Skessuhorn


Skessuhorn - 26.07.2006, Side 23

Skessuhorn - 26.07.2006, Side 23
oótssiúiiO^K! MIÐVIKUDAGUR 26. JÚLÍ 2006 23 Skagamenn dottnir úr bikarnum þrátt fyrir góða baráttu Arnar Gunnlaugsson skorar hér fyrsta mark heimamanna eftir fyrirgjöf frá Haf- þóri Ægi Vilhjálmssyni. Ljósm: MM Skagamenn féliu úr bikarnum sl. sunnudag eftir tap gegn Keflavík 3- 4. Ekki er hægt að segja annað en að leikmenn liðsins hafi gefið allt í leikinn, þeir sköpuðu sér ótal færi og raunar er synd að annaðhvort liðið hafi þurft að falla úr leik. Leik- menn ÍA töldu brotið á rétti sínum undir lok leiks þegar skot Hjartar Hjartarsonar virtist fara inn fyrir marklínu, en dómari leiksins dæmdi ekki mark. Leikurinn byrjaði vel og voru Skagamenn sérstaklega sprækir, t.a.m. átti Þórður Guðjónsson skot í þverslá eftir þriggja mínútna leik. Það voru hinsvegar Keflvíkingar sem komust yfir á 18. mínútu með marki Þórarins Kristjánssonar, nokkuð gegn gangi leiksins. Skaga- menn létu markið ekki á sig fá og héldu áfram að sækja og Arnar Gunnlaugsson jafnaði metin á 36. mínútu eftir góðan sprett og fyrirgjöf Hafþórs Ægis Vilhjálmssonar. Hvor- ugt liðið náði að skora það sem eft- ir lifði fyrri hálfleiks, þrátt fyrir að Bjarki Gunnlaugsson hafi verið ná- lægt því þegar hann komst einn innfyrir vörn Keflvíkinga en var stöðvaður af varnarmanni. Strax á þriðju mínútu seinni hálf- leiks fengu Keflvíkingar dæmt víti eftir að Igor Þesic hafði sparkað framan í sóknarmann þeirra. Guð- mundur Steinarsson tók vítið og C riðill þriðju deildar karla Kári fór frá Sauðárkróki með 2:2 jafntefli í hafurtaski sínu eftir að hafa leikið við lið Tindastóls þriðjudaginn 18. júlí. Laugardag- inn 22. júlí léku bæði Skallagrím- ur og Snæfell á útivelli. Lið Snæ- fells hélt til Blönduóss þar sem þeir léku á móti liði Hvatar. Hvöt sigraði stórt en staðan í leikslok var hvorki meira né minna en 16- 0. Skallagrímsmenn léku á móti Tindastóli á Sauðárkróki og fór sá leikur 3-0 heimamönnum í vil. Sunnudaginn 23. júlí léku svo Snæfell við Neista á Hofsóssvelli og sigraði Neisti í þeim leik, 2-1. Staðan í C riðli þriðju deildar karla er því orðin sú að Kári er dottinn niður í 2. sæti en þeir eru með 25 stig eins og Hvöt sem er í 1. sæti en Hvöt er með betra markahlutfall og hefur leikið færri leiki. Skallagrímur er 14. sæti með 15 stig og Snæfell er enn í neðsta sæti riðilsins með 2 stig. Næstu leikir Vesturlandslið- anna eru þessir: Fimmtudaginn 27. júlí tekur Skallagrímur á móti Snæfelli í Borgarnesi og hefst leikurinn klukkan 20:00. Laugar- daginn 29. júlí munu Kári og Hvöt eigast við á Akranesvelli og verð- ur flautað til leiks á Skaganum klukkan 14:00. SO Fjórir Skagamenn í landslið U17 Lúkas Kostic, þjálfari landsliðs leikmanna undir 17 ára aldri, hef- ur valið leikmannahópinn sem leikur á Norðurlandamótinu sem hefst í Færeyjum 30. júlí. Leik- mennirnir eru Trausti Sigurbjörns- son, Ragnar Þór Gunnarsson og Ragnar Leósson leikmenn ÍA og Björn Jónsson sem leikur með Herenveen í Hollandi. HJ Ljóð unga fólksins í pottunum Um þessar mundir má sjá Ijóð eftir unga yrkjendur við heita potta sundlaug- arinnar á Jaðarsbökkum á Akranesi. Eru þetta nokkur verðlaunaljóða úr Ijóðasamkeppninni „Ljóð unga fólksins“ sem staðið hefur yfir að undanförnu á almenningsbókasöfnum landsins en umsjón með framkvæmd keppninnar í ár var í höndum safna á Vesturlandi. Þá