Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2006, Page 16

Skessuhorn - 26.07.2006, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 26. JULI2006 SffiÉSSUflÖÍW T^e/t/ú/t/t^-L i 7^e/i/ú/i/i~*^ Afsögu, handverki og kajfi Af nautarekstri á Löngufjörum á Hvanneyri Margt hefur verið að gerast í Bú- vélasafhinu á Hvanneyri undanfarið. Snýr það bæði að safnastarfinu sjálfu sem og gestakomum og heimsókn- um. Safninu berast mjög margar ábendingar og tilboð um gripi. Auð- velt væri að þekja tún og fylla marg- ar skemmur ef öllum væri sinnt. Hins vegar fylgir safnið markaðri stefnu um söfmm og aðdrætti sem miðast við að segja megi sögu land- búnaðarins á liðinni öld auk tuttugu ára af hinni fyrri (19.) en það tímabil má telja tæknitímabilið í sveitum hérlendis. Miklar breytingar eru nú að verða í sveitum: Reglulega er staðið upp af búum sem setin hafa verið af sömu ættum svo kynslóðum skiptir. Þykir mörgum sárt að þurfa þá að koma fyrir eða fordjarfa gripum, tólum og tækjum sem fylgt hafa ábúendum mann fram af manni og þjónað þeim dyggilega. Ymsir gripanna hafa hins vegar falbð inn í söfntmar- stefnu Búvélasafnsins og eru því komnir þangað. Jafnt og þétt er unnið að breyt- ingum í safninu - bæði til þess að þétta myndina sem safnið á að draga upp en líka til að skapa nauðsynlega tilbreytingu fyrir gesti. Þannig hafa „ný“ tæki og vélar bæst í safnið í vor og sumar, til dæmis T-Ford 1926, sem við sýn- um fyrir Sparisjóð Mýrasýslu, og gullfallegur Ferguson 35 - fúlltrúi formbylt- ingar traktora sem varð undir 1960. Þá hefur fróðleiksspjöldum verið fjölgað til muna og kynningarefni aukið og sett upp örsýning um þró- un sláttar og sláttutækni í gegnum aldimar. I undirbúningi er meira efni á þessu sviði. Með mörgu þessu og fleiru hefur mátt fylgjast á heimasíðu safnsins www.buvelasafn.is Það sem af er árinu eru gestir safiisins orðnir vel á þriðja þúsund. I vetur og vor voru margir hópar á ferð, ekki síst til þess að njóta afar vinsælla sveita-fitness-móta Guð- mundar ráðsmanns Hallgrímssonar. Skólahópar komu margir í vor en síðan kom nokkurt hlé uns við tóku heimsóknir sumarleyfisgesta, sem eru margir í Borgarfirði. Flestir þeirra líta einnig við í Ullarselinu, sem hefur markað sér orðspor sem hvað vandaðasta handverks- og þá einkum ullarvöruverslun landsins. Hörðusm vélamenn komast ekki hjá því að hrífast af fegurð og gæðum vörunnar. A eftír fá margir sér kaffi ellegar ís í Kollubúð. Skessuhornið flutti í síðustu viku frétt af óvenjulegu hátterni hestamanna á reið um Löngufjör- ur á Snæfellsnesi. Fyrir einskæra tilviljrm hafði bændum á Stakk- hamri verið litið út um glugga og sáu þeir sér til töluverðrar furðu og hrellingar að í föruneyti ferða- langa, er riðu neðan bæjar voru komnir nautgripir búsins, væntan- lega bæði mjólkurkýr og geldneyti. Lán var þó í óláni að söðuldýr ábú- enda voru enn heima við og var hjörðin nú snarlega riðin uppi og bústofninn heimtur úr höndum ævintýramanna. Voru þeim síðar- nefndu skiljanlega ekki færðar sér- stakar þakkir fýrir tiltækið. Reynd- ar gladdi það mig að sjá að ennþá er búið á nokkrum jörðum á Snæ- fellsnesi, en ég hélt satt best að segja að þær væru nær allar komn- ar í hendur uppkaupamanna úr Reykjavík. Frétt þessi hefur hins vegar orð- ið mér tilefni til nokkurra hugleið- inga. Eg er nefnilega ekki frá því að þarna hafi kannski