
Kaldármelum ífyrra.
Heimsmeistarmót unglinga í
hestaíþróttum var haldið í Austur-
ríki á dögunum. Til Austurríkis
héldu sjö íslenskir unglingar til að
taka þátt í mótinu og meðal þeirra
var Borgfirðingurinn Flosi Olafs-
son frá Breiðabólsstað. Flosi keppti
á Glanna frá Ægissíðu í tölti og
fjórgangi með mjög góðum árangri
því saman sigruðu þeir í T-5 tölti
og er Flosi því heimsmeistari í tölti
í þeim flokki með einkunnina 6,78.
IV-2 fjórgangi enduðu þeir félagar
í 2.-3. sæti með einkunnina 6,13.
Þess má geta að Flosi og Glanni
hafa áður sigrað á
móti saman en þeir
sigruðu í barnaflokki
á Islandsbankamót-
inu á Æðarodda fyrir
tveimur árum. Flosi
fékk Glanna að láni
ytra til keppninnar.
Er Skessuhorn hafði
samband við móður
Flosa, Elísabetu
Halldórsdóttur á
Breiðabólsstað, var
hún að vonum
ánægð með árangur-
inn hjá syni sínum.
Hún og bóndi henn-
ar Olafur Flosason
fóru ekki með Flosa
út til Austurríkis en
sátu heima spennt
eftir fregnum af
gengi unglinganna á
mótinu, sem hún tel-
ur að hafi öll staðið
sig með eindæmum
vel.
Að sögn Sigrúnar
Ogmundsdóttur starfsmanns
Landssambands hestamanna stóðu
unglingarnir, sem eru á aldrinum
12-17 ára, sig mjög vel á mótinu
og mættu heim á Frón hlaðin
verðlaunum. Þau sem kepptu á
heimsmeistaramótinu auk Flosa
voru Helga Arnberg, Edda Rún
Guðmundsdótttir, Edda Hrund
Hinriksdóttir, Eva María Þor-
varðsdóttir, Rúna Helgadóttir og
Helga Una Björnsdóttir. Glæsi-
legur árangur hjá þessum ungu
knöpum.
SO
Ibúð í Borgarnesi
Skessuhorn óskar eftir að taka á
leigu 2-3 herbergja íbúð fyrir
blaðamann i Borgarnesi sem fyrst.
Upplýsingar gefur
Kolbeinn Óttarsson Proppé
! í síma 659-0860 eða á netfangið:
kolbeinn@skessuhorn.is
INGI TRYGGVASON hdl.
lögg. fasteigna- og skipasali
FASTEIGNIBORGARNESI
BERUGATA 2
Einbýlishús á 3 hæðum 139,9 ferm.
og bílskúr 24 ferm. í kjallara er
eitt herbergi parketlagt, stórt
vinnurými (geymsla) og þvottahús
með lökkuðu gólfí. A 1. hæð er
forstofa og gangur með
viðargólfum. Dúklagt eldhús, eldri
viðarinnrétting. Baðherbergi með
dúk á gólfí en flísaplötum á
| veggjum, nýleg viðarinnrétting. Tvær samliggjandi stofur
: parketlagðar. I risi eru þrjú parketlögð herbergi, veggir og loft
panilklætt. Svalir og góðar geymslur undir súð.
Húsið hefur að hluta til verið endumýjað fyrir nokkrum árum.
M.a. nýlegt þakjám og að miklu leyti nýlegar vatns- og ofnalagnir.
Góð staðsetning m.a. stutt í gmnnskóla og íþróttamannvirki.
Verð: 25.400.000
Allar nánari upplýsingar á skrifstofu
Ingi Tryggvason hdl. - löggiltur fasteigna- og skipasali
Borgarbraut 61,310 Borgarnes,
s. 437 1700, 860 2181 - fax 437 1017,
V
netfang: lit@simnet.is - veffang: lit.is
J
Kristín Pétursdóttir í Gallerí Tínu.
Hjónafyrirtæki í Grundarfirði
I Gnmdarfirði reka tvenn hjón,
þau Kristín Pétursdóttir og Þór-
steinn B. Sveinsson og Dagbjört
Lína Kristjánsdóttir og Halldór
Kristinn Halldórsson, tvíþætta
starfsemi í sama húsinu. Annars
vegar er um að ræða Mareind ehf.
sem er rafeindaverkstæði ásamt því
að vera umboðsaðili fyrir ýmis raf-
tæki, svo sem siglinga- og fiskileit-
artæki. Hinn angi starfseminnar er
Gallerí Tína en þar em seldir mun-
ir eftir þær Kristínu og Línu ásamt
aðkeyptum skrautmunum. Mareind
var stofhuð í desember árið 1993
og sinnir markaði um allt Vestur-
land. Arið 1999 var galleríinu síðan
komið á fót.
Kristín segir að það fari ágædega
saman að vera með svona tvíþætta
starfsemi og það hafi gengið mjög
vel. „Annars höfum við verið latar í
sumar og bara haft opið eftir hent-
ugleika. Við setjum bara símanúm-
er á hurðina og fólk getur hringt
þegar það kemur.“
Koma skútanna í Grundarfjörð
um daginn hleypti lífi í bæinn og
var fullt af fólki á ferli og mikið um
að vera á meðan á heimsókninni
stóð. „Það voru ekki bara erlendu
gestirnir sem voru hér á rölti,
bæjarbúar sjálfir fóru mtm meira
út,“ segir Kristín. Hún er mjög á-
nægð með það samband sem er á
milli vinabæjanna Grundarfjarðar
og Paimpol. „Níundi bekkur héðan
fór út og dvaldi þar um tíma og síð-
an komu krakkar þaðan hingað.
Það er ansi merkilegt hve gott sam-
band og mikil vinátta er á milli
þessara tveggja bæja, enda hefúr
mikið verið í þetta lagt.“
Starfsemi hjónanna tveggja hlaut
Framfaraverðlaun Eyrbyggja árið
2001. Einnig má geta þess að þær
stöllur hönnuðu og framleiddu
verðlaunagrip sem veittur var fyrir
sigur í leggnum Reykjavík -
Grundarfjörður í siglingakeppninni
Skipper DTslande. Leggurinn var
nefndur Faxi og þema verðlauna-
griparins var saltfiskur. Kristín og
Lína vinna í stein, leir og gler og í
Gallerí Tínu getur að líta ýmsa
fallega skrautmimi eftír þær.
-KÓP
Yíi'JýJJl JOUJi
,\l
Sérsniðnar
öndunarvöðlur fyrir:
böm, unglinga
og konur
flrkó
VEIÐIVÖRUR
Fluguveiðiskóli Arkó
og Pálma Gunnarssonar.
kynntu þér málið á
www.arko.is
Verð frá 18.900 kr. Vöðluskór stærð 34-46. Verð frá 29.900 kr.
Verð frá 7.900 kr.
Arkó Veiðihöllin
Krókhálsi 5 g.
Sími 587 5800
www.arko.is
Einnig Nielsen flugustöng með hjóli og línu frá 15.690 kr.
Neoprene vöðlur með áföstu stígvéli skóstærð 36 til 46 frá 12.900 kr.
Þinn lífstfll, okkar metnaður kíktu við hjá okkur.