hafa þessi verðlaunaljóð auk ann- arra verið gefin út í ijóöabókinni, Ljóð unga fólksins 2006. SO skoraði örugglega. Skagamenn héldu áfram að sækja eftir markið c.g á 60. mínútu skoraði Arnar sitt annað mark og jafnaði metin. Dean Martin átti sendinguna nýkominn inn á sem varamaður en hann átti mjög góðan leik, líkt og gegn KR á dögunum. Skagamenn héldu áfram að sækja á mörgum mönnum. Það nýttu gestirnir sér þegar þeir komust í skyndisókn á 75. mínútu og Guðmundur Steinarsson skoraði sitt annað mark. Sjö mínútum síðar kom Símun Samuelssen þeim síðan í 2-4. Jón Vilhelm Ákason minnkaði muninn tólf mínútum fyrir leikslok og við það sat þrátt fyrir að Skaga- menn vildu fá dæmt mark eins og fyrr kom fram og niðurstaðan því tap 3-4. Með tilkomu nýrra þjálfara hefur margt breyst í leik liðsins. Sjálfstraust er komið í menn og lið- ið spilar glimrandi sóknarbolta og hefur skorað 12 mörk í fjórum leikj- um. Þá hafa þjálfararnir báðir geng- ið í endurnýjun lífdaga og spila báð- ir vel og Arnar hefur t.a.m. skorað Víkingur O tapaði Víkingur Ólafsvík tapaði leik á móti Fram á heimavelli sínum þriðjudaginn 18. júlí sl. með einu marki gegn engu marki heima- manna. Víkingur Ó er enn í neðsta sæti fyrstu deiidar karla í íslands- mótinu með 7 stig. Næsti leikur Víkings er á móti Leikni frá Reykja- vík föstudaginn 28. júlí á Ólafsvík- urvelli og hefst ieikurinn klukkan 20:00. SO Garðar til Norrköping Skagamaðurinn og framherjinn knái í fótboltanum, Garðar Gunn- laugsson, er genginn til liðs við sænska fyrstudeildarliðið Norrköp- ing, þar sem hann hittir fyrir Stefán Þórðarson annan Skagamann. Garöar, sem leikið hefur með Val undanfarin tvö ár, skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við sænska liðið í síðustu viku. Hann heldur brátt til Svíþjóðar þar sem hann mun gangast undir læknis- skoðun og ganga frá formsatriðum. Hann mun því ekki leika fleiri leiki með Val á þessu tímabili en hann er markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni með fimm mörk. MM fjögur mörk í síðustu tveimur leikj- um. Aðspurður sagði Bjarki Gunn- laugsson að leikurinn hefði verið al- veg eins og þjálfararnir bjuggust við. „Þetta var opinn og skemmti- legur leikur með fullt af færum. Þrjú mörk eiga að duga til sigurs en því miður skoruðu þeir fleiri mörk en við.“ Bjarki segir að ekki sé hægt að kenna vörninni um mörkin. „Það hljómar kannski sérkennilega að tala um góða vörn eftir að hafa fengið á sig fjögur mörk en á heild- ina litið stóð vörnin sig vel. Ef við skoðum mörkin þeirra er ekki hægt að skammast yfir vörninni, lítið var Til Skessuhorns leitaði gamall Borgfirðingur sem alls ekki vill láta nafns síns getið. Sagði hann farir sínar ekki sléttar og fannst frjálsí- þróttaáhuga Borgfirðinga fara hrak- andi. „Ég leit við á Meistaramóti ís- lands í frjálsum íþróttum 15-22 ára sem fór fram á Kópavogsvelli un síðustu helgi. Þar gat að líta flest af efnilegustu ungmennum landsins í þessari skemmtilegu íþróttagrein. Þegar ég komst að þeirri sérkenni- legu staðreynd að meðal keppenda var ekki að finna einn einasta ein- stakling sem keppti undir merki UMSB varð ég fyrir miklum von- brigðum. Ég hélt að um mistök væri að ræða í leikskránni. En við nánari athugun sá ég hvergi bregða fyrir UMSB búningnum. Ég get því ekki orða bundist og spyr hverju þetta sæti og þætti vænt um ef Skessu- horn