einhverjir verið að reyna að láta gamlan draum rætast. Þar á ég við kúreka- drauminn, sem blimdar í brjósti fjölmargra íslenskra hestamanna eftir reglubundið vestragláp frá barnæsku. Eg tel umrædda knapa reyndar mega hugleiða að hefði viðlíka uppákoma orðið í Ameríku fýrir svo sem tveimur öldum, hefðu að sjálf- sögðu ekki hjónin á Stakkhamri rið- ið þá uppi heldur fráneygur sériff með glampandi stjörnu og byssu- hlaup og þeir sennilega mátt hanga fyrir til- tækið. En nú eru aðrir tímar og spurning hvort ekki sé hægt að finna flöt á mál- inu, sem allir gætu sætt sig við og væri meira að segja í anda nýj- unga í ferða- mennsku á umræddu landsvæði. Hugmyndin er nokkurn veginn sú að landeigendur kæmu sér upp hjörð nautkálfa, sem frístunda- kúrekar fengju að reka eins og þá lystir fram og aftur um Löngufjör- ur. Af þessu gæti orðið hin besta skemmtan og eflaust yrði slíkur rekstur meira krefjandi en tiltölu- lega einhæfur rekstur lausahrossa, en eins og allir vita, sem reynt hafa er slíkur rekstur nánast fyrirhafnar- laus strax á öðrum degi hestaferða- laga. Förina mætti síðan krydda eftir þörfum, t.d. með eltingarleikjum þar sem heimamenn reyndu að draga kúrekana uppi og fengju þá að hafa nautin með sér heim á bæ ef sigur ynnist. Hlut- verk næsta ferðahóps yrði þá að heimta klaufdýrin að nýju, jafnvel í skjóli nætur. Með reglulegu milli- bili félli þó allt í ljúfa löð með varðeldi, kúrekasöngvum og að sjálfsögðu heilsteiktum bolakálfi. Eg er sannfærður um að fljótlega yrði mjög eftirsótt að komast í slíkar ferðir og margur stressaður borgarbúinn fús að reiða fram tals- verða fjárhæð fýrir vikið. Sjálfur hef ég einu sinni riðið Löngufjör- ur og þrátt fýrir víðáttuna, reið- færið á sandinum og brakandi sól- skinið var einhvern veginn eins og eitthvað skorti á að ferðalagið væri fullkomið. Nú tel ég mig loksins hafa uppgötvað hvað þarna vant- aði. Ari Jóhannesson, Heiðarbraut 58 Akranesi Bjami Guðmundsson Jóhannes Ellertsson, starfsmaihir Búvélasajvsins tekur hér Farmal Cub, einn af safrgripum Búvélasafnsins, til kostanna. l/ísnfihó'aúd Og engin takmörk eru sett - illafengnum gróða Að öðrum ólöstuð- um tel ég að Rósberg G. Snædal hafi verið með okkar alsnjöllustu hagyrðingum og verð- ur nú nokkuð leitað fanga í sjóði hans þó vafalaust verði einnig eitthvað um framhjá- skot. Hringhendan var Rósberg svo töm að með ólíkindum er hve nærri hann kemst eðli- legu máli stundmn, hvort sem ég hitti nú á bestu dæmin eða ekki. Einhverjum ágætum manni lýsti Rósberg svo: Skortir jafnan björg í bú. Birgðum safnar vínsins. Ekki kafna ætlar þú undir nafni - svínsins: Efitír Rósberg er líka þessi ágæta staka: Sárið grær en svíður þó, sorgir Ijær og kvíða. Tækifæri í tímans sjó tapast ærið víða. En Rósberg átti fleiri strengi til og hér kemur brot úr rökkurljóði: Hverfur sól að ægisós, aldan krappa stynur. Ég skal kveikja kertaljós og koma til þín vinur. Við þér brosa blómalönd björt í töfrum sínum, þegar lítil Ijúflingshönd lokar augum þínum. I síðasta þættí birti ég gamla vísu um ófrið- inn fýrir botni Miðjarðarhafs en varla var blaðið komið út þegar allt fór í bál og brand á þeim slóðum. Ég ætla bara að vona að þessi gamla vísa eftír Rósberg hafi ekki minni áhrif: Á lokuðu sviði var leikið af tveim, í loftinu fiðraði rafið. Og loks komst á friður í löndunum þeim sem liggja við Miðjarðarhafið. Það er kannske rétt að líta aðeins til annarra átta svo Rósberg verði ekki alveg einráður í þessum þætti, við komum að honum aftur. Karl Friðriksson brúarsmiður nefndi eftírfar- andi stöku Agústkvöld: Hverfur uggur, allt er hljótt, eins og huggun finni, hljóðum skuggum hlúir nótt hægt í ruggu sinni. Peningar hafa lengi verið mönnum vanda- mál. Annað hvort vantar menn þá eða þeir eru hræddir um að tapa þeim. Ef menn strita og safiia fé eru þeir kallaðir nirflar en ef menn eyða peningum hraðar en aðstreymið leyfir kunna þeir ekkert með peninga að fara. Þor- steinn Þorsteinsson hagstofustjóri og Amór Sigurjónsson skólastjóri ortu eftirfarandi mannlýsingu í sameiningu fýrir þónokkrum árum og Þorsteinn byrjaði: Auratylftir upp hann gróf, ýfði villta strengi. Arnór bætti við: Viti stillti vel íhóf, var því hylltur lengi. Björn Þorsteinsson ortí: Viðskiptanna á mæðu morgni, mitt ílána þönkunum, gott er að eiga hauk íhorni og helst í öllum bönkunum. Seinna bætí hann við: Verðbólgan engu eyrir þótt önnur sé reglan viss, að græddur er geymdur eyrir - efgeymslan er úti í Sviss. Verðbólgan hafði æði mikil áhrif á hugarfar þjóðarinnar meðan hún var hvað mögnuðust og allir græddu á því að skulda. Ef menn eign- uðust einhver verðmæti rýmuðu þau á þeim áram með ótrúlegum hraða. A þessum tímum horfði Bjami frá Gröf á Olu sína og orti: Hugarvíl og harmur dvín er horfi ég á frúna. Hún er eina eignin mín sem ekki rýrnar núna. Guðmundur Sigurðsson orti einhvemtíma um fjármálaástandið og má velta fýrir sér hvort þessar vísur hafi ekki töluvert gildi enn þó þær séu nokkuð komnar til aldurs: Víða er í veröld hart, verslun illa gengur, styrkum fótum stendur vart sterlingspundið lengur. Margur virðist miður rétt meta gengi þjóða og engin takmörk eru sett illa fengnum gróða. Oft hefur landinn erlendis eftir gleðifundi fyrir duft og fánýtt glys fargað sínu pundi. Ég sagði áðan að við myndum koma aftur að Rósberg og í tilefni nýafstaðinnar heims- meistarakeppni í knattspymu er ekla úr vegi að birta hér kvæði hans; Vítaspyrna: £g þreytti lengi knattleik við sifjalið Satans og séð hafði enginn þvílíkan djöflagang. Ég varðist einn á vallarhelmingi mínum með vindstöðu beint í fang. En upphlaupum hinna ég varðist þó vonum lengur og víst fengu djöflarnir frá mér hœttuleg skot. Að lokum varð ég í nauðvörn að neyta hnef- ans - sem náttúrlega var brot. Og drottinn sjálfur var dómarí í þessum leik. þó dómarar hafi yfirleitt nóg með sig, - var liði svo ranglega skipt og mín vígstaða veik, að ég vonaði hann mundi sjá gegnum fingur við mig. Hendi! kallaði drottinn - og dæmdi þeim aukaspark. Og djöfullinn skoraði mark. „Það er lítilfjörlegt starf fýrir tuttugu og tvo fullhrausta karlmenn að hlaupa á eftir vind- blöðru,“ sagði gamall maður á mínum æsku- áram. Vissulega var sú skoðun umdeild þá og vafalaust enn ffiekar nú en hvað er þetta lífs- hlaup okkar svosem annað en hlaup á eftír einhverju mismerkilegu, hvernig sem þeim spretti lýkur á endanum. Hannes Agústsson ortí þegar hann var kominn yfir miðjan aldur og lámm við það verða lokaorðin að sinni: Ég eldist líkt og aðrir menn, það œtti ég best að finna. Að vísu blaka ég vœngjum enn, en vænghafið er minna. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur K. Dagbjartsson Refsstöðum 320 Reykholt

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.