gæti komist að því,“ sagði þessi gamli Borgfirðingur í samtali við blaðamann. Hann bætir við: „Ég hélt að hið markvissa frjálsíþrótta- starf sem unnið hefur verið í Borg- arfirðinum í áratugi væri enn við líði. Hvernig má það vera að héraðs- samband eins og Ungmennasam- band Borgarfjarðar sem ætíð hefur átt fólk í fremstu röð meðal frjálsí- þróttamanna landsins og meira að segja nokkra Ólympíufara (sem fá héraðssambandanna hafa af að státa) senda ekki ungmenni á meistaramót þeirra? Mér var tjáð að UMSB ætti einstaklinga sem hefðu átt góða möguleiku að vera í fremstu röð í nokkrum greinum á mótinu. Hverju sætir að engir kepp- endur voru sendir? Ekki getur það verið vegna mikils kosnaðar því við þeim að gera og þetta sýndi mun fremur snilld Keflvíkinga. Við sækjum á mörgum mönnum og í skyndisóknum verða menn að verj- ast maður á mann. Ég held að á- horfendur hafi ekki verið ósáttir þrátt fyrir tapið og ef við hefðum fengið markið í lokin sem við áttum að fá hefði enginn sagt neitt.“ Bjarki segir að ekki dugi að hengja haus, nú sé Evrópuleikur á fimmtudaginn og svo haldi baráttan í deildinni á- fram. „Við lögðum alltaf aðaláherslu á deildina og nú verðum við að berj- ast þar. Þetta verður barátta fram í síðasta leik.“ -KÓP hann hlýtur að vera óverulegur. Vonandi er hér um mannleg mistök að ræða,“ bætir gamli Borgfirðing- urinn við að lokum. Menntaskóli mun breyta miklu Skessuhom leitaði til Braga R Axelssonar, framkvæmdastjóri UMSB og spurði um ástæðu þess að Borgfirðinga vantaði á Meistara- móti íslands 15-22 ára í frjálsum. „Ástæðan er alls ekki áhuga- eða peningaleysi sambandsins, því fer fjarri,“ sagði Bragi. „Sú staðreynd að í héraðinu hefur fram til þessa ekki verið menntaskóli hefur valdið því að afreksfólk sem elst upp í hér- aðinu er skráð í önnur félög, þar sem þetta fólk stundar þjálfun og æfingar á veturna og keppir þá gjarnan fyrir þau félög. Því gerum við ráð fyrir því að nýr menntaskóii í Borgarnesi muni gera það að verk- um að frjálsíþróttafólki UMSB á þessum aldri muni fjölga á næstu árum.“ Bragi bætir við að nú um stundir séu a.m.k. þrír einstaklingar sem hefðu átt erindi á meistara- mótið en þannig hafi staðið á um síðustu helgi að þeir hafi verið upp- teknir við annað, meðal annars þjálfun annarra og ekki getað keppt af þeim sökum. „Við lítum hinsveg- ar björtum augum til framtíðarinnar, á grunnskólaaldri er nú mikið af af- reksfólki í héraðinu og ef þessir krakkar gerast nemendur nýja menntaskólans mun keppendum á vegum UMSB fjölga mikið næstu árin,“ sagði Bragi að lokum. MM Enginn Borgfirðingur meðal keppenda Félagsmenn athugið! Eftirtaldar vikur eru lausar í orlofsíbúðum og -húsum félagsins: íbúð að Furulundi 8i, Akureyri....... 18.08.2006 til 25.08.2006 Hraunborgir, Húsasund 16............. 25.08.2006 til 01.09.2006 Húsafell, Ásendi 10.................. 25.08.2006 til 01.09.2006 Hraunborgir, Húsasund 16............. 01.09.2006 til 08.09.2006 Svínadalur, Bláskógar 12.............. 01.09.2006 til 08.09.2006 Sumarorlofstímabilinu lýkur 8. september og er móttaka pantana fyrir helgarleigu í vetur þegar hafin á skrifstofu félagsins. Bent er á að í vetur verður hægt að leigja eina af íbúðum félagsins á Akureyri, bæði um helgar og stakar nætur. Verkalýðsfélag Akraness • Sunnubraut 13 • sími 430-9900 www.vlfa